Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 16
MOftGUNB'LAfíitÖ’ SUNNUDíAGOH'l/aHTðBBR'aasg- M 16 GONGUDEILD FYRIR ALNÆMISSJUKLINGA SETT A LAGGIRNAR UMÖNNUN GEGN eftir Bergljótu Friðriksdóttur MARGIR ALNÆMISSJÚKLINGAR hér á landi kjósa að heyja baráttu sína við sjúkdóminn einir síns liðs og leita því sjaldan eða aldrei eftir aðstoð hjúkrunarfólks. Byrgja því ef til vill inni ótta og örvæntingu að ástæðulausu. Nú standa vonir til að breyting verði á þessu og fleiri leiti sér aðstoðar fagfólks, með tilkomu göngudeildar Borgarspítalans fyrir alnæmissjúklinga sem hefja mun starfsemi sína næstkomandi þriðjudag. ' Viðamest efirlit og umönnun alnæmissjúklinga fer fram á Borgarspítalanum. Af þeim 53 einstaklingum sem greinst hafa með smit af völdum HlV-veirunnar koma þó aðeins 22 smitaðir í reglulegt eftirlit þangað og 10 eru í reglulegu eftirliti á Landspítalanum. Haraldur Briem og Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknar á Borgarspítalanum munu hafa umsjón með nýju göngúdeildinni ásamt Hildi Helgadóttur hjúkrunarfræðingi sem hefur sérhæft sig í umönnun alnæmissjúklinga. „Frá því að HlV-smit fór að greinast á ísland árið 1985 hefur sýktum fjölgað jafnt og þétt og umfang vandamálsins aukist,“ sagði Hildur í samtali við Morgunblaðið. „Eftirlit smitsjúkdómalækna Borgarspítalans með alnæmissjúklingum var orðið svo umfangsmikið að nauðsynlegt þótti að koma á fót skipulagðri göngudeildarstarfsemi fyrir þá. Nýja deildin verður staðsett á sömu hæð og lyfjadeild spítalans og fyrst um sinn opin á þriðjudögum fyrir hádegi.“ 53 hafa greinst með HlV-smit á íslandi — þar af 12 með alnæmi Umönnun HIV- smitaðra hér stendur síst að baki því sem ger- ist erlendis Nauðsynlegt að koma á fót heimahjúkrun fyrir alnæmis- sjúklinga Alnæmissjúkl- ingar stofna sjálfshjálparhóp HEFLÆRTAÐ META LÍFIÐ HANN GREINDIST með alnæmi fyrir tæpum tveimur árum. Fékk heiftarlega lungnabólgu og í kjölfarið uppgötvaðist sjúkdómurinn. Læknar voru ekki bjartsýnir enda varð hann alvarlega veikur. En hann vildi lifa miklu lengur. Neitaði að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Og það er engu líkara en að lífsþrótturinn hafí tekið í tau- mana og haldi sjúkdómnum í skefjum. Hann er nú hress og vinnur fullan vinnudag. Og að eigin sögn líður honum vel. Hann kýs að halda nafni sínu leyndu. Sjálfum er honum sama þó að allir viti hver hann er. En aðstandenda sinna vegna biður hann um að nafn hans komi hvergi fram. Enda skiptir ekki öllu máli að lesendur geti komið honum fyrir sig. Það er saga hans sem er öllu merk- ari, — viðhorf hans til sjúkdómsins, jákvætt hugarfar og lífsþróttur. Við mælum okkur mót á heimili hans einn sólríkan dag í september. Ekkert í fari hans gefur til kynna að hann gangi ekki heill til skógar. Hann er hress og Jítur vel út. Og um leið og við hefjum spjallið kemur í ijós að hann er opinskár og á auð- velt með að tala um viðureign sína við sjúkdóminn. „Fólk er sífellt að spyija mig hvort ég hafi ekki orðið fyrir áfalli þegar mér varð ljóst að ég var smitaður af alnæmi,“ segir hann. „En það er svo skrýtið að sjokkið kom aldrei. Ég var strax stað- ráðinn í að spjara mig og bægði því - öllum öðrum hugsunum frá mér.“ Kjaftaði mig upp úr rúminu Hann segist ekki hafa haft minnsta grun um að ekki væri allt með felldu fyrr en hann veiktist og bláköld staðreyndin kom í Ijós. „Ég varð alveg heiftarlega veikur. Lækn- arnir voru ekki bjartsýnir enda þá talið að alnæmissjúklingar ættu tæp- ast meira en 12 til 14 mánuði eftir ólifaða er þeir veiktust af lungna- bólgu. En ég þverneitaði að hlusta á það og hét því að ég ætlaði að verða frískur. Ég gætti þess að láta von- leysið aldrei ná á mér tökum. Og ég vissi að ég mætti ekki byrgja neitt inni í mér. Því ræddi ég um allt sem mér lá á hjarta, við fagfólk, vini og vandamenn. Og það gerði mér svo sannarlega gott. Frænka mín ein segir líka að ég hafi kjaftað mig upp úr rúminu." Hann fer nú einu sinni í mánuði í eftirlit og lyfjagjöf á Borgarspítal- ann en að öðru leyti hefur hann lítið af læknum að segja. „Ég var látinn reyna AZT-lyfið í nokkra mánuði strax eftir að ég veiktist en það olli blóðleysi og lagðist illa í mig. Tek ég nú inn annað lyf sem heldur lungnabólgunni í skefjum. Ég