Morgunblaðið - 04.11.1989, Page 21

Morgunblaðið - 04.11.1989, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989 21 Slippstöðvarmenn á starfsmannafundi: Aðgerðaleysi stjórn- valda ástæða vandans - sagði Örn Friðriksson „HVAÐA tungnmál er best fyrir mig að læra ef ég á að fá vinnu í minni atvinnugrein?“ Þannig hljóðaði fyrirspurn Ólafs Kjartanssonar starfsmanns Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri á fundi sem starfsmanna- félag stöðvarinnar boðaði til í gær, en Ölafiir sagðist ijúka sveins- prófi sínu eftir viku. Slippstöðvarmenn Qölmenntu mjög á fúndinn þar sem fram kom hörð gagnrýni í garð stjórnvalda varðandi málefni skipasmíðaiðnaðarins Öm Friðriksson formaður málm- og skipasmíðastöðva sagði að hátt á ijórða hundrað manna hefur verið sagt upp störfum í skipasmíðaiðnaði það sem af er þessu ári og væri útlitið afar svart. Ástæðuna fyrir þessum uppsögnum sagði hann vera ranga stefnu og aðgerðarleysi sjóm- valda, ekki hefði þó skort nefndir og tilíögur til úrbóta, en þær hefðu ekki komist til framkvæmda. Viðskiptasiðferði í skipasmíðaiðn- aði kom til umræðu á fundinum og bæði Öm og Árni Gunnarsson, al- þingismaður og stjórnarmaður í Slippstöðinni, nefndu dæmi þar sem erlendaf skipasmíðastöðvar hefðu lækkað það verð sem þær upphaf- lega buði í verk eftir að verð íslensku stöðvanna hafði verið upplýst. Þá kom einnig fram á fundinum að íslensk ráðgjafarfyrirtæki hefðu hneigst til að beina viðskiptum til útlanda m.a. vegna þeirra umboðs- launá sem þau þáðu fyrir að koma á samningum. Þá var einnig rætt um nýsmíða- skip Slippstöðvarinnar og sagði Árni Gunnarsson að fyrstu 6 mánuði árs- ins hefði skipið hlaðið á sig um 45 milfjónum í fj'ármagnskostnað og yrði sú upphæð líklega kominn upp í um 100 milljónir um áramót. Hann sagði að ríkið, sem er einn aðaleig- andi Slippstöðvarinnar, yrði að hlaupa undir bagga með einhveijum hætti og það fljótlega. I lok fundarins skoraði Þorsteinn Konráðsson, formaður starfsmanna- félags Slippstöðvarinnar, á atvinnu- málanefnd Akureyrarbæjar að efna til borgarafundar með þingmönnum og bayarstjóm um atvinnumál í bænum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Starfsmenn Slippstöðvarinnar þungir á brún á fundinum í gær. Morgunhlaðið/Rúnar Þór Forsetinn sá Hús Bernörðu Alba FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, var sérstakur gestur á sýningu Leikfélags Akureyrar á Húsi Bernörðu Alba í gærkvöldi. Myndin var tekin áður en sýningin hófst. Með forsetanum eru Sigurður Hróarsson leikhússtjóri og Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri. Krossanesdeilan: Eining boðar vaktavinnubann STJÓRN Verkalýðsfélagsins Einingar samþykkti á fúndi sínum í gær að boða vaktavinnubann hjá starfsmönnum Krossanesverksmiðjunnar og tekur það gildi næstkomandi mánudag. Geir Zoega framkvæmda- stjóri verksmiðjunnar segir að ef þær kröfúr sem Eining hefúr hefúr haft uppi í deilunni gangi eftir sé ljóst að segja þurfi upp starfsmönn- um hjá verksmiðjunni. „Vegna yfirstandandi deilu milli Verkalýðsfélagsins Einingar og Krossanesverksmiðjunnar um kaup og kjör starfsmanna hjá verksmiðj- unni hefur stjórn félagsins á fundi í dag samþykkt bann við allri vakta- vinnu hjá Krossanesverksmiðjunni þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður, enda er engin vakta- vinnusamningur í gildi milli aðila. Bann þetta gildir jafnt varðandi fastráðna starfsmenn verksmiðj- unnar sem aðra verkamenn og til- kynnist hér með öllum til eftir- breytni," segir í orðsendingu frá Einingu. „Með þessu erum við að banna alla vaktavinnu og um leið að banná öllum félögum í Verkalýðsfélaginu Einingu að vinna vaktavinnu á meðan þessi deila stendur," sagði Sævar Frímannsson formaður Ein- ingar. Geir Zoéga framkvæmdastjóri Krossanesverksmiðjunnar sagði að nú væri þriggja ára endurbótum við verksmiðjuna að Ijúka og ljóst að færri menn þyrfti til að vinna á vöktum. Verksmiðjan hefði boðið að sami mannskapur ynni áfram hjá verk- smiðjunni á hærri grunnlaunum en áður, en yfirvinnan minnkaði. Ef kröfur Einingar gengju eftir væri ljóst að segja þyrfti upp starfs- mönnum hjá verksmiðjunni. Helgi Bragason. Séra Gunnþór Inga- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardag 4. nóv. Basar Kvenfélags Hallgríms- kirkju kl. 14. Sunnudag 5. nóv. Messa og barnasamkoma kl. 11. Altarisganga. