Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989
11
Aldarafmæli:
Steinunn Guðmunds-
dóttir, ljósmóðir
Steinunn Guðmundsdóttir fædd-
ist að Dröngum í Ámeshreppi 4.
nóvember 1889. Hún fyllir því eina
öld þann 4. nóv. 1989. Ljósmóðir í
Strandasýslu frá 1914—1918 í Ár-
neshreppi, og í Bitm og Kollafirði
frá 1927-1942 ogfrá 1946-1956.
Kjörorð hennar „Ljósmóðurstarf-
ið var í mínum augum líknarstarf,
launin vom aukaatriði“. „Ámes-
hreppur var erfiður yfirferðar, t.d.
fimm firðir og fimm hálsar. Enginn
sími eða læknir á dagleiðargöngu
frá syðri enda hreppsins. Hestar
vom lítið notaðir á vetrum."
Eftir göngu að vetri yfír Dranga-
skörð, var næturvaka í köldu hreysi
við erfíða fæðingu. Enginn læknir.
Unga stúlkan tók nýfætt bam með
sér heim.
Ég hef kosið að láta afmælis-
bamið tala sjálft. Brot úr kveðju-
ræðu hennar, þegar hjón yfírgáfu
Strandasýslu orðin öldmð og fluttu
til Reykjavíkur. Ljósmóðursaga
Steinunnar á Enni bíður enn óbirt.
Nokkuð af ávarpi frú Steinunnar
í samsæti við leiðarlok ljósmóður-
starfsins.
Vitnisburður og þakklæti.
„Mín lífstíð er á fleygiferð, ég
flýti mér til grafar." „Enn er komið
haust, sem minnir á ævihaust okkar
hjóna, sem erum nú að kveðja
Strandasýslú. Á þessum sjónarhóli
ellinnar hlýtur maður að staldra við
og líta yfír farinn veg. Við þá sýn
lyftist hugurinn til hæða, hvaðan
öll góð og fulikomin gjöf kemur,
og ég tek undir með skáldinu, sem
sagði:
Dýrð ég flyt þér. Drottinn alda.
dýrð, fyrir tímans runnið skeið,
dýrð, fyrir sýn til dulunsijalda,
dýrð, fyrir hveija und er sveið.
Án erfiðleika hefði ég ekki sann-
reynt fyrirheiti Guðs orðs: „Ákalla
mig í neyðinni, ég mun frelsa þig,
þú skalt vegsama mig.“ Frá öllum
erfíðleikum hefur Drottinn frelsað
mig, og því langar mig til að veg-
sama hann með mínum fátæklegu
orðum.
Fyrst ber að þakka mína góða
foreldra, sem kenndu okkur fyrst
af öllu að elska Guð og biðja. Dýr-
mætar voru kyrrlátu stundirnar við
húslestra hvem helgan dag á öllum
vetrarkvöldum. Ég sé í anda
bemskuheimilið mitt, „einslegt,
fjarri heimsins glaumi."
„Ekki kunni ég þá að biðja Guð
að nota mig til einhvers góðs verks,
nei, ég ætlaði að gera það sjálf.
Hann mundi hjálpa mér, eins og
„Allra þjónum", sem ég las um í
Kirkjublaðinu hans pabba míns.
Ogleymanleg em mér áhrifín frá
þeim lestri, þegar ég eitt sinn á
dmngalegum skammdegissunnu-
degi leitaði að einhveiju lestrarefni,
sem ég gæti lesið fyrir hana ömmu,
sem kenndi mér mörgu fallegu
bænaversin í rökkinu. Ég kenndi
sárt í bijósti um þá, sem áttu bágt
og ekkert var indælla, en þegar
mamma var að gleðja fátæka, sem
stundum komu. Allar sögur um
líknarstarf, sem ég náði í, höfðu
djúptæk áhrif á sálarlíf mitt.
Ékkert fannst mér þó jafnast á
við heiðingjatrúboð. Því að hvað er
líkamleg neyð við það, að eiga enga
von við aðkomu dauðans. Fyrst
lærði ég í kverinu mínu síðustu
boðun Frelsarans: Farið og gjörið
allar þjóðir að lærisveinum o.s.frv.
Það snart mig sérstaklega þá.“
„Þegar ég var beðin að verða ljós-
móðir fyrir Árneshrepp, tók ég það
sem kall til mín frá Guði. Þá var
það líknarstarf fyrst og fremst, en
ekki til að fá sem mesta peninga.
