Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUN'fiI,AÐlÐ SÚnWÚDAGUR 1. ÓkTÓBER 1089 'í s * # * *i fvfi fty fv • (výS| Haukur Halldórsson, formaður Stétlarsambands bænda. stórt upp í sig varðandi landbúnað- armálin á þeim tíma, og því hafi hann ekki öðlast það fylgi sem hann sóttist eftir á vettvangi stjórnmálanna. Haukur var í mörg ár formaður Sambands íslenskra loðdýrarækt- enda, og vann að sögn ötullega að uppbyggingu félagasamtakanna í loðdýraræktinni. Hann þykir hafa fylgst vel með allri uppbyggingu búgreinarinnar, og að sögn Jóns Ragnars Björnssonar, fram- kvæmdastjóra SÍL, þá vann hann vel að'þeim hagsmunamálum sem berjast þurfti fyrir þegar búgreinin var að öðlast viðurkenningu, meðal annars sem útflutningsatvinnu- grein. „Hann hafði gott auga fyrir nauðsyn þess að flytja inn þá þekk- ingu sem ekki var til staðar hér á landi í loðdýraræktinni, og einnig Vinnuþj arkur með góða yfirsýn UNDANFARIN misseri hefur gætt vaxandi gagnrýni á ríkjandi stefiiu í íslenskum landbúnaði, og víða hafa komið fram kröfur um verulega stefnubreytingu og uppstokkun í þessum málaflokki. Hátt búvöruverð, offramleiðsla og óhagkvæmni eru meðal þeirra vanda- mála sem landbúnaðurinn á við að etja, og munu, að margra áliti, óhjákvæmilega leiða til verulegrar fækkunar í bændastéttinni á næstu árum. Samningaviðræður bænda og stjórnvalda um gerð nýs búvörusamnings eru þegar hafnar, en núgildandi samningur rennur út að tveimur árum liðnum, og er Ijóst að á brattann verður að sækja í þeim viðræðum fyrir bændur. Haukur Halldórsson í Sveinbjarnar- gerði er formaður Stéttarsambands bænda, og verður hann í eldlín- unni fyrir hönd bændastéttarinnar í samningaviðræðunum við stjórn- völd. Haukur er fæddur og uppalinn í Sveinbjarnargerði, Sval- barðsstrandarhreppi, sonur hjón- anna Halldórs Jóhannessonar og Axelínu Geirsdóttur. Hann stund- aði nám við Héraðsskólann á Laug- um í Reykjadal, Lýðháskólann í Biskopsarnö, nærri Gauta- borg í Svíþjóð, og búfræðinám við Bændaskól- ann á Hvann- eyri. Hann hef- ur verið bóndi í Sveinbjarnargerði síðan 1967, en búið þótti hann byggja mjög hratt upp á sínum tíma. Síðari árin hefur hann ein- göngu verið með kúabú, en áður bjó hann einnig með sauðfé, hænsni og loðdýr. Afskipti af félagsmálum hóf Haukur ungur, og var hann meðal annars formaður ungmennafélags- ins í heimabyggð sinni og átti sæti í stjórn Ungmennafélags Eyjafjarð- ar. Þá tók hann einnig virkan þátt í starfi Ungmennafélags íslands bæði heima og á erlendum vett- vangi. Jóhannes Geir Sigurgeirsson bóndi á Öngulsstöðum hefur starf- að mikið með Hauki að félagsmál- um, fyrst innan ungmennafélags- hreyfingarinnar og síðan á vegum bændasamtakanna. Hann segir að ágætt hafi verið að vinna með Hauki, og hann telji sterkustu hlið hans vera mikinn dugnað sem hann hafi sýnt í öllum störfum. „Haukur heldur ætíð fast við skoðanir sínar og fylgir þeim eftir af einurð, en þó aldrei þannig að ekki sé hægt að ná samkomulagi við hann,“ seg- ir Jóhannes Geir. í nokkur ár var Haukur formað- ur Búnaðarsambands Eyjafjarðar, og var nokkur ágreiningur um hann þar í fyrstu vegna skoðana hans á land- búnaðarmálum, og einnig vegna þess að hann þótti nokkuð stór í sniðum í búskapnum. Eftir því sem árin liðu urðu menn þó sáttir við Hauk, og með tíman- um aflaði hann sér vinsælda og trausts. Ævarr Hjartarson, ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Eyja- fjarðar, segir að þó Haukur hafi haft ákveðnar skoðanir á hlutun- um, þá hafi hann alltaf verið tilbú- inn að ræða önnur sjónarmið, og átt auðvelt með að ná