Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 14
68eMðKGÖTRfi®AÐ3JJ SONNK0MUK QMH®ÖÖBKM989
5114
Framtíðartengsl EFTA
og Evrópubandalagsins
FRANCOIS Mitterrand, Frakklandsforseti kemur hingað til lands
17. október nk. til viðræðna við íslenska ráðamenn um málefni EFTA
og Evrópubandalagsins. Þessi heimsókn forsetans staðfestir hið mikil-
væga hlutverk sem Islendingar gegna í þeim könnunarviðræðum sem
nú eru í gangi á milli EFTA-ríkja og EB. Viðræðum þessum sem
hófust sl. vor mun ljúka með sameiginlegum fundi ráðherra bandalag-
anna í desember nk. Eins og kunnugt er gegnir Island formennsku
í EFTA-ráðinu út þetta ár en Frakkar gegna formennsku í EB til
sama tíma.
Könnunarviðræðunum er ætl-
að að leggja grunn að við-
ræðum um framtíðarskipan
og umfang samvinnu þessara
tveggja bandalaga. Gert er ráð fyr-
ir að þær geti leitt til samninga
milli EFTA og EB á næstu árum
um rýmri flutninga á vörum, þjón-
ustu, íjármagni og fólki. Þ.e. að
hið svokallaða íjórfrelsi taki í meg-
inatriðum gildi í Vestur-Evrópu allri
og öflugt evrópskt efnahagssvæði
komist á. Erfitt er að meta hvort
fjórfrelsið hefur jafn mikla þýðingu
fyrir smáríki eins og Island saman-
borið við iðnríkin á meginlandinu.
Ibúafjöldi íslands er minna en 0,1%
af íbúafjölda Evrópubandalagsins
og allt hagkerfið grundvallast nán-
ast á einni náttúruauðlind.
Mikilvægi markaðar Evrópu-
bandalagsins fyrir íslendinga hefur
farið ört vaxandi á síðustu árum á
kostnað markaðshlutdeildar okkar
í Bandaríkjunum. A árinu 1985
fóru um 49% af heildarvöruútflutn-
ingi okkar til Evrópubandalagsins
en um 59% á árinu 1988. Þá kaup-
um við ekki síður af Evrópubanda-
laginu, því um 52% af heildarvöru-
innflutningi undanfarinna ára hefur
komið frá ríkjum þess. Milli 75%
og 80% af heildarvöruútflutningi
íslendinga eru sjávarafurðir.
Stærsti markaður okkar fyrir sjáv-
arafurðir er innan Evrópubanda-
lagsins og lýsir það best mikilvægi
markaðarins. Með hliðsjón af fram-
angreindum staðreyndum má segja
að fiskiðnaður sé jafn mikilvægur
fyrir íslenska þjóðarbúið og iðnað-
arvörur eru fyrir flest ríki Vestur-
Evrópu.
Stefna EB í tollum á fiski hefur
miðað að því að seljendur haldi sig
við hrávöruframleiðslu, en að full-
vinnsla og virðisauki verði sem
mestur innan EB-svæðisins. íslend-
ingum hefur þó að mestu tekist að
ná hagstæðum viðskiptakjörum
með hinni svokölluðu „bókun 6“.
Innganga Spánar og Portúgal í EB
árið 1985 hafði í för með sér stór-
aukna tolla á íslenskan saltfisk. Það
er eitt stærsta hagsmunamál
íslensks sjávarútvegs gagnvart
Evrópubandalaginu að fá saltfisk-
tolla lækkaða og helst afnumda í
næstu framtíð. Sjávarútvegsstefna
Evrópubandalagsins felur í sér að
fyrir aðgang að markaði EB skuli
koma aðgangur að fiskimiðum við-
komandi ríkis. Þessi stefna er aug-
ljóslega ákaflega óhagstæð fyrir
þær þjóðir sem byggja afkomu sína
á fiskveiðum og vilja stunda við-
skipti við Evrópu-
bandalagið. Að mínu
áliti er þessi stefna
einnig óhagstæð flest-
um íbúum bandalags-
ins. Sjávarútvegs-
stefna EB miðast í
reynd fyrst og fremst
við sérhagsmuni
þeirra sem stunda út-
gerð, en samanlagður
floti EB-landa er allt
of stór, sérstaklega
eftir alþjóðlega gildi-
stöku 200 mílna fisk-
veiðilögsögu. Verið er
að reyna að leysa
vandamál flotans á
kostnað neytenda.
Hagur neytenda er
fyrst og fremst að fá
góðan fisk á sann-
gjörnu verði hvort sem hann er
ferskur eða í neytendapakkningum.
EFTA-ríkin hafa ákveðið að frá
og með 1. júlí 1990, verði fiskur
ein af þeim vörutegundum sem falla
undir fríverslunarákvæði EFTA. í
þeim viðræðum sem nú fara fram
milli bandalaganna er gengið út frá
að sú skilgreining gildi. Með því
móti ná íslendingar fram því gamla
baráttumáli að verslun með fisk
verði fijáls og jafngild verslun með
aðra iðnaðarvöru.
A sviði fjármagnsflutninga hefur
samstarf EB-ríkja náð hvað lengst.
