Morgunblaðið - 04.11.1989, Qupperneq 23
23
MQIiGL'NtíLAÐIÐ LAUGAEDAGIXR .4,. N.QVEMBER 1989
--------------------------------------------------------
Minning:
*
Jólmmm Asta Björns
dóttir frá Stóru-Giljá
Fædd 22. apríl 1909
Dáin 28. október 1989
Hafriarstjórn Hafiiarfjarðar:
Löndimarbann erlendra
skipa verði afiiumið
Jóhanna Ásta Björnsdóttir var
fædd á Kornsá í Vatnsdal í Húna-
vatnssýslu. Faðir hennar, Björn
Þórarinn Jóhannsson, hafði áður
dvalið í Hindisvík á Vatnsnesi og
var því góður kunningsskapur með
honum og ömmu minni, Ástríði
Helgu Sigurðardóttur, er þar var
fædd og upp alin. Móður Jóhönnu,
Guðrún Magnúsdóttir, missti
snemma heilsuna og kom með
Jóhönnu, þá á fyrsta ári í heim-
sókn til Ástríðar ömmu, sem þá
var búsett á Beinakeldu en flutti
ári síðar að Stóru-Giljá. Ástríður
hafði, er hér var komið, verið ekkja
í 8 ár og haft á sínu framfæri 8
börn, það elsta 15 ára og það
yngsta var nokkurra mánaða er
hún missti bónda sinn, Erlend
Eysteinsson frá Orrastöðum.
Ástríður lét sig ekki muna um að
bæta á sig barni. Mér er sagt að
hún hafi boðið þá hjálp ótilkvödd,
og það var mikil gæfa bæði fyrir
hana sjálfa og einnig fyrir okkur
systkinin er löngum dvöldu á
Stóru-Giljá.
Ég sem þetta rita er fædd á
Stóru-Giljá í skjóli Ástríðar ömmu.
Þá var Jóhanna 9 ára og svaf hjá
ömmu. Fyrstu samskipti okkar
Jóhönnu voru þau, að mér er sagt,
að hún klæddi köttinn í fötin sem
ég nýfædd átti að skrýðast. Þetta
vakti mikinn hlátur því kötturinn
var skringilegur mjög í reifum og
allir vildu sjá hann ekki síður en
nýfæðinginn.
Jóhanna var á Stóru-Giljá þegar
ég 5 ára gömul var send þangað
í sveit. Sumarið er langt fyrir 5
ára barn fjarri foreldrum sínum
enda þótt allir séru góðir og hug-
ulsamir gagnvart því. Þegar heim
kom um haustið spurði móðir mín:
„Hver gerði nú mest fyrir þig í
sumar heima á Giljá?“ „Hún Jóa,“
var svarið, „hún vinnur mest af
öllum“. Bragð er að þá barnið finn-
ur segir máltækið, en þetta barna-
lega svar segir mikla sögu. Já, hún
Jóhanna tók til hendi hvar sem
var og hvenær sem þörf gei'ðist.
Ástríður, fóstra Jóhönnu, lá lengi
rúmföst áður en yfir lauk. Jóhanna
hjúkraði henni og hirti um hana á
allan máta og taldi það aldreieftir
sér. Ekkert af barnabörnum
Ástríðar hefði gert þetta betur eða
jafn vel. Eitt sinn sem oftar kom
ég að Stóru-Giljá þegar Ástríður
amma var lögst í kör, eins og
kallað er. Sagði ég þá við Jó-
hönnu: „Leiðist þér ekki að dvelja
hér að vetrinum og langar þig
ekki til að læra eitthvað meira?“
„Nei,“ svaraði Jóhanna, „ég get
ekki farið að heiman frá mömmu
eins og hún er orðin og hún þarf
á minni aðstoð að halda. Hún tók
mig að sér þegar ég þurfti á að
halda og nú er það hún sem þarf
mín með.“ Þessu svari gleymi ég
aldrei og aldrei hefi ég þakkað sem
vert væri þessari góðu konu, henni
Jóhönnu Björnsdóttur. Öll störf
sem hún hefur tekið að sér hefur
hún unnið af stakri vandvirkni og
trúmennsku og allir sem kynntust
henni virtu hana og þótti vænt um
hana.
Eg er þakklát fyrir allar móttök-
urnar sem við hlutum er við kom-
um að Stóru-Giljá, öll sporin sem
hún átti um það stóra hús. Hún
tilheyrði þessu heimili og. þessu
fólki sem ég minnist þaðan og án
hennar hefði koma að Giljá misst
ljóma sinn að miklu leyti.
Jóhanna lærði hússtjórn og
matreiðslu bæði við Kvennaskól-
ann á Blönduósi og í Húsmæðra-
kennaraskólanum í Reykjavík.
Hún stundaði kennslu í matreiðslu
um árabil, fyrst á Kvennaskólan- .
um á Blönduósi og síðar á Hús-
mæðraskólanum á Löngumýri.
