Morgunblaðið - 04.11.1989, Page 24
MORGUjNBjLASIÐ lAl-’OAKUAGUR 4. NÓVfiMBER 1989,-
24
Minning:
Jón A. Guðmunds■
son frá Bóndhól
Fæddur 12. febrúar 1926
Dáinn 26. október 1989
Það er einn fallegasti dagur
haustsins, sól skín í heiði, landið
skartar sínu fegursta og býr sig
undir vetrarkomu. Skyndilegur
skuggi. Fregnin um að Jón i Bónd-
hól sé dáinn. Það er erfitt að sætta
sig við að lífsglaður maður skuli
skyndilega kallaður á burt fyrir ald-
ur fram. Bærinn Bóndhóll stendur
skammt fyrir ofan Borgarnes, og á
land að Hvítá. Þar ólst Jón upp og
tók við búi af föður sínum. Hann
kvæntist Svövu Finnsdóttur frá
Eskiholti árið 1960, þeim varð
þriggja barna auðið. Þau eru Krist-
björn, Guðmunda og Jóhanna, þau
eru öll búin að festa ráð sitt og eni
barnabömin orðin sex.
Jón tók við góðu búi af föður
sínum, sem hann og Svava gerðu
enn betrá. Þau hafa smátt og smátt
byggt upp ailan húsakost. Fyrst var
byggt við íbúðarhúsið, þá reist stór
hlaða og síðan myndarlegt fjós.
Jón stýrði búi sínu af öryggi og
festu, tók ekki ákvarðanir nema að
vel íhuguðu máli. Hann var fram-
sýnn maður og fylgdist vel með
allri tæknivæðingu og nýjungum í
búskaparháttum, hann var líka
fljótur að tileinka sér þær. Þrátt
fyrir að Jón hefði í ýmsu að snúast
á sínu stóra búi var hann ávallt
reiðubúinn að rétta nágrönnum
hjálparhönd, væri eftir því leitað.
Það var mörgum bóndanum undr-
unarefni hvað oft voru til mikil og
góð hey í Bóndhól, enda var það
ekki óalgengt á fyrri hluta búskap-
arára Jóns að sjá menn fara með
heyvagna hlaðna heyi frá Bóndhól.
Það var alltaf sjálfsagt mál frá
Jóns hendi að aðstoða bændur ef
þeir urðu heylausir eða heylitlir á
vorin.
Þegar Svava og Jón hófu búskap
var undirritaður smástrákur í sveit
hjá afa sínum og ömmu í Eski-
holti. Ég man hvað mér þótti alltaf
gaman að koma í h'eimsókn til
þeirra í Bóndhól. Stundum fékk ég
að dvelja nokkra daga og fór þá
með Jóni út á Hvítá að vitja um
netin. Þetta voru ævintýraferðir og
margar fallegar minningar tengjast
þeim. Eitt sinn man ég að við vorum
staddir úti á á, og Jón hafði orð á
því að einn lax væri að sleppa. Á
sömu stundu hvarf önnur hönd hans
upp að öxl niður í ána og upp kom
hann með stærðar lax. Eg skil það
naumast enn í dag hvernig það er
hægt að góma svo sterkan og hálan
fisk með höndunum einum. En Jón
var hraustur og óvenju sterkur.
Hann lét sig heldur ekki muna um
að bera fjóra fulla mjólkurbrúsa,
tvo í hvorri hendi út í mjólkurkæl-
inn.
Jón var prúður maður, en glað-
vær, hrókur alls fagnaðar á manna-
mótum. Hann hafði gaman af að
rekja ættir manna og var ótrúlega
fróður um þau málefni. Hann var
góður heim að sækja, gestrisinn,
kurteis og ræðinn. Hann hafði dá-
læti á börnum, og hafði gaman af
að glettast við þau. Hann hafði
sérstakt lag á að láta þau finna að
þau gerðu gagn með störfum sínum.