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. Þeir sem vilja bílfar hringi í Hallgrímskirkju á sunnudag frá kl. 9.30 í síma 10745 eða 612475. Minningar og þakkarguðsþjónusta kl. 17. Sr. Karl Sigurbjörnsson préd- ikar. Mánudag 6. nóv.: Fundur með foreldrum fermingarbarna kl. 20.30. Þriðjudag 7. nóv.: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Miðvikudag 8. nóv.: Opið hús fyrir aldraða kl. 14.30. Fimmtudag 8. nóv.: Fundur Kvenfélags Hallgrí- mskirkju kl. 20.30. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Arngrímur Jónsson. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðarnar fyrir og eftir barna- guðsþjónustuna. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðviku- dögum kl. 18. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL: Barnasam- koma kl. 11 Digranesskóla. Kl. 10.30 hefst föndurstund. Messa kl. 14 í Digranesskóla. Fermingarbörn að- stoða við messuna. Magnús Erlings- son guðfræðingur predikar. Allir vel- komnir. Sr. Kristján Einar Þorvarðar- son. HJÁLPRÆÐISHERINN. Sunnudaga- skóli kl. 14. Hermannasamkoma kl. 17.30. Kl. 20.30 hjálpræðissam- koma þar sem hersöngsveitin syng- ur. Gestir eru ofurstahjónin Birthe og Brynjar Welander. Daníel Óskars- son stjórnar. HVÍTASUNNUKIRKJAN FÍLADELF- ÍA: Bænastund laugardagskvöld kl. 20.30. Sunnudagur safnaðarsam- koma kl. 11. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Einar J. Gíslason. Minnst nítugustu ártíðar Ásmundar um kl. 11. Umsjón hafa María og Vilborg. Messa í Kópavogskirkju kl. 14. Fermd verður Hildur Björg Helgadóttir, Þinghólsbraut 53, Kópavogi. Samvera aldraðra í safn- aðarheimilinu nk. fimmtudag eftir hádegi. Sr. Árni Pálsson. KFUM og K. Almenn samkoma kl. 20.30 Amtmannsstíg 2B. Upphafs- orð Bjarni Gunnarsson. Ræða sr. Guðmundur Óli Ólafsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Laugardag 4. nóv.: Basar Kvenfélags Langholtskirkju í safnaðarheimilinu kl. 14. Sunnudag 5. nóv.: Allra heilagra messa. Óska- stund barnanna kl. 11. Söngur — sögur — myndir. Jón og Þórhallur sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Allur Langholt- skórinn syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar. Málmblásarahópur leikur með kórnum. Minningarsjóður Guðleifar Pálsdóttur kostar tónlist- arflutninginn. Molakaffi í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Miðvikudag 8. nóv. kl. 17: Æskulýðsstarf 10—12 ára barna. Sr. Þórhallur Heimisson. LAUGARNESKIRKJA: Sunnudag 5. nóv.: Barna- og fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Bamastarf á sama tíma. Messa kl. 17. Flutt verður allra heil- agra messa eftir Egil Hovland. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Ann Toril Lindstad. Undirleik annast Þröstur Eiríksson og málmblásarar undir stjórn Lárusar Sveinssonar. Einsöngvarar verða Laufey G. Geir- laugsdóttir og Þórður Búason. Sókn- arpresturinn þjónar fyrir altari. Allir liðir messunnar eru sungnir en hún fer fram eins og hefðbundin messa með altarisgöngu. Kirkjugestir verða þátttakendur í messunni og hafa texta hennar í höndum. Mánudagur 6. nóv.: Fundur Kvenfélags Laugar- nessóknar kl. 20. Þriðjudag 7. nóv.: Fundur hjá Samtökum um sorg og sorgarviðbrögð kl. 21. Helgistund kl. 22.30. Fimmtudag 9. nóv.: Kyrrð- arstund í hádeginu kl. 12. Orgelleik- ur, altarisganga og fyrirbænir. Léttur eftir. Barnastarf fyrir 10—12 ára börn kl. 17.30 í safnaðarheimillnu. Æskulýðsstarf kl. 20. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugardag 4. nóv.: Samverustund aldraðra kl. 15 í safn- aðarheimili kirkjunnar. Björn Jóns- son skólastjóri sýnir myndir. Munið kirkjubílinn. Sunnudag 5. nóv.: Barnasamkoma kl. 11 í umsjón Sigríðar Óladóttur. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Frank M. Halldórsson. Org- el- og kórstjórn Reynir Jónasson. Mánudag: Barnastarf 12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf 13 ára og eldri kl. 19,30. Þriðjudag: Barnastarf 10—11 ára kl. 17. Miðvikudag: Fyrir- bænamessa kl. 18.20, sr. Frank M. Halldórsson. Öldrunarþjónusta: Hárgreiðsla og fótsnyrting í safnað- arheimili kirkjunnar frá kl. 13—17, sími 16783. Fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða í safnaðarheimilinu frá kl. 13—17. Leikið verður á orgel í kirkjunni frá kl. 17.30 á fimmtudög- um. NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háaleitis- braut 58-60. Messa kl. 11. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta ki. