Morgunblaðið - 08.11.1989, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989
Kvikmyndagerðar-
maður kærir hótanir
MAGNÚS Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, sem gerði mynd-
ina Lifsbjörg i Norðurhöfum, hefur lagt inn kæru hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins. Kæran er vegna hótunar, sem honum hefur borist,
um að öll myndbönd með kvikmyndinni verði eyðilögð, verði þau seld
í verslunum.
Magnúsi barst í pósti fyrir
skömmu pakki, sem innihélt sex
Stjórn Flugleiða:
Fyrirtæki
um innan-
landsflug
STJÓRN Flugleiða hefur
ákveðið að stcfna að stofnun
sérstaks fyrirtækis um innan-
landsflug. Hyggst félagið leita
eftir samstarfi við flugfélög á
landsbyggðinni um stofnun
fyrii’tækisins. Að sögn Einars
Sigurðssonar blaðafulltrúa
Flugleiða, er þessi ákvörðun
tekin í framhaldi af steftiu
stjórnvalda í samgöngumál-
um, þar sem ákveðið er að
sérleyfí á áætlanaleiðum renni
út efíir þrjú ár.
„Við höfum átt samstarf við
tvö flugfélög, Flugfélag Austur-
lands og Flugfélag Norðurlands
og erum að auka samstarf við
Flugfélagið Erni,“ sagði Einar.
Samstarfið hefur fyrst og fremst
verið á sviði markaðsmála með
samræmingu ferðaáætlana.
Byggt hefur verið upp þjónustu-
net sem nær til fleiri staða cn
þeirra tíu sem Flugleiðir fljúga
til.
„Það er stefna Flugleiða að
styrkja innanlandsflugið með
þessum hætti og fá til samstarfs
fleiri aðila," sagði Einar. „Stefn-
an hefur verið að sinna innan-
landsfluginu með stórum vélum,
sem geta flogið yfir veður og
verður svo áfram á aðalleiðum
en ef að stofnun þessa nýja fé-
lags verður þá verður flugfloti
þess blandaður. Enda er það
hugsað þannig að nýja félagið
sinni flugi til stærri og minni
staða.“
Frumundirbúningur að stofn-
un félagsins er vel á veg kominn
en ekki hefur enn verið rætt við
önnur flugfélög um þátttöku.
sundursöguð myndbönd af kvik-
myndinni. í meðfylgjandi orðsend-
ingu sagði á þá leið að öll mynd-
bönd, sem sett yrðu á markað, yrðu
eyðilögð. Magnús hefur nú lagt inn
kæru til Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins. Hann sagði í samtali við Morg-
unblaðið að kæruna byggði hann
fyrst og fremst á þeim hótunum
sem kæmu fram í orðsendingunni.
Hann vissi ekki hvort myndböndun-
um hefði verið stolið og gæti því
ekki kært vegna þess. Hins vegar
mætti einnig benda á, að tveir al-
þingismenn væru að ósekju bendl-
aðir við málið, með því að nota
jiafn annars þeirra sem sendanda
og númer á pósthólfi hins.
Myndbandið, sem er á énsku, var
sett á markaðinn í júní. Það er selt
í minjagripaverslunum og víðar.
Magnús kvaðst ekki hafa tölur um
fjölda seldra eintaka. Þess má geta,
að hafí myndböndin sundursöguðu
verið keýpt fullu verði hefur kaup-
andinn þurft að greiða fyrir þau
um 15 þúsund krónur.
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Unnið við gerð grjótgarðs í Hvammstangahöfn.
Hvammstangi:
Framkvæmt undir kostnaðaráætlun
Hvammstanga.
UNNIÐ var við viðgerð á gamla hafnargarðinum i Hvammstanga-
höfii í sumar, steyptur var viðlegukantur og þekja. Aætlað var að
kostnaður yrði 10,6 milljónir króna. Verkið kostaði hins vegar að-
eins 7,5 milijónir þannig að sparnaður varð um þrjár milljónir króna.
Er þetta í þriðja sinn sem fram-
kvæmdir við mannvirki Hvamms-
tangahafnar eru unnar undir kostn-
aðaráætlun og í öllum tilfellum ver-
ið stjórnað af heimamönnum.
Fyrir ónýtta fjárveitingu var
ákveðið að gera gijótgarð sunnan
hafnarinnar og mynda þannig kví
fyrir smábáta sem fram að þessu
hafa verið í höfninni. Með fjölgun
skipa og báta á Hvammstanga hef-
ur aðstaða smábáta þrengst og er
mikil bót að rýmri aðstöðu fyrir þá.
