Morgunblaðið - 04.11.1989, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NOVEMBER 1989
5
Stangaveiði-
menn mót-
mæla virðis-
aukaskatti
LANDSSAMBAND stangaveiði-
félaga hefur sent milliþinga-
neftul um virðisaukaskatt og
öllum alþingismönnum mótmæli
vegna álagningar virðisauka-
skatts á stangaveiðileyfi. Virðis-
aukaskatturinn verður til um-
ræðu á ársþingi Landssam-
bandsins sem haldið verður í
Munaðarnesi í Borgarfirði í dag,
laugardag, og á morgun.
Rafn Hafnfjörð formaður Lands-
sambandsins sagði að það væri
furðuleg hugmyndafræði fjármála-
ráðherra að ætla að leggja 26%
virðisaukaskatt á stangaveiðileyfi
en allar aðrar íþróttagreinar, þar á
meðal skotfimi, hestamannska, golf
og keiluspil, væru undanþegnar. í
bréfi Landssambandsins til alþing-
ismanna er hvatt til þess að komið
verði í veg fyrir að þessi steinn
verði lagður í götu þeirra 60 þúsund
íslendinga sem stunda stangaveiði.
Þá segir að svo virðist sem að-
eins eigi að leggja virðisaukaskatt
á íslensk stangaveiðifélög, ekki á
leyfi sem veiðiréttareigendur selji
beint til stangaveiðifélaga og ekki
heldur á veiðileyfi sem seld eru út-
lendingum. Trúlega muni þessi mis-
munum leggja í rúst þá uppbygg-
ingu sem átt hafi sér stað hjá veiði-
réttareigendum sem staðið hafa að
stofnun veiðifélaga undanfarin 50
ár. _
Á ársþinginu í Munaðarnesi verð-
ur einnig rætt um úthafsveiðar á
laxi og netaveiði við strendur lands-
ins, erfðamengun laxastofna og
fleira.
SÝNUM AFTUR1990 HUÓMTÆKJALÍNUNA
SÍMNG
í dag M. 10 -16
Hlustaðu á hljóminn í tækjum,
samvöldum úr gullnu línunni
sem kosta kr. 419.441
Ungfrú heimur í
Hong Kong:
Keppnin ekki
sýnd beint
HUGRÚN Linda Pétursdótt-
ir tekur þátt í keppninni
Ungfrú heimur (Miss World)
miðvikudaginn 22. nóvember
í Hong Kong. Þessi keppni
hefúr verið haldin í London
undanfarin ár og sýnd beint
á Islandi en vegna mikils
tímamisinunar verður ekki
svo að þessu sinni, heldur
verður hún send út kl. 20.
Keppnin hefst kl. 12 á há-
degi að íslenskum tíma og lýk-
ur um kl. 14. Stöð 2, sem á
sýningarréttinn, mun nota
tímann til að setja íslenskan
texta áður en keppnin verður
send út kl. 20.
„Það er líklega ekki mikið
horft á sjónvarp á hádegi á
miðvikudegi og því ákváðum
við að færa keppnina,“ sagði
Goði Sveinsson, dagskrárstjóri
erlendrar dagskrár hjá Stöð 2.
„Auk þess má ekki senda út
ótextað efni og við munum
nota tímann til að texta keppn-
ina í stað þess að vera með
þul, eins og við höfum gert,“
sagði Goði.
Ekið á dreng
á Reyðarfirði
EKIÐ.var á 8 ára gamlan dreng
um kl. 5 hér á Reyðarfirði í gær.
Reyndist drengurinn mjaðmar-
grindarbrotinn og var fluttur til
Reykjavíkur til frekari rannsóknar.
Ekki er vitað um líðan hans. Að-
drangandinn var sá að börn voru
að leik á leiðinni heim úr skólanum,
þegar drengurinn varð fyrir bílnum.
Sem betur fer er þetta sjaldgæfur
atburður hér í bænum.
og hlustaðu á hljóminn í samstæðu
sem kostar kr. 49.696
og spáðu í endalausa möguleikana
á samvali tækja á öllu þessu verðbili.
0g aö sjálfsögðu sýnum við öll bíltækin líka, því
ATH. ÞAÐ ER ÞRICGJA ÁRA ÁBYRC0 Á ÖLLUM PI0NEER
HLJÓMFLUTNINGSTÆKJUM i \
Á sýningunni bregður líka fyrir því nýjasta í SAL0RA-LUX0R
móttökubúnaði fyrir gervihnattasendingar og SHARP
sjónvarpstækjum, myndbandstækjum og tökuvélum.
HLJOMBÆJARHUSINU HVERFISGOTU
Gréla
SAMEINAÐA/SÍA