Morgunblaðið - 04.11.1989, Page 18

Morgunblaðið - 04.11.1989, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Lán frá Alþingi Ovenjuleg lántaka Guðrún- ar Helgadóttur, forseta sameinaðs þings, hjá Alþingi hefur vakið undrun og umræð- ur. Þingforsetinn segir, að hún hafi þurft að grípa til þessa ráðs til að kaupa sér fatnað vegna ferðar seiji hún fór á vegum Alþingis til Póllands. Á það hefur verið bent á móti, að eðlilegra hefði verið fyrir hana að snúa sér til banka og fá fé að láni þar. I Morgun- blaðinu í gær kemst Guðrún svo að orði vegna þessa: „Skyndilega var ég orðin einn af handhöfum fprsetavalds, fyrst kvenna á íslandi. Ég held að hver einasta kona í landinu skilji að þetta hefur í för með sér ýmis óvænt út- gjöld. Að minnsta kosti var ekki slíkur póstur í mínu heim- ilisbókhaldi. Þar við bættist að ég þurfti, nokkrum dögum eft- ir að ég varð forseti, að fara til Póllands á þing þingforseta Evrópulanda. Ég þurfti að sjálfsögðu að kosta verulega til þess ferðalags. í samráði við fjármálastjóra Alþingis og með tilliti til þeirra anna, sem ég var í, þá varð þetta að ráði; að ég fengi svona fyrirfram- greiðslu launa.“ Samkvæmt heimildum sem tiltækar eru hefur enginn ann- ar þingmaður notið fyrir- greiðslu á borð við þessa frá skrifstofu Alþingis. Þetta er þriðja tilvikið á innan við ári sem ástæða þykir til þess hér á þessum stað að gera athuga- semdir vegna framgöngu eins af hæstsettu mönnum þjóðar- innar og er nú komið að lög- gjafarvaldinu eftir dómsvaldið og framkvæmdavaldið. í sjónvarpsþætti á fimmtu- dagskvöld voru rifjuð upp , ýmis dæmi innlend og erlend um það, hvernig tekið er á því, ef stjórnmálamönnum verður á í messunni, þegar slík sérréttindi koma við sögu eða meðferð opinberra fjármuna. Almenna reglan er í stuttu máli sú, að fólk víkur úr háum embættum sínum, þótt það hætti ekki þátttöku í stjórn- málum eða opinberu lífi. Hér á landi virðast menn gefa lítið fyrir slíka reglu og kjósa frek- ar að sitja áfram. Undantekn- ing er þó afsögn Alberts Guð- mundssonar úr embætti iðnað- arráðherra fyrri hluta árs 1987. Þá var tekið á vandanum af festu af honum og viðkom- andi stjórnmálaflokki, Sjálf- stæðisflokknum. Auðvitað á að búa þannig um hnútana í launamálum þingmanna og ráðherra að þeir geti borið sig sæmilega og klæðst í samræmi við tign sína bæði hér heima og í út- löndum. Þá hlýtur það að vera athugunarefni að laun forseta sameinaðs þings verði hin sömu og ráðherra. A'ð pukrast með fríðindi og allskonar aukasporslur á æðstu stöðum þjóðfélagsins er ótækt. Frá Blönduósi til bókhlöðu Vegna athugasemdar yfir- skoðunarmanna ríkis- reiknings um skil sýslumann- sembættisins í Húnavatns- sýslu á innheimtufé ríkissjóðs hóf Ólafur Þ. Þórðarson, þing- maður Framsóknarflokksins, umræður utan dagskrár á Al- þingi sl. mánudag. Ólafur Ragnar Grímsson sagði Jón ísberg sýslumann ekki starfi sínu vaxinn, ef hann tæki ekki upp nýja starfshætti. Sýslu- maður viðurkenndi að hann hefði ekki farið í einu og öllu eftir fyrirmælum laga. Hafði sýslusjóður stofnað til skuldar við öldrunarsjóð vegna bygg- ingar dvalarheimils aldraðra á Skagaströnd. Hefur héraðs- nefnd Húnavatnssýslu tekið tillit til réttmætrar gagnrýni og vinnur að því að leysa mál- ið í samræmi við það. Þessar umræður vekja þá spurningu, hvort alþingismenn sjái ekki ástæðu til að taka fjáröflun vegna Þjóðarbók- hlöðu sömu tökum. Hvers vegna á að líða íjármálaráð- herra, innheimtumanni ríkis- sjóðs, að nota tekjur af skatti vegna Þjóðarbókhlöðu til allra annarra