Morgunblaðið - 08.11.1989, Side 36
sjóváoPalmennar
FEIAG FOLKSINS
MIÐVIKUDAGUR 8. NOVEMBER 1989
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Leigja ellefu læknar
F æðingarheimilið?
BORGARRÁÐ hefur samþykkt umsögn Hjörleifs B. Kvaran fram-
kvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar, um að ganga til við-
ræðna við hóp ellefu lækna um leigu á 1. og 2. hæð Fæðingarheimilis-
ins við Eiríksgötu. Umsögnin var samþykkt með þremur atkvæðum
gegn tveimur eftir að felld hafði verið tillaga um að vísa henni til
Stjórnar sjúkrastofnana.
í umsögn Hjörleifs kemur fram,
að um er að ræða lækna, sem hafa
áhuga á að leigja umrætt húsnæði
og vinna þar þau læknisverk sem
má utan sjúkrahúsa. Leggur Hjör-
leifur til að samið verði um leigu
fyrir húsnæðið og þau föstu tæki,
sem þar eru auk 10 sjúkrarúma, og
að leigusamningurinn verði gerður
til reynslu í fjögur ár.
Lagt hald
á tvöfalt
meira kjöt
en í fyrra
TOLLGÆSLAN hefur lagt hald á
um það bil 7 tonn af kjöti í íslensk-
um skipum fyrstu tíu mánuði
þessa árs. Þar af hefúr verið lagt
liald á um 3,6 tonn í Reykjavík.
Þetta er um tvöfalt meira en á
sama tíma í fyrra. Kristinn Olafs-
son tollgæslustjóri segir að toll-
gæslan hafí orðið vör við að kjöti
hafi í iiuknum mæli verið smyglað
til Iandsins eftir 1. mars síðastlið-
inn, en þá varð bjór lögleg sölu-
vara hérlendis. Á sama tíma hafi
dregið úr smygli á bjór.
Algengast er að hald sé' lagt á
nautakjöt, reykt og nýtt svínakjöt
og fuglakjöt. Annars vegar er um
smygl að ræða, þ.e. kjötið er falið
og þess ekki getið í skjölum skips.
Hins vegar er nokkuð um það, að
sögn tollgæslustjóra, að íslensk
fiskiskip í sölutúrum ytra birgi sig
upp af erlendum vistum langt um-
fram það sem þarf til heimsiglingar.
I bókun Siguijóns Péturssonar
Ab., kemur fram að hann telji það
stórmál að meirihluti borgarráðs
hafni því að vísa til umsagnar Stjórn-
ar sjúkrastofnana máli sem varðar
skipulag og rekstur Borgarspítalans.
Telur hann að samþykktin sé lítils-
virðing við Stjórn sjúkrastofnana og
lýsi vantrú á henni sem fagnefnd.
Þau Sigrún Magnúsdóttir F, og
Bjarni P. Magnússon A, tóku undir
bókun Siguijóns.
Elín B. Olafsdóttir Kv., sagði í
sinni bókun að hún væri andvíg leigu
á húsnæðinu undir einkarekstur
lækna. I greinargerð með bókun
hennar segir að full þörf sé fyrir þau
rúm sem eru á Fæðingarheimilinu,
fyrir konur sem þurfa á lengri
hvíldartíma að halda eftir fæðingu
en nú er unnt að veita.
Elsta hafnarmannvirkið
Morgunblaðið/Þorkell
Á sameiginlegri baklóð Álafoss-hússins í Hafnarstræti og nýrrar byggingar Framkvæmdasjóðs í Tryggva-
götu hefur verið grafið niður á það sem talið er vera elsta hafnarmannvirki í Reykjavík. Er þar um að
ræða tilhöggna steina sem mynda bólvirki frá miðri nítjándu öld. Á miðri mynd sést bólvirkið en talið er
að bryggjusporðurinn sé undir malarlaginu næst á myndinni. Stjórnendur Framkvæmdasjóðs, sem er eig-
andi húsanna, hafa ákveðið að láta ganga þannig frá lóðinni að bólvirkið verði að hluta til sýnilegt.
Þorskaflinn verði um 300
þúsund lestir á næsta ári
> __a
- sagði Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra í ávarpi á þingi FFSI
„Á NÆSTA ári munu aflaheimildir við það miðaðar að heildarþorskafl-
inn verði nálægt 300 þúsund lestum og stefht er að því að heildarafli
grálúðu fari ekki fram úr 40-45 þúsund Iestuni á árinu 1990,“ sagði
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra á 34. þingi Farmanna- og
fiskimannasambands Islands í gær. Halldór sagði að þorskaflinn í ár
stefndi í yfir 330 þúsund lestir og grálúðuaflinn væri nú orðinn rúm-
lega 56 þúsund lestir, sem væri langt umfram það sem Hafrannsókna-
stofnun teldi ráðlegt. Hann sagði að aflasamdrátturinn á næsta ári
myndi að óbreyttu leiða til 6-7% samdráttar í aflaverðmæti milli ára.
„Samdrátturinn mun koma beint
niður á kjöruni sjómanna og hafa
mikil áhrif á afkomu allra lands-
manna með einum eða öðrum hætti,“
sagði Halldór Ásgrímsson. Hann
sagði að á næsta ári yrði ýsuafla-
markið það sama og í ár, eða 65
þúsund lestir, heildaraflamark af
ufsa hækkaði úr 80 þúsund lestum
í 90 þúsund lestir í samræmi við til-
lögur Hafrannsóknastofnunar og
karfaaflinn yrði miðaður við 80 þús-
und lestir, sem væri smávægileg
aukning frá þessu ári.
