Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989 12 ekkert víst. Hún heldur því fram að borkjarnar úr Grænlandsjökli segi að landnámslagið hafi fallið í kring- um 900. Ég hélt sjálf hér áður að þessu væri svona farið en að könn- uðu máli kom annað í ljós. Þeir sem greindu áhrif gosa í borkjamasýnun- um segja að þeir hafi fengið þá tíma- setninu útfrá niðurstöðum íslenskra jarðfræðinga. Það sem borkjarnarnir segja í rauninni er að það hafi verið allnokkurt eldgos einhvers staðar í heiminum um 900. Það má benda á að Sigurður Þórarinsson sagði sjálfur að gjóskulagafræðin eða öskulaga- fræðin væri byggð á líkum og sjálfur endurskoðaði hann stöðugt tímasetn- ingu öskulaga," Ekki írar „Rústirnar í Hetjólfsdal eru dæmigerðar norrænar mannvistar- leifar. í sjálfu sér ekki verulega frá- brugðnar sams konar rústum í Nor- egi. Munir sem ég hef fundið geta verið hvort heldur er frá meróving- er-tímanum, 600-800 eftir Krist, eða frá víkingatímanum næst á eftir. Brýnin í Heijólfsdal eru t.d. frá öðru svæði heldur en brýni víkingatímans koma iðulega frá. Brýnin frá víkinga- tímanum eru oft frá Eiðsborg í Suð- ur-Noregi en brýnin sem fundust í Heijólfsdal frá vesturhluta Noregs. Með hliðsjón af því að fyrsta byggð á íslandi er eldri en hefðin hefur sagt þá vil ég benda á það, að á þeim svæðum sem fyrstu landnáms- mennirnir hafa trúlega farið um á leið sinni til íslands, er vitað af byggð norrænna manna á meróvinger-tíma, það er fyrir 800, og á ég hér við Hjaitland, Orkneyjar og Færeyjar. Landnám íslands og heimildir um það eru mikið tilfinningamál en ég er ekki að draga í efa orð Ara fróða. Ari segir í Islendingabók að það hafi verið hér byggð áður en Ingólf- ur kom. Það er ekki afdráttarlaust að paparnir hafi verið írar. Kristin tákn og írskir gripir fóru víða.“ Að grafast fyrir ... — Hvernig hófust þessar rann- sóknir í Heijólfsdal? „Vestmanneyingar vildu fá að vita um sína elstu byggð og landnáms- manninn Heijólf. Það var kunnugt um fomminjar í dalnum, Matthías Þórðarsson þáverandi þjóðminja- vörður kannaði stuttlega þijár rúst- anna sumarið 1924. Uppgröftur sá er ég sá um hófst sumarið 1971. Vestmannaeyjabær fjármagnaði alla útivinnu fyrstu tvö sumrin. Heima- eyjargosið í ársbyijun 1973 varð til þess að ekki var haldið áfram fyrr en haustið 1977.“ — Hvenær fór þig að gruna að þú værir að grafast fyrir um eitthvað eldra en Heijólf? Byrjað að grafa í Heijólfsdal. „Fyrstu háu aldursgreiningarnar komu 1974. Ég lét þær bæjaryfír- völdunum í yestmannaeyjum í té og þar komst Ámi Johnsen í þær og ekki að sökum að spyija, þeim var slegið upp í Morgunblaðinu í minni óþökk. Þá vildi ég ekki gera of mik-. ið úr þeim. Sagði sem var að rann- j sóknimar yrðu að halda áfram. Greftrinum í Heijólfsdal lauk að mestu 1981 og segja má að ég hafi yósmynd/Sigurgeir Jónasson . gert grein fyrir helstu niðurstöðunum ! 1982 og 1986. Það eru í sjálfu sér engin stórtíðindi að mínar rannsókn- ir séu taldar fullnægjandi til doktors- vamar sem fór fram 18. september síðastliðinn." Kreddufesta — Það er óhætt að segja að þínar kenningar og niðurstöður, sem nú hafa fengið doktorsviðurkenningu, kOVW LWDWMS- eftir Pól Lúðvík Einarsson HVENÆR byggðist ísland? „ísland byggðist fyrst úr Noregi á dögum Haralds hins hárfagra.“ Svo segir í íslendingabók. A síðari öldum hafa menn haft ártalið 874 í heiðri. Hver segir annað? Margrét Hermanns- Auðardóttir færir fyrir því rök í doktorsritgerð að landnám norrænna manna sé e.t.v. tveimur öldum eldra. Margrét hefur hingað til verið þekkt sem Margrét Hermannsdóttir fornleifafræðingur en í rúmt ár hefúr hún kennt sig við móður. Hvers vegna? „Eg var búin að ætla að gera þetta lengi. Það er ekki óþekkt í sjávarplássum að börn séu í daglegu tali kennd við móður sína. Feðurnir Qarri, kannski úti á sjó. Það er einnig þekkt í fomsögum að synir séu kenndir við mæður sínar. Og móðir mín hafði alltaf meira með mig að gera.