Námstíminn, allt of stuttur, er sá
indælasti vetur, sem ég hef lifað,
einkum vegna þess, að ég komst þá
í KFUK, sem ég hafði kynnst tveim
árum áður í Reykjavík. Þar naut
ég, án alls tilkostnaðar, varanlegri
og dýrmætari lífsgleði, en nokkrar
áðrar samkomur hafa upp á að
bjóða.“
„Ljósmóðurstarfíð veitti mér
ósegjanlega ánægju, en dýrkeypta
reynslu, til þess að orðin frá Guði,
sem ég hafði lært í kverinu mínu,
gætu komið á erfiðum stundum,
eins og stafur til að styðjast við.
Ég gerði það, í þessum erfíða, síma-
lausa og vegalausa hreppi. Þá komu
til mín orðin: „Leitið fyrst ríkis
Guðs og hans réttlætis" o.s.frv. Þá
fyrst voru Guði falin öll ráð. Og
dásamleg hefur öll handleiðslan
verið. Fyrst heimili um veturinn hjá
frú Önnu sál. Thoroddsen, sem upp
frá því reyndist mér sem önnur
móðir.
Ég var svo lánsöm að kynnast
systur Ólafíu Jóhannsdóttur á heim-
ili frú Önnu. Ómetanleg blessun
varð sú kynning mér eins og svo
mörgum öðrum.
Svo gaf Drottinn mér allt það
besta, heimili, ágætan eiginmann
og vel gefín, elskuleg böm. Líka
fékk ég aftur á nýjum stað mitt
kæra starf. Ekki sótti ég um það,
en sýslumaðurinn dreif mig í það,
og marg þætta blessun veitti það
mér, þótt stundum væri erfitt. Fyrst
og fremst lærði ég bókstaflega að
fela Guði vegu mína. Hann sá svo
dásamlega fyrir öllu, að alltaf kom
ég þakklát heim úr hverri ferð.“
Þegar séra Ingólfur Ástmarsson
kom síðast í Strandasýslu, til
prestsþjónustu, um tíma, þá beið
þar eftir okkur fallegt og eftir því
gestrisið heimili hjá Kristjáni Jóns-
syni símstjóra og frú Önnu Jóns-
dóttur konu hans, frá Skriðnes-
enni. Og Afmælisbarn þá níutíu og
þriggja ára þann dag, beið okkar
einnig, til þess að fagna okkur, sem
kvöddum þar fyrir 40 árum. En 4.
nóvember var liðinn fyrir tæpri klst.
þegar við komum og Steinunn sofn-
uð fyrir hálftíma. Við fengum
ógleymanlega yndislegar móttökur
hjá húsbændum. Daginn eftir kom
afmælisbamið brosandi að heilsa
okkur snemma morguns.
Steinunn var mjög fríð kona,
dökkhærð með dökk augu, blítt og
bjart bros, festulegan svip og afar
grannvaxin „Mjúk á fæti og fögur
öll“, hefði mátt yrkja um hana.
Eiríkur bróðir hennar bjó síðar á
Dröngum, bændahöfðingi. Þau
systkini létu panta fyrir sig orgel
og orgelkennara líka, þegar þau
voru um tvítugt. Mörg hljóðfæri og
mikill söngur var á Dröngum í tíð
Eiríks, og fjölskyldu hans. Þar er
nú hljótt og allt í eyði.
Á Dröngum var rekaviði brennt
og góður viður til smíða, mikil
hlunnindi. Nú talið óbyggilegt land.
Steinunn fór ung í húsmæðra-
skóla á ísafírði. Síðar í Ljósmæðra-
skóla í Reykjavík. Þá kynntist hún
Ólafíu Jóhannsdóttur. Það varð
henni mikil upplifun í trú. En það
var kona með óþekktu nafni, vinnu-
kona á Dröngum, sem sagði barninu
frá upprisu dýrð páskanna svo aldr-
ei gleymdist. Steinunn litla var að
tala um jólin, dýrlegust allra há-
tíða. Þá voru jafn mörg kertaljós í
baðstofunni, eins og fólki var
margt. En konan sagði að það
væri byijunin, en páskarnir væm
sigurinn eftir allar þrautir. Þessi
fátæka kona, var bömunum alltaf
jafn góð. Hún var mikill raunamað-
ur.