Afabörnin voru honum auðvitað
sérstaklega kær. Önnur börn voru
líka aufúsugestir á heimili Svövu
og Jóns. Eldri dóttir mín hefur feng-
ið að dvelja þar stund og stund og
haft mikla gleði og þroska af. Fyr-
ir það er þakkað og allar góðar
stundir.
Jóni féll aldrei verk úr hendi,
enda er Bóndhól eitt af myndar-
legri býlum þessa héraðs og þótt
víðar væri leitað. Nú síðast í haust
var hann að byggja enn eitt húsið,
ásamt Kristbirni syni sínum, sem
hafði í auknum mæli komið inn í
búreksturinn með föður sínum. Þeir
höfðu nánast lokið við tengibygg-
ingu milli gömlu hlöðunnar og fjóss-
ins. Byggingarvinnuna stundaði
hann í hjáverkum, því hann vann
fulla vinnu í sláturhúsinu í Borgar-
nesi.
Hann veiktist í vinnu að morgni
25. október. Sólarhring seinna var
hann allur.
Elsku Svava mín, ég og fjöl-
skylda mín sendum þér og börnun-
um þínum, tengdabörnunum og litlu
barnabömunum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur
í sorg ykkar.
Blessuð sé minning Jóns Guð-
mundssonar í Bóndhól.
- Finnur Logi Jóhannsson
Deyr fé,
deyja frsendur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Hinn 26. október sl. lést í sjúkra-
húsi Akraness Jón Abraham Guð-
mundsson bóndi í Bóndhól, 63 ára
að aldri. Andlát hans bar snöggt
að og ekkert varð við ráðið. Sólar-
hring eftir að hann kom á sjúkra-
húsið var hann allur. Enn hefur því
verið höggvið skarð í hóp samferða-
fólksins þegar hraustur maður í
fullu fjöri hefur verið kallaður til
verka á öðrum vettvangi.
Jón var mikill maður að vexti,
víkingur til allra verka, hagur smið-
ur, fróðleiksfús, ræðinn og glettinn
auk þess var hann fróður um liðna
tíma og lét sig varða varðveislu
fornminja. Hann var vinur vina
sinna, í návist hans fólst öryggi og
festa og slíkum mönnum er gott
að hafa kynnst.
Jón fæddist 12. febrúar 1926 í
Reykjavík og var einn þriggja bama
þeirra hjóna Guðmundar Þorvaldar
Gíslasonar og seinni konu hans,
Guðfinnu Einarsdóttur, sem fluttust
að Bóndhóli í Borgarhreppi árið
1935. Þar átti Jón heima alla tíð
síðan og sjálfur var hann bóndinn
frá árinu 1960.
Bóndhóll stendur við Borgar-
fjörðinn norðanverðan og verður að
teljast landkostajörð þótt ekki sé
hún stór. Þar eru góðar grasnytjar
á engjum og í dag er mestur hluti
landareignarinnar þar fyrir utan
ræktuð tún. Ber það vott um hversu
mikill dugnaðarforkur og búhöldur
Jóní Bóndhól var. Laxveiði hefur
löngum verið drjúg í Hvítá og við
þá atvinnugrein lagði bóndinn í
Bóndhól alúð og var manna best
að sér um allt er lýtur að hegðan
laxins og árinnar. Af þeirri'þekk-
ingu miðlaði hann til nágranna
sinna og naut trausts í því sem
öðru. Af laxaflanum fóru vinir hans
heldur ekki varhluta þar sem ár-
visst var að hann skenkti þeim ný-
fenginn og spegilfagran lax í soðið.
Arið 1960 kvæntist Jón sinni
mætu konu, Svövu Finnsdóttur frá
Eskiholti í Borgarhreppi. Þau eign-
uðust þijú börn. Elstur er Krist-
björn, fæddur 1961, og hefur hann
. nú í nokkur ár búið með föður sínum
á föðurleifðinni. Hans kona er Þór-
hildur S. Þorgrímsdóttir og eiga þau
þijá unga syni. Næst er Guðmunda
Guðfinna, fædd 1964, gift Hannesi
Heiðarssyni og eiga þau tvö börn.