Einnig vann hún á hótelum að
sumrinu. Jóhanna var ein af þeim .
fáu sem ætíð veitti öðrum margs-
konar stuðning og gjafir. Hún
veitti meira en hún þáði.
Að loknu ævistarfi mun Jó-
hanna hvílast við hlið Ástríðar
ömmu, sem var henni bæði móðir
og faðir. Þær munu sofa saman í
kirkjugarðinum á Þingeyrum í
Húnavatnssýslu.
Blessuð sé minning þeirra.
Emnia Hansen
Jóhanna Ásta Björnsdóttir, hús-
stjórnarkennari frá Stóru-Giljá í
Húnaþingi, er látin. Hún varð
bráðkvödd á heimili sínu, Austurbrún
2 í Reykjavík, 28. október. Með henni
er horfin mæt kona, en góð minning
um hana lifir meðal vina. Jóhanna
var matreiðslukennari hjá mér við
Húsmæðraskólann á Löngumýri í
mörg ár. Hún sinnti störfum sínum
af samviskusemi og fórnfýsi og hugs-
aði ekki um að „fullheimta daglaun
að kveldi" né krefjast greiðslu fyrír
aukavinnu. Störf hennar voru unnin
í kærleika og trúfesti. Hún var nem-
endum sínum góður vinur og reynd-
ist þeim best sem mest þurftu.
Jóhanna var góðum gáfum gædd,
hafði ákveðnar skoðanir á ýmsum
málum -í þjóðfélaginu og hélt þeim
fram af rökstuddri festu. Hún var
listræn í eðli sínu. Þeir hæfileikar
nutu sín sannarlega í gerð veislu-
borða. Hún hafði yndi af góðri tón-
list og naut vel fegurðar í til-
verunni, fegurðar sem fáir veita ef
til vill athygli. Hún var höfðingi í
lund og oft gjöful um efni fram.
Ég þakka ágætri konu margra ára
samstarf og trygga vináttu. Gleði
og Guðs friður umvefji hana á
ókomnum tímum.
Iugibjörg Jóhanns-
dóttir ft'á Löngumýri,
Skjóli, Reykjavík.
Á sólríkum septemberdegi fyrir
rúmum fjörutíu árum hittumst við
hér í Reykjavík, flórtán stúlkur sem
vorum að hefja nám í Húsmæðra-
skóla íslands sem þá var settur í
þriðja sinn. Skólinn var þá til húsa
í Háskóla íslands og skólastjórinn,
Helga Sigurðardóttir, lagði okkur
lífsreglurnar í námi og skólastarfi.
Þessi nemendahópur sem átti eftir
að deila daglegri önn og gáskafullum
gleðistundum innan veggja skólans
næstuárin var víðs vegar af landinu,
á ólíkum aldri og með mismundandi
undirbúning. Sú elsta í hópnum, Jó-
hanna Björnsdóttir, var á aldur við
skólastjórann og rík að lífsreynslu
og hyggjuviti. Samt undruðumst við
hinar og dáðumst að dugnaði hennar
og kjarki að leggja út í þetta nám,
enda var það þá afar sjaldgæft sem
nú er orðið alsiða, að fólk hefji nám
í ýmsum skólum á öllum aldri.
Jóhanna hafði stundað nám við
Kvennaskólann á Blönduósi 1928—
1929 og unnið að margs konar heim-
ilisstörfum og kom það henni að
góðum notum í kennaranáminu.
Að loknu námi í Húsmæðraskól-
anum stundaði Jóhanna kennslu-
störf. Hún var matreiðslukennari við
Húsmæðraskólann á Blönduósi
1948-1952 og 1953-1954. Eftir
það kenndi hún við Húsmæðraskól-
ann á Löngumýri 1957—1976.
Störf Jóhönnu einkenndust af
samviskusemi, dugnaði og hjálpsemi.
Hún leysti hvern vanda á fumlausan
og hljóðlátan hátt og naut þar
reynslu sinnar og mannkosta. Áuk
kennslustarfa vann Jóhanna við mat-
reiðslu, m.a. á hótelum, nokkur sum-
ur.
Kennsluáranna minnist Jóhanna
jafnan með ánægju. Hún eignaðist
góða vini í hópi kennara og nemenda
sem héldu tryggð við hana ævilangt.
Jóhanna fylgdist vel með fram-
vindu mála í hússtjórnarfræðslu. Hún
fór í námsferð til Noregs og sótti
ljölda námskeiða. Einnig sótti hún
fundi í fagfélagi sínu allt fram á
síðasta dag.
Eftir að Jóhanna lét af störfum
fluttist hún til Reykjavíkur. Bjó hún
lengst af í Austurbrún 2. Hún tók
virkan þátt í félagsstarfi aldraðra á
Noi'ðurbrún og naut þess að vinna
að margs konar hannyrðum og
blanda geði við góða félaga.
