Morgunblaðið - 04.11.1989, Síða 7

Morgunblaðið - 04.11.1989, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4, NÓVEMBER 1989 7 Verðkönnun Verðlagsstofiiunar: 30-40% verðmun- ur á hjólbörðum VERÐLAGSSTOFNUN heftir kannað verð á vetrarhjólbörðum hjá 18 fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu sem selja vetrarhjólbarða. Þar afvoru 16 hjólbarðaverkstæði. í fréttatilkynningu Verðlagsstofh- unar segir að helstu niðurstöður könnunarinnar hafi verið eftirfar- andi: „Verðmunur á hjólbörðum af sömu tegund var yfirleitt lítil milli sölustaða og í mörgum tiifeilum voru hjólbarðar sömu tegundar á sama verði allstaðar þar sem þeir voru til sölu. Verðmunur milli tegunda á sömu stærð af hjólbörðum var töluverður. Ef eingöngu er miðað við nýja hjól- barða var verðmunur á dýrustu og ódýrustu tegund á milli 30 og 40%. Ef sólaðir hjólbarðar eru teknir með, var munur á ódýrustu tegund sólaðra hjólbarða og dýrustu tegund nýrra í kringum 100%. Bjarni Hólm- grímsson: Krefst skaðabóta frá ríkinu BJARNI Hólmgrímsson, fyrrum stjórnarmaður í Kaupfélagi Sval- barðseyrar, hefur krafist skaða- bóta vegna dóms vegna víxil- skuldar frá árinu 1985. Bjarni var einn þriggja ábyrgðarmanna fyrir finim milljóna króna víxli sem kaupfélagið fékk hjá Iðnaðar- bankanum. Þessi upphæð er nú orðin að tíu milljónum. Fái Bjarni ekki bætur hyggst lögfræðingur hans, Björgvin Þorsteinsson, höfðu mál á hendur Frey Ófeigs- syni, dómara, og Ólafi Ragnari Grímssyni, fjármálaráðherra. Að sögn Björgvins áritaði Freyr áskoninarstefnu sem var ekki birt Bjarna með nægum fyrirvara. Auk þess hafi víxilréttur verið fyrndur. Hann segir einnig að Bjarni hafi ekki vitað af dómnum og því rann áfrýjunarfrestur út án þess að hann næði að áfrýja. Björgvin bíður eftir svari frá fjár- málaráðuneytinu og sagði að ráðu- neytið myndi ganga frá málinu en að öðru kosti færi það fyrir dóm — beint ti! Hæstaréttar — enda gilda sérstakar reglur um mál af þessu tagi. Verð á hjólbarðaskiptingu, um- felgun og jafnvægisstiliingu á íjór- um hjólbörðum var svipað á öllum þeim hjólbarðaverkstæðum sem könnunin náði til, eða í kringum 3.300 krónur. Tónlistarfélagið: Margreta Havarinen og Collin Hansen með tónleika Á tónleikum Tónlistarfélagsins í dag, laugardaginn 4. nóvember, kl. 14.30 í Islensku óperunni munu finnsk-rússneska sópransöng- konan Margreta Haverinen og eiginmaður hennar, Collin Hansen píanóleikari, flytja lög eftir Brahms, Duparc, Liszt og Tsjajkovskíj. Margreta Haverinen óperu- söngkona. Margreta Haverinen dvelur hér á landi næstu vikur, því hún mun syngja titilhlutverkið í „Tosca“ eftir Puccini, sem sett verður upp um miðjan mánuðinn í íslensku óperunni. Sýning þessi er sam- vinnuverkefni íslensku og norsku óperanna. Margreta er eftirsótt um allan heim bæði á konsertpall sem á óperusviði. Miðasala á tónleikana er í ís- lensku óperunni. Borgarstjóri Bremerhaven í heimsókn HR. Uwe Beckmeyer, borgar- stjóri í Bremen í Þýzkalandi, er nú staddur hér á landi til við- ræðna við ísienzk stjórnvöld og hagsmunaaðila vegna væntanlegs fiskútflutnings til Bremerhaven. Beckmeyer dvelst hér á landi