hef unnið fullan vinnudag í eitt og hálft ár og á ekki í neinum erfiðleikum með það. Er auðvitað ekki eins þrótt- mikill og áður og þarf að gæta þess að fá alltaf nægilega hvíld. En mér líður vel og hef því ekki undan neinu að kvarta." Sár en dýrmæt reynsla Hann segist að sjálfsögðu hafa géngið i gegnum erfið tímabil en hann eigi góða að sem hafi verið honum ómetanlegur styrkur. „Fjöl- skylda mín og vinir hafa sýnt þessu mjög mikinn skilning og reynst mér afskaplega vel. Þá hafa smitsjúk- dómalæknar Borgarspítalans, þeir Haraldur Briem og Sigurður Guð- mundsson, verið með eindæmum skilningsríkir. Þeir hafa ekki ein- göngu veitt læknisþjónustu heldur verið mér sem sálfræðingar og alltaf gefið sér tíma til að ræða við mig um hin ýmsu vandamál. Þó að fjöl- skylda og vinir séu manni ómetanleg- ir þá er oft auðveldara að tala við fagfólk um sjúkdóminn og sín vanda- mál.“ Hann segist líta lífið björtum aug- um enda sé hann ekki bitur og hafi enga ástæðu til að örvænta. „Eg hef reynt að temja mér jákvætt hugarfar og líta á sjúkdóminn sem eitthvað sem ég réði sjálfur. Að glíma við alnæmi er hluti af minni lexíu. Og ég trúi ekki að við séum leiksoppar örlaganna — við eigum að hafa síðasta orðið. Þó að þessi reynsla hafi verið sár þá er hún dýrmæt og ég veit að ég hef upplifað margt sem ég hefði aldrei upplifað að öðrúm kosti. Og ég sé tilgang með þessu öllu því ég lít svo á að mín reynsla hljóti að geta orðið öðrum til góðs.“ Jákvætt hugarfar og hollt mataræði Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að alnæmissjúklingar séu já- kvæðir og taki virkan þátt í allri læknismeðferð. „Læknar gera auð- vitað allt sem í þeirra valdi stendur til að reyna að hefta útbreiðslu sjúk- dómsins og bæta líðan sjúklingsins. En það er til lítils ef hann skortir jákvætt hugarfar. Ég held að það sé oft rangt að tala um ólæknandi sjúkdóma. Aftur á móti eru til feikn- in öll af ólæknandi sjúklingum. Mikilvægt er að alnæmissjúklingar fari vel með sig. Því ég held að hollt mataræði og réttir lifnaðarhættir geti spornað við sjúkdómnum og bætt til muna heilsufar alnæm- issjúklinga. Og fýrir þá sem smitaðir ei-u en einkennalausir held ég að það geti skipt sköpum, í það minnsta dregið mjög á langinn að þeir veik- ist. Ég hef alltaf gætt þess að hvíla mig vel og neyti eingöngu hollrar fæðu. Borða mikið grænmeti og soð- inn fisk en forðast feitan og þungan mat. Ekki er síður mikilvægt að sneiða algerlega hjá tóbaki og víni. Það sem ég hafði sjaldan leitt hug- ann að áður skiptir nú mestu máli í lífi mínu og það er að láta heilsuna ganga fyrir öllu öðru.“ Erfíðast þegar ástvinir hafa áhyggjur Hann hefur kynnst nokkuð við- horfum fólks erlendis til alnæmis. Segir hann fáfræði íslendinga í þess- íslenskuralnæm issjúklingur segirfrá viður- eign sinni við sjúkdóminn og fordómumsem hann hefur kynnst um efnum vera stórt vandamál. „Al- menningur hér heima er ótrúlega illa upplýstur um alnæmi. Og stærsta vandamálið er að allt of margir líta svo á að málið komi þeim ekki við. Skilningsleysi almennings býður ekki upp á að alnæmissjúklingar opinberi vandamál sín þó að einmitt það ætti að geta orðið öðrum til góðs.“ Vanþekking almennings á alnæm- isvandanum kemur ef til vill ekki á óvart. En maður skyldi þó ætla að fólk innan heilbrigðisstétta væri bet- ur að sér og laust við fordóma. Við- mælandi minn hefur þó aðra sögu að segja. „Ég hef ávallt mætt miklum skiln- ingi meðal fagfólks innan heilbrigði- skerfisins ef undanskilið er eitt at- vik. Starfsfólk Borgarspítalans hefur annast mig frá upphafi en fyrir stuttu þurfti ég að leita á Landspítalann þar sem læknar Borgarspítalans voi'u í fríi. Mig rak í rOgastans þegar þang- að var komið því á móti mér tók torkennilegur hjúkrunarfræðingur með líkama og andlit svo hulið að ekki sást í annað en augun. Og það var greinilegt að koina mín hafði verið vandlega undirbúin því á læknastofunni var búið að breiða hvíl lök yfit' öll borð og hillur frá gólfi og upp í loft! Mér þótti þetta heldur broslegt en gætti þess þó að sýna engin viðbrögð, ti! að auka ekki á vanlíðan starfsfólksins sem var greinilega logandi hrætt um að smitast. Ég lét þetta sem betur fer aldrei

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.