fram farsæl- um lausnum á málum ef til ágrein- ings kom. Haukur er sagður hafa haft áhuga á pólitískum frama þegar hann var yngri, en hann hefur starfað mikið innan Framsóknar- flokksins. Hann hefur verið for- maður framsóknarfélagsins í heimabyggð, formaður kjördæmis- sambands framsóknarfélaganna í Norðurlandskjördæmi eystra og átt sæti í miðstjórn Framsóknarflokks- ins. Samherji hans á þessum árum segir að skoðanir hans hafi ekki átt upp á pallborðið hjá mönnum. Margir hafi litið á hann sem frama- gosa, og þótt hann taka heldur fyrir því að koma á skipulegum samskiptum við systurfélög SIL á Norðurlöndum," segir Jón Ragnar. Haukur hefur um árabil verið fulltrúi SÍL hjá Stéttarsambandi bænda, og árið 1987 var hann kjör- inn formaður Stéttarsambandsins á aðalfundi þess á Eiðum. Hann er einnig formaður Framleiðsluráðs landbúnaðarins og á sæti í mörgum nefndum á vegum bændasamta- kanna. Árið 1987 var hann kjörinn formaður NBC, sem eru heildar- samtök bænda á Norðurlöndum, og gegndi hann formennskunni í tvö ár. Þeir sem starfað hafa með Hauki Halldórssyni innan bændasamtak- anna eru á einu máli um að hann njóti almennra vinsælda meðal bænda í dag, og hann þykir ötuli, di’ífandi og þægilegur að vinna með. Hann er sagður fljótur að setja sig inn í öll mál og öðlast heildarsýn yfir þau, og hann kasti engri hugmynd frá sér án þess að skoða hana. Þá eru menn samm- mála um að fáir standi honum á sporði þegar sætta þurfi ólík sjón- armið, og þó hann sé ákveðinn í skoðunum, þá sé hann diplómat. „Haukur er alveg einstakur samn- ingamaður, án þess þó að þurfa að gefa alltof mikið eftir, og hann á auðvelt með að tala menn á sitt band án þess að þeim finnist vera á þeim troðið," segir Jón Ragnar Björnsson. Hákon SigUrgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsam- bandsins, segir að Haukur sé vinnuþjarkur og komi miklu í verk. „ Þá hefur hann mjög góða yfir- sýn yfir það sem er að gerast í landbúnaði í öðrum löndum og því sem er að gerast á alþjóðavett- vangi í landbúnaðarmálum. Það hjálpar honum síðan til að öðlast mjög glögga yfirsýn _ yfir land- búnaðarmál okkar íslendinga," segir Hákon. Haukur er fæddur 25. janúar 1945. Hann er kvæntur Bjarneyju Bjamadóttur frá Veigastöðum í Svalbarðsstrandarhreppi, og eiga þau þijú börn. SVIPMYNP eftirHall Þorsteinsson Taka ekki til ratsjárstöðva Afvopnunarviðræður: RATSJÁRSTÖÐVAR þær sem rcistar hafa verið hér á landi eru liður í varnarkerfi gegn hugsanlegum árásum flugvéla og falla því ekki undir neinar þær viðræður sem fram fara milli risaveldanna á vett- vangi afvopnunarmála, að sögn Alberts Jónssonar, framkvæmdastjóra Öryggismálanefndar. Sovétmenn hafa krafist þess að fá að skoða rat- sjárstöðvar sem Bandaríkjamcnn reka í Thule á Grær.iandi og í Fyllings- dale í Bretlandi og falla undir svonefndar START-viðræður risaveld- anna um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna. Albert Jónsson sagði að í stöðv- unum í Thule og Fyllingsdale væri ratsjárkerfi sem ætlað væri að vara við yfirvofandi árás með langdrægum kjarnorkueldflaugum. Tilgangurinn með rekstri ratsjár- stöðva hér á landi væri sá að fylgj- ast með ferðum flugvéla sem kynnu að reynast óvinveittar til að unnt væri að búast til varnar. Ratsjár- kerfum þessum væri á engan hátt unnt að líkja saman. Sovétmenn hafa lýst yfir áhyggj- um sínum vegna stöðvarinnar í Thule og í Fyllingsdale en verið er að endurnýja tækjabúnað þeirra. Árið 1972 gerðu risaveldin með sér sáttmála sem kveður á um tak- markanir gagneldflaugakerfa og telja Sovétmenn hugsanlegt að end- Finnst