til sunnudags. í för með honum er fimm manna sendinefnd,' sem_ mun eiga viðræður við Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Samband íslenzkra fiskframleiðenda og Landssamband íslenzkra útvegs- manna. Nítjánda til tuttugasta þessa mán- aðar mun dr. Irmgard Adam-Sch- waetzer, ráðuneytisstjóri þýzka ut- anríkisráðuneytisins, dvelja á ís- landi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá þýzka sendiráðinu hefur hún sýnt málefnum foryptu íslands innan EFTA síðari hluta árs 1989 sérstak- an áhuga. Þá hefui' hún áhuga á væntanlegum fundi utanríkisráð- herra Evrópubandalagsins og EFTA, sem fram fer í desember næstkom- andi. VETRAR FERÐIR\ UTSYN - URVAL 89/90 SERFERÐIR KANARIEYJAR Vikulegar broltfarir um London. Beint flug 18. des., 8. jan., 29. jan., 19, feb., 12. mars, 2. apríl og 16. apríl. Glæsilegir gististaðir, frábærir far- arstjórar. Verð frá kr. 72.400,- í 3 vikur 8. janúar, þrír saman í íbúð á Broncemar. TRYGGIÐ YKKUR SÆTI í TÍMA. GLASGOW 25. nóvember í 3 nætur. Verð kr. 23.850 pr. mann í 2ja manna herbergi. LONDON 24. nóvember í 2 nætur. Verð kr. 30.580 pr. mann í 2ja manna herbergi. TRIER 30. nóvember í 4 nætur, 7. des. í 3 nætur. Verð frá kr. 35.700 pr. mann í 2ja manna herbergi í 3 nætur. íslenskur fararsljóri. ROYAL SMITHFIELD SHOW í London 1.des- ember í 6 nætur. Verð kr. 40.450 pr. mann í 2ja manna herbergi. BORGARPAKKAR LONDON, GLASGOW, KAUPMANNAHÖFN, LUXEMBORG, FRANKFURT, HAMBORG OG AMSTERDAM. SOLARFERÐIR I ALLAN VETUR Bjóðum í allan vetur ferðir til Kanaríeyja, Flórída, Kýpur og Costa Del Sol. JOLAFERDIR THAILAND 16. desember í 18 nætur. Dvalið á Pattaya ströndinni og í Bangkok. Verð kr. 136.340 pr. mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, gisting, morg- unverður, áramótakvöldverðúr, allur flutningur og tvær skoðunarferðir. FLÓRÍDA 19. desember í 13 nætur. Dvalið í Orlando og á St. Petersburg ströndinni. Verð frá kr. 64.700, miðað við 5 í stórum íbúðum. Innifalið: Flug og gisting. COSTA DELSOL 20. desember í 15 nætur.Verð frá kr. 63.020, miðað við 2 í studíóíbúð á Benal Beach. KANARÍEYJAR 18 . desember í 3 vikur. Gisting á nskuströndinni og á Mas Palomas. Verð frá kr. 83.400, miðað við 3 í íbúð á Broncemar. FLUG OG BÍLL í LUXEMBURG OG FRANKFURT • Fyrir viðskiptamanninn á leið á sýningar. • Fyrir skíðamenn á leið í Alpana Bílar sérstaklega útbúnir. Verðdæmi: Kr. 29.000 pr. mann, miðað við 5 manns í eina viku í Ford Escort. SKÍÐAFERÐIR Bjóðum í vetur skíóaferðir til Kitzbuhl, Mayrhofen, Zell am See og Badgastein í Austurríki. Gerum tilboð í ferðir hópa af öllum stærðum, bæði utanlands og innan. Öll verð miðast við staðgreióslu. Upplýsingar hjá skrifstofum okkar í Reykjavík og hjá umboðsmönnum okkar um land allt. FERÐASKRIFSTOFAN URVAL - folk sem kunn sitt fai>! Pósthússtrœti 13 - Sifni 26900. pd 14o |' o! o íT o' ^ a | ojfojtí jjpf jy HéI 1 UTSYN Irrtiasknfstofan [ Ysýn hf Álfabakka 16 • Sími 91 -60-30-60 • Austurstræti 17 ■ Sími 91 -2-66-11 Bæjarhrauni 16 • Hafnarfiröi • Simi91-65-23-66 Stillhoiti 16 ■ Akranesi • Simi 93-1-17-99 IPP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.