í óprentaðri Ijósmóðursögu sinni,
segir Steinunn frá handleiðslu
Guðs, sem hún hefur stöðugt borið
vitni frá æsku. Hún hafði ósljófgað
minni fyrir sjö áram, og enn er það
ótrújega skýrt.
Hún nýtur hjúkrunar á hjúkr-
unarheimili Hólmavíkur. Þar er
dóttir hennar forstöðukona, Ólafía
Jónsdóttir ljósmóðir.
Steinunn ljósmóðir, giftist Jóni
Lýðssyni bónda • á Skriðnesenni í
Strandasýslu. Hún stundaði ljós-
móðurstörf í áratugi.
Hún var heiðruð af konum
hreppsins, þegar störfum lauk. Þeg-
ar þau hjón fluttu til Reykjavíkur
frá Skriðnesenni, þá saknaði hún
einskis. Hún gekk í KFUK og naut
þess líka að fara í kirkju á hveijum
degi.
En fagnaðarefni var það samt,
þegar Lilja dóttir hennar giftist
Hákoni Ormssyni ungum manni,
sem gerðist bóndi á Skriðnesenni.
Þá fluttust eldri hjónin aftur heim.
Það var að ég hygg Jóni bónda
mikið fagnaðarefni. Hann var mað-
ur greindur, fámæltur og stilltur
og studdi konu sína vel í hveiju
máli. Það var farsælt heimili.
Við hjónin voram boðin til Stein-
unnar og yngri hjónanna á Skrið-
nesenni í heila viku, reyndar beðin
að vera lengur. Á þeim dögum sem
við dvöldum þar, sagði þessi fróða
og minnuga kona mér margt frá
fólki í Ámeshreppi og æsku sinni.
Allar vora móttökumar á Skriðnes-
enni og gestrisin með afbrigðum.
Heimili Kristjáns Jónssonar
símstjóra og frú Ónnu konu hans,
hefur verið eitt mesta og besta
gestaheimili í Hólmavík um áratugi.
Tvær dætur Ennishjónanna,
stunda hjúkrun, Ólafía Jónsdóttir,
kirkjuorganisti í Hólmavík, og Anna
Guðrún Jónsdóttir hjúkranarfr. í
Reykjavík. Lýður Jónsson frá Skrið-
nesenni og kona hans Mundheiður
Gunnarsdóttir, búa í Reykjavík
Margir efnilegir afkomendur,
fagna nú aldarafmæli móður og
formóður sinnar. Enn munu þau fá
að heyra vitnisburð hennar, hundr-
að ára gamallar konu, sem lagði
torfæruland undir fót og treysti
Guði í hverri ferð. Sjór, fjöll og
óbrúaðar ár, vora á þeirri leið.
Með vinarkveðju og blessunar-
óskum, frá húsi mínu. Drottinn er
ríkur af dögum og ríkur af náð.
(GJ).
Rósa B. Blöndals
Sú kynslóð hlýtur að vera öðrum
auðugri, sem lifað hefur öldina
alla og jafnvel rúmum áratug bet-
ur. Nú situr hún í sinni Hliðskjálf
og sér of heima alla, eða a.m.k.
yfir alla íslandssöguna. Manni
finnst að sú kona, sem aldamóta-
árið var 11 ára telpuhnokki á sauð-
skinnsskóm við litla vík niður und-
an háu fyalli á Ströndum, hafí ekki
bara verið samtímamaður Hannes-
ar Hafstein heldur einnig Jóns for-
seta, Hallgríms Pé. og jafnvel
Snorra. Við, sem erum núna rétt
í þann mund að skríða inn á miðj-
an aldur, megum telja það mikið
lán að hafa náð í skottið á sög-
unni og kynnst slíku fólki. Sjón-
varpið er orðið jafn sjálfsagt og
súrefnið og maður er að venjast
tölvunni. Buxnastrengurinn er far-
inn að minna á sig og lausu hárin
verða fleiri og fleiri í greiðunni.
Þá horfir maður í spegilinn og seg-
ir: „Guð hjálpi þeim bömum, sem
ekki fá að kynnast afa og ömmu
á Enni.“
Steinunn Guðmundsdóttir, fyrr-
um Ijósmóðir og húsfreyja á Skrið-
insenni í Bitra, verður 100 ára 4.
nóvember 1989. Hún fæddist og
ólst upp á Dröngum í Strandasýslu
einum afskekktasta bæ á landinu,
meðan hann var í byggð. Síðla
sumars 1913 var hún beðin að
læra til ljósmóður fyrir heima-
byggð sína og sinnti hún því kalli.
