Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 40
 H öföar til fólks í öllum starfsgreinum! MORGUNBLADID, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJA VÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLE 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Ein milljón í menntun indverskra ungmenna KAUPÞING hefur ákveðið að verja einni milljón króna til menntunar fátækra ind- verskra ungmenna. Að sögn Péturs Blöndals, fram- kvæmdastjóra Kaupþings, er þessi ákvörðun í samræmi við markaða stefhu Sameinuðu þjóðanna um að iðnvæddar þjóðir verji einum hundraðs- hluta tekna til þróunarað- stoðar. Fé þetta er talið nægja til menntunar 100 ind verskra skóla- barna. „Ég vona að þetta verði einhveq'- um til eftirbreytni. Ég geri mér þó vel grein fyrir því, að þessi aðstoð breytir engu um stöðu fátækustu ríkjanna, en gæti orðið einhveijum einstaklingum til hjálpar,“ segir Pétur Blöndal í samtali við Morgunblaðið. Sjá nánar bls. 31. Viðskipti við Taiwan að aukast „VIÐSKIPTI okkar við Taiwan hafa verið að aukast. Við höfum aðallega selt þangað stóra grá- lúðu að undanförnu en einnig . smávegis af hörpudiski," sagði Gylfi Þór Magnússon hjá Sölu- miðstöð hraðlrystihúsanna. * Islendingar seldu meðal annars 482,1 tonn af heilfiystum flat- fiski til Taiwan í fyrra fyrir 44,043 milljónir króna, 40,9 tonn af heil- fiystum þorski fyrir 4,249 milljónir kr., 110 tonn af reyktri og niðursoð- inni síld fyrir 24,393 milljónir kr., 125,4 tonn af ókaldhreinsuðu þorska lýsi fyrir 11,785 milljónir kr., 1.219 tonn af þorskfiskmjöli fyrir 22,221 milljón kr. og 37 tonn af hörpudíski fyrir 10,603 milljónir króna. - - - __________________ Mæla meng- un í Varmá HOLLUSTUVERND l íkisins hef- ur verið falið að annast mengun- armælingar i Varmá í Hvera- gerði og Olfusi. Akvörðun þessi er tekin af heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu og er hún liður í tilraunum til að draga úr jnengun árinnar. Helztu mengunarvaldar i ánni eru taldir byggðin við hana og ullarþvottarstöð Sambandsins. Verkefni þetta hófst í september nýliðnum og gert er ráð fyrir því að niðurstöður könnunarinnar liggi fyrir um áramótin. Iðntæknistofnun i »^;inun annast greiningu sýna, en Orkustofnun og heimamenn athuga rennsji árinnar. Morgunblaðið/Rax. LANDAÐ A HOFN Könnun á vegum kennslumálanefadar: Tæpur helmingnr nema hættir í HÍ AF ÞEIM 1.177 nemendum, sem innrituðust í Háskóla íslands haustið 1982, höfðu 47% horfið frá námi við skólann sumarið 1988. Frá náminu huriú um 60% þeirra sem brautskráðir voru frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Fjölbrautaskólanum í Armúla en um 35% þeirra sem brautskráðir voru frá Menntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Laugarvatni og Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem gerð var á vegum kennslumálanefndar háskólaráðs. Iniðurstöðum könnunarinnar kem- ur einnig fram að af þeim nemend- um sem innrituðust í HÍ haustið 1982, og lokið höfðu námi frá eðlis- og náttúrufræðibrautum framhalds- skóla, höfðu 35% horfið frá námi við skólann sumarið 1988 en 50% þeirra sem lokið höfðu nárni frá nýmála- og félagsfræðabrautum. Þeir sem hættu náminu höfðu að meðaltali fengið um 0,5 lægri aðaleinkunn á stúdentsprófi en þeir sem luku nám- inu. Um 73% þeirra sem hurfu frá náminu höfðu þegar hætt í lok fyrsta árs frá innritun. Um 62% þeirra sem hættu fóru í annað nám og luku því nær allir. Friðrik H. Jónsson sálfræðingur sá um framkvæmd könnunarinnar, segir í frétt frá HI. Göngudeild fyrir alnæmissj úklinga AF ÞEIM 53 einstaklingum sem greinst hafa með HlV-smit á íslandi koma margir sjaldan eða aldrei á sjúkrahús til eftirlits. Vonir standa nú til að breyting verði þar á með tilkomu göngudeildar íyrir alnæm- issjúklinga sem tekur til starfa á Borgarspítalanum næstkomandi þriðju- dag. Haraldur Briem og Sigurður Guð- mundsson smitsjúkdómalæknar Borgarspítalans munu hafa umsjón með nýju göngudeildinni ásamt 'Hildi Helgadóttur, hjúkrunarfræðingi, sem hefur sérhæft sig í umönnun' alnæm- issjúklinga. Sagði Hildur í samtali við Morgunblaðið að eftirlit smitsjúk- dómalækna Borgarspítalans með al- næmissjúklingum væri orðið svo viðamikið að nauðsynlegt hefði þótt að koma á fót skipulagðri göngu- deildarstarfsemi fyrir þann sjúkl- ingahóp. Göngudeildin