Yngst er Jóhanna María, fædd
1967, og er hennar maður Jón 'Sig-
urðsson og eiga þau eina dóttur.
Þeim hjónum hefur ætíð búnast
vel enda samheldni þeirra einstök
um hvað eina, sem að búskapnum
vikur. Umgengni utan húss sem
innan ber vott um hagsýni, smekk-
vísi og listfengi húsbændanna. Hin
seinustu ár byggði Jón upp ásamt
syni sínum peningshús í Bóndhól
og áður hafði hann endurbætt íbúð-
arhúsið. Öll þau verk eru vönduð
vel og unnin af miklum hagleik. Á
jörðinni er í dag stundaður hefð-
bundinn og dugmikill búskapur þar
sem nótt er lögð við dag við verkin.
Sé nánar vikið að manninum
Jóni Guðmundssyni í Bóndhól verð-
ur hans minnst í huga undirritaðrar
og hennar nánustu sem nágrannans
sem alltaf var hægt að leita til og
Þórunn Páls-
dóttir — Minning
Fædd 5. september 1896
Dáin 27. október 1989
Þeim fækkar nú ört sem fæddir
voru á síðustu öld. Hún Þórunn
Pálsdóttir húsfreyja í Norðurhjá-
léigu í Álftaveri lést í hjúkrunar-
heimilinu Ljósheimum á Selfossi
hinn 27. október sl. Hún fæddist á
Jórvíkurhryggjum í Álftaveri 5.
september 1896 og var því 93ja ára
er hún lést.
Foreldrar Þórunnar voru Páll
Símonarson, bóndi í Jórvík, f. 1836
á Kirkjubæjarklaustri, d. 1906 í
Jórvík, og síðari kona hans. Hildur
Runólfsdóttir, f. 1859 í Skálmarbæ,
d. 1925 í Jórvík. Síðari maður Hild-
ar og fóstri Þórunnar var Böðvar
Þorláksson, f. 1863 í Mið-Ásum,
d. 1930 ( Jórvík.
Þórunn átti 7 hálfsystkini og 4
alsystkini og lifði hún þau öll. Al-
systkini Þórunnar voru: Kristján,
bóndi í Skaftárdal, Guðlaug og
Símon sem þjuggu á Mýrum og
Guðrún, sem lést á 1. ári. Þórunn
giftist hinn 17. nóvember, 1917,
Jóni Gíslasyni síðar bónda og al-
þingismanni í Norðurhjáleigu, sem
fæddur var 11. janúar 1896, dáinn
2. apríl 1975. Þau bjuggu í Norður-
hjáleigu allan sinn búskap. Jón var
sonur hjónanna Gísla Magnússonar
hreppstjóra, f. 1862 í Jórvík, d.
1953 í Norðurhjáleigu, og Þóru
Brynjólfsdóttur, f. 1862 í Hraun-
gerði, d. 1947 í Norðurhjáleigu.
Þórunn og Jón eignuðust 13 börn
og eru 12 þeirra á lífi. Þau eru:
Þórhildur, húsfreyja í Kópavogi,
gift Kjartani Sveinssyni frá Vík í
Myrdal. Þau eiga 5 börn. Júlíus,
bóndi í Norðurhjáleigu, kvæntur
Arndísi Salvarsdóttur frá Reykjar-
firði við ísafjarðardjúp. Þau eignuð-
ust 8 börn. Gísli, símastarfsmaður
í Mosfellsbæ, kvæntur Svövu Jó-
hannesdóttur frá Heijólfsstöðum í
Álftaveri. Þau eiga 3 dætur. Pálína,
húsfreyja í Vestmannaeyjum, gift
Ragnari Bjarnasyni frá Norðfirði.
Þau eiga 2 dætur. Böðvar, bóndi í
Norðurhjáleigu, ókvæntur. Sigurð-
ur, bóndi í Kastalabrekku í Ása-
hreppi, kvæntur Steinunni Sveins-
dóttur frá Þykkvabæjarklaustri í
Álftaveri. Þau eignuðust 8 börn.
