Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 4
ERLEIUT 4 FRÉTTIR/YFIRLIT ?8í?r HÍ38M333CT .8 HXJ0AGUVTHU8 (3I(5AiJ8VTUDflOM‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 IINIIMLEIMT Engin loðna finrist Nánast engrar loðnu varð vart í rúmlega mánaðarlöngum leið- angri tveggja rannsóknaskipa. Kom það á óvart þar sem búist var við mikilli Ioðnu á þessari vertíð. Ekki tókst að rannsaka hafsvæðið út af Vestfjörðum vegna brælu og íss og er hugsan- legt að loðnan haldi sig þar. Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra hefur lagt það til við hagsmunaaðila í sjávarútvegi að loðnuveiðum verði frestað um sinn á meðan frekari loðnuleit stendur yfír. Tekjuskattur hækkaður Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka tekjuskatt um tvö pró- sentustig. Hlutur ríkisins af stað- greiðslu opinberra gjalda verður því 32,8% af tekjum manna í stað 30,8% sem nú gildir, tekjur sveit- arfélaganna af staðgreiðslunni er nú að jafnaði 6,94%, þannig að heildarskattlagningin . verður 39,74%. Þegar staðgreiðslan tók gildi í ársbytjun 1988 var þetta hlutfall 35,2%. Ríkisstjórnin hefur einnig náð samkomulagi um að virðisaukaskattur taki gildi um áramót, verði í einu þrepi með 24,5% skatthlutfalli. Fasteignaskattar hækka Fasteignaskattar hækka á næsta ári, samkvæmt nýsettum lögum, og er hækkunin allt upp í rúm 90%, mest í fámennum sveitahreppum. Víða hækkar álagningarstofn um helming og í kaupstöðum um 20-80%. Sigur- geir Sigurðsson formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga tel- ur að miðað við landsmeðaltal muni álagningin hækka um 15-20% umfram meðaltal. Vantraust fellt Tillaga stjómarandstöðuflokk- anna um vantraust á ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var felld á Alþingi á fimmtudagskvöld að loknum umræðum. 36 þing- menn ríkisstjómarinnar greiddu atkvæði gegn tillögunni en 25 stjórnarandstæðingar greiddu henni atkvæði sitt. Tveir þing- menn vora fjarverandi. Bensín og búvörur hækka Bensínverð hækkaði í gær um 3,5%. Búvöraverðshækkun sem taka átti gildi 1. desember var frestað fram yfir helgi að beiðni ríkisstjómarinnar sem er að huga að breytingum á niðurgreiðslum. Miðað við óbreyttar niðurgreiðslur að krónutölu þyrfti útsöluverð búvara að hækka um 8-13%. ASÍ vill viðræður Fundur sambandsstjómar ASÍ samþykkti í byrjun vikunnar að fela formönnum landssambanda að taka upp viðræður við samtök atvinnurekenda og ríkisstjórn um niðurfærslu verðlags og nýja kjarasamninga. Nemendur gefa eirikunn Háskólaráð hefur samþykkt reglur um samræmt mat nemenda á gæðum kennslu í skólanum. Framvegis munu nemendur í öll- um námskeiðum fá eyðublað í hendur í lok námskeiðsins og gefa ýmsum þáttum kennslunnar ein- kunn. ERLEIMT Fá efiiahags- legt sjálfs- forræði Æðstaráð Sovétríkjanna sam- þykkti að veita Eystrasaltslýð- veldunum þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen efnahags- legt sjálfsforræði. Einnig fá lýð- veldin nær alla opinbera fjármála- stjóm í sínar hendur. Talið er að lagasetningin geti orðið til að draga úr sjálfstæðiskröfum í lönd- unum. Sameiningaráætlun Kohls Helmut Kohl, kanslari Vest- ur-Þýskalands, lagði áætlun um sameiningu þýsku ríkjanna fyrir vestur- þýska þingið. Sovétmenn hafa fordæmt tillög- umar og sakað Kohl um að kynda undir þjóðemisrembingi. Alræðið afiiumið Stjómvöld í Tékkóslóvakíu hafa ákveðið að afnema valdaein- okun kommúnistaflokksins í landinu, slaka á ritskoðun og rífa niður gaddavírsgirðingamar á landamæranum við Austurríki. Lofað hefur verið fijálsum kosn- ingum innan árs. Reiði og sorg í V estur-Þýskalandi Alfred Herr- hausen, stjórn- arformaður De- utsche Bank, var myrtur í Frank- % furt. Geysiöflug sprengja var Isprengd með fjarstýribúnaði þegar Herrhaus- en ók frá heimili sínu. Talið er líkiegt að hryðjuverkamenn Rauðu