Morgunblaðið - 08.11.1989, Page 25

Morgunblaðið - 08.11.1989, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989 Herdís Jónsdótt- ir — Minning Fædd 8. júní 1900 Dáin 31. október 1989 Mæt kona og mikilhæf er látin í hárri elli. Ég kynntist henni þegar hún var komin á miðjan aldur. Þá rak hún ásamt eiginmanni sínum, Sigurjóni Gestssyni, myndar bú- skap á Nýbýlavegi 12 í Kópavogi. Þarna voni um 20 kýr í fjósi auk kinda sem fluttar voru á fjall á dráttarvélakerru að vori og smalað í Hafravatnsrétt að hausti. Þetta var um miðjan sjötta áratuginn þegar Kópavogur hafði nýlega fengið kaupstaðarréttindi og tekið að þrengja að gömlu frumbyggjun- um, þeim sem höfðu fest sér erfða- festulönd í Fossvogi og Kópavogi 10-15 árum áður í þeirri trú að þar mættu þeir vera í friði a.m.k. í nokkra tugi ára. Þeirra á meðal voru Herdís og Siguijón á Nýbýlavegi 12 sem upp- haflega hét Fossvogsblettur 37-38. Landið þeirra var óvenju stórt, milli 3 og 4 hektarar að stærð. Mikinn hluta landsins höfðu þau hjónin brotið til ræktunar þar sem þau heyjuðu handa gripum sínum. En nú var ekki lengur til setunnar boð- ið. Ráðamenn í kaupstaðnum unga og ýmsa byggingaraðila munaði í þetta stóra og ódýra land. Þau hjón- in höfðu því um tvennt að velja; hætta arðbærum atvinnurekstri og gerast daglaunafólk á lágu kaupi eða flytjast upp í sveit og halda áfram búskap. Eftir langa um- hugsun völdu þau síðari kostinn og festu kaup á jörðinni Hurðarbaki í Kjós. Þangað fluttust þau með fólk og fénað vorið 1958. Siguijón hafði þá um nokkurt skeið ekki gengið heill til skógar og hafði af þeim sökum hætt akstri leigubifreiðar sinnar á Hreyfli. Skömmu síðar hrakaði heilsu hans og að þremur árum liðnum var hann allur, tæplega fimmtugur að aldri. Var hann öllum mikill harm- dauði því að Siguijón var ljúfur maður og lipur, oftast léttur í lund, mikill barnakarl og góður verkmað- ur. Sem nærri má geta var fráfall hans gífurlegt áfall fyrir fjölskyld- una, einkum Herdísi sem nú var eini forsjármaður búsins. Hún lét þó ekki deigan síga og hélt áfram búskap á Hurðarbaki ásamt Her- manni syni sínum til ársins 1972. Þá fluttust þau aftur í Kópavoginn og bjuggu um nokkurra ára skeið á Kársnesbraut 23. Þegar Herdís hafði fjóra um átt- rætt fluttist hún á heimili Helgu dóttur sinnar á Hrauntungu 97. Þar dvaldist hún í fjögur ár en þá hafði heilsu hennar hrakað svo mjög að ekki var lengur unnt að annast hana í heimahúsi. Síðasti viðkomu- staður hennar hér á jörðu var því hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð þar sem hún naut frábærrar umönnun- ar til hinstu stundar. Þetta er ytri ramminn um líf Herdísar tengdamóður minnar frá þeim tíma að ég kynntist henni. Hún var fædd í Kampholti í Flóa aldamótaárið, í miðið af þremur systrum. Eldri var Guðrún (f. 1898, d. 1930) sem lést ung úr berklum og yngri Sigurbjörg Júlía ljósmóðir (f. 1904, d. 1981). Foreldrar þeirra systra voru Guðrún Árnadóttir frá Brekku í Biskupstungum (f. 1867, d. 1939) og Jón Brynjólfsson frá Sóleyjarbakka í Hrunamannahreppi (f. 1868, d. 1955). Vorið 1907 flutt- ist fjölskyldan að Irpuholti í Flóa eftir að.hafa reynt fyrir sér í lausa- mennsku um eins árs skeið. Ekki mun sú tilraun hafa gefist vel og hagur