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Kvöld- bænaguðsþjónusta með altaris- göngu föstudag kl. 21. Barna- og unglingastarf Seljakirkju: Fundur Æskulýðsfélagsins mánudag kl. 20. Fundir i KFUK mánudag, yngri deild kl. 17.30, eldri deild kl. 18.30. Fund- ur í KFUM miðvikudag, yngri deild kl. 18.30, eldri deild kl. 20. Fundur Kvenfélags Seljasóknar þriðjudag kl. 20.30. Sóknarprestar. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Umsjón hafa Adda Steina, Sigríður og Hannes. Organ- isti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Gide- onfélagar kynna starf sitt Sigurbjörn Þorkelsson prédikar. Erindi dr. Sig- urbjörns Einarssonar, Um trú og trú- arlíf, eftir messu og léttan hádegis- verð. Umræður á eftir. Mánudag: Fyrirbænastund kl. 17. Æskulýðs- fundur kl. 20.30. Þriðjudag: Opið hús fyrir 10—12 ára börn kl. 17.30. Fimmtudag: Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 2—5. Takið börnin með. Sóknarprestur. BORGARSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðsþjón- usta í Víðistaðakirkju kl. 11. Guðs- þjónusta í Hrafnistu kl. 11. Guðs- þjónusta í Víðistaðakirkju kl. 14. Sr. Ægir Sigurgeirsson messar. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Kristín Jóhannesdóttir. Opið hús aldraðra á miðvikudögum kl. 14. Æfingar barnakórsins á þriðjudög- um og fimmtudögum kl. 17. Sigurður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN í HAFNARFIRÐI: Barnasamkoma kl. 11. Biblíufræðsla miðvikudagskvöld kl. 20. Einar Ey- jólfsson. MOSFELLSPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu kl. 11. Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Lát- inna minnst. Sr. Birgir Ásgeirsson. GARÐAKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Bernharður Guðmundsson prédikar. Organisti Þröstur Eiríksson. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. Barnasam- koma í Kirkjuhvoli kl. 13. KÁLFATJARNARKIRKJA: Messa kl. 14. Organisti Frank Herlufssen. Sr. Bragi Friðriksson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barna- starf í safnaðarheimili Innri-Njarðyík- urkirkju kl. 11. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14. Aðalsafnaðarfundur á Stað eftir messuna. Kaffiveitingar. Sóknar- prestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14. Organleikari Einar Sigurðs- son. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 í umsjá Málfríðar Jó- Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Org- anisti Örn Falkner. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Rætt verður um sorgina. Söngur, framhaldssaga, verkefni o.fl. Messa kl. 14 þar sem minnst verður látinna sóknarbarna. Bænasamkomur alla þriðjudaga kl. 20.30. Æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára börn á miðvikudögum kl. 18. Sr. Örn Bárður Jónsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermingarbörn taka þátt í guðs- þjónustunni. Minnst verður þeirra sem látist hafa á árinu. Organisti Oddný Þorsteindóttir. Hjörtur Magni Jóhannsson. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Barn verður borið til skírnar. Fermingarbörn taka þátt í guðs- þjónustunni. Minnst verður þeirra sem látist hafa á árinu. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Hjörtur Magni Jóhannsson. KIRKJUVOGSKIRKJA: Laugardagur, fermingarstarf kl. 10. Barnastarf kl. 11. Almenn samkoma nk. miðviku- dag, 8. nóv., kl. 20.30. Þorvaldur Halldórsson ásamt sönghóp annast samkomuna. Sr. Örn Bárður Jóns- son. ÞORLÁKSKIRKJA: Barnamessa kl. 11. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- messa kl. 11 í umsjá Kristínar Sig- fúsdóttur. Messa kl. 14. Fundur með foreldrum fermingarbarna eftir messu. Tómas Guðmundsson. BORGARNESPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta í Borgamesi kl. 10. Messa í Borgameskirkju kl. 11. Messa í Akraneskírkju kl. 14. Sókn- arprestur. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu barna í dag, laugardag, kl. 13. Barnaguðsþjónusta sunnudag kl. 11. barnakórinn syngur. Hátíðar- guðsþjónusta kl. 14. Kirkjudagurinn. Organisti Einar Örn Einarsson. Mánudag er fyrirbænaguösþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Sr. 1 Eirikssonar. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- ' sámkoma í safnáðarheimilinu:Borg- hádégisverður' ráafnáðarheimilinu á ■hannsdótturog.Ragnars Karlssonar. Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.