herdeildanna hafí framið ódæðið. Herrhausen var einn virt- asti og áhrifamesti fjármálamaður Vestur-Þýskalands. Reiði og sorg ríkja í landinu eftir atburðinn. Möltufundurinn Leiðtogar risaveldanna, Ge- orge Bush, forseti Banda- ríkjanna, og Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hófu tveggja daga viðræður sínar á herskipum við eyna Möltu á Mið- jarðarhafí í gær. Miklar vonir era bundnar við að góður árangur náist á fundinum. Valdaránstilraun á Filippseyjum | Hermenn úr úr- valsdeildum I Filippseyjahers jgerðu tilraun til að steypa ríkiS- stjóm Corazon Aquino. Lögðu þeir undir sig nokkrar herbúðir í höfuðborginni og gerðu loftárás á forsetahöllina. Bardagar geisuðu þar og víðar um landið milli þeirra og her- manna hollra ríkisstjóminni. Aqu- ino hefur beðið Bandaríkjamenn aðstoðar og heitið að bæla upp- reisnina niður með harðri hendi. Evrópubandalagið: Fiskkvótar í Norðursjó skornir niður verulega Brussel. Financial Times. KOMANDI ár boðar ekkert gott fyrir fískimenn við Norðursjó enda er alveg víst, að kvótar flestra físktegunda verði skornir niður verulega. Á fúndi sjávarút- vegsnefhdar Evrópubandalags- ins í Brussel fyrir nokkrum dög- um var þetta mál raunar ekki á dagskránni en það var þó ofar- lega í hugum allra ráðherranna, að erfiðar samningaviðræður biðu þeirra. Einhvem næstu daga mun framkvæmdanefnd EB leggja fram formlegar tillögur og það er vitað, að fískifræðingarnir vilja minnka mjög mikið heildarkvóta ýmissa fisktegunda. Til dæmis er talið, að Manuel Marin, sjávarút- vegsráðherra EB, hafi verið ráðlagt að minnka heildarýsukvótann í Norðursjó úr 68.000 tonnum í 50.000 tonn og svipað virðist vera á döfínni með þorsk og ufsa. Búist er við, að sjávarútvegs- nefndin, sem hefur miklar áhyggjur af allt of stóram fiskiskipaflota, muni fara að ráðum fiskifræðing- anna og láta hart mæta hörðu í viðræðunum við einstök aðildarríki. Jafnvel enskir og skoskir fiskimenn, sem fengu á sig 20% skerðingu á þorski og 60% á ufsa á þessu ári, geta ekki búist við neinni miskunn. David Curry, aðstoðarsjávarútvegs- ráðherra Breta, sagði í síðustu viku, að sjónarmiðum fískimanna og fisk- iðnaðarins yrði komið til skila í CORAZON Aquino, forseti Filipps- eyja, hvatti í gær hermenn, sem gerðu uppreisn gegn stjórn hennar, að gefast upp vildu þeir halda lífi og sagði að ekki yrði samið við foringja þeirra. Hún sakaði einnig leiðtoga stjórnarandstæðinga um að hafa staðið fýrir uppreisnartil- Brassel en bætti því síðan við, að hann gæti „ekki verið að tala um fisk, sem ekki er til“. Sjávarútvegsráðherrarnir hafa ennfremur ákveðið viðmiðunarverð fyrir helstu fisktegundir á næsta ári. Mikilvægi þeirrar ákvörðunar felst einkum í því að falli verðið niður fyrir tiltekið mark era skaða- bæturnar ákvarðaðar með hliðsjón af því. rauninni og ljármagnað hana. Flug- mönnum í orrastuþotu stjórnar- hersins á Filippseyjum varð það á að varpa sprengjum á bílalest sam- heija sinna í gær með þeim afleið- ingum að tveir hermenn holiir Aqu- ino forseta biðu bana, auk þess sem nokkrir stjórnarhermenn særðust. Aquino skellir skuldinni á stjórnarandstöðuna Manila. Reuter. Bátafólkið í Hong Kong: Bretar vilja ekki bíða eftir því að vindáttin breytist Um 57 þúsund manns hafast við í flóttamannabúðunum í Hong Kong og sífellt bætast nýir í hópinn. Ástandið þar er orðið skelfi- legt. Nú hafa Bretar ákveðið að senda fólkið heim til Víetnams — nema þá sem falla undir skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna um pólitíska flóttamenn. ÞEIRRIÁKVÖRÐUN breskra stjórnvalda að neyða Víetnama í flóttamannabúðum í Hong Kong til að snúa heim hefúr verið illa tekið á aiþjóða vett- vangi. * Aþessum árstíma era vindar á Suður-Kínahafi norðaustan- stæðir. Strekkingurinn ýfír upp hafflötinn og er mótdrægur báta- fólkinu sem er að