hluta? Húnvetningar ætla sjálfir að gera upp sín mál. Fjármála- ráðherra vill hins vegar að Háskóli íslands borgi brúsann fyrir ríkissjóð. Ríkísstjómin í brotabrotum eftir Þorstein Pálsson Sá sérstaki atburður gerðist á Aiþingi í þessari viku að einn af þingmönnum stjórnarflokkanna krafðist þess að umræðu um láns- fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði frestað. Ástæðuna fyrir frest- unarbeiðninni sagði þingmaðurinn vera þá, að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með ríkisstjórnina: Skattar væru of háir og ekki hefði verið staðið við loforð gagnvart launþegum um kaupmátt. Það er að vísu ekki alveg óþekkt, að þingmenn freisti þess að þvo hendur sínar með þessum hætti. En það kemur síðar í ljós, hvort eitthvað meira liggur að baki um- mælum af þessu tagi. En hvað sem því líður sýna þau mæta vel í hversu bágu ástandi ríkisstjórnarliðið er um þessar mundir. Valtur hornsteinn Fjármálaráðherrann lýsti því yfir með rembingi miklum að fjárlaga- frumvarpið væri hornsteinninn í hagstjórn ríkisstjórnarinnar á næsta ári. Með því hefði rammi verið sleginn saman sem allir aðilar þjóðfélagsins verði að taka mið af. Fjármálaráðherrann lýsti því svo yfir með bægslagangi, -að atvinnu- rekendur og launafólk yrði að beygja sig undir þær forsendur í efnahagsmálum sem fram kæmu í fjárlagafrumvarpinu. Einn helsti talsmaður Alþýðu- flokksins á Alþingi og nýkjörinn varaformaður Verkamannasam- bandsins lýsti því hins vegar yfir í byrjun þessarar viku að launafor- sendur fjárlagafrumvarpsins myndu bresta. Með öðrum orðum var þingmaðurinn að lýsa því yfir að hornsteinn íjármálaráðherrans væri enginn homsteinn í veruleik- anum. Þegar að því kom, að forsætis- ráðherra þurfti að svara fyrir þessa yfirlýsingu á Alþingi fuliyrti hann að Alþýðuflokkurinn hefði sam- þykkt launaforsendur fjárlagafrum- varpsins eins og annað sem í því felst. Svo virðist því vera, ef forsæt- isráðherrann greinir rétt frá, að einstakir þingmenn Alþýðuflokks- ins séu að hlaupa frá því sem þeir áður höfðu samþykkt. Það segir mikla sögu um bróðurþelið á kær- leiksheimili jafnréttis og félags- hyggju. Gagnstæðar yfirlýs- ingar ráðherra Annað dæmi af svipuðum toga kom fram í ræðu sjávarútvegsráð- herra á Fiskiþingi. Hann benti rétti- lega á í ræðu sinni þar, að á næstu mánuðum væru fyrirsjáanlegar breytingar á starfsskilyrðum sjáv- arútvegsins sem leiða myndu til versnandi afkomu á næsta ári að öllu óbreyttu. Þessi yfirlýsing þurfti engum að koma á óvart. Þær stað- reyndir hafa lengi blasað við. En hitt vekur athygli að sjávarutvegs- ráðherrann sagði af þessu tilefni í ræðu sinni, að nauðsynlegt væri að sem allra fyrst yrði lagður fyrir sá efnahagslegi rammi sem sjávarút- vegurinn ætti að búa við, Fjármálaráðherra hefur m.ö.o.' ekki fyrr lýst því yfir, að í fjárlaga- frumvarpinu felist þær efnahags- legu forsendur og þær ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og sá rammi sem sjávarútvegurinn eigi að starfa eftir á næsta ári, en sjávarútvegsráðherrann kemur fram og segir að þennan ramma eigi eftir að smíða! Hér ganga yfir- lýsingar í gagnstæðar áttir. Fjár- málaráðherrann segir að ríkis- stjórnin sé búin að taka allar efna- hagslegar ákvarðanir um rekstrar- skilyrði sjávarútvegsins á næsta ári. Sjávarútvegsráðherrann heldur því á hinn bóginn fram að þessar ákvarðanir eigi eftir að taka og nú liggi á að fá þar um niðurstöðu. Þessar þverstæðu yfirlýsingar sjávarútvegsráðherra og fjármála- ráðherra komu til umræðu á Al- þingi í vikunni. Forsætisráðherra tvísté