Morgunblaðið - 04.11.1989, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.11.1989, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NOVEMBER 1989 15 Almenna bókafélagið gef- ur út á þriðja tug bóka ALMENNA bókafélagið gefur út á þriðja tug bóka nú fyrir þessi jól. Þar á meðal er skáldsaga, smásögur, ljóðabækur og fjórar endur- minningarbækur svo eitthvað sé nefnt. Kristján Kristjánsson sendir frá sér skáldsöguna Minningar elds. Auk þess koma út smásögusöfnin Stórir brúnir vængir, eftir Svein- björn I. Baldvinsson og Þegar það gerist, eftir Hrafn Gunnlaugsson. Siðferði í stjórnmál- um og skattar til um- ræðu á fimdi Hvatar ALMENNUR félagsfiindur var haldinn í Hvöt, félagi sjálfstæð- iskvenna, í Valhöll þann 28. október. Ræðumaður var Þuríður Pálsdóttir söngkona, sem kjörin var í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á siðasta landsfundi. I erindi sínu fjall- aði Þuríður um siðferði í stjórnmálum og skattamál. Erindi hennar fékk góðar und- irtektir og margar konur tóku til máls og beindu spurningum til ræðumanns. í ályktun, sem fundurinn sam- þykkti, er mótmælt þeim hug- myndum, sem uppi eru um að flytja dagvistarmál frá mennta- málaráðuneytinu til félagsmála- ráðuneytisins. Þar segir að mikil- vægt sé að stuðla að framþróun dagvistarmála og auka tengsl milli leikskóla og grunnskóla inn- an menntakerfisins. Ekki sé rétt að líta á dagvistarmál sem fé- lagslegt úrræði, heldur sé um að ræða tilboð um þjónustu, sem 70 til 80% 3ja til 5 ára barna í Reykjavík njóta nú. „Með nýju lögunum um verka- Þuríður Pálsdóttir flutti fram- söguerindi á Hvatarfimdinum. skiptingu ríkis og sveitarfélaga eru dagvistarmál flutt algjörlega til sveitarfélaganna. Því átelur fundurinn harðlega þau vinnu- brögð félagsmálaráðherra, að ekki skuli haft samráð við sveit- arfélögin, þ.m.t. stærsta sveitar- félag landsins, Reykjavík, um þessi mál,“ segir í ályktuninni. Basar á Hrafnistu Handunnir munirtil sölu í dag frá kl. 13.30-17.00 og Máudag frá 10.00-15.00. Heimilisfólk Hrafnistu í Reykjavík. Aðrar ljóðabækur eru Stundir úr lífi stafrófsins, eftir Sigmund Erni Rúnarsson, Frostdinglar, eftir Birg1 ittu Jónsdóttur, Einleikur á regn- boga, eftir Steinunni Ásmundsdótt- ur auk Nýrra skáldskaparmál,a: Ljóðabók 1989, sem er safn greina um íslenska samtímaljóðlist. Skýrt og skorinort nefnast end- urminningar Sverris Hermannsson- ar skráðar af Indriða G. Þorsteins- syni og viðtalsbók Páls Líndal við Lúðvík Hjálmtýsson heitir Á götum Reykjavíkur. Illugi Jökulsson segii' sögu íslensku stórmeistaranna í bókinni Meistarar skákborðsins. Fjórar sagnfræðilegar bækur koma út. Þær eru: Snorri á Húsafelli. Saga frá 18. öld, eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Orrustuskipið Bismark, eftir Burkhard Freiherr von Múllen- heim-Rechberg í þýðingu Halldórs Vilhjálmssonar. íslenskur söguatlas. Aðalhöfund- ar eru Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur ísberg. Aðrir höfundar eru Hulda Sigtryggsdóttir, Haukur Jó- hannson og Viðar Hreinsson. Textaritstjóri er Helgi Skúli Kjart- ansson. Þýddar skáldsögur eru tvær. Á faraldsfæti, eftir Anne Tyler í þýð- ingu Magneu J. Matthíasdóttur og Makedóníuklukkan, eftir Knud H. Thomsen, íslenskuð af Jóhönnu S. Sigþórsdóttur. Auk þess gefur Almenna bókafé- lagið út hljóðsnældur með Egils sögu og Fjóskettinum Jáum í sam- vinnu við Blindrafélagið. Eitt af verkum Veturliða Gunnarssonar. Veturliði Gunnarsson sýnir í Listasafiii ASÍ Myndlistarsýning málarans Veturliða Gunnarssonar verður opnuð í Listasafiii ASÍ í dag, laugardaginn 4. nóvember klukkan 15. Veturliði Gunnarsson sýnir krítarmyndir sem opna sýn inn í síkvika veröld þorps og strandar. Veturliði hefur gengið langar fjörur og rissað andartaksstemmn- ingar við úfinn sjó. Mottó hans í myndsmíðinni eru orð úr „Þorpinu" eftir Jón úr Vör. „Enginn slítur þau bönd sem hann er bundinn heima- högum sínum. Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið.“ Veturliði er fæddur á Suðureyri við Súgandaflörð árið 1926. Hann var við nám í Handíðaskólanum. Þá kenndu þar þeir Kurt Zier og Jón Engilberts. Síðan fór Veturliði með fyrstu ferð eftir stríð með Dronning Alexandríne til Kaup- mannahafnar. Þar var hann á kon- unglegum listaháskóla hjá prófess- orunum Ivarsen og Lundström, einnig í grafíska skólanum hjá Per- mild (og Rosengreen) Hann sótti einkatíma hjá Jóni Stefánssyni og síðan einkaskóla ásamt Karli Kvaran hjá Rostrup við Statens Museum for kunst. Boyje- sen var fyrrum kennari meistara Kjarvals á Akademíinu. Veturliði hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum. Eftir Veturliða eru verk á fjölmörgum listasöfnum. Veturliði er einn af stofnendum félagsins íslensk grafík, sem stofnað var 1954. Sýning Veturliða verður opin alla virka daga klukkan 16-20 og um helgar klukkan 14-20. Sýning- unni lýkur 19. nóvember. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Svemr 20 ára afimælissýning Islenskrar grafíkur stendur yfír í Norræna húsinu til 19. nóvember. íslensk grafík: 20 ára aftnælissýning TUTTUGU ára aftnælissýning íslenskrar grafíkur verður opnuð laug- ardaginn 4. nóvember í Norræna húsinu en félagið var endurreist árið 1969. Á sýningunni eru verk eftir 27 félagsmenn. I tilefni afmælisárs hefur félagið út. Bæði sýningarskrá og jafnframt staðið að útgáfu sýning- grafíkmappa verða til sýnis á sam- arskrár þar sem upplýsingar er að ’sýningu félagsins í Norræna hús- finna um hvern hinna 46 meðlima inu. félagsins. Auk þess hefur sjötta Sýningin verður opin daglega kl." grafíkmappa félagsins verið gefin 14—19. Henni lýkur 19. nóvember. Skreytingameistarar Blómavals hafa að undanförnu lagt nótt við dag og útkoman er nýog yicesiiey blómadeild. HAUSTT1LBO& Þurrskreytinqar i.r j. 3 og litandi skreytingar í ótrúlegu úrvali. w Sjón er sögu ríkari. Blómstrandi nfivemberkaktus — kr. 398,- Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70 1IIIIIBIieI I 6 1 II B|»« I llllKllllfBKIIIIIKItBII

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.