leggja upp í langferð frá litlum höfnum í kringum Haiphong í Norður- Vietnam. Þrátt fyrir mótbyrinn hefur flóttamannastráumurinn til Hong Kong verið tífalt stríðari undanfarinn mánuð en á sama tíma í fyrra. Þó er það lítilræði eitt miðað við það sem verður í marsmánuði þegar vindur snýst til suðvestan- áttar á þessum slóðum. Þá munu þúsundir bætast í hópinn að óbreyttu. Og það er einmitt ástæða þess að Bretar telja sig knúna til að láta til skarar skríða nú. Undirbúningur mannflutning- anna er þegar konímn á skrið. Leigðar hafa verið feijur og flug- vélar og ráðstaf- anir gerðar til að greiða víetnömskum stjórnvöldum 400 sterlings- pund fyrir sér- hvern heimsendan flóttamann, karla, konur og börn. Sú ákvörðun breskra stjóm- valda að senda fólkið heim á ræt- ur að rekja til ráðstefnu sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hélt í Genf í júnímánuði síðastliðnum. Þar var samþykkt að þeir sem kæmu til Hong Kong eftir 16. júní fengju því aðeins landvistarleyfi að þeir féllu undir skilgreiningu Sameinuðu þjóð- anna um pólitíska flóttamenn. Þeir sem ekki væra í þeim hópi yrðu flokkaðir „innflytjendur af efnahagslegum ástæðum“ og sendir heim. En það sem ráðstefnufulltrú- arnir höfðu í huga var að fólk, sem ekki fengi landvistarleyfi, yrði talið á að fara heim af fúsum og fijálsum vilja. Með einhliða ákvörðun um að flytja fólkið heim nauðugt viljugt hafa bresk stjóm- völd gengið skrefí lengra en sam- þykkt ráðstefnunnar gerði ráð fyrir. Ástandið í flóttamannabúðun- um í Hong Kong er skelfilegt. Þar hafast við um 57.000 manns. Um 13.000 þeirra komu áður en frest- urinn var úti 16. júní og fá því sjálfkrafa stöðu flóttamanna og þar með dvalarleyfi. Talið er að um 10% þeirra sem þá eru eftir falli undir fyrr- nefnda skilgrein- ingu um pólitfska flótta- menn. Um 3500 manns hafa þeg- ar fengið synjun um dvalarleyfi og verða sennilega fyrstir til að snúa heim — á móti vilja sínum. Fjöldi víetnamsks bátafólks náði hámarki árið 1979. Þá leit- aði 202.121 til Hong Kong, Thai- lands, Filippseyja, Malaysíu og annarra landa. Næstu ár á eftir fækkaði bátafólkinu stöðugt. Svo virtist sem tekist hefði að sigrast á þessu vandamáli með alþjóð- legri samvinnu. En efnahags- ástandið í Víetnam hélt áfram að versna og árið 1987 lá við hung- ursneyð í landinu. Á því ári fjölgaði bátafólkinu hrikalega á nýjan leik. í fyrra lögðu 45.530 manns á sig tæplega þúsund kílómetra ferðalag til Hong Kong. í aprílmánuði á þessu ári vora fleiri í flóttamannabúðun- um þar en nokkra sinni í áratug. Frá árinu 1979 hafa 652.000 Víetnamar fengið landvistarleyfí í hinum ýmsu löndum. Aðeins 101.731 þessara flóttamanna fór um Hong Kong. Helmingi fleiri komu til Malaysíu sem fyrsta lands og fengu síðan landvist í Ástralíu, Kanada og Bandaríkjun- um. Afgangurinn, um 250.000 manns, kom fyrst til annarra strandríkja. Hefði verið unnt að standa bet- ur að lausn málsins? „Við höfum stöðugt hamrað á þessu við víetnömsk á stjómvöld,“ segir Alf Dubs, formaður bresku flótta- mannanefndarinnar og fyrram þingmaður Verkamannaflokksins. „Hefðum við tekið þetta föstum tökum frá upphafi og afgreitt hveija umsókn um landvist eins og efni stóðu til hefði staðan ekki orðið eins erfið og raun ber vitni. En það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á.“ Á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Genf í júní kom mönnum saman um að frekari úrræða þyrfti við til að leysa vandamál bátafólksins. Auk áætlunarinnar um að reyna með öllum ráðum að fá fólkið til að snúa heim, var samþykkt að leita „annara leiða“ að hæfilegum tíma liðnum ef í ljós kæmi að samningaleiðin reyndist ófær. En nú hafa Bretar tekið af skarið og ákveðið að bíða ekki eftir að vindáttin snúist. BAKSVIP eflir Hilmar Þormóbsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.