Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 18
Sterk og fljótvirk hjólaskófla. Lipur og hagkvæm grafa. Volvo BM framkvæmir verk sem áður þurfti margar vélar til að vinna. Þegar fjárfestingin skilar fleiri klukkustundum - þá verða tekjurnar meiri. Það er grundvallarhugmyndin að baki Volvo BM 6300. Sérstakur tækjamaður frá Volvo BM í Svíþjóð mun sýna vélina dagana 2.-5. október frá kl. 15:00-19:00 við þjónustumiðstöð okkar að Bíldshöfða 6. Sleppið ekki þessu tækifæri - komið og kynnið ykkur fjölhæfustu vinnuvél sem völ er á. Brimborg hf. - véladeild Faxafeni 8 • sími 91-685870 I l'HU,- M Jv^6í$fíí&'fíífífetítf^öMí®3.<0í^SÉJfí^ö$P Bæjarfélög - verktakar - vinnuvélaeigendur Volvo BM 6300 4x4 á íslandi Bretinn botnar ekkert í hringjunum akrana með alls konar tól og tæki og forvitnir ferðamenn og fréttarit- arar víðs vegar að úr heimi setjast upp í þorpunum þar sem þeir valda miklu meiri truflunum en hringirnir sjálfir. Þá vilja embættismenn í landbúnaðar- og varnarmálaráðu- neytinu einnig fá að vita hvað þarna er á seyði. Stærstu hringirnir eru um 30 metrar í þvermál og stundum nokkr- ir saman í líki risavaxins, keltnesks kross,_ sem teygir sig yfir ávala ás- ana. í hringjunum sjálfum liggur kornið alveg flatt en þó er það óskemmt og heldur áfram að vaxa — á hliðinni. í fyrstu töldu margir, að ein- hveijir uggluspeglar hefðu verið á ferð en nákvæm lögunin og fjöldinn — 250 talsins og hafa ekki fundist áður jafn víða — hafa sannfært menn um, að ekki er um að ræða nein strákapör. Ekki er hægt að finna nein ummerki um það, sem veldur hringjunum, og oft er ómögu- legt að sjá þá fyrr en komið er út á miðjan akurinn. Hringirnir eru ekki einu óút- skýrðu fyrirbærin á þessum slóðum því að þeir eru langflestir nálægt hinum dularfullu steinhengjum í Stonehenge og Avebury. A þeim hefúr aldrei fundist viðunandi skýr- ing. Það vantar þó ekki, að bændur og vísindamenn láti sér koma ýmis- legt til hugar. Ein kenningin er sú, að ruglaðar moldvörpur hafi gert þá og önnur, að undarlegt skordýra- fár 'eigi sök á þeim eða ný veiruteg- und. Þeir, sem leita skýringa í tæknibrölti mannanna, nefna til dæmis, að þyrlur hafi verið að verki en flugmáiasérfræðingar benda á, að þá hefðu þær orðið að fljúga á hvolfi. Sumir láta sér detta í hug dularfullan segulkraft eða stjörn- ustríðsgeisla, sem villst hafi af leið. Að sjálfsögðu vantar svo ekki kenn- inguna um fljúgandi diska, að geim- för frá ókunnum stjörnum hafi lent á ökrunum og skilið eftir sig hring- ina. „Það er bull og vitleysa," segir Terence Meaden, veðurfræðingur- inn á staðnum. „Hreinasta ímyndun, að einhverjar vitsmunaverur hafi verið hér að verki.“ Segir hann, að hvirfilvindar séu eina skýringin og margir aðrir vísindamenn og emb- ættismenn hallast einnig að því. Bændurnir eru þó á öðru máli. „Kemur ekki til greina," segir Simon Brown, sem getur státað sig af nokkrum hringjum á ökrunum sínum. Segir hann, að hringirnir séu allt of fullkomnir, svo klipptir og skornir, að engu skeiki og engin önnur ummerki á ökrunum eftir vind. Einn hringjaklasinn, stór hringur með fjórum minni umhverf- is, gæti fallið að hugmýndum manna um geimskip með fjórum stuðnings- fótum en Brown gefur þó lítið fyrir það. Brown segir, að hringirnir sýni aðeins eitt: „Þeir sýna, að við höfum hreint enga hugmynd um margt í náttúrunnar ríki. Þetta er eítt af þessum eilíflegu furðuverkum og ég vona, að svo verði um alla framtíð." Hringir á hveitiakri ásamt innfelldri nærmynd. Síðastliðin 83 ár hefur fólkið hans Johns Sculls erjað hveit- iakrana sína í Cheesefoot Heaji á Englandi, sáð á vorin og