Hún gegndi ljósmóðurstörfum
norður þar til 1920 og síðar í Bitra
og Kollafírði frá 1927 og með litl-
um hléum í 30 ár. Oft var hún á
ferð við erfíðustu skilyrði í ófærð
og illviðram, læknishjálp fyarri og
aðbúð ill, en bar lítt af sér. Hun
sagði sjálf um eina slíka ferð: „Ein
af sælustu stundum lífs míns var
að geta hjálpað konunni. Það eitt
var nægilegt gjald fyrir þetta erf-
iða ferðalag." Steinunn leit á ljós-
móðurstarfíð sem kall Guðs til sín
og gegndi því sem slíku. Það var
í hennar augum líknarverk og
launin voru aukaatriði.
1923 giftist hún Jóni Lyðssyni,
bónda á Skriðinsenni. Jón fæddist
13. maí 1887, einn 12 systkina,
er öll lifðu og komust til manns.
Þau bjuggu á óðali feðra hans, en
sama ættir. hefur búið á Enni í
meira en 2 aldir og er það mikill
ættbogi. Jón naut ungur mikils
álits sveitunga sinna og var valinn
til forystu í sinni sveit, hrepp-
stjóri, oddviti sveitarstjómar, for-
maður skólanefndar, meðhjálpari
prests og forsöngvari. Heimilið var
mannmargt, 3 gamalmenni, vinnu-
hjú og loks 5 börn, auk fósturdótt-
ur. Böm þeirra Jóns og Steinunnar
eru: Anna Jakobína, gift Kristjáni
Jónssyni, póst- og símastjóra á
Hólmavík, Lýður, bifreiðastjóri í
Reykjavík, kvæntur Mundheiði
Gunnarsdóttur, Ólafía, ljósmóðir á
Hólmavík, Lilja, gift Hákoni Orms-
syni, bónda á Skriðinsenni, Anna
Guðrún, hjúkranarfræðingur á
Akureyri. Hjá þeim ólst einnig upp
Guðlaug Guðmundsdóttir, sem nú
er látin.
Oft var ljósmóðirin sótt einkum
fyrstu árin og var stundum lengi
að heiman. Jón bóndi kvartaði ekki
þótt hann þyrfti að bæta á sig
heimilisverkum þau skipti, sem
hún var að heiman. Hann var þann-
ig skapi farinn. Betri bakhjarl hef-
ur ekki verið hægt að hugsa sér
fyrir ljósmóður í sveit. Hann studdi
einnig Steinunni dyggilega í öðrum
hugðarefnum hennar. Slík afstaða
var engan veginn sjálfgefin á fyrri
hluta þessarar aldar (og raunar
ekki enn) og lýsir það sér í orðum.
Steinunnar um mann sinn látinn:
„Ólýsanleg var umhyggja hans
fyrir mér. — Aldrei datt honum í
hug að taka af launum mínum til
heimilisþarfa. Ég fékk að ráðstafa
þeim eftir eigin vild. Þess vegna
gat ég safnað til míns kærasta
málefnis, — kristniboðsins.“
Á Skriðinsenni bjuggu þau hjón-
in til 1958, er þau fluttu til
Reykjavíkur um skeið. Þar festu
þau lítt yndi og fluttu með Lilju,
dóttur sinni, og Hákoni, tengda-
syni, aftur að Enni og dvöldust þar
í ellinni. Jón Lyðsson andaðist 17.
ágúst 1969,82ja ára að aldri. Þrátt
fyrir háan aldur var hann harm-
dauði öllum er hann þekktu. Und-
anfarin ár hefur Steinunn búið á
elliheimilinu á Hólmavík og notið
þar aðhlynningar dóttur sinnar
Ólafíu, ljósmóður.
8 ára smápatti var ég sendur
af mölinni í Reykjavík í sveit að
Enni, síðasta búskaparvor Jóns og
Steinunnar. Það tel ég vera ein-
hveija mestu gæfu, sem hreppt
hefur mig á lífsleiðinni að kynnast
þessu fólki. Einhveijum kann að
fínnast vanta á hlýju og mildi
landsins við Bitrafjörð, svo sem
eins og nafnið ber með sér. En því
meiri er hlýja hjartanna og göfgi
sálnanna. Þetta vor fékk ég pata
af búskaparháttum og menningu
liðins tíma. Þremur árum síðar
jókst enn á lífsreynslu mína, er
Lilja og Hákon hófu búskap ættar-
innar að nýju á óðali feðranna.