og virtist ekki með nokkru móti geta gert upp við sig með hvorum ráðherranum hann ætlaði að standa. Sjávarútvegsráðherrann lætur ekki svo oft í sér heyra um afkomu sjávarútvegsins, að forsæt- isráðherra hefði af þeim sökum verið óhætt að taka einu sinni und- ir með honum og setja ofan í við fjármálaráðherrann, en það gerðist ekki. Ný viðhorf í telqu- skattsmálinu Eitt af höfuðmarkmiðum ríkis- stjómarinnar í skattamálum er að brjóta niður þá einföldun tekju- skattskerfisins sem ákveðin var með staðgreiðslulögunum vorið 1987. Ofan á hækkun tekjuskatts- ins frá því í fyrravetur áformar ríkisstjórnin að hækka skatthlut- fallið enn og aftur. Þar á ofan á síðan að setja nýtt skattþrep og til viðbótar öllu þessu á að skattleggja sparnaðinn í landinu. Ljóst er að þessi áform bijóta niður grundvallaratriðin í þeirri miklu kerfisbreytingu sem ákveðin var á vordögum 1987. Alþýðublaðið upplýsti í vikunni að Alþýðuflokkur- inn hefði snúist öndverður gegn þessari stefnu ríkisstjórnarinnar í skattamálum; fyrst og fremst með þeim rökum, að verið væri að btjóta niður kerfísbreytinguna sem ákveð- in var með staðgreiðslulögunum. Þegar forsætisráðherra var spurður um það hvort Alþýðuflokk- urinn hefði gert grein fyrir þessari afstöðu sinni í ríkisstjómini kaus hann að láta þögnina tala. Ýmislegt bendir til þess, að Alþýðuflokkurinn sé að taka upp hinn gamalkunnu vinnubrögð framsóknarmanna, að lýsa yfir andstöðu við umdeild stefnuatriði ríkisstjórnar á fundum úti í bæ eða í blöðum en standa svo allra manna þéttast að þeim um- deildu ákvörðunúm, þegar atkvæði eru greidd á Alþingi. „Kvikmyndir endur- spegla breytingar á þjóðfélaginu“ - segir leiksijórinn Janusz Zaorski, gestur á pólskri kvikmyndaviku SEX kvikmyndir verða sýndar á pólskri kvikmyndaviku sem hefst í Regnboganum í dag. Það er Kvikmyndasjóður íslands og pólska sendiráðið sem standa að þessari viku. Fyrsta mynd vikunnar er Móðir King fjölskyldunnar en leikstjóri hennar, Janusz Zaorski, er gestur kvikmyndavikunnar. Zaorski sagði að mikið líf væn í pólskum kvikmyndum um þessar mundir. Breytingar í Póllandi, sem og öðrum löndum Austur-Evrópu, skiluðu sér í meira fijálsræði og ferskari hugmyndum í kvikmynda- gerð. „Við þurfum ekki lengur að leggja handrit inn til menntamála- ráðuneytisins til að fá þau sam- þykkt, heldur getum við gert það sem við viljum. Það er að vísu háð því að við fáum styrki en við höfum fengið mun meira frelsi. Það sem stendur okkur helst fyr- ir þrifum er efnahagsástandið. Það er dýrt að framleiða kvikmyndir og þeim hefur því fækkað úr 40 í 25 á fimm árum. Hinsvegar verða myndirnar betri og betri og það er mikill listrænn metnaður í pólskum kvikmyndum," sagði Zaorski. Hann sagði að flestar pólsku myndirnar fjölluðu um daglegt líf í Róllandi. Einnig fjalla margar myndir um líf í Póllandi á tímum síðari heimsstyijaldarinnar og á valdatíma Stalíns. „Framtíðin í pólskri kvikmyndagerð er mjög björt. Ungir leikstjórar með nýjar hugmyndir eru að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerð og aukið frelsi gerir það að verkum að mynd- irnar verða betri," sagði Zaorski. Myndirnar sem sýndar verða eru: Móðir King fjölskyldunnar Jánusz Zaörski, 1986. Leikstjórinn Janusz Zaorski gestur pólsku kvikmyndavikunn ar. Stutt mynd um dráp Krzyntof Kieslowski, 1987. Stutt mynd um ást Krzyntof Kieslowski, 1988. New York kl. 4 eftir miðnætti Krysztof Krauze, 1987. Svanasöngur Robert Glinski, 1988. Karlmannsverk Jan Kidawa Blonski, 1988.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.