Morgunblaðið - 04.11.1989, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989
ttCEAAIin
Ást er ...
... eins og flug á töfra-
teppi.
TM Reg U.S. Pat OH.—all rights reserved
® 1989 Los Angeles Times Syndicate
Viltu ekki heyra hvernig
leikurinn fór ...?
Það var eitthvað af fólki
hér milli kaffi- og matar-
hlés...
SONG-
SIGUR
puTiSur orö (5
Til Velvakanda.
þft má lesa í Velvakanda bréf
li ^jalla um trúarleg efni. Það er
feulega gleðiefni að fólki leyfist
[ tjá sig opinberlega um trúmál,
í eins og við vitum, er ekki all-
Iðar um slíkt frelsi að ræða.
Tlsið er vissulega sá frumréttur
Guð gaf manninum er hann
Ihonum fijálsan vilja. Því skyld-
Jvið meta frelsið að verðleikum.
■tt ber að líta, að það veldur
Ikristnum manni hryggðar er
kles greinar sem beinast gegn
|eða jafnvel Guði sjálfum. En
¥r maður hefur rétt til að tjá
sína. Er kristnum manni,
l hálærðum, unnt að sann-
Vhvem mann? Jafnvel Jesú
■ókst þetta ekki. Eigum við
kja? Ég held ekki. Kristnum
kr að tjá öðrum sannfær-
^Því vil ég segja í fyrsta
L*r þeirrar skoðunar, að
maður, sem hugleiðir
ksem Jesús, sem var álitinn.
^ir smiður, kom. til leiðar á
bil tveimur árum ævi
\ stendur frammi fyrir undur-
'nlegri ráðgátu. Hér á ég ekki
Vigöngu við hinn mikla fjölda kris-
i manna í heiminum í dag, held-
[miklu fremur allt það er Jesús
•ði og kenndi á opinberunarárum
kum tveimur þar til dauða hans
upprisu bar að höndum. En
V?al_ annarra orða, erum við
ÍLVel hó-avn að við séum
um: „Ert þú sonur Guðs?“ Jesús
svaraði játandi. "Er ekki svo, að
Biblían, og þá sérstaklega bækur
Gamla testamentisins, skapa ákveð-
in vandamál, og kalla fram ýmsar
spurningar? Víst er það svo. Aug-
ljóst er, að sérkenni þessara rita,
einkum og sér í lagi rita Gamla
testamentisins, gera það að verk-
um, að við þörfnumst ákveðins
kannivalds. Þetta kennivald gaf
Jesús okkur, fyrst í postulunum,
undir leiðsögn Péturs, og síðan í
biskupunum, undir leiðsögn páfans.
Undir öruggri stjóm þessara skip-
stjóra hefur fari kirkjunnar verið
farsællega stýrt gegnum brotsjói
19 alda samkvæmt orðum Jesú í
Mt. 28:20. í þijú hundruð ár flaut
blóð píslarvottanna og varð að sæði
nýrra kristinna manna, eins og
Tertullianus (2. öld) komst að orði.
Erfíðari viðfangs urðu árásimar á
kenningu kirkjunnar. Því reyndist
nauðsynlegt að móta kennisetning-
amar í endanlegt form. Þetta átti
ekki síst við um Kristsfræðina.
Kenninguna var þá að fínna í munn-
legri geymd og einnig í viðurkennd-
um ritum kirkjunnar. Árið 381
komu fulltrúar kirkjunnar saman á
kirkjuþingi í Konstantínópel. Þar
var sett fram opinberlega sá kenn-
ing, að heilagur andi sé sama eðlis
og Guð faðirx>g Guð sonur. í öllum
þessum langvarandi deilum studdist
kirkjjin við kenningu postulanna
eins og hún bjj^^yj^jigunni og
hjá kirkj^
Páls postula, sem hann „hreinsí
Harðasta hríðin gegn Biblíunni v
þó á tímum upplýsingarinnar á I
öld til 19. aldar. Þessar árásir t
ust í því, að Biblían var ýrl
skýrð út frá sjónarmiðum skyil
mishyggju, fijálslyndis, guðleyl
eða sjónarmiðum þróunar og fél^F
hyggju. Þýsk nákvæmni og frjT
skarpskyggni hefðu eflaustj
skipi kirkjunnar og með þyT
veldinu, ef slíkt hefði á anjf
verið framkvæmanlegt á
stóð á því, að svo reyji
vera? Jesús -sagði: „Sjá^
yður alla daga, allt til e
ar“ (Mt. 28:20).
Að lokum, þessi spuminjl
um við ef til vill að leita hjárj|
hjá einhveijum nýjum spámamB
dæmis Múhameð, eða þá einhv*
um spámanni sfðustu alda?
svörum þessari spumingu
Pétri: „Herra, til hvers ættum 'l
að fara? Þú hefur orð eilífs lífs, I
vér trúum og vitum að þú ert hil
heilagi Guðs“. 0g Pétur gaf þea
yfírlýsingu frammi fyrir ráði a "
prestanna, öldunganna og fræ
mannanna í Jerúsalem: „Ekkíj
annað nafn er mönnum gefíð \
víða veröld, sem getur frelsað c
(P 4:12). Já, höllum okkur að^f
um, sem gaf líf sitt af fúsunl
fijálsum vilja og hefur sannað 11
okkur hver hann er; sonurJ~
Og einnig skulum við fe^
Kennivald páfa
Til Velvakanda.
