Morgunblaðið - 08.11.1989, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.11.1989, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NOVEMBER 1989 17 Árangurslaus brandaraleit _________Leiklist_____________ Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Hafnarljarciar sýnir í Bæjarbíói Leitin að týnda brandaranum Leikstjórn, leikgerð og tónlist: Valgeir Skagljörð Aðstoðarleikstjóri og leikmynd: Ragnhildur Jónsdóttir Búningar: Alda Sigurðardóttir Lýsing: Egill Ingibergsson Söngtextar: Hörður Zóphanías- son, Hulda Runólfsdóttir, Val- geir Skagfjörð Sýningarstjóri: Svafa Arnardótt- ir Revíur og grinleikir með fjöri og góðum bröndurum, tónlist og trall- arí geta verið hin besta skemmtun. Staðbundnir brandarar í slíkuni leiksýningum höfða að vísu stund- um til takmarkaðs hóps sem þekk- ir til allra aðstæðna og uppákoma á svæðinu en af má þó oft hafa heilmikið gaman. Hinir landsfrægu HafnarQarðar- brandarar eru að deyja út og að því er best er vitað er aðeins einn sem hefur varðveist. Því er ákveðið að senda Jón Þumba á stúfana og hafa upp á stórri bók sem líklega er einhvers staðar og inniheldur alla gömlu góðu brandarana. Jón leggur af stað til Hafnarfjarðar í þessum erindagjörðum, rekst á dóttur bæjarstjórans á stoppistöð- inni og er það ást við fyrstu sýn. í Hafnarfirði. er bæjarstjórinn í ráðhúsleik, álfkonur hafast við í hamrinum, þreifingar eru á bæjar- stjórnarfundi, hermenn á æfingum raska bæjarlífinu og ónáða frú Lúðvigsen, framhjáhöld og skemmtanir, maður með farsíma gengur um göturnar og nokkrir rónar sveiflast um. Undir lokin finnst brandarabókin og ættu þá allir að vera glaðir. Þá var lopinn teygður enn um hríð og varð ekki vart að líðanin skánaði. En út af fyrir sig ætti að vera hægt að skemmta sér ef tekst að gera eitt- hvað úr þessum hugmyndum. Leikfélag Hafnarfjarðar hefur á stundum verið með ágætar sýning- ar þau ár sem ég hef skrifað um leikhús og hefur stundum fengið prýðilega leiðbeinendur. Leikgleði og hæfileikar ýmissa úr Hafna- fjarðarliðinu hafa oft átt hlut að því að úr hafa orðið minnisverðar sýningar. Stór hópur og litríkur kemur hér til sögunnar, leikendur fara flestir með ýms hlutverk og smeygja sér léttilega milli þess að vera álfkon- ur, ritarar eða rannsóknarmenn og tekst oft bærilega. Aftur á móti var sýningin ekki vel heppnuð; textinn var rýr og ekki fyndinn sem er eiginlega hreint afleitt þegar revía eða grínleikur er annars veg- ar. Staðsetningar eru dálítið tilvilj- anakenndar og ærsl og sprikl leik- ara missa oft marks, þau eru ekki nógu vel unnin og leikstjóri hefur ekki nóg taumhald á hópnum. Jón Þumbi er í höndum Karls Hólms og þrátt fyrir að Karl fari út í öfgar — sem hann ræður ekki alltaf við — í túlkun og hreyfingum á hann þó góðar senur inn á milli. Karl hefur húmor og léttleika en meiri vandvirkni þarf til að leika sniðugan ærslaleik en flest. Hanna Björk Guðjónsdóttir er Kría bæjar- stjóradóttir og reynir að stilla gauragangi í hóf. Erlendur Pálsson fer mörgum sinnum of geyst sem Gunnar Aki bæjarstjóri. Guðbjörg Kvien átti einna skemmtilegastan ieik í litlu hlutverki frú Lúðvigsen og svo söng hún prýðilega. Það gerðu raunar fleiri. Tónlistin var til mikils léttis en hópatriði voru ekki alltaf eins þokkaleg og efni hefðu getað staðið til. Þessi umsögn er skrifuð eftir aðra sýningu. A henni voru einkum Hafnfirðingar og sumir þeirra skemmtu sér vel. Byssuskefti hvarf úr bíl Vitni vantar að ákeyrslum Rannsóknarlögreglan í Hafii- arfirði vill beina því til fojreldra barna í grennd við Sjávargötu í Bessastaðahreppi að þau at- liugi hvort börnin hafi undir höndum forláta skefti af hagla- byssu. Skeftið, sem hvarf úr aft- ursæti bíls fyrir utan hús í hverf- inu, er engum hættulegt en eig- andinn saknar þess sárt þar sem án þess er dýr haglabyssa hon- um gagnslaus um rjúpnaveiðit- ímann. Telur lögreglan ekki ólíklegt að börn sem leið hafi átt hjá bílnum með skeftinu hafi látið freistast til að taka skeftið og að auka með því ógnarmátt leikfangabyssu. Þá leitar rannsóknarlögi’eglan í Hafnarfirði vitna að því þegar ekið var á blásanseraða Hona Civic fólksbifreið við Breiðvang 2 þar í bæ aðfaranótt síðasatliðins laugar- dags, 4. nóvember. Hægri aftur- hurð bílsins er mikið skemmd. Slysarannsóknadeild iögregl- unnar í Reykjavík óskar eftir að ná tali af vitnum að því þegar ekið var á grænan Daihatsu Charade á stæði við Eyjabakka 6 aðfaranótt mánudagsins 6. nóvem- ber. Vinstri hurðir bílsins eru mik- ið skemmdar. Niður með hita- kostnaðinn OFNHITASTILLAR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER I í ISUZU TROOPER Hió þekkta tímarit „Four Wheeler" í Bandaríkjunum hefur nú, fjórða árið í röð, valið Isuzu Trooper hagkvæmasta og besta fjórhjóladrifs jeppann, af 10 á markaðnum. Veró frá kr. I .692.000,- stgr. Veró frá kr. 1.925.000,- stgr. ISUZU TROOPER er sparneyfinn sem fólksbíll - sterkbyggóur jeppi 2,6 I. 1 15 ha. bensínvél m/beinni innspýtingu 2,8 I. 100 ha. dísilvél með forþjöppu og beinni innspýtingu. | Mjúk og þægileg sjálfstæð fjöðrun að framan og blaðfjaðrir að aftan. Fjöórun Mál i m/m Lengd 4,075/4,425 - Breidd 1,650 - Hæð 1,800 - Lengd milli hjóla 2,300/2,650 - Hæð undir lægsta punkt 225. Staólaóur búnaóur: Aflstýri - Framdrifslokur - Tregðulæsing á afturdrifi - Sam- læsing á hurðum - Rafdrifnar rúðuvindur (LS gerð) - Sport- felgur - Rafhituð framsæti (LS gerð) - Utvarp m/segulbandi - Háþrýstiþvottur fyrir aðalljós - Dagljósabúnaður. m n BÍLVANGUR st= Höfðabakka 9, símar 687300 - 674300 (bein lína)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.