Við skólasysturnar minnumst Jó-
hönnu sem vammlausrar, góðviljaðr-
at' og drenglyndrar manneskju og
góðs félaga. Við áttum saman marg-
ar ánægjulegar samverustundir í
áranna rás, þá síðustu á næstliðnu
vori þegar við héldum upp á útskrift-
arafmæli hópsins og minntumst um
leið 80 ára afmælis Jóhönnu okkar.
Rifjuðust þá upp margar skemmti-
legar minningar frá fyrri samveru-
stundum.
Við vottum vandamönnum og vin-
um Jóhönnu samúð vegna fráfalls
hennar og kveðjum kæra skólasystur
með virðingu og þakklæti.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Skólasystur
Hafiiarstjórn Hafnarfjarðar
hefur sent frá sér ályktun þar sem
m.a. eftirfarandi kemur fram:
Þar sem ljóst má vera að íslenska
landhelgin verður í bráð ekki færð
út fyrir 200 mílur og þar sem fyrir
liggja samningar við önnur ríki um
skiptingu veiða á stærstu fiskistofn-
um sem við eigum sameiginlega með
öðrum þjóðum, telur hafnarstjórn
Hafnarljarðar að tímabæit sé að
afnema lög sem banna erlendum
fiskiskipum að landa afla í íslenskum
höfnum og sækja þangað þjónustu.
Þar sem fyrirsjáanlegur er minnk-
andi afli íslenskra fiskiskipa og ljóst
má vera að með auknum útflutning'
á óunnum fiski eiga íslenskar fisk-
verkunarstöðvar í sífellt harðari
samkeppni við útlendinga um hrá-
efni, álítur hafnarstjórn að setja
beri reglur sem banna að óunninn
fiskur sé fluttur úr landi nema hann
hafí fyrst verið seldur á íslenskum
markaði. Það fyrirkomulag myndi
bæta aðstöðu innlendra fiskkaup-
enda, koma í veg fyrir óhagstæðar
verðsveiflur á erlendum möi'kuðum,
fjölga störfum hér á landi við sölu
á ferskfiski og fljótlega leiða til þess
að íslenskir fiskmarkaðir yt'ðu sam-
eiginlega stærsti markaður í Evrópu.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR H. PROPPÉ,
andaðist í London 2. nóvember.
Ástráður Proppé,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Maðurinn minn,
FRAIMZ JEZORSKI
klæðskeri,
Njálsgötu 80,
lést 1. nóvember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín Guðbrandsdóttir.
+
SIGRÍÐURJÓNSDÓTTIR
frá ísafirði,
Hrauntungu 43,
Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlfð, fimmtudaginn 2. nóv-
ember.
Sigríður Pétursdóttir
og fjölskylda.
+
Eiginmaður minn,
JÓHANNES JÓNSSON
vélstjóri,
Gunnarsbraut 28,
Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 2. nóvember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðbjörg K. Arndal.
+
Móðir min og amma okkar,
SIGRÍÐUR A. NJÁLSDÓTTIR,
er andaðist 28. október verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 6. nóvember kl. 13.30.
Rósa Petra Jensdóttir,
Ingibjörg S. Karlsdóttir,
Sigurbjörg K. Karlsdóttir,
Svanhildur Karlsdóttir
og fjölskyldur.
RAD/A UGL YSINGAR
i^i Sjálfstæðisfélag
^ Garðabæjar
Sjálfstæðisfélag Garðabæjar heldur 30 ára afmælishátið sína i Garða-
holti laugardaginn 11. nóvember nk. Hátíðin hefst með borðhaldi
kl. 19.30. Stutt ávörp verða flutt. Meðal skemmtiatriða er söngur
Sigrúnar Hjálmtýsdóttur. Veislustjóri verður Pálmar Ólason.
Allir sjálfstæðismenn í Garðabæ og Bessastaðahreppi eru hvattir
til að mæta.
Nánari upplýsingar um hátíðina veita Andrés í síma 657578, Ólöf í
síma 656799 og Guðmundur í 656057.
Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar.
Aðalfundur kjördæmis-
ráðs Vesturlands
Aðalfundur kjörkæmisráðs sjálfstæðisfé-
laganna á Vesturlandi verður haldinn á
Hlöðum á Hvalfjarðarströnd laugardaginn
18. nóvember nk.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Ávarp: Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Aðalfundur hefst kl. 10.30.
Sjálfstæðismenn f Hafnarfirði
Skoðanakönnun
vegna fyrirhugaðs prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fer fram
laugardaginn 4. nóvember milli kl. 10 og 14 í Sjálfstæðishúsinu við
Strandgötu 29.
Stuðningsmönnum flokksins gefst þar kostur á að tilnefna skriflega
5 nöfn í prófkjörið skv. 3. gr. reglna um prófkjör, B-lið um hugmynda-
banka.
Prófkjörið sjálft fer fram 2. og 3. desember og verður auglýst síðar.
Kjörnefnd.
Stjórnin.