Það hendir stöku sinnum þegar
list einhvers berst mannbtil eyrna
að maður fer að velta því fyrir sér
hvort viðkomandi listamaður sé á
réttri hillu í lífinu eða hvort einhver
önnur listgrein hefði hentað við-
komandi betur. Eða að viðkomandi
hefði ef til vill betur orðið verka-
maður í víngarði drottins. En venju-
lega er það svo að hæfileikar við-
komandi koma berlega í ljós fyrr
en varir og það sýnir sig að hann
hefur leynt á sér í upphafi og hrós-
ar maður þá happi yfir því að hafa
fengið eitthvað þægilegt og upp-
byggilegt fyrir sálina og tilgangur-
inn hafi helgað meðalið þegar allt
kom til alls.
Ég tók að hugleiða þetta stuttu
eftir að ég byrjaði að hlusta á söng
Hólmfríði S. Benediktsdóttur við
undirleik David B. Thompson í
Norræna húsinu hinn 15. október.
Fyrstu tvö lögin, Ljóðaljóð' og
Vetrarrósir, fannst mér hún fara
fremur þokkalega með en mér kom
samt í hug að hún hefði getað
valið raddgerð sinni mun betri feng.
En fyrr en varði náði hún sér, að
mér fannst, óvænt á strik í Gígj-
unni eftir Sigfús Einarsson og ég
taldi mig þá skilja að tvö fyrri verk-
in hefðu verið valin með það fyrir
augum að falla fyllilega að getu og
næmum smekk listakonunnar
sjálfrar. Enda gerði ég mér fulla
grein fyrir því stuttu áður en tón-
leikunum lauk að ég hafði hitt nagl-
ann á höfuðið. Ég heyrði listakon-
una syngja fremur erfitt verk eftir
Kurt Weil úr Street scene frá árinu
1947 og söngverk úr óperunni Ara-
bella eftir R. Strauss. í þessum
vei'kum fannst mér söngkonan fylli-
lega gefa til kynna list sína á
ótvíræðan og eftirminnilegan máta.
Mér fannst komið, séð og sigrað.
Mér fannst söngkonan hafa það
framyfir marga aðra söngvara, sem
ég hef hlustað á fyrr og síðar, að
hafa tilfinningu af guðs náð fyrir
því að geta valið sérhvert verk
þannig að fyllilega féll að söngstíl
og náttúrugetu hverju sinni. Hún
tvinnaði saman einkar listilega sér-
hveiju verki á söngskrá sinni sem
gaf þessum tónleikum það gildi að
nálgast það besta og vera um leið
skemmtilega í einfaldleik sínum.
Gunnar Sverrisson
Kæri Velvakandi.
Sr. Jón Habets skrifar grein í
Velvakanda 26. þ.m. Þar segir hann
m.a.: „Þetta kennivald gaf Jesús
okkur fyrst í postulunum, undir leið-
sögn Péturs, og síðan í biskupum,
undir leiðsögn páfans.“ Nú vil ég
góðfúslega spyrja sr. Jón: Hvar
stendur í Biblíunni um þetta kenni-
vald páfans? Var ekki kristniboðs-
skipun Jesú gefin til allra lærisveina
hans, og gildir hún ekki í dag, sem
annað er fram gekk af hans
munni? Það eiga allir, sem trúa á
Jesú, að vitna um hann: „Minnist
orðsins, sem ég hefi talað til yðar,“
Jóh. 15:20, „En þér skuluð og vitni
bera,“ Jóh. 15:27.
Höldum svo fast við skipun
Drottins er hljóðar svo: „Farið því
og kristnið allar ,þjóðir.“ Það er
fyrsta atriðið að boða fólki guðsorð
svo það megi taka á móti því, eins
og sagt er frá í Post. 2:41 „Þeir,
sem þá veittu orði hans viðtöku
voru skírðir." (Niðurdýfingarskírn.)
Annað atriðið er því að „skíra þá,
sem trúa, í nafni föðurins, sonarins
og hins heilaga anda.“ Samanber
einnig það sem stendur í Postula-
sögunni þegar hirðmaðurinn er að
tala við Filipus og óskar eftir skírn
hjá honum. Þá segir Filipus: „Ef
þú trúir af öllu hjarta, er það heim-
ilt. Og hann svaraði og sagði: Ég
trúi að Jesús Kristur sé guðs-
sonurinn.“ Og hann lét vagninn
standa við. Og þeir stigu báðir nið-
ur í vatnið, Filipus og hirðmaður-
inn, og hann skírði hann“ Post.