“ Margrét Hermanns- Auðardóttir er fædd þriðja maí 1949. Dóttir Auðar Jóns- dóttur Auðuns fyrr- verandi ráðherra og Hermanns Jóns- sonar hæstaréttarlögmanns. Margrét var gift Þorláki Helgasyni kennara og eiga þau saman eina dóttur, Auði Ýrr. — Móðir þín er kunnur brautryðj- andi, ein af fyrstu konunum sem náði frama í karlasamfélaginu, ertu ekki eitt af fyrstu lyklabörnunum? „Nei, eiginlega ekki, hún amma mín bjó á heimilinu." — Hver var hún? „Margrét Guðrún Jónsdóttir hét hún, fædd á Gerðhömrum í Dýra- firði. Fyrst þú spyrð þá má segja að hún hafi vakið áhuga á fornri tíð. Amma var fædd 1872 og gat sagt sögur frá heimi sem er aigjörlega horfinn. Jón Auðuns móðurbróður minn hafði líka alla tíð mikinn áhuga á gömlum munum og bjargaði sjálfur mörgum slíkum frá glötun." Ekki teskeið — Menntaferíll? „Byija á byijuninni? Isaksskóli, Melaskóli, Hagaskóli, Menntaskólinn í Reykjavík. Fil. kand. frá Uppsala- háskóla, framhaldsnám í miðalda- fomleifafræði í Lundi ásamt sagn- fræði og fleiru og síðan áframhald í Gautaborg og að lokum doktors- vöm í Umea.“ — Hvað ætlaðir þú að verða á' æskuárunum, lögfræðingur? „í menntaskóla fékk ég er fram í sótti áhuga á náttúrufræði og jarð- fræði og Bergsteinn Jónsson sögu- kennari vakti áhuga minn á sögu. Hann lét okkur vinna sjálfstæð verk- efni en annars var manni yfirleitt uppálagt að læra utanbókar og vera ekki með neitt múður. Kannski má segja að þetta þrennt sameinist nokkuð í fomleifafræðinni. Hún styðst við jarðfræðina og aðrar fræðigreinar og hún talar þar sem heimildir sagnfræðinnar þegja.“ — En starfið, vera ofan í gryiju með teskeið og tannbursta? „Við notum yfirleitt afkastameiri tæki, múrskeiðar. Ætli það sé ekki forvitnin sem heldur manni gang- andi. Og þótt róðurinn sé stundum erfiður er Island gósenland fyrir fornleifafræðinga. Her er gnægð -fornleifa og þær gætu orðið lykillinn að nýrri og spennandi íslandssögu, sögu sem okkur er hulin í dag. — Gæti orðið, segi ég, því það fer allt eftir því hvernig stutt yrði við bakið á faginu og eins því hvernig ástatt er um reynslu og menntun þeirra sem fá að marka íslenska fornleifafræði í náinni framtíð." — Eins og fjölmðlaneytendur hafa orðið varir við síðustu vikuna, þá telur þú elstu byggð á landinu meira en tveim öldum eldri en land- nám Ingólfs. Hvað réttlætir svo djarfa ályktun? „Mælingamar á C-14 samsætum úr viðarkolum sem fundust í eldstæð- um benda margar til eldri tíma en til hins „gullna ártals 874“. Af átta mælingum em sex sem benda fram fyrir 874 og sumar vel það, allt fram til 600 eftir Krist. Það hefur verið gert lítið úr þessum viðarkolasýnum. Mér finnst það veigalítil rök og lang- sótt að halda því fram að birkikoiin séu bara eitthvert fornt „fnausk úr skógi“. Áður hét það að birkikolin hefðu legið í mó frá fastalandinu og við það náð háum aldri og að lokum hafnað í Heijólfsdai; jafnvel gátu sömu kurl hafa legið í gömlum jarð- lögum sem jökulhlaup hefðu skolað á haf út og þau síðan raðað sér kurt- eislega að ströndum Heimaeyjar og þar tínd upp jafnóðum af Heijólfs- dalsbúum. Ég bíð spennt eftir næstu útskýringatilraun um uppruna birki- kurlanna úr Herjólfsdai. Upphleðsla mannvistarlaga í rústunum og afstaða gjóskulaga tel ég líka benda til þess að rústimar séu eldri en frá hefðbundnu land- námi.“ — Nú vilt þú telja að iandnáms- lagið, þ.e.a.s. gjóskufallið frá gosi á Vatnaöldusvæðinu, sé allnokkru eldra en hingað til hefur verið talið? „Ég sá að tímasetning goslaga sem komu fram í uppgreftrinum hlyti ið vera öðruvísi heldur en áður var „alið. Þetta öskulag er neðst í byggð- inni og koiefnamælingamar benda ;il þess að byggðin sé jafnvel frá sjöundu öld og þar af leiðir að þetta öskulag hlýtur að vera eldra en frá því um 900. Jarðfræðingar og þá sérstaklega og greinilega Margrét Hallsdóttir vilja tímasetja landnám- siagið í kringum 900. Það er alls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.