Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTOBER 1989
33
Minning:
Anna Stephensen
sendiráðsritari
Fædd 14. október 1905
Dáin 30. janúar 1989
Í byijun þessa árs lést í Kaup-
mannahöfn merk kona og góður
vinur frá unglingsárum. Þetta var
Anna Stephensen, sem starfaði í
utnaríkisþjónustu okkar í Kaup-
mannahöfn í 46 ár. Ekki veit ég
hvort hún hefir átt lengstan starfs-
feril í þeirri stétt meðal landa okk-
ar, en það er a.m.k. trúa mín, að
enginn hafi þjónað í sama landi
lengur en hún.
Anna var yngsta barn séra Páls
Stephensens, prests í Holti í Önund-
arfirði, og Helgu Þorvaldsdóttur,
læknis á ísafirði, Jónssonar Guð-
mundssonar ritstjóra. Séra Páll var
sonur Guðrúnar Pálsdóttur Melsteð
og Stefáns P. Stephensens í Vatns-
firði, sem kunnur var á sinni tíð.
Hafði hann setið í Holti, og var
séra Páll fæddur þar og uppalinn.
Þegar foreldrar mínir fluttu til
Önundarfjarðar árið 1912 tókust
strax góð kynni með þeim og prests-
hjónunum í Holti og börnum þeirra.
Séra Páll skírði fimm okkar systkin-
anna heima í stofu, því að engin
kirkja var þá á Flateyri. Foreldrar
mínir sáu oft urp söng við ýmsar
kirkjulegar athafnir á Flateyri, svo
að kynnin við prestinn urðu náin,
og fjölskyldan í Holti varð vinafólk
okkar. Nokkrum sinnum fékk ég
að fara í Holt með foreldrum
mínum, og þótt ég væri ung að
árum man ég vel, hve fallegt mér
þótti heimilið og fólkið elskulegt.
Börn prestshjónanna voru í aldurs-
röð: Þorvaldur, Þórunn, Stefán,
Guðrún og Anna yngst. Guðrún er
eina systkinið á lífi 'og dvelur á
hjúkrunarheimili í Kaupmannahöfn.
Ekki man ég systkinin í Önundar-
firði nema Þorvald, sem oft gisti
hjá foreldrum mínum á ferðum
sínum. Hann var mér góður sem
krakka og löngu síðar í London,
þegar ég dvaldi þar. Þorvaldur var
mikill heimsmaður. Stefán man ég
ekki, Þórunn lést ung að árum, og
Anna var snemma farin úr föður-
garði. Sonur Þórunnar, Páll, var
alinn upp hjá afa sínum og ömmu
í Holti og síðar í skjóli þeirra í
Kaupmannahöfn.
Eins og fyrr sagði fór Anna
snemma úr foreldrahúsum. Árið
1923-24 stundaði hún nám við
Verslunarskóla í Kaupmannahöfn
og vann á skrifstofu þar í borg á
árunum 1925-29 aðallega við hrað-
ritun. En þá hefur hún störf við
sendiráð íslands, sem að vísu bét
ekki svo þá, og vann þar allar göt-
ur til ársins 1975. Séra Páll og frú
Helga fluttu til dóttur sinnar árið
1935 en hann lést skömmu eftir
komuna til Hafnar. Frú Helga lifði
til ársins 1951, og bjuggu þær
mæðgur saman á Amager Fælled-
vej, en eftir lát frú Helgu flutti
Anna inn í borgina og bjó í Dronn-
ingens Tværgade, þar til hún varð
að fara á hjúkrunarstofnun.
Vel var mér fagnað og mikillar
gestrisni naut ég hjá þeim mæðg-
um, þegar ég kom fyrst til Kaup-
mannahafnar unglingsstúlka, en þá
var séra Páll látinn. Sumarið 1947
komum við systur saman og bjugg-
um þá um tíma hjá mæðgunum við
fádæma gott atlæti. Vináttubönd
styrktust árið 1948-49, þegar ég
var sjúklingur í borginni, og það
átti fyrir mér að liggja að hefja
búskap í Kaupmannahöfn og eiga
þar heima í mörg ár. Anna varð
því nákonýn okkur, og margs konar
rausn og tryggð hennar við fjöl-
skyldu mína verður seint þökkuð.
Einu sinni kom hún heim til
Reykjavíkur eftir að við vorum flutt
heim og voru þá riljuð upp fyrri
kynni.
