Morgunblaðið - 08.11.1989, Page 27

Morgunblaðið - 08.11.1989, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NOVEMBER 1989 27 Það ei' mikill ávinningur að hitta á lífsleiðinni heilsteypt fólk. Það ber að þakka. Þessi hjón skilja eftir sig bjartar minningar. Blessuð sé minn- ing þeirra beggja. Magnea Hjálmarsdóttir Háa skilur hnetti himingeimur blað skilur bakka og egg, en anda sem unnast fær aldregi eiiífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Með þessum línum langar mig að minnast tengdamóður minnar Dóru Halldórsdóttur sem lést laug- ardaginn 28. október 1989. Frá því ég fyrst kynntist henni vissi ég að hún hræddist ekki dauðann. Hún var mjög trúuð kona og var fullviss um endurfundi við látna ástvini sína. Dóra amma, eins og við kölluð- um hana alltaf, fæddist í Langadal í Húnavatnssýslu. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt tvíburasyst- ur sinni Vaígerði og bræðrum sínum Jakobi og Skarphéðni. Sem telpur og ungar stúlkur voru tvíburasyst- urnar svo líkar að ómögulegt var fyrir ókunnuga að þekkja þær í sundur. Heimilið var fátækt að ver- aldlegum gæðum en í vöggugjöf fengu systkinin óþijótandi áhuga á sögum og ljóðum. I Æsustaðaskriðunum í Langa- dal þar sem þrílita fjólan angar hét hún Einari Þorsteinssyni tryggð sinni og ást. Var það eins og hún sagði sjálf ást við fyrstu sýn, sem lifði alla þeirra ævi. Hún flutti til Reykjavíkur 1929 og þar giftu þau sig 7. febrúar 1930. Einar byggði hús við Þjórsárgötu nr. 4 í Skeijafirði. Á Þjórsárgötunni sköpuðu þau fallegt heimili sem bar smekkvísi húsráðenda glöggt vitni. Þau eignuðust tvær dætur, Mar- gréti Sigríði f. 11. ágúst 1930 og Valgerði Guðrúnu f. 17. september 1935. Sonurinn Þorsteinn fæddist 25. nóvember 1952. Á heimilinu bjó einnig móðir Dóru, Guðrún Bjarna- dóttir, gáfuð kona sem miðlaði barnabörnunum sínum trú sinni og reynslu. í mínum huga var Dóra amma ímynd húsmóðurinnar. Það var hlutverk hennar alla tíð. Hlutverk sem hún rækti af alúð. Hún gerði alla hluti vel. Hún bjó til frábæran mat og þegar veislur voru haldnar unnu hjónin samhent að undirbún- ingi. Að taka vel á móti gestum var þeirra aðal. Hinn stóri vinahópur Dóru ömmu bar vitni um mann- kosti hennar. Vinir hennar voru tryggir og einlægir eins og hún sjálf. Á ævikvöldi sínu í Sunnuhlíð naut hún vináttu og hlýju íjöl- margra er sýndu henni ræktarsemi allt til hinstu stundar. Hannyrðir Dóru ömmu bera vitni um einstaka smekkvísi og dugnað. I dag þykjast fáir hafa tíma til að sitja yfir hannyrðum. Ég man að eitt sinn spurði ég tengdamömmu hvenær hún hefði haft- tíma til að sauma svo mikið út. Og svarið var einfalt: „Ég flýtti mér bara með verkin." Ég er viss um að ef Dóra amma væri ung kona í dag gæti hún orðið vinsæll innanhússarki- tekt, svo smekkleg var hún með alla hluti. Heimili hennar og Einars var alla tíð fallegt og fékk ég að njóta þess að búa hjá henni í 4 ár á Einimel 2. Það var stórglæsilegt hús og einstaklega vel hannað inn- anhúss enda teiknað utan um þeirra fagra innbú. Blómarækt var hennar yndi. Þrílitu fjóluna sem óx í hlíðinni fyrir ofan bæinn hennar í Langadal flutti hún með sér til Reykjavíkur, fyrst á Þjórsárgötuna og síðan gróðursetti hún hana í garðinum á Einimel. Þegar Þorsteinn var rétt að hefja lögfræðinátn og ég enn í mennta- skóla fæddist okkur dóttir og tók Dóra okkur opnum örmum og létti undir með okkur á allan hátt. Þá var hún orðin ekkja og hún sjálf sjúklingur með parkisonsveiki. En hún naut þess að leika sér við Kristínu Soffíu, kenna henni vísur og segja henni sögur. Dóra amma hafði góða kímnigáfu og hafði gam- an af að segja skemmtilegar sögur af fólki og atburðum. Þegar fjölskyldan fór að stækka fluttum við í eigin íbúð. Þá komst sú hefð á að Dóra amma kom alltaf í heimsókn til okkar á sunnudögum. Það var alltaf hátíð þegar von var á ömmu og þótt hún væri sjúkling- ur var hún ávallt mjög dugleg og kvartaði aldrei þótt hún ætti erfitt um gang. Börnin kepptust um að fá að bera tösku eða staf og leiða hana. Síðan biðu þau í ofvæni eftir