fjölskyldunnar jafnvel enn bágari eftir en áður. í Irpuholti átti ljölskyldan heimili í 20 ár en þá fluttist hún að Vatnsholti í sömu sveit. Þar kynntist Herdís manns- efni sínu sem var vinnumaður hjá föður hennar. Siguijón (f. 1912, d. 1961) var sonur Helgu Loftsdóttur (f. 1889, d. 1934) og Gests Guð- mundssonar (f. 1884, d. 1952) en þau áttu ættir að rekja um Snæ- fellsnes og Dali. Ungu hjónin hófu búskap í Vantsholti í sambýli við foreldra Herdísar og þar fæddust börnin þeirra fjögur; Guðrún Berglind f. 1932, Helga f. 1936, Guðrún Jóna f. 1938 og Hermann Pálmi f. 1941. Sem nærri má geta varð brátt þröngt um fjölskyldurnar tvær og því mál að hugsa sér til hreyfings. Þau Herdís og Siguijón voru ólík um margt. Hann var borgarbarn og áhugamaður um vélar og bíla. Hún var sveitakona, sannkallað „barn náttúrunnar“ sem felldi sig aldrei fyllilega við þéttbýlið. Þess vegna kom þeim ekki ásamt um hvert halda skyldi eþgar ekki var lengur unnt að búa í foreldrahúsum. Hann vildi fara til Reykjavíkur, hún vildi heíja búskap í heimsveit sinni. Um þessar mundir lá hvorugt á lausu, jarðnæði í sveit eða húsnæði í Reykjavík. Það varð því úr að farið var bil beggja og vorið 1942 festu þau hjón kaup á erfðafestu- iandi í Kópavogi. Þar með sköpuð- ust nokkrir möguleikar fyrir bæði að sinna hugðarefnum sínum. Herdís flutti sveitina með sér suður ef svo má að orði komast og strax fyrsta árið á Nýbýlaveginum hafði hún komið sér upp kú og nokkrum hænsnum. Kúnum fjölg- aði bráðlega og síðar bættust við kindur og að 15 árum liðnum var risið þarna myndarlegt bú. Og með- an Herdís húsfreyja var aðaldrif- krafturinn í búskapnum gerðist Sig- urjón leigubílstjóri, fyrst á BSR en síðar á Hreyfli og var hann einn af stofnendum þeirra bifreiðastöðv- ar. En aksturinn reyndist þreytandi og um 1955 hætti Siguijón akstri og sneri sér alfarið að búskapnum. Hann naut sveitarinnar þó ekki lengi því að skapadægur hans var ekki langt undan eins og áður segir. Herdís Jónsdóttir var um margt óvenjuleg kona og á undan samtíð sinni í mörgum greinum. Hún átti ekki kost á langri skólagöngu en hún var vel menntuð í þess orðs bestu merkingu. Vald hennar á íslensku máli var til fyrirmyndar og hún þoldi börnum sínum síður óvandað málfar en margt það sem til óknytta mátti teljast. Flestum tómstundum sínum varði hún til lestrar og oft tók hún góða bók fram yfir fundi og mannfagnað því að konan var heldur ómannblendin. Herdís lærði organleik hjá Páli ísólfssyni veturinn 1927-28 og gerðist organleikari í Villingaholts- kirkju þaðan í frá og þar til hún fluttist úr sveitinni 1942. Röddin entist henni allt fram til hinstu stundar og aðeins viku fyrir andlát sitt raulaði hún með útvarpinu fal- legt lag. Ljóðið kunni hún vitaskuld og skeikaði ekki þó að henni hefði annars verið nokkuð farið að förl- ast undir það síðasta. Herdís var kvenréttindakona og fór ekki dult með. Til dæmis stóðst hún ekki reiðari en ef hún heyrði talað um „menn og konur". „Eins og konur séu ekki menn“, var þá viðkvæðið hennar. Einnig talaði hún oft um hvað konur áttu undir högg að sækja á vinnumarkaðnum og meðal annars þess vegna hvatti hún óspart dætur sínar til að afla sér menntunar. Henni fannst gifting lítil trygging