mjög gam- an að leika og túlka Eygló Góa Magn- úsdóttir 12 ára fer bæði með leik- og sönghlutverk í Vikivaka Selfossi. „Mér finnst þetta allt mjög gam- an,“ sagði Eygló Góa Magnús- dóttir 12 ára sem fer ineð hlut- verk Ásdísar, lítillar stúlku, í Vikivaka. Eygló Góa er sú eina sem bæði fer með leik og söng í sjónvarpsóperunni Vikivaka. Hún fær góða dóma meðleikar- anna og stjórnenda og þegar fylgst er með henni er greinilegt að henni tekst vel að túlka hlut- verk sitt. etta er allt öðruvísi en ég er vön, það er alltaf verið að taka upp aftur og aftur en mér finnst mjög gaman að leika og að fá að túlka eins og maður gerir í mynd- inni, sagði Eygló. Hún sagði persónuna Ásdísi vera 10 ára stúlku sem dó af kulda, vosbúð og veikindum. Hundurinn hennar hefði þá orðið svo sorg- mæddur að hann hefði lagst á leið- ið og dáið. Eygló sagðist ekkert vera myrkfælin þó hún færi með hlutverk sem þetta. Hún sagðist Morgunblaðið/Heidi Kokki. Eygló Góa í hlutverki Ásdísar. hafa farið i gegnum söguna með . mömmu sinni sem hefði sagt henni frá persónunni. Eygló Góa er í kór Öldutúnsskóla og var valin í sönghlutverkið eftir próf hjá Atla Heimi Sveinssyni og Petri Sakari. Hún var því við hljóð- upptökurnar í Kaupmannahöfn í maí í vor. Hún er í fríi frá skólanum á meðan vinna við myndina stendur yfir en segist líta í námsbækurnar þegar færi gefst á milli upptakanna. — Sig. Jóns. Yves le Roux látinn í Paimpol í Frakklandi LÁTINN er í Paimpol á Bert- agneskaga í Frakklandi ís- landssjómaðurinn Yves le Ro- ux, 96 ára að aldri. Tonton Yves, eins og hann var nefndur á efri árum, var einn hinn síðasti þeirra íranskra sjó- manna, sem drógu þorsk á frönskum skútum við Island. Yves le Roux varð skipreika á Skeiðarársandi árið 1912 og gleymdi aldrei björguninni og að- hlynningunni, sem skipbrotsmenn nutu. Varð hann fyrir vikið ís- landsvinur alla ævi og þreyttist aldrei á að segja í ræðu og riti frá íslandi og þorskveiðum Frakka hér við land, meðal annars í ævisögu sinni sem í íslenzkri þýðingu Jóns Óskars hlaut nafnið: Yves frændi, íslandssjómaður. Yves le Roux. Útför Ives verður gerð frá Paimpol á mánudag. Austurlandi Hitabylgja á Egilsstöðum. IBUAR á austanverðu landinu fengu óvæntan en kærkominn sumarauka nú í lok seplember þegar hitinn fór i um 20 gráður. Þessum hita fylgdi sól og sunnan- á íslandi urnýjun tækjabúnaðarins bijóti gegn ákvæðum þess samnings. Danska ríkisstjórnin kveðst vera reiðubúin til að heimila fulltrúum Sovétstjórnarinnar að skoða Thule- stöðina og tækjabúnað hennar. Áður hafði James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hvatt bæði Dani og Breta að leyfa Sovétmönn- um að kynna sér stöðvarnar í Thule og Fyllingsdale. gola. Hiti í Evrópu á föstudag mældist mestur á liádegi 20 stig á Dalatanga. Samkvæmt upplýs- ingum Veðurstofu Islands er ekki óalgengt að mestur hiti í Evrópu mælist hér á landi að haust- og vetrarlagi. Bragi Jónsson, veðurfræðingur, sagði að hitann mætti rekja til þ'ess, að hlýtt loft bærist lengst sunnan úr höfum. „Þegar þetta loft kemur upp að vesturströndinni er það um 10 stiga heitt og mjög rakt,“ sagði hann. „Síðan fer það austur yfir landið og úrkoman fellur úr því vestan fjallgarðanna. Við það hlýnar loftið enn og þegar niður á láglendið kemur þá er ekki nóg með að það hafi hlýnað mikið, heldur er einnig léttskýjað á austanverðu landinu. Það bætir enn við hitann.“ Bændur hrósa happi yfir þessari veðurblíðu, sem léttir öll hauststörf og gerir smalamennsku skemmti- legri en ella. - Björn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.