að sjá livað kæmi upp úr töskunni hennar. Ævinlega hafði hún eitt- hvað meðferðis til að gleðja þau. Annað hvort vettlinga, trefil, hosur eða sælgætispoka að ógleymdum pijónuðu boltunum hennar sem mátti leika sér að inni. Þessum boltum voru krakkarnir mjög hrifin af og vinir þeirra líka. Dóra var fagurkeri. Hún var mjög söngelsk kona og las mikið af ljóðum. Hún kunni ógrynni af ljóðum og vísum utanbókar. Að læra ljóð var henni eiginlegt og áreynslulaust. Hún var kona sem lifði lífinu lifandi vildi njóta augna- bliksins og upplifa hið góða og fagra. Svo ótal margt fleira væri hægt að minnst á til að lýsa Dóru ömmu. Mig langar til að minnast jólanna á Einimelnum. Það voru heilög jól, hátíð gleði sem börn, tengdabörn og barnabörn héldu með henni. Þegar Dóra amma flutti á hjúkr- unarheimilið Sunnuhlíð var hún hjá okkur á jólunum. Það var ekki hægt að hugsa sér aðfangadags- kvöld án Dóru ömmu. Návist henn- Minning’: Ingibjörg Guðrún Hilnmrsdóttir Hún Ingibjörg vinkona okkar úr Hlaðbrekkunni er dáin. Hér duga engin orð, en þó er svo margs að minnast frá skemmtilegu, áhyggju- lausu barnsárunum þegar leikurinn réð öllum okkar gerðum. Hún Ingi- björg, þessi káta, kraftmikla stúlka, alltaf svo drífandi og íjörug, henni hefur eflaust verið ætlað annað og meira hlutverk sem við ekki skiljum. Við lékum okkur á ströndinni. Litil börn sem vissum svo mikið og svo óendaniega lítið. Stundum kom feijumaðurinn liann var svo þögull - svo þögull. Hann tók frá okkur leiksystur eða leikbróður. Þá felldum við tár og tókumst í hendur. Lítil börn sem vissum svo mikið ‘ og svo óendanlega lítið. ■ (Þuríður Guðmundsdóttir) Megi góðar minningar um elsku- lega stúlku styrkja fjölskyldu og vini í þeirra miklu sorg. „Því hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið." (Kalilil Gibran.) Guðný Rut og Hjördís. ar gerði stundina hátíðlega. Ég veit að á komandi jólum verður tóm- legt í húsinu okkar. En ég er þess fullviss að hún verður hjá okkur samt sem áður. Þó að Dóra' amma sé horfin liéðan úr þessari veröld eigum við þó minninguna urn yndis- lega og skemmtilega móður, tengdamóður og ömniu og hún mun ætíð lifa með okkur. Ég vil þakka hjúkrunarfólki og forsvarsmönnum Sunnuhlíðar fyrir mjög góða uniönnun. Að lokum vil ég kveðja Dóru Halldórsdóttur með kvæði eftir Jó- hann Jónsson en hann var föður- bróðir Einars manns hennar. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Soflía Ingibjörg Guðmundsdóttir í dag, 8. nóvember 1989, er til moldar borin frá Dómkirkjunni í Reykjavík tengdamóðir mín, Dóra Halldórsdóttir, er lést þann 28. október sl. á 84. aldursári. Með Dóru er gengin góð og mikil- hæf gáfukona, einstakur persónu- leiki þar sem góðvild og hlýhugur sátu í fyrirrúmi. Dóra Halldórsdótt- ir fæddist 14. júlí 1906 í Hvammi í Langadal. Að henni stóðu bænda- kynkvíslir í báðar ætt.ir. Foreldrar hennar voru heiðurshjónin, Guðrún Bjarnadóttir og Halldór Guðmunds- son bóndi. Dóra ólst upp við almenn störf í sveitinni, fékk farkennslu, eins og þá var háttur í sveitum ís- lands, því þá voru ekki auður og peningar til að feta menntaveginn. Síðar gekk hún í Kvennaskólann á Blönduósi, sem þá var talin ómiss- andi menntastofnun í lífi ungra meyja í Húnavatnssýslu. í Langadal voru margar jarðir og höfuðból vel setin og fólkið í dalnum var bæði vel lesið, kunni sögur, orti og fór með ljóð, söng mikið og spilaði tón- list, almennt meira en gert er í dag. Ungmennafélagshreyfingin var þá að ryðja brautina í þjóðlíf- inu, fyrir betra lífi. Rómantíkin og sterk þjóðerniskennd var í hávegum höfð og dalurinn hennar Dóru hljómaði af skáldskap, menningu og söng svo heyra niátti á milli bæja. Dóra minntist oft þess tíma í Langadalnum. Hún giftist Einari Þorsteinssyni 7. febrúar 1930, ætt- uðum úr Ólafsvík, er síðar var skrif- stofustjóri Olíuverslunar íslands. Dóra og Einar eignuðust þijú börn, en þau eru Margrét Sigríður húsfrú gift undirrituðum, Vaigerður Guð- rún húsfrú gift Lúðvík Gizurarsyni lögfræðingi og Þorsteinn lögfræð- ingur kvæntur Soffíu Guðmunds- dóttur húsfrú. Dóra og Einar reistu sér í byijun búskapar hús að Þjórs- árgötu 4 í Skeijafirði og bjuggu þar í rúma tvo áratugi, síðar bjuggu þau á Einimel 2. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast þessurn ágætu hjónum fyrir rúmum þremur áratugum, er ég kynntist Margréti konu minni og fjölskyldu hennar. Var mér strax tekið opnum örmum af þessu góða fólki, sem væri ég þeirra eigin son- ur. Á heimili Dóru og Einars ríkti mikið og gott mannlíf, þar var tón- list og skáldskapur í heiðri hafður, og heimili þeirra hjóna hefur verið annálað fyrir gestrisni og höfðing- skap. Dóra lifði mest fyrir heimili sitt og ástvini sína, og var þar öll óskift. Hún kunni vel að gera heim- ilið hlýtt og bjart og þá var handa- vinnan hennar mikil og listræn, enda voru veggteppin er hún saum- aði, sannkölluð listaverk. Dóra missti mann sinn Einar langt urn aldur fram og var hann öllum harmdauði, ér þekktu hann. Hún bjó samt áfram á Einimel, með Minning: Kristinn Steindór Steindórsson Fæddur 9.júlí 1929 Dáinn 25. október 1989 Föstudaginn .3. nóvember kveðj- um við í hinsta sinn hann Kidda frænda, sem kallaður var nokkuð skjótt yfir móðuna miklu. Kiddi og Lilja_ konan hans voru nýflutt aftur til Islands frá Noregi þar sem þau höfðu búið undanfarin 11 ár. Draumurinn var að koma aftur og eyða elliárunum hér heima, því hingað lá hugur þeirra beggja. Heilsan farin að gefa sig en samt var hugurinn fullar af óunnum verkefnum sem hægt var að dunda við um ókomin ár. Það var alltaf notalegt að koma á heimili þeirra hjóna, gestrisnin mikil og gaman að spjalla um hvað sem var. Þar sem Kiddi hafði ferð- ast mikið erlendis og unnið víða vissi hann margt sem hugann þyrsti að vita og var hann óþreytandi að miðla sínu. En eftir stutta dvöl hér heima fór heilsu hans mjög að hraka svo heimsóknir urðu á spítalann, var þá helst talað um hvað ætti að gera næst þegar heim væri komið og krafturinn orðinn meiri því lengi var haldið í von um bata. En framkvæmdir hans urðu minni en flesta grunaði, því tíminn var of stuttur þar.sem hinn válegi sjúkdómur tók völdin í sínar hendur og æviskeiðið var á enda. Bið ég og fjölskylda mín algóðan Guð að vernda og blessa sálu hans og veita honum frið. Elsku Lilja, megi Guð vera með þér og veita þér styrk, einnig börn- unum hans, systkinum og öðrum ættingjum. Gréta, Steinar og börn. LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... § . þær duga sem besta bók. ^ Q Múlalundur 1 Þorsteini syni sínum og tengdadótt- ur þar til fyrir áratug að uppgötvað- ist að hún gekk með parkinsons- sjúkdóm. Dóra var ákaflega sjálf- stæð kona, sem gei'ði fyrst og freinst kröfur til sjálfrar sín og þakkaði hvern þann dag er hún gat séð um sig sjálf, þess vegna var það sárt að sjá hve sjúkdómurinn lék hana illa er árin færðust yfir, og var hún bundin hjólastól hin síðari ár, en gat þó heimsótt börnin sín, með góðra rnanna hjálp, og voru það gleðistundir fyrir okkur öll. Dóra dvaldi hin síðari ár á hjúkrunarheimilinu í Sunnuhlíð í Kópavogi, og naut þar góðrar hjúkrunar og umönnunar, sem við þökkum af alhug. í þau 35 ár er við þekktumst, fór aldrei eitt styggðaryrði á milli okkar, og sagði hún við mig fyrir stuttu að hún vildi að vinátta okkar héldist svo, þar til ævi lyki. Það tókst með piýði, svo er kærleika hennar í minn garð að þakka. Mér er efst í huga þakklæti og söknuður, þegar fallin er frá merk og góð kona. Ég og fjölskylda mín þökkum henni samfylgdina og flytjum kærar kveðjur frá börnum okkar og barna- börnum. Guðs blessun fylgi henni. Þ.Á. Eiríksson Fleiri greiimr um Dóru Halldórs- dóttur munu birlasl í blaðinu næsíu daga. P _______0 VETRARVERÐ HOTEL LIIAR Gisting í eins manns herbergi m/morgunverði: Gisting í tveggja manna herbergi m/morgunverði: Öll herbergin með baði, síma,sjónvarpiogmíníbar. Njótið þess sem borgin hefur upp á að bjóða, á fyrsta flokks hóteli með fullkomna aðstöðu og afbragðs góða staðsetningu. J. ? HÚTEL UMV RAUOARÁRSTÍG 18 Sími 623350 (

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.