fyrir góðri íjárhags- legri afkomui Hún klæddist alla- jafna karlmannsfötum við útivinnu sem var fátítt um miðja þessa öld og gekk til allra verka, líka þeirra sem kölluðust karlmannsverk og varjafnliðtæk við orfið og hrífuna. Ég get ekki minnst svo Herdísar Jónsdóttur að ég minnist ekki á systur hennar, Sigurbjörgu. Þegar ég tengdist Ijölskyldunni á Nýbýla- veginum var Sigurbjörg ljósmóðir á Landspítalanum. Hún hafði haldið heimili í Vatnsholti með föður sínum í nokkur ár eftir að hann varð ekkju- maður. Þau hættu búskap vorið 1946 og tók þá Herdís Jón föður sinn til sín og þar dvaldist hann til dánardægu rs 1955. Sigurbjörg, sem var ógift og barnlaus, vildi vera í nágrenni við systur sína og keypti sér því lítið hús í Reykjavík og lét flytja það í Kópavoginn á land systurinnar. Síðar reisti hún í félagi við Guðrúnu systurdóttur sína og Jón Bogason, mann henn- ar, tvílyft steinhús við hlið litla hússins og flutti í það 1958. Litla húsið er horfið fyrir nokki-um árum en hitt stendur ennþá og heitir Auðbrekka 29. Þær Sigurbjörg og Herdís voru samrýndar systur. Sigurbjörg var nánast eins og önnur móðir systur- barna sinna og var ævinlega boðin og búin til að hlaupa undir bagga þegar eitthvað bjátaði á. Hún var kletturinn sem ekkert fékk haggað, ljósan góða sem tók á móti öllum börnunum systurbarnanna. Og svo mjög treystu ungu mæðurnar „frænku" að þeim kom ekki til hugar að fæða annars staðar en heima með „frænku“ sér við hlið eftir að hún hætti að vinna á Fæð- ingardeild Landspítalans. Sigur- björg var því systur sinni og systur- börnum mikil harmdauði þegar hún dó fyrir átta árum. Svo einkennilega vill til að útfarardagur Herdísar er t Bróðir okkar, KARLHALLDÓRSSON, Lokastig 8, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 9. nóvember kl. 13.30. Guðrfður Halldórsdóttir, Jósep Halldórsson og aðrir aðstandendur. t Eiginkona mín, DÝRLEIF HERMANNSDÓTTIR, Boðahlein 1, Garðabæ, andaðist í Vífilsstaðaspítala hinn 7. nóvember. Jóhannes Bergsteinsson. f t Útför SIGRÚNAR SVEINSDÓTTUR, Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Skúlaskeiði 20, GUÐNI SÆVALDUR JÓNSSON, Hafnarfirði, Fögrukinn 26, fer fram fimmtudaginn 9. nóvember kl. 13.30 frá Víðistaðakirkju Hafnarfiröi, í Hafnarfirði. lést i Landspítalanum þann 6. nóvember sl. Sveinn Frímannsson. Þóra Eyjólfsdóttir, börn, tengdabörn t Útför bróður okkar, T GÍSLA V. HALLDÓRSSONAR, Nesbakka19, Bróðir okkar, Neskaupstað, ÁRNI FERDINAND JÓNASSON, ferfram frá Norðfjarðarkirkju fimmtudaginn 9. nóvember kl. 14.00. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. nóvember kl. 13.30. Lára Halldórsdóttir, Fyrir hönd systkina hins látna, Rúna Halldórsdóttir, Stefán Halldórsson, Hörður Jónasson. Svanbjörg Halldórsdóttir. 25 " jafnframt dánardægur Sigurbjarg- ar. Kannski er það engin tilviljun, að minnsta kosti er ég þess fullviss að nú hafa systurnar hist aftur. Með láti Herdísar finnst mér að gamli tíminn í Kópavogi sé að fullu horfinn. Sem ungum Reykjavíkur- pilti fyrir 35 árum fannst mér frum- byggjamenningin í Kópavogi afar skemmtileg og sérstæð. Auðvitað þekktust allir og gamlir leikfélagar konu minnar og systkina hínnar skipuðu allt annan sess í hugum þeirra en ég átti að venjast. Menn