Guðlaug dó skömmu eftir fæðingu.
Guðlaugur, bóndi á Voðmúlastöðum
í Austur-Landeyjum, kvæntur Sæ-
björgu Tyrfingsdöttur frá Lækjart-
úni í Ásahreppi. Þau eiga 3 börn.
Jón, vélvirki í Mosfellsbæ, kvæntur
Guðrúnu Jónsdóttur frá Þverspyrnu
í Hrunamannahreppi. Þau eignuð-
ust 5 syni. Fanney, húsfreyja á
Selfossi, gift Hergeiri Kristgeirs-
syni. Þau eiga 4 börn. Sigrún, hús-
freyja á Selfossi, gift Stefáni Ár-
manni Þórðarsyni frá Vík í Mýrdal.
Þau eiga 5 börn. Sigþór, bóndi á
Ási í Ásahreppi, kvæntur Gerði
Óskarsdóttur frá Varmadal á Rang-
árvöllum. Þau eiga 4 dætur. Jónas,
bóndi í Kálfholti í Ásahreppi,
kvæntur Sigrúnu ísleifsdóttur frá
Ekru á Rangárvöllum. Þau eiga 4
börn.
Svo sem marka má af slíkum
bamafjölda var margt um manninn
í Norðurhjáleigu á búskaparárum
Þórunnar. Hún annaðist líka
tengdaforeldra sína, sem dóu bæði
í Norðurhjáleigu háöldruð- Þórunn
naut þó aðstoðar tengdamóður
sinnar við heimilisverkin meðan
kraftar hennar entust.
Gestrisni er Álftveringum í blóð
borin og Norðurhjáleiguheimilið var
engin undantekning frá því. Sóst
var eftir að koma börnum og ungl-
ingum þangað til sumardvalar og
munu oft hafa verið um 20 manns
í heimili þegar flest var. Má því
næiri geta að mikið hefur verið
lagt á húsmóður á slíku heimili því
auk þess að heimilið var stórt var
mikill gestagangur. Þar v.ar aðsetur
oddvita og hreppstjóra um áratugi
og meðan enn var ferðast á hestum
þá gistu austanmenn á bæjunum í
Álftaveri og þá ekki síður í Norður-
hjáleigu en annars staðar.
Álftaverið liggur að sjó þar sem
hvað flest skipsströnd hafa orðið
við Island. Oft þurfti að búa heima-
menn til leitar og björgunarstarfa
þegar veður voru vond og fréttir
bárust af strandi. Þá þurfti líka að
taka á móti hröktum sjómönnum
sem björguðust og líkum þeirra sem
farist höfðu í sjóslysum. Þetta
mæddi á heimilunum og jók verkin
sem nóg voru þó fyrir.
Öllu þessu tók hún Þórunn með
sama jafnaðargeðinu og hún tók
sér ekki hvíld fyrr en öllum verkum
vat- lokið og flestir ef ekki allir
aðrir gengnir til náða. Þá kom sér
vel hversu létt hún var í lund og
lífsglöð, en það var hún með ein-
dæmum allt til hins síðasta. Þórunn
og Jón bjuggu í Norðurhjáleigu þar
til Jón lést árið 1975, en síðan hef-
ur hún búið þar með Böðvari syni
sínum. Enginn fær umflúið ellina.
Á síðasta ári var heilsu Þórunnar
svo komið að hún varð að fara á
sjúkrastofnun. Hún dvaldist á Ljós-
heimum, hjúkrunarheimili aldraðra
á Selfossi, þar sem hún hlaut góða
umönnun. Auðvitað leiddist henni
og hana langaði heim. Það liggur
í augum uppi að sá sem alla tíð
hefur haft heilsu og aldrei fallið
verk úr hendi verður fyrir áfalli
þegar kraftana þrýtur, en henni var
íjóst að þetta varð ekki umflúið.
Löngu og giftusömu dagsverki
er lokið og það hefur skilið mikið
eftir. Þórunn kveður nú yfír 130
afkomendur, sem vonandi halda
merki henni, góðvild, glaðlyndi og
iðjusemi á lofti.
