Morgunblaðið - 08.11.1989, Síða 9

Morgunblaðið - 08.11.1989, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989 9 Ný sending ní Mdnnlnnm ng kuldnlilússuin Verí Irá kr. 5.M- úlæsilegt nml M.n. yfiistíerðir GEKSíPf Stórir hátalarar Mikil myndgædi Við fengum takmarkað magn ó þessu frábæra verði. Verð áður kr. 49.900 - nú kr. 40.750 staðgreitt. Útborgun kr. 5.000 oo síðan kr. 5.000 á mánuði Einar Farestveit&Co.hf. BORQARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OQ 622900 - NAEQ BÍLASTÆÐI Skattlagning vinnu og vöru Haraldur Sumarliðason, forseti Lands- sambands iðnaðarmanna, fjallaði m.a. um skattlagningu vöru og vinnu í setning- arræðu á 43. Iðnþingi íslendinga. Stak- steinar staldra við ræðu hans í dag. Heimsmet í neyzluskatts- hlutfalli! Haraldur Sumarliða- son sagði í setningar- ræðu á iðnþingi: „Forsenda þess, að Landssamband iðnaðar- manna Iýsti á sínum tíma samþykki sínu við frum- varp um virðisaukaskatt, var sú, að það gæti orðið betra og réttlátara kerfi en söluskattur og mundi ekki mismuna aðilum, þar sem það yrði nánast undanþágulaust. Þar af leiddi einnig — og til þess horfði Landssamband iðnaðarmanna sérstak- lega — að skatthlutfall mundi geta lækkað veru- lega, miðað við söluskatt, enda yfirlýst, að tilgang- ur skattkerfisbreytingar- hmar væri ekki að hækka skatta. Veit ég ekki betur en að þetta hafi verið sjónarmið fleiri og jafii- vel flestra samtaka at- vinnulifsins, sem um mál- ið fjölluðu. Landssam- band iðnaðarmanna taldi reyndar, að 22% skatt- hlutfall væri talsvert of hátt, þar sem fimmvarps- höfundar hefðu mjög halt vaðið fyrir neðan sig í öllum áætlunum um tekj- ur af skattmum. Eg tel samt ekki minnsta vafa á því, að ein meginskýring- in á því, að frumvarpið var loks samþykkt á Al- þingi, var sú, að það fól í sér nokkra lækkun á skatthlutfalli miðað við söluskatt. Nú er hins veg- ar sem kunnugt er stefiia ríkisstjómarinnar að hækka skatthlutfallið hvorki meira né minna en upp í 26%, og slá þar heimsmet í neyzluskatts- hlutfalli. Og ég vek at- liygli á því, að hin yfir- lýsta ástæða fyrir þessari liækkun er að greiða enn frekar niður verð á fáum útvöldum tegundum mat- væla, sem ég tel í sjálfu sér mjög vafasamt og óréttlátt gagnvart fram- leiðendum annarra mat- væla. Þessi ástæða skýrir þó aðeins litinn hluta af hækkuninni. Niður- greiðslan mun kosta um einn miHjarð króna, en að auki mun hækkun virðisaukaskattsins skila um 3 milljörðum króna til viðbótar, sem _sé hrein skattahækkun. Ég verð að biðja forláts á orð- bragðinu, en ég tel, að þessi hækkun á virðis- aukaskatti yrði algjör afskræming á. þessari skattkerfisbreytingu, sem ella mundi hafa ýmsa kosti. Leyfi ég mér að skora á alla alþingis- memi að skoða vel hug sinn, áður en þeir sam- þykkja hækkun á þessum skatti.“ Skattlagning vinnunnar! Forseti Landssam- bands iðnaðarmanna komst svo að orði um fyrirhugaða fjölgun inn- heimtudaga á launa- skatti: „Engai- afgerandi ráð- stafanir voru kynntar til þess að draga úr útgjöld- um, en hins vegar nefiid- ir nokkrir möguleikar til aukinnar tekjuöflunar. Eitt helzta trompið átti að vera að breyta inn- heimtu launaskatts, þannig að skattskyldir launagreiðendur skyldu skila skattinum mánað- arlega en ekki á tveggja mánaða fresti, eins og verið hefur. Tillaga ráðherrans fel- ur það fyrst og fremst í sér, að á þessu ári fjölgi innheimtumánuðum um einn, þ.e. úr tólf í þrett- án, en fækki að sjálfsögðu að sama skapi á því næsta. Mér hefúr satt að segja gengið afar erfið- lega að skilja, að þetta úrræði geti verið mikil- vægur þáttur í að kljást við alvarlegan ríkissjóðs- halla, nema kannski hug- myndin sé sú, að lögleiða sérstakt almanak fyrir ríkissjóð, þamúg að fram- vegis verði mánuðimir í I árinu þrettán eða jafiivel tuttugu! Hins vegar tel ég mig hafa talsverðan skilning á því, að þessi breytti iimheimtumáti mundi tvöfalda vinnu þeirra atviimurekenda, sem imiheimta þennan skatt i ríkissjóð, og sömu- leiðis auka yfirvinnu- stundirnar á skattstofun- um, sem kannski var til- efni þess, að ráðherraim vildi fjölgá mánuðum í árinu. Þar að auki leyfi ég mér að benda á, að þessi skattur er af ýmsum ástæðum einkar óréttlát- ur. í fyrsta lagi er þetta einn þeirra skatta, sem leggst á sumar atvinnu; greinar, en aðrar ekki. I öðm lagi er hann að sjálf- sögðu bein skattlagnmg á vinnu, sem einhvers staðar þætti ekki góð latina hjá verkalýðsflokk- um, ekki sízt þegar at- vinna dregst saman. Fyr- ir nokkmm ámm tókst að fá þennan skatt felldan niður af framleiðsluiðn- aði, en landbúnaður og útgerð hafo aldrei greitt þeiman skatt. Þessi skatt- ur er hins vegar eimþá til staðar i byggingariðn- aði og ýmsum þjónustu- iðngreinum. Um áramót- in nk. mun virðisauka- skattur leysa söluskatt af hóhni. Ein stærsta breytingin, sem það felur í sér, er sú, að þá verður vinna á byggingarstað að fullu skattskyld. Lands- samband iðnaðarmanna hefiir lagt til, að þá verði lagður af þessi óréttláti launaskattur, sem bygg- ingariðnaðurinn hefur innheimt, en aðrar fram- leiðslugreinar ekki. Þar með mundi að sjálfsögðu draga úr þeirri miklu hækkun á byggingar- kostnaði, sem fyrirsjáan- leg er. Samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu á að „samræma álagningu" launatengdra skatta, eins og það er orðað. Þessi „samræming" felur þó óvart í sér, að tekjur ríkissjóðs af launatengd- um sköttum muni vaxa að raungildi. Það er því engan bilbug að finna við að skattleggja vinnuna." RAUNÁVÖXTUN Ströng fjárfestingarstefna VIB slolar sér til viðskiptavina Raunávöxtun veröbréfasjóöay heíur almennt lækkaö uin 3-4% á þessu ári. Raunávöxtun Sjóösbréfa VIB hefur þó aöeins lækkaö uni 1,5-2% sem er sania lækkun og á spariskírteinum ríkis- sjóös og bankabréfum. Ströng fjárfestingarstefna VIB skilar sér til i viöskiptavina okkar svo um nmnar í öruggri og 1 stööugri ávöxtun Sjóösbréla. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.