- Karl
Þrír rjúpnaveiðimenn fimdust
heilir á húfi eftir næturlanga leit
MAÐUR um fertugt og tveir unglingspiltar, sem fóru til rjúpna frá
Reykjavík á mánudag og ætluðu að koma aftur til byggða um kvöld-
ið, fúndust heilir á húfí í gærmorgun. Þeir höfðu fest bíl sinn við
veginn frá Hafnarfirði upp í Bláfjöll. Maðurinn, sem er fatlaður, var
í bilnum, en piltarnir gengu í gærmorgun áleiðis til HafnarQarðar.
Þegar þeir höfðu gengið um hríð fengu þeir far til byggða frá malar-
gryfju ofan Hafnarfjarðar.
Mennirnir þrír höfðu farið til
ijúpna á mánudag og ætluðu að
vera komnir aftur til byggða um
klukkan 18.30. Síðdegis á mánudag
fór bíll þeirra út af veginum undir
Lönguhlíðum við Leirudalsvatna-
stæði og festist. Piltarnir reyndu
að koma honum aftur upp á veg-
inn, en tókst það ekki. Þeir ætluðu
að ganga til byggða, en voru nokk-
uð blautir og óttuðust að villast, svo
ákveðið var að þeir héldu allir þrír
kyrru fyrir í bílnum um nóttina.
Klukkan 3 aðfaranótt þriðjudags
var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt
að þeirra væri saknað og hófst þá
leit í nágrenni Reykjavíkur. Um
klukkan 9.30 í gærmorgun fór þyrla
Landhelgisgæslunnar til leitar, en
nokkrum erfiðleikum olli að ekki
var vitað hvert mennirnir höfðu
haldið. Um klukkan 10 kom áhöfn
þyrlunnar auga á bíl mannanna og
lenti þyrlunni þar. Reyndist þá
maðurinn um fertugt, sem er
hreyfihamlaður, vera einn í bílnum.
Piltarnir tveir, 15 og 16 ára, höfðu
lagt af stað fótgangandi til Hafnar-
fjarðar í birtingu um morguninn.
Þegar áhöfn þyrlunnar hafði að-
stoðað manninn við að losa bílinn
fór hún aftur í loftið og fylgdi vegin-
um til Hafnarfjarðar. Þegar þyrlan
kom að malamámum nokkuð ofan
Hafnarfjarðar lenti áhöfnin henni
þar til að spyijast fyrir um ferðir
piltanna. Kom þá í ljós að þeir höfðu
komið þangað og fengið far með
malarbíl til Hafnarfjarðar. Menn-
irnir þrír voru allir við góða heilsu.
Ökumaðurinn, sem ekki vill láta
nafns síns getið, sagði í samtali við
Morgunblaðið að sér þætti leiðinlegt
að valda öðrum miklum vandræðum
og áhyggjum. Hann benti á, að
hann hefði gjarnan viljað vera betur
útbúinn til að geta látið vita af sér.
Þá sagði hann þennan atburð sýna,
að bílsími væri nauðsynlegt örygg-
istæki fyrir fatlaða. Hann hefði til
dæmis getað verið einn á ferð á
milli bæja og þá hefði hann ekki
átt neinn möguleika á að láta vita
af sér. Tryggingastofnun ríkisins
greiddi ekki nema 25 þúsund krón-
ur af stofnkostnaði við slíkan síma,
sem kostaði hátt á annað hundrað
þúsund krónur.
Magnús Einarsson, yfirlögreglu-
þjónn, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann vildi brýna fyrir
mönnum að láta aðstandendur
ávallt vita um ferðaáætlanir sínar,
hvaða leið verður farin og hversu
lengi menn ætla að vera í burtu.
Orgeltónleikar í
Dómkirkjunni
ORGANLEIKARINN Prof.
Flemming Dreisig frá Kaup-
mannahöfh leikur á orgel Dóm-
kirkjunnar í Reykjavík í kvöld,
miðvikudagskvöld, kl. 20.30.
Á efnisskrá verða verk eftir
Bach, Reger og eftir organleikara
Helligaandskirkju í Kaupmanna-
höfn.
Prof. Dreisig
er hér á vegum
Dómkórsins til
að leika á Tón- „ _
listardögum Prof.Flemming
Dómkirkjunnar Dreisig.
sem hefjast í kvöld. Tónleikar með
söng Dómkórsins verða laugardag-
inn 11. nóvember og sunnudaginn
12. nóvember.
Júlíus Sólnes um vanda skipasmiðjanna:
Til greina kemur að
veita skattaívilnanir
JÚLÍUS Sólnes, hagstofuráðherra, segir að til greina komi að veita
íslenskum skipasmíðaslöðvum skattaívilnanir sem nemi um 10-15%.