Ég naut þess í nærri þrjá áratugi
að vera samferðamaður Þórunnar
og tel mig hafa haft af því mikið
gagn. Hún horfði til hins bjarta í
tilverunni og lét ekki tálsýnir
blekkja sig. Hún er í hópi hinna
ógleymanlegu sem maður kynnist
á lífsleiðinni.
Blessuð sé minning Þórunnar
Pálsdóttur.
Hergeir Kristgeirsson
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tfð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
í dag verður til grafar borin
elskuleg amma okkar, Þórunn Páls-
dóttir. Hún var fædd 5. september
1896 og dó 27. október síðastliðinn
og var því orðin 93 ára er hún Iést.
Ung kom hún frá Jórvík að Norð-
urhjáleigu í Álftaveri sem átti eftir
að verða hennar framtíðarheimili.
Þar kynntist hún afa okkar, Brynj-
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát ög
útför mannsins míns og föður okkar,
HJALTA GUNNLAUGSSONAR.
Fyrir hönd ættingja,
Valný Tómasdóttir,
Nina Hjaltadóttir,
Þorsteinn Hjaltason.
alltaf var hægt að eiga samvinnu
við. Átti það jafnt við um heyann-
irnar, um tamningu og meðferð
hrossa, um laxveiði í Hvítá, um við-
skipti á kettlingum, á eggjum,
blómum og rabarbara. I öllu þessu
sat vinátta, glaðværð og greiðvikni
í fyrirrúmi og af því nutu allir,
bæði ungir sem aldnir því mikill
barnavinur var Jón og hafði ein-
hveija þá hæfileika til að bera, að
börnin löðuðust að honum og dáðu
sem hetju. Átti það jafnt við um
afkomendur hans sjálfs og okkar
hinna sem fjær stöndum.
í dreifbýli og annars staðar er
góð sambúð þegnanna, samvinna
þeirra og umhyggja hver fyrir öðr-
úm undirstaða öryggis og vellíðan.
Þetta á við um heimilin í Bóndhól
og á Beigalda þar sem ævinlega
hafa á milli verið vináttubönd og
svo um verða um ókomna tíð.
Nú þegar Jón í Bóndhól er geng-
inn er það huggun syrgjendum að
honum auðnaðist gott og fagurt líf,
sem bar ríkan ávöxt. Hann heldur-
áfram að lifa í verkum sínum sem
og minningin um elskulegan eigin-
mann, heimilisföður, föður, afa, vin
og nágranna.
Frá Beigaldafólkinu fylgir innileg
ólfi Jóni Gíslasyni. Saman eignuð-
ust þau 13 börn og komust 12
þeirra til fullorðinsára og eru þau
öll á lífi;
Auðvelt er að gera sér í hugar-
lund að oft hefur verið ærinn starfi
á svo mannmörgu heimili, ekki síst
þegar hafðar eru í huga þær að-
stæður sem fólk bjó við á þessum
árum. En amma hafði þá aðdáunar-
verðu eiginleika að sjá alltaf björtu
hliðarnar á tilverunni og ekki síður
þær spaugilegu. Þessi létta lund,
iðjusemi og þrautsegja áttu sinn
þátt í því hve vel henni lét að tak-
ast á við lífið.
Þá var trúin ekki síður snar þátt-
ur í lífi ömmu og sást það best á
erfiðum stundum. Þá snart það
mann djúpt að sjá hversu mikil og
sönn trú hennar var.
Margar góðar minningar eigum
við um ömmu og er okkur sérstak-
lega minnisstætt þegar hún varð
90 ára og vel flestir afkomendur
hennar komu saman í Norðurhjá-
leigu. Þá var það hún, þessi 90 ára
skörungur, sem kvaddi sér hljóðs
og þakkaði gestum fyrir komuna
þennan dag sem varð bæði henni
og okkur ógleymanlegur. Þar feng-
um við svo greinilega að sjá og