„í ár voru se(tar verulegar tak-
markanir á heimildir sóknarmarks-
Samningaviðræður Evrópubandalagsins og EFTA:
Sérstaða Islendinga vandi
sem taka þarf sérstaklega á
- sagði Francois Mitterrand Frakklandsforseti
FRANCOIS Mitterrand Frakklandsforseti og núverandi forseti
leiðtogaráðs Evrópubandalagsins (EB), sagði á fúndi með blaða-
mönnum í gær að innan EB gerðu menn sér fyllilega ljóst að
efnahagslíf Islendinga hvíldi á fiskveiðum. „Þetta er mikið vanda-
mál sem taka þarf sérstaklega á,“ sagði Frakklandsforseti er
hann var spurður hvort til greina kæmi að veita íslendingum
undanþágur í ljósi þessa í fyrirhuguðum samningaviðræðum EB
og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um sameiginlegt evr-
ópskt efnahagssvæði. Frakklandsforseti kom hingað til lands á
hádegi í gær til viðræðna við Steingrím Hermannsson forsæjisráð-
herra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra en íslend-
ingar fara fyrir ráðherranefnd EFTA fram til áramóta. Mitter-
rand gekk á fund Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, áður
en hann hélt aftur til Frakklands um klukkan fjögur í gær.
Þeirri spurningu Moi’gunblaðs- til greina kæmi af hálfu Evrópu-
ins hvort íslendingar gætu gert bandalagsins að veita undanþágur
sér vonir um að tekin yrði sérstök frá þeim reglum sem gilda eiga
afstaða til einhæfs efnahagslífs
þeirra í fyrirhuguðum viðræðum
bandalaganna tveggja og hvort
innan þess eftir 1992 svaraði
Frakklandsforseti svo: „Samning-
ur án undanþágu er óhugsandi.
En samningur sem hefur einungis
undanþágur að geyma er enginn
samningur." Sagði Mitterrand að
íslendingar og Norðmenn vildu
vera undanþegnir tilteknum regl-
um vegna fiskveiða sinna og út-
flutnings og sérkröfur hefðu kom-
ið fram af hálfu Svisslendinga og
Austurríkismanna. „Haldi þessi
listi áfram að lengjast hlýtur sú
spurning að vakna hvers konar
samningur þetta verði,“ sagði for-
setinn en bætti við að undanþágur
hlytu alltaf að verða til staðar.
Mitterrand kvaðst hafa minnt
Steingrím Hermannsson forsæt-
isráðherra á að árið 1984 hefði
hann stutt málstað íra innan EB
er rætt var um framieiðslukvóta
fyrir mjólk og að náðst hefði sam-
komulag í því efni. Það væri verk-
efni embættismanna að koma með
tillögur til úrlausnar. Það væri
ennfremur verkefni þeirra að sjá
til þess að unnt yrði að ljúka við-
ræðum þessum á næsta ári því
ella væri það um seinan. Af hálfu
bandalaganna beggja er stefnt að
því að samningur liggi fyrir í lok
næsta árs þannig að nauðsynlegur
aðlögunartími verði tryggður fyrir
árslok 1992. Það ár er stefnt
að því að samevrópska efnhags-
svæðið verði að veruleika um leið
og reglur varðandi innri markað
EB taka gildi.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði: „Við gerum
okkur ljóst að við þurfum að gang-
ast undir ákveðnar skyldur ætlum
við okkur að ná markmiðum okk-
Sjá fréttir á miðopnu.
ar.
togara til veiða á grálúðu. Því miður
hafa þær ekki borið tilætlaðan
árangur. Á næsta ári sýnist því óhjá-
kvæmilegt að takmarka enn frekar
grálúðuveiði sóknarmarkstogara.
Jafnframt þarf að setja aflahámark
á grálúðuveiðar báta, sem hafa sókn-
armark.“
Halldór sagði að það væri mat
Hafrannsóknastofnunar að eigi
þorskstofninn ekki að minnka, megi
afli ekki fara yfir 250 þúsund lestir
árin 1990 og 1991. „Þessu veldur
fyrst og fremst að nýliðun þorsk-
stofnsins hefur brugðist og árgang-
arnir 1986, 1987 og 1988 eru allir
taldir meðal lökustu þorskárganga
síðustu þijá áratugina."
Hann sagði að þó yrði að hafa í
huga að við Vestur-Grænland væri
að vaxa upp mjög stór árgangur
þorsks frá árinu 1984, sem ætla
megi að gangi í allmiklum mæli til
hrygningar á Islandsmið árin 1991
og 1992. „Hafrannsóknastofnun
hefur ekki tekið tillit til þessa við
framangreint mat og telur því nauð-
synlegt að endurskoða tillögur sínar
í byijun næsta árs í ljósi nýrra upp-
lýsinga um ástand þorskstofnsins
við Grænland."
Halldór sagði að með þeirri
ákvörðun að miða þorskaflann við
300 þúsund lestir væri eflaust teflt
á tæpasta vað. Hins vegar yrðu
menn að hafa í huga að í þessari
ákvörðun fælist 10% samdráttur
aflaheimilda frá yfirstandandi ári og
með tilliti til stöðu efnahagsmála sé
vart mögulegt að skerða þorskveiði-
heimildir í þeim mæli sem Hafrann-
sóknastofnun legði til.
Hann sagði að fyrir 15. nóvember
ár hvert skuli sjávarútvegsráðherra
ákveða þann afla, sem veiða megi
af helstu botnfisktegundum við
landið næsta ár á eftir og reglugerð
um þetta efni yrði gefin út einhvern
næstu daga.
Sjá fi-étt af þingi FFSÍ bls. 7.