töluðu um lönd en ekki lóðir, það voru lagðir vegir en ekki götur og jafnvel húsin báru sérstök heiti. Þetta var sambland af sveit og bæ þar sem kostir hvors um sig voru meiri en ókostirnir. Ég vil að lokum þakka Herdísi Jónsdóttur fyrir langa og farsæla samfylgd. Þó að við Helga dóttir hennar bærum ekki ætíð gæfu til samþykkis lét hún mig aldrei gjalda þess í neinu. Ég þakka henni góð- vild hennar og hlýju, þakka spaug- semi hennar og skemmtilega kímnigáfu, þakka traust hennar og tryggð og þakka lienni að lokum fyrir börnin mín, fyrir dóttur mína sem bar nafn ömmu sinnar og fædd- ist á afmælisdegi hennar og fyrir Brynjólf og Gísla Friðrik. Þessum barnabörnum sínum svo og öllum hinum var hún góða amma. Öll mega þau vera stolt af ömmu sinni og þakklát fyrir að sækja til hennar marga góða eiginleika. Blessuð sé '*r minning hennar. Utför Herdísar Jónsdóttur verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, mið- vikudaginn 8. nóvember, kl. 15.00. Þórir Gíslason Okkur systurnar langar til þess að minnast ömmu okkar, Herdísar Jónsdóttur, með fáeinum orðum en hún lést í Sunnuhlíð í Kópavogi síðasta dag októbermánaðar. Amma var afar sérstök og fjöl- hæf kona sem spilaði á orgel, söng eins og lævirki, las allt sem hún komst í tæri við, kunni ógrynni af sögum og ljóðum og hefði orðið íslandsmeistari í sprett- og lang- hlaupum hefði hún fæðst eftir miðja öldina. Hún var fædd í sveit og hún vildi hvergi vera nema í sveit. Hún fluttist úr Kópavogi rúmlega sextug að Hurðarbaki í Kjós þar sem hún var bóndi í 15 ár cg þaðan munum við elstu systurnar hana helst. Við vorum þar hjá henni um lengri og skemmri tíma í senn og var dvölin þar okkur mikil og lær- dómsrík reynsla sem við búum að enn í dag. Amma var alla tíð mikill jafnrétt- issinni og fyrir henni voru engin sérstök karla- eða kvennastörf. Hún var bóndi og gekk til allra verka jafnt úti sem inni, var forkur dug- legpg féll vel að vinfia „í skorpum“. Á Hurðarbaki var málræktarátak alít árið um kring því að amma var óþreytandi við að leiðrétta okkur og Ieiðbeina um hvað væri rétt mál og hvað væri rangt mál. Hún var mjög vel lesin og hafði á hraðbergi málshætti og tilvitnanir bæði úr bundnu máli og lausu, einnig gat hún kastað fram stöku þegar þann- ig lá á henni. Amma hafði afskap- lega ríka kímnigáfu og var fljót að kom auga á spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Þegar við systurnar vorum litlar og vorum hjá afa og ömmu á Hurð- arbaki sváfum við í rúminu hjá þeim og á kvöldin áður en farið var að sofa þá lásu þau fyrir okkur ævintýri og þjóðsögur. Þessar stundir standa okkur ljóslifandi fyr- ir hugskotssjónum og enn í dag þurfum við ekki annað en heyra minnst á Grimmsævintýri til þess að heyra röddina hennar ömmu, lága og hljómþýða þegar hún las fyrir okkur sögurnar. Amma var mjög trúuð kona og kenndi okkur margar bænir og vers. Hún trúði á líf eftir dauðann og við trúum því að nú sé hún aftur orðin ung og frísk, frá á fæti eins og forðum ineð gula, óstýrláta hárið bundið í tvær þykkar fléttur. Við trúum því að nú sé hún komin heim í sveitina sína og á þann stað þar sem „fegurðin ein ríkir“. Herdís Jónsdóttir Sigurborg Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.