Nokkuð ljóst er að jafn lítill fjár-
magnsmarkaður og sá íslenski,
verður að hafa eitthvert skjól. Taka
verður tillit til þjóðaröryggis og
yfirgnæfandi þjóðarhagsmuna. Um
það virðist vera pólitísk samstaða
hér á landi að ekki sé hægt að
gefa fijálsar erlendar fjárfestingar
á sviði sjávarútvegs.
Á sviði félagsmála vakna spurn-
ingar um sérstöðu íslands og Norð-
urlandanna ef frelsin fjögur koma
til með að ná til EFTÁ-landanna.
Fijálsum fólksflutningum fylgja
gagnkvæm réttindi einstaklinga til
dvalar, starfa og vinnu ásamt
tengdum félagslegum réttindum.
Hvaða áhrif munu
þessar breytingar
hafa á það velferðar-
kerfi sem Norðurlönd
hafa byggt upp?
Munu stjórnvöld á
Norðuriöndum ekki
neyðast til að draga
úr sköttum til sam-
ræmis við önnur lönd
innan hins evrópska
efnahagssvæðis til að
koma í veg fyrir flótta
fyrirtækja. Mun það
ekki freista fyrirtækja
að bæta samkeppnis-
stöðu sína með því að
flytja starfsemina til
annarra landa efna-
hagssvæðisins, þar
sem skattstigið er
lægra og vinnuaflið
HUGSAD
UPPHÁTT
I dag skrifar Halldór
Ásgrímsson
sjávarútvegsrádherra
og varaformadur
Framsóknarflokksins
ódýrara? Munu stjórnvöld ekki
neyðast til að mæta atgervisflótta
hæfs og vel menntaðs fólks á sama
hátt, þegar engar hömlur verða á
dvalar- og starfsleyfum og öll próf
viðurkennd? Mun í fyrstu ekki verða
veruleg tilfærsla á fólki frá suðri
til norðurs, fólki sem býr við bág
kjör í heimalandi sínu og sækist
eftir velferðaröryggi norðursins.
Hvernig ætla Norðurlönd að mæta
þessu? Verða Norðurlönd ekki að
horfast í augu við þessa staðreynd
hvort sem þeim líkar betur eða verr?
Hvort sem þau gera samninga við
EB eða ekki munu aukin samskipti.
innan Vestur-Evrópu krefjast þess
að Norðurlönd geri róttækar breyt-
ingar á velferðarkerfi sínu og neyt-
endur beri hærri kostnað. Slíkt má
þó aldrei gerast á kostnað þeirra
sem minna mega sín.
Innan EFTA munu tengslin og
afstaða til EB án efa vera mjög
mismunandi. T.d. eru hagsmunir
Svía sem voldugs iðnríkis annars
eðlis en hagsmunir íslendinga, sem
eru fyrst og fremst háðir frum-
framleiðslu. Því tel ég vafasamt að
EFTA-ríkin geti sameinast um eina
stefnu í öllum hagsmunamálum
sínum gagnvart EB. Samstarf hvers
ríkis við EB hlýtur að byggjast á
gagnkvæmum hag.
En þegar litið er á EFTA sem
eina heild má spyija hvaða hags-
Allt fyrir litla barnið frá nærfötum til
útigalla í mjög miklu úrvali. Alltaf í leið-
inni, á besta stað í bænum.
ÞUMALÍNA
Sérverslun með sængurgjafir Leifsgötu 32.
t
QWHY Æ J$TW¥FWY YW t II?
IwrjnLKJJLUXJCIA JL w JCtJLáJLJLw JL JtMmmJL
TA Gabriele 100
Vel útbúinn vinnuhestur fyrir
námsmanninn sem velur gæði og gott verð.
VEBD AÐEINS KR. 17.900,- staðgr
Komdu viö hjá okkur eða hringdu og
fáðu frekari upplýsingar, það borgarsig örugglega.
EinarJ. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 686933
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Reykjavík: Penninn sf., Skólavörubúð Námsgagnastofnunar, Tölvuvörur hf., Bóka- og ritfangaverslunin Griffill sf., Aco hf., Hans Árnason,
Sameind hf., Tölvuland. Garðabær: Bókabúðin Gi íma. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins. Keflavik: Bókabúð Keflavikur. Þorlákshöfn: Rás sf.
Selfoss: Ösp. Vestmannaeyjar: Bókabuðin Heiðarvegi. Höfn Hornafirði: Kaupfélag A-Skaftfellinga. Egilsstaðir: Traust. Akureyri: Bókaverslunin
Edda, Jón Bjarnason úrsmíðavinnustofa. Sauðárkrókur: Stuðull. Hvammstangi: Gifs-mynd sf. ísafjörður: Bökabúð Jónasar Tómassonar.
Akranes: PC-tölvan.
Þrettán ára japönsk stúlka sem
safnar frímerkjum og póstkortum:
Kumiko Okada,
2761-127 Zaikouji,
Hyuga-shi,
Miyazaki,
883 Japan.
Frá ísrael skrifar 28 ára verk-
fræðingur vill eignast íslenska
pennavini og skiptast á frímerkjum:
Israel Erlichman,
P.O.Box 3533,
Haifa,
Israel.
Suður-kóreskur frímerkjasafnari
vill komast í samband við hérlenda
safnara:
Sang Cheol Um,
Tongiak Gu Sang Do 1 dong
134-174, 36/3,
P.O.Box 156-031,
Seoul,
Korea.