Þijú sumur fékk ég að fylgjast
með, er jörðin var brotin til nýrra
búskaparhátta, nýrrar aldar. Þar
voru Jón og Steinunn fulltrúar hins
liðna tíma, en fögnuðu þó nýjum
landvinningum. Ég varð sem einn
af ijölskyldunni og óhugsandi ann-
að en að ég færi að kalla Jon og
Steinunni afa og ömmu, eins og
önnur börn á bænum.
Túnið á Enni var ekki véltækt,
nema að hluta, fyrstu sumrin. Jón
varð því að kenna mér að slá með
orfí og ljá, Steinunn að raka og
rifja. Reynt var í þrjú sumur að
kenna mér að mjólka kúna, en
gekk illa. Hver steinn og þúfa
hafði sína sögu og allir hlutir sína
merkingu. Hér var líka gerður
gleggri greinarmunur á réttu og
röngu, en nú tíðkast. Spakur mað-'
ur segir, að menning sé að gera
hlutina vel. Á Enni kynntist ég
íslenskri menningu.
Steinunn er smávaxin kona,
fíngerð og var kvik í hreyfingum.
Einkum er hún mér minnisstæð,
er hún gekk út á tún með hrífu
og sagði „dríbbðu þig nú til pilt-
anna góði“, ef ég var þungur á
mér. Hun var kröfuhörð, en ég
hvgg að hún hafi ekki gert meiri
kröfur til annarra en sjálfrar sín.
Hún sinnti okkur bömunum mikið
og vel. Lifandi kristindómur og
kristniboð var hennar mikla
áhugamál. Ósvikin trú og kirkju-
rækni setti þá og enn svipmót á
heimilishaldið. Áram saman fylgd-
ist Steinunn með og studdi kristni-
boðið af eldlegum áhuga. Barn að
aldri hreifst hún af frásögnum
íslenska kristniboðslæknisins
Steinunnar Hayes frá Kína. Hún
kynntist starfi kristniboðsfélaga
og KFUK, er hún dvaldist í
Reykjavik veturinn 1911 til 1912
og síðar er hún var í ljósmæðra-
náminu. Sótti hún þing kristniboð-
"'svina og almenn mót í Vatnaskógi
og mun hafa verið komin fram
yfir nírætt, er hún kom þar síðast
við. Tilteknar kindur þeirra hjón-
anna voru kristniboðskindur og
rannu allar afurðir til kristniboðs-
ins. Hún kom fyrir söfnunarbauk
í útsýnisvörðu á Bitrahálsi, þar
sem útsýn er fegurst suður og
austur yfir Húnaflóa og norður og
vestur yfír Kollafjörð og inn
Steingrímsfj örð. Enn á þetta mál-
efni hug hennar allan.
Á þessum tímamótum óska ég
Steinunni til hamingju með langa
ævi og farsæla. Ég samgleðst ætt-
ingjum og vinum hennar fyrir
norðan. Um hana verður sagt það
sem hún sjálf sagði um lærimóður
sína: „Hún var mikil ljósmóðir og
göfug, trúuð kona.“
Gunnar M. Sandholt
AUGNABLIKS-
ANNÁLL
eftirMagnús
Oskarsson
NÚ GENGUR það glatt. Við
höfum ráðherra án ráðuneytis,
aðstoðarmann án ráðherra og
Borgaraflokkinn eins og
líkfylgd án líks. Svo höfum við
Stefán Valgeirsson sem gert
hefur skrítluna um Flokk
mannsins að alvöru. Við bætist
handhafi forsetavalds, sem fyrir
ári í nýjum 200 þúsund króna
samkvæmiskjólum, fyrir lánsfé
frá sjálfri sér, brá fæti fyrir
annan handhafa sama valds —
af siðferðisástæðum. Þriðji
handhafi forsetavaldsins, sjálf-
ur forsætisráðherrann, dylgjar
um útgjöld fyrirrennara síns og>
slapp aldrei þessu vant ekki með
dylgjumar, og stundar nú lúsa-
leit í gömlum nótum og kvittun-
um embættisins. Við skulum
vona að hann rekist ekki á
reikning fyrir grænar baunir.
Höfúndur er borgarlögmaður.