8:36-38. Þriðja atriðið er svo: „Ken-
nið þeim að halda allt það, sem ég
hefi boðið yður.“ Það er hlutverk
lærisveina Krists. „Fræðið og
áminnið hver annan,“ segir postul-
inn. Slíkum gefur svo Jesús þetta
dásamlega fyrirheit: „Og sjá ég er
með yður alla daga allt til enda
veraldarinnar," Matt 28:19-20. „Því
annan grundvöll getur enginn lagt
en þann sem lagður er, sem er Jes-
ús Kristur." 1. Kor. 3:11.
„Sækist eins og nýfædd börn
eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk
[orði Guðs] til þess að þér af henni
getið dafnað til hjálpræðis, ef þér
hafið smakkað hvað Drottinn er
góður. Komið til hans, hins lifandi
steins, sem að sönnu var útskúfað
af mönnum, en er hjá Guði útvalinn
og dýrmætur og látið sjálfir upp-
byggjast sem lifandi steinar í and-
legt hús, til heilags prestafélags,
til að frambera andlegar fórnir,
Guði velþóknanlegar fyrir Jesúm
Krist.“
Sigfús B. Valdimarsson
HÖGNI HREKKVÍSI
„GÆTlR&U FLOGtlST Á D'AL'iTIP F*/RR
'A kvölpim?/"
Víkverji skrifar
Kunningi Víkvetja íhugar að
stækka við sig húsnæði og bíður
nú í frægri biðröð lánsumsækjenda
hjá Húsnæðisstofnun. Þegar hann las
í fréttum að nýtt húsbréfakerfi ætti
að taka gildi 15. nóvember nk. ákvað
hann að leggja leið sína til Húsnæðis-
stofnunar og kanna möguleika sína
á því að ganga inn í þetta nýja kerfí
og fá um það upplýsingar. I stuttu
máli sagt var það eins og að ganga
á vegg. Engar upplýsingar var að fá
á upplýsingamiðstöð (!) stofnunarinn-
ar, það eina sem bauðst var orðfá
og rýr auglýsing sem svaraði engri
þeitra spuminga sem bmnnu á vör-
um hans. Spurði hann þá hvort hægt
væri að fá viðtal hjá einhvetjum í
stofnuninni setn svarað gæti spurn-
ingum varðandi húsbréfakerfið. Nei,
var svarið, og mátti greina undrun
í röddihni yfir þessati framhleypni.
Víkvetji hefur átt talsverð viðskipti
við Húsnæðisstofnun og sömuleiðis
margir kunningjar hans. Það er nán-
ast einróma álit allra þessara manna,
að þjónusta stofnunarinnar sé af-
skaplega léleg. Víkvetja finnst að
upplýsingamiðlun til væntanlegra
húskaupenda eða sejjenda varðandi
húsbréfakerfið sé mjög mikilvæg og
skilur alls ekki þá tréhestaafstöðu
að neita að veita upplýsingar fyrr
en ketfið tekur gildi.
XXX
Yíkvetji ræddi á fimmtudag nýút-
komið hefti frá upplýsingaþjón-
ustu landbúnaðarins, þar sem ýmis
orð og heiti, sem em þeim töm sem
um landbúnað ræða, em skýrð. í
þessu sambandi kom Víkvetja í hug,
að hann sá eitt sinn sænska bók, þar
sem ýmis hugtök, orð og heiti vom
útskýrð á einfaldan en þó fullnægj-
andi hátt fyrir almenningi. í sömu
bók var gerð grein fyrir ýmsum ríkis-
stofnunum, samtökum og félögum,
til að greiða fyrir aðgangi almenn-
ings. Víkvetja finnst full þörf á
slíkum upplýsingum á Islandi. Hvað
gera menn á Hagstofu íslands? Hvað
et' lánskjaravísitala? Hver er munur-
inn á BHM og BSRB? Eiga menn
að kvarta við Verðlagsstofnun eða
neytendasamtök þegar mönnum
finnst á rétt þeirra gengið í viðskipt-
um? Hvenær eiga böm rétt á ókeyp-
is tannviðgerðum? Og svo framvegis.
Bók sem svaraði slíkum spumingum
ætti ríkið að gefa út og dreifa á öll
heimili í landinu. Það er skylda stjóm-
valda í lýðræðisríki að halda þegnum
landsins vel upplýstum.
XXX
IA nýútkomnu Tungutaki, tímariti
Árna Böðvarssonar málfarsráðu-
nautar Ríkisútvarpsins, bendir hann
á þá áráttu sveitarstjómarmanna að
láta nöfn sveitarfélaga fela í sér orð-
in knupstaðuv eða bæv. „Það er eins
og mönnum finnist merki um eins
konar sjálfstæði sveitarfélaga að láta
nafn þess enda á orði af þessu tagi,“
segir Árni. Þetta hefur sérstaklega
verið áberandi þegar hreppar fá
kaupstaðarréttindi, t.d. heitir Selfoss
Selfosskaupstaður. Árni bendir m.a.
á að eðlilegra hefði verið að láta
Mosfellshrepp heita Mosfell þegar
kaupstaðan-éttindi fengust, en ekki
Mosfellsbæ. Þessi athugasemd Árna
finnst Víkvetja réttmæt, þó hún hefði
mátt koma fyrr fram.