skórið upp á haustin, og árin hafa liðið -hvert öðru líkt. Nú ber þó dálítið nýrra við. Akrarnir eru orðnir götóttir. Að vísu er ekki um að ræða göt í orðsins fyllstu merkingu, heldur stóra, næstum fullkomna hringi þar sem kornið liggur flatt með spírallaga mynstri. Hringirnir koma á nóttinni og enginn veit hvernig á þeim stendur. „Þetta er allt saman mjög undarlegt," segir John Scull íhugull á svip og fitlar um leið við stutt skeggið. Þessara undarlegu fyrirbæra á ökrunum hans Johns Sculis hefur nú í sumar einnig orðið vart á öðrum ökrum víðs vegar í Suður-Englandi og hafa þau vakið gífurlega at- hygli. Vísindamenn hafa vaðið um SKRIFSTOFA IMORRÆNU RÁÐHERRANEFNDARINNAR óskar að ráða: 2 RÁÐUNAUTA Norræna ráðherra- nefndin er samvinnu- stofnun ríkisstjórnu Norðurlanda. Samvinnan snertir flest meginsvið samfélags- ins. Skrifstofan hefur frumkvæði að verkefn- um og sér jafnframt um að ákvörðunum ráð- herranefndarinnar sé hrint í framkvæmd. Skrifstofan skiptist í fimm sérdeildir, fjár- hags- og stjórnsýslu- deild, upplýsingadeild og skrifstofu fram- kvæmdastjóra. Annan við útgáfustarf- semioghinnviðtúlk- un/þýðingar Ráðunautur við útgáfustarfsemi Ráðunauturinn ber ábyrgð á útgáfustarf- semi upplýsingadeild- arinnar og hefir tvo rit- ara sem samstarfs- menn. I upplýsingadeildinni starfa 8 manns. Útgáfu- starfsemin næryfir umfangsmikla fram- leiðslu á bókum og öðru prentuðu máli, og umsækjandinn þarf því að hafa reynslu í út- gáfustarfsemi. Kunn- átta á sviði prentiðnað- ar og hönnun prentefn- is (layout) er líka kost- ur. Ráðunauturinn ber ábyrgð á starfseminni frá degi til dags, fjárhag hennar og gerir samn- inga við grafiska sölu- aðila (birgðasala), og verulegur hluti starfs- ins felst í að gera fram- leiðslusamninga. Ráðunauturinn má bú- ast við að skrifstofan feli honum einnig önn- ur störf. Starfið krefst hæfni til að geta tjáð sig skýrt bæði skriflega og munnlega á einu af þeim tungumálum sem notuð eru, en þau eru danska, norska og sænska. Ráðunautur við túlkun/þýðingar Starfið felst í þýðingu opinberra texta, upp- lýsingaefnis o.fl. aðal- lega af einhverju tungu- málanna dönsku, norsku eða sænsku á finnsku og öfugt. Stöð- unni fylgirlíka það starf að túlka á fund- um, ráðstefnum og námskeiðum. Ráðunauturinn má bú- ast við að skrifstofan feli honum einnig önn- ur störf. Umsækjandinn verður að hafa haldgóða fræði- lega og hagnýta mennt- un ásamt reynslu í báð- um fyrrnefndum starfs- greinum. Sameiginlegt fyrir báðar stöður: Störfin gera miklar kröfurtil samstarfs- hæfni og sjálfstæðis. Störfin fela í sér(tals- verð) ferðalög á Norð- urlöndum. Ráðning er tímabundin með samningi til 4 ára með nokkrum mögu- leikum á framlengingu. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á fríi frá störfum á ráðningartímanum. Vinnustaðurinn er Kaupmannahöfn. Skrifstofan hjálpar tíl við útvegun húsnæðis. Norrænar samvinnu- stofnanir vinna að jafn- rétti kynjanna og óska eftir umsóknum bæði frá konum og körlum. Nánari upplýsingarum stöðuna við útgáfu- starfsemi veitir Henn- ing Lund ráðunautur eða Birgitta Sandstedt upplýsingastjóri. Nánari upplýsingar um stöðu ráðunautar við túlkun/þýðingar gefa ráðunautarnir Liisa Vermeer eða Rauni Pellikka. Harald Lossius starfs- mannaráðunautur eða Lena Lumes ritari framkvæmdastjórnar svarar fyrirspurnum um ráðningarskilmála. Sími í Kaupmannahöfn 33 II 47 11. Umsóknarfrestur renn- urút 15. októbcr 1989. Skriflegar umsóknir skal senda til: NORDISK MINISTERRÁD, Generalsekrcteraren, Store Strandstræde 18, DK-1255 Köbenhavn K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.