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
Anna Stephensen var glæsileg
kona, grannvaxin, há og svaraði sér
vel. Hún átti fallegt heimili þar sem
gott var að koma, og hún naut
þess að vera með fólki, bæði heima
hjá sér og að heiman, meðan heilsa
leyfði. Hún var ágætlega gefin,
átti gott safn bóka og las mikið.
Hún lánaði mér oft bækur og henni
á ég að þakka, hve snemma ég
kynntist verkum ýmissa danskra
höfunda, þ. á m. Karen Blixen, sem
hún hafði miklar mætur á. Anna
var mjög músíkölsk, spilaði vel á
píanó og oft var sungið með glöðum
vinum á heimili hennar, einkum
fyrr á árum. Hún sótti leikhús og
tónleika, og aldrei gleymi ég safni
hennar af prógrömmum, sem hún
hélt til haga lengi vel. Þar mátti
sjá, að hún lét ekki listviðburði fram
hjá sér fara.
Anna var formföst, sumum þótti
um of, en hún gerði greinarmun á
því, hvort hún mælti í nafni embætt-
isins eða í kunningjahópi, en þar
var hún hrókur alls fagnaðar. En
hún var aristókrat, stolt fyrir hönd
lands og þjóðar og mátti ekki vamm
sitt vita. Anna var mjög hæf, og
var stundum staðgengill sendiherra
í ijarveru hans, og sýnir það, hve
mikils trausts hún naut. Eg sagði
stundum við þessa góðu nöfnu
mína, að það hlyti að koma að því,
að hún yrði gerð að sendiherra og
sannarlega hefði hún sómt sér vel
í slíkri stöðu. Trúust var hún upp-
runa sínum, þrátt fyrir langa úti-
vist. Hún sagði ævinlega „heima á
íslandi“ og mér er sérstaklega
minnisstætt, að þegar æskustöðv-
arnar bar á góma, sagði hún ævin-
lega „heima í Holti“.
Margt af fólki Önnu var með
sama marki brennt, og í fyrrasumar
kom systurdóttir hennar, dóttur
Guðrúnar, í heimsókn með manni
sínum og vildi sýna honum landið,
og fyrst og fremst Holt í Önundar-
firði. Þórunn Hagen-Mikkelsen,
ævinlega kölluð Unna, skrifaði í
jólabréfi sl. vetur, að hátindur ferð-
arinnar hafi verið að koma í Holt.
Anna giftist ekki og átti ekki
börn, en hún reyndist systurbörnum
sínum framúrskarandi vel og öðru
frændfólki, ekki síst börnum Páls,
systursonar síns, sem henni þótti
afar vænt um.
Anna Stephensen unni landi sínu,
og það var vilji hennar að fá leg-
stað á íslandi, og nú eru jarðneskar
leifar hennar komnar heim. Hún
er alkomin heim til ættlandsins,
eftir búsetu á erlendri grund mestan
part ævi. Hún er kvödd með virð-
ingu og einlægri þökk.
Anna S. Snorradóttir
jörefnasprauta
fyrir veturinn-á góðu verði
Mallorkaloftbrú Atlantik býðurþér:
Sumarauka - veðurblíðu - hagstæð innkaup - hvíld.
\
Stuttar ferðir - samt nógu langar til að njóta þess besta sem gottfrí
hefur upp á að bjóða.
Vetrarvörur í ótrúlegu úrvali og á góðu verði — á Mallorka.
Hitinn um og yfir 20 stig á þessum árstíma — á Mallorka.
Skinnavara og skófatnaður á hlœgilegu verði - á Mallorka.
Gististaðir Atlantik eru alltaf í séiflokki - líka á Mallorka.
Fararstjórar Atlantik gera nœstum allt fyrir þig - á Mallorka.
Spáðu í verðið og veðrið! Þú fœrð ekki betri fjörkipp fyrir veturinn
en með loftbrú Atlantik — til Mallorka!
Verð frá 28.500,- kr.
Brottfarardagar: 25. okt., örfá sœti laus, 31. okt., 8 daga ferð, 7. nóv.
Gisting á Royal Playa de Palma, Royal Cristina, Royal Magaluf og inni í
Palma á: Hotel Jaime III og Hotel Bellver Sol.
Atlantikfarþegar haustsins 1988 byggja á reynslunni ogflykkjast hópum
saman í fjörefnasprautu suðrœnnar sólar fyrir veturinn.
FERÐASKRIFSTOFAN
<VTCO<VTH<
HALLVEIGARSTÍG 1 SÍMI 28388 OG 28580
Getur þú verið án hennar?