fyrir alnæmissjúkl- inga verður á sömu hæð og lyfja- deild Borgarspítalans og hefur sem fyrr segir starfsemi sína 3. október næstkomandi. Sjá nánar bls. 16 og 17. Urðu aðeins að litlu leyti við tilmæhim Seðlabanka Vextir einkabanka hækka um 3-5%: EINKABANKARNIR hafa tilkynnt Seðlabanka um vaxtahækkanir. Vextir af víxlum hækka um 3-5% alls staðar nema hjá Búnaðar- og Landsbanka í dag og vextir hlaupareikningslána um 2-4%. Geir Hallgrímsson bankastjóri Seðlabankans segir að óskað hafi verið eftir því við bankana að dregið yrði úr fyrirætlunum um vaxtahækk- anir þannig að vextir héldust sem mest óbreyttir að þessu sinni. Við þessu hafi bankarnir ekki orðið nema að litlu leyti og Seðlabank- anum þyki það miður. Fundað verði um málið með viðskiptabönkun- um í næstu viku. Það sé alls ekki Ijóst hvort forsendur 9. gr. Seðla- bankalaganna, um heimild til að setja þak á vexti, séu fyrir hendi. Ljóst sé að lykillinn að Iækkun vaxta sé minnkandi verðbólga. Vextir af víxil- lánum hækka um 5% hjá Útvegs- banka og Alþýðu- banka, en 3% hjá sparisjóðunum þar sem þeir verða 28,5%. Víxilvextir verða 29% hjá öðrum einkabönkum en haldast í 26% hjá ríkisbönkun- um. Nokkrir bankar munu hafa ætlað að hækka víxilvexti í 31% en fært sig í 29% vegna þrýstings frá Seðlabanka. Vextir af hlaupa- reikningslánum verða hæstir hjá sparisjóðunum, 35%, en fara í 32% hjá Alþýðubanka og aðrir einka- bankar eru á þessu bili. Lands- banki og Búnaðarbanki haida 30% vöxtum óbreyttum af lánunum. Eiríkur Guðnason aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans segir að ef litið sé til 2% hækkunar láns- kjaravísitölu í september, þegar spáð var 1,1% hækkun, og til spár um 1,7% hækkun í október geti vaxtahækkun viðskiptabankanna ekki talist óraunhæf. En þótt verð- bólga þessa tvo mánuði út af fyrir sig sé allhá verði vaxtahækkunin að teljast óæskileg þegar til lengri tíma er litið. Ekki sé æskilegt að hreyfa vextina úr hófi, þeir hleypi ekki endilega upp verðbólgu en hafi áhrif á rekstur. Geir Hallgrímsson segir að ná- lægt 10% raunvextir, miðað við 23% verðbólgu, hljóti að teljast býsna háir, en það sé annað en að segja þá óhóflega eins og um ræð- ir í 9. gr. Seðlabankalaga. Miklu meiri athuganir þurfi til að segja til um hvort forsendur 9. gr. séu fyrir hendi, en þar er Seðlabanka fengin heimild við tiltekin skilyrði til að ákveða hámark á vexti. Geir segit' að hér beri líka að taka tillit til þess að útlánavextir hafi verið neikvæðir í bytjun ársins sem leitt hafi til hærri vaxta seinni hluta þess. Það byggist á verðlagsþróun hvort takist að koma á meiri stöð- ugleika í vaxtamálum. Brynjólfur Helgason aðstoðar- bankastjóri Landsbankans segir að miklar vaxtabreytingar geti verið hættulegar. Með breytingunum nú reyni bankarnir að halda samræmi milli óverðtryggðra og verð- tryggðra vaxta. Bankarnir hafi frelsi til að ákveða vexti í samræmi við verðbólgu, Landsbankinn hafi reynt að gæta þar jafnvægis og ékki elt hæstu toppa og mestu lægðir verðbólgunnar.. Það orki jafnan tvímælis að Seðlabanki grípi inn í vaxtaákvarðanir bankanna. Seðlabankinn virðist þá viss unt að úr verðbólgu dragi á næstu mánuð- um, en í móti komi að bankarnir geti lækkað vexti á ný. Þorsteinn Olafsson efnahags- ráðunautur ríkisstjórnarinnar segir að bankarnir séu að hækka vexti í skjóli vísitöluhækkana í septem- ber. „Þessar vísitöluhækkanir end- urspegla ekki neina langtíma þróun í verðiagi," segir hann. „Það er frekar á niðurleið og þessi ákvörð- un bankanna er tekin á hæpnum forsendum. Það er ásetningur stjórnarinnar að sú þróun í raun- vaxtalækkunum og hjöðnun í nafn- vöxtum, sem verið hefur frá fyrri hluta ársins, haldi áfram. Það verð- ur reynt að gæta þess að þessi þróun snúist ekki við, en ég vil ekki tjá mig unt hvort það verður gert með þaki á vexti,“ sagði hann. „Ég býst við að reynt verði að beita fortölum við bankana til hins ýtr- asta.“ Tryggvi Pálsson, bankastjóri Verslunarbankans, segir að hægt sé að ganga út frá því að verðbólga sé 22-23% um þessar mundir. Bankinn teldi, að til að gæta sam- ræmis milli verðtryggðra og óverð- tryggðra kjara yrði að hækka vext- ina. Nafnvextir hefðu verið of lágir og í raun þyrfti að hækka þá meira en gert er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.