Hann segir að íslenskar stöðvar séu þjóðhagslega hagkvæmari þó að
þær séu t.d. 10-15% dýrari og að hans mati komi til greina að jafna
þennan mun með skattaívilnunum.
í umræðum utan dagskrár í fyrra-
dag sagði Halldór Ásgrímsson, sjáv-
arútvegsráðherra, að ekki væri útlit
fyrir vinnu við skipasmíði næstu ár-
in. Flotinn væri þegar of stór og
engin þörf fyrir ný skip.
Júlíus Sólnes tók undir orð Hall-
dors og sagði að vlssulégá væru skfp-
in of mörg. Hinsvegar mætti bæta
nýtinguna og án efa yrði um ein-
hveija endurnýjun að ræða næstu
árin, einkum vegna tæknilegra
breytinga. Júlíus sagði að niður-
greiðslur myndu ekki leysa vanda
skipasmíðastöðvanna.
Forlagið:
Smásögur eftir Svövu Jakobs-
dóttur og Birgi Sigurðsson
Yngsti höfundurinn sjö ára
BÓKAÚTGÁFAN Forlagið gefúr út á þriðja tug bóka að þessu sinni.
Þar á meðal eru smásagnasöfn ellir Svövu Jakobsdóttur og Birgi
Sigurðssoif, frásagnir Stefáns Jónssonar og Tove Engilberts og fyrsta
ljóðabók Jónasar Þorbjarnarsonar. Yngsti höfundur Forlagsins er
Sól Hrafnsdóttir, en hún var aðeins sjö ára í fyrra þegar hún skrif-
aði söguna Feiti strákurinn, sem nú kemur út.
Bók Svövu Jakobsdóttur heitir
Undir eldfjalli og er fjórða smá-
sagnasafn hennar. Frá himni og
jörðu heitir smásagnasafn Birgis
Sigurðssonar.
Forlagið gefur út Ástir sam-
lyndra hjóna, eftir Guðberg Bergs-
son, í kilju en bókin kom fyrst út
1967. Höfundur hefur endurskoðað
bókina með tilliti til stíls og frásagn-
ar og ritar eftirmála þar sem hann
gerir grein fyrir tilurð hennar.
Á fjallaskiptum er ljóðabók eftir
Birgi Svan Símonarson. Þetta er
úrvai ljóða úr átta ljóðabókum frá
árunum 1975 - 1988. í jaðri bæjar-
ins er fyrsta ljóðabók Jónasar Þor-
bjarnarsonar sem hlaut fyrstu verð-
laun í ljóðasamkeppni Morgun-
blaösins 'á 1101™ ári...... - ---
Stefán Jónsson sendir frá sér
endurminningabókina Lífsgleði á
tréfæti með byssu og stöng. Aðrar
endurminningabækur eru Eins
manns kona, sem eru minningar
Tove Engilberts, eftir Jónínu Mic-
haelsdóttur og Dúfa Töframanns-
ins, minningar Katrínar Hrefnu
yngstu dóttur Einars Benediktsson-
ar skálds. Bókin er eftir Gylfa
Gröndal.
Hershöfðinginn i völundarhúsi
sínu er nýjast skáldsaga Gabriels
García Márquez í þýðingu Guðbergs
Bergssonar. Hneyksli nefnist bók
eftir japanska rithöfundinn Shus-
aku Endo, sem Úlfur Hjörvar þýddi
úr ensku. Hinsti heimur er ný skáld-
saga eftir Austurríkismanninn
Ohristoph Ransmayr; sem -Kristján
Árnason þýddi og Sumarið fyrir
myrkur nefnist bók eftir Doris Less-
ing í þýðingu Helgu Guðmunds-
dóttur.
Barna- og unglingabækur For-
lagsins eru Kuggur, Mosi og mæð-
gurnar, eftir Sigrúnu Eldjárn, og
er þetta þriðja bókin um Kugg.
Fallegi flughvalurinn er eftir Olaf
Gunnarsson með myndum eftir Jö-
an Sandin og Feiti strákurinn er
eftir Sól Hrafnsdóttur sem samdi
söguna í fyrra þegar hún var aðeins
sjö ára gömul.
Heimur vísindanna er fjölfræði-
bók eftir Annabel Craig og Cliff
Rosneyj sem Bjarni Fr. Karlsson
þýddi. Oskubuska, Stígvélaði kött-
urinn og Aladdín og töfralampinn
eru þijár nýjar sögur í bókaflokkn-
um Ævintýri barnanna í þýðingu
Þorsteins frá Hamri. Fjórar nýjar
sögur um köttinn Gretti koma út.
Jim Davis teiknar myndirnar en
Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Bækurn-
ar heita í blíðu og stríðu, Oddi er
besta skinn, Hvað er í matinn? og
Elskhuginn mikli.