Morgunblaðið - 08.11.1989, Síða 32

Morgunblaðið - 08.11.1989, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989 , /Hér mörkum \/ið himrtseski laju linut- og le-ys'irinn sérnrn afganginn." Vantrú þín á náunganum virðist vera horfín ... Með morgnnkaffinu Farðu þér hægt. Nágranni minn er svo næmur. Hann verður var við er tappi fer úr fíösku þó kílómetrar séu á milli ykkar ... Heimskulegustu skattarnir Til Velvakanda. A sl. ári var settur söluskattur á þátttöku almennings í líkamsrækt á þar til sérstaklega gerðum æf- ingastöðum. Tilkoma þessara líkamsæfinga- stöðva er ein albesta og fallegasta þróunin sem orðið hefur í heilsu- hugsun almennings á Vesturlönd- um núna síðustu áratugina, — að ógleymdri sígagnrýnni hugsun um hvað sé best að láta ofan í sig til að nærast á. Því þegar upp er stað- ið erum við lítið annað en það sem við látum ofan í okkur. En Adam var ekki lengi í paradís. Neyslu- og lúxusskattar voru settir fljótlega á þessa nánast einu heilsu- ræktariðju hins óbreytta manns — þ.e. að reyna að hreyfa sig og taka almennilega og reglulega á flestum vöðvum líkamans, sem nánast aldr- ei er gert að öðrum kosti. Þetta er íþrótt hins óbreytta alþýðumanns, námsmanns, vérkamanns eða skrif- stofumanns sem annars lægi sífellt meira og meira uppi á heilbrigðis- kerfinu öllum til ama og miklu meiri kostnaðar. Að ógleymdu hversu veikindi og þjáningar alls þorra almennings draga allt þjóð- félagið niður andlega og siðferði- lega. Heilbrigð sál rúmast yfirleitt ekki nema í heilbrigðum líkama. En hér á Islandi eru öll þessi lög- mál á haus. Hér eru það bara keppnisíþróttirnar sem eru á stalli og skattlausar. Ekki fyrir almenn- ing. Nei, takk. Einnig eru allra hæstu skattar og tollar á nánast öllum heilsu- neysluvörum sem fluttar eru inn til landsins, sem svona sérvitringar eins og ég eru að reyna að nærast á til að bæta heilsu sína og sið- ferði, — sem og að reyna að hafa einhveijar alvöru fyrirbyggjandi aðgerðir gegn því að þurfa að liggja uppi á skattgreiðendum mestallan seinni part ævinnar með krabba- mein í meltingarveginum eða blóð- tappa í æðum, eða bara hálflamað- Týndur köttur Þessi grábröndótti fressköttur er týndur. Hann fór að heiman á mánudagskvöldið frá Birtingakvísl 46 og hefur ekki sést síðan. Ef ein- hver hefur orðið hans var, vinsam- legast hringið í síma 672902 eða 686757. an hausinn og afköst eftir því, af illu eða beinlínis röngu mataræði eftir því sem nýjustu vísindi segja okkur í dag. Soyamjólkurvörurnar, sem sífeilt fjeiri og fleiri nota í stað kúamjólk- urafurða og líkar mjög vel við, þre- faldast í verði vegna skatta og tolla hérlendis, á sama tíma og hin fitum- ikla kúamjólk er niðurgreidd á öll- um framleiðslustigum svo mjög að ekki þarf neytandi hennar af okkar tegund (þ.e. Homo Sapiens — sem á náttúrulega ekkert með að ræna mjólkinni af einhverri annarri spen- dýrategund og þamba hana fram á gamals aldur, — nokkuð sem engin spendýrategund önnur hefur nokk- urn tímann gert??) að greiða nema tæpan helming af raunverulegu framleiðsluverði kúamjólkurinnar. Útkoman er síðan sú að á sama tíma og lítrinn af soyamjólkinni kostar 200 krónur kostar lítrinn af kúamjólkinni 70 krónur, — þegar hins vegar 200 krónur kostar að framleiða kúamjólkina en 70 soya- mjólkina. Menn geta eyðilagt heilsu sína fyrir mér með öllu þessu kúamjólk- urþambi. En það nær ekki nokkurri átt að við heilsu- og soyamjólkur- vinirnir séum látnir borga þann undarlega smekk annarra með okk- ar örugglega miklu heilsusamlegra fæðuvali úr jurtaríkinu. Hugum að þessu líka til að draga úr raunverulegri skattaáþján til lengri tímá litið. Magnús H. Skarphéðinsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvað- eina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Yíkverji skrifar Söngvakeppnin í Cardiff, sem ííkissjónvaipið sýndi frá sl. sunnudag er til marks um, hvað sígild tónlist getur verið gott sjón- vaipsefni. Raunar er alltof lítið um slíkt sjónvaipsefni í stöðvunum hér. í eina tíð hvatti Víkveiji sjónvarps- stöðvarnar til þess að sýna tónleika píanósnillingsins Horowitz í Moskvu en talaði fyrir daufum eyrum. Má kannski búast við, að önnur hvor þeirra geri þetta nú í. virðingarskyni við Ilorowitz látinn? Frammistaða Rannveigar Braga- dóttur í Cardiff var með glæsibrag. Þama er bersýnilega á ferðinni mik- ið efni, eins og ferill hennar í Vínar- borg sýnir. Það verður spennandi að fylgjast með Rannveigu í framtíðinni. egar ekið er eftir Snorrabraut á vinstri akrein og beygt til vinstri inn á Eiríksgötu er umferðarskiiti, sem kemur í veg fyrir - a.m.k. frá ákveðnum púnkti - að ökumaður sjá bíla, sem koma úr hinni áttinni á Snorrabraut. Þarna er augljóslega mikil hætta á árekstmm og vill Víkveiji hvetja umfei'ðaiyílivöld Reykjavíkur til þess að lagfæra þetta. xxx Stjórnmálamönnum hættir við lýð- ski-umi, ekki sízt, þegar þeir tala í kjördæmum sínum eða við ákveðna starfshópa, sem eiga við vandamál að stríðá. Þegar hlustað er á_ al- þingismennina Júlíus Sólnes og Árna Gunnarsson tala um vanda skip- asmíðastöðvanna virðast vandamálin ekki önnur en þau að framkvæma tillögur, sem fyrir liggi og þá sé vandi skipasmíðastöðvanna leystur! Hvern- ig má það vera, að kjömir fulltrúar þjóþarinnar tali á þennan veg? Ekki yrði ástandið í sjávarútvegi betra, ef útgerðin - til viðbótar við gífurlega olljárfestingu - yrði knúin til þess að skipta við innlendar skip- asmíðastöðvar, ef rétt er að þjónusta þeirra sé augljóslega dýrari en er- Iendra stöðva. Hvað ætla þingmenn- irnir þá að segja um vanda útgerðar- innar? Að hann verði leystur með enn nýrri gengisfellingu og kjaraskerð- ingu almennings ? Þessir menn geta ekki leyft sér að tala svona. Almenn- ingur á Islandi er betur upplýstur en svo, að það sé einhveijum til fram- dráttar að tala á þennan veg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.