Morgunblaðið - 01.10.1989, Síða 35

Morgunblaðið - 01.10.1989, Síða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGÚR 1. OKTÓBER 1989 stund, en brúðguminn hafði séð til þess að hvorki skorti blómin eða kampavínið. „Sunnudagurinn fór í að opna pakkana og það var nóg að gera. „Svo má ekki gleyma morg- ungjöfinni, perlur og demantar," segir Þóra. „Brúðkaupsferðin verður að bíða, en helgina eftir giftinguna héldum við okkar nánustu vinum gleðskap. Við vildum deila þessu með þeim með þessum hætti, því stóri dagurinn var okkar dagur,“ segja hin nýbökuðu hjón... ReykjaviMeild RKl heldur námskeið í skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 4. október kl. 20.00 í Ár múla 34 (Múlabæ) og stendur yfir í 4 kvöld. Kennt verður4., 5., 10., og 12. okt. Skráning í síma 28222. Leiðbeinandi: Guðlaugur Leósson. Öllum heimil þátttaka 15 ára og eldri. Rauói Krosslslands Þú svalar lestrarþörf dagsins ‘ Ijöum Moggans! íHl ....: mm Viftur sem falla inn í innréttingar og stakir háfar. Uppþvottavélar í litum eða með viðarhurð. Einar Farestveit & Co hf Borgartúni 28 — S 16995 og 622900 Kæliskápar i litum eða með viðarhuró. Blomberg heimilistæki breyta eldhúsinu í vistarveru fyrir alla fjölskylduna. Blomberg heimilistæki hafa glæsilegt samræmt útlit og mjúkar línur. Blomberg heimilistæki eru hönnuð af danskri smekkvísi og framleidd af þýskri nákvæmni. -1 r«TiTI «I^ »> Blomberg heimilistæki Glæsilegt samræmt útlit Kvillar ogkukl Eins og við er að búast af manni á miðjum aldri er ég orðinn hálfgert skar til heilsunnar. Þetta veldur vita- skuld stöðugum áhyggjum hjá mörgum kon- um sem ég þekki því áhyggjan er eðl- isbundinn eig- inleiki kvenna. Þær hafa hvatt mig til þess að leita mér ýmiss konar lækn- inga. Og af því þetta eru upp- lýstar konur og gagnrýnar, hafa þær flestar einlæga van- trú á færibandaafgreiðslu læknastéttarinnar. Sú stað- reynd að læknar eru hálaun- aðir laxveiðimenn og karl- rembur á líka þátt í þessu. í staðinn hafa þær bent mér á ýmis konar punktanudd, á ilj- ar, eyru og þumía, jurtate, heilun, slökun, nálarstungur og yang/ying. Svo hafa þær skýrt gigtina í mér, hægða- vandamálin og húðsjúk- dómana með lærðum tilvitn- unum í stjörnumerkjafræði í bland við tilvistarlegar — og hæfilega óljósar — tengingar við streitu karlaheimsins og ónáttúrulega grimmd hans. Þessu fylgir vorkunnsamt augnaráð. Af minni hálfu hefur ábendingunum verið tekið með vantrú og ég hef lítið þroskast síðan ég fylgdi vin- konum mínum til spákvenna á unglingsárum og þær sáu rauðan sportbíl og glæsilegan ungan mann birtast i leifum af bragakaffi. Tortryggni á fijómögn náttúrunnar og dul- aröfl hins óþekkta eru nefni- lega kynfylgja karlmanna. Þeir eru flestir jarðbundnir efnishyggjumenn sem fara með margföldunartöfluna á kvöldin í staðinn fyrir bænir. Karlar hafa líka kallað þessi fræði eins lengi og elstu merin muna hjátrú, bábiljur og kerl- ingabækur. Þetta síðasta al- gengast. En konur eru fjölkunnug- ar. Svo sem ekkert nýtt. Mið- aldamenn — þ.e.a.s. miðalda- karlmenn — gerðu sér grein fyrir þessu. En svo er eins og verði einhver umpólun í íslensku samfélagi. Þegar far- ið er að brenna fólk fyrir galdra á íslandi eru nær ein- göngu brenndir karlar — öfugt við það sem gerðist alls staðar annars staðar. Engin skýring er á þessu. í þjóðsögunum er urmull frásagna af göldróttum körl- um — en ég man ekki eftir nema tveim kerlingum sem gæddar voru þessum hæfi- leika: Galdra-Manga og Straumfjarðar-Halla. A seinni árum fara svo konur að eigna sér kuklið aftur en karlar sýna þessu dútli megnustu fyrirlitningu. Vinur minn einn, sem ekki verður sakað- ur um óþarfa sanngirni í garð hins veikara kyns, heldur því fram að konur hafi lagt af kukl, um það leyti sem það gerðist lifshættulegt. Þá tóku karlar við. Þegar svo aftur var óhætt að stunda ýmsan hvíta- galdur, grasalækningar og særingakukl án þess að eiga bálið á hættu fóru konur að stunda þetta að nýju. Það er sko ekki að ástæðulausu, seg- ir þessi vinur minn, sem kon- ur eru langlífari en karlar. eftir Sigurð G. iómasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.