Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989
rABDU »««"
FITUSNAUTT FÆÐI er kærkomin bók þeim mörgu sem hefur verið
ráðlagt að lækka blóðfitu sína. í henni er að finna uppskriftir af ótal réttum,
fitusnauðum, kjarnmiklum og bragðgóðum.
ÚTBRUNNINN? - FARÐU BETUR MEÐ ÞIG! Álag í vinnu og
heimafyrir, uppsöfnuð þreyta og síðast en ekki síst streita geta verið undir-
rót vansældar í daglegu lífi. Hér er bent á leiðir til þess að koma í veg fyrir
að menn gangi alveg fram af sér og hvernig byggja má þá upp að nýju sem
eru “útbrunnir”.
LISTIN AD ELSKA eftir Erich Fromm fjallar um list ástarinnar, gerðir
hennar og ástundun. Bókin byggir á þeirri sannfæringu að ástin sé svarið við
vandamálum mannlífsins og að ástina sé hægt að læra.
FYRIRBURAR. Fæðing barns fyrir tímann veldur foreldrum oft
áhyggjum og kvíða. í þessari bók er leitast við að útskýra vandamál sem upp
kunna að koma, allt frá fyrstu klukkustundunum í lífi barnsins og fram á
skólaaldur þess.
MaiiMiog menning
1 1 í ÞJÓÐBRAUT HEIMSBÓKMENNTA
Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.
FRA BEffiUT
TIL JERÚSALEM
Erlendar bækur
Jöhanna Kristjónsdóttir
Dr. Swee Chai Ang: From Beirut
to Jerusalem
Útg. Grafton Books 1989
Swee Chai fæddist í Singapore
af kínversku foreldri og ólst þar
upp. Hún lagði stund á læknisfræði
og flutti til Bretlands með eigin-
manni sínum fyrir tólf árum, þar
eð hún hafði andað út úr sér gagn-
rýni á stjórnvöld. Hún starfaði síðan
við læknisstörf í Bretlandi, en nán-
ast fyrir tilviljun ákvað hún að ráða
sig til stárfa í Líbanon eftir innrás
ísraela í landið. Skömmu eftir að
hún kom voru fjöldamorðin í Sabra
og Shatilabúðunum framin og hún
og kollegar hennar unnu ótrúlegt
starf við aðstæður sem eru verri
en frumstæðar.
Hún hefur síðan tvívegis farið til
starfa meðal Palestínumanna í Beir-
út og nú sent frá sér bók um þessa
reynslu sína. I upphafi kemur fram
að hún hefur ósköp yfirborðslega
þekkingu á málefnum Miðaustur-
landa, en góðvilji hennar í garð
gyðinga fer ekkert á milli mála.
Hún hafði lesið um þrengingar gyð-
inga í seinni heimsstyijöldinni og
faðir hennar sætti sjálfur pynding-
um og fangelsisvist hjá bandamönn-
um Þjóðveija, Japönum í stríðinu í
Asíu. Hún hefur beyg af Palestínu-
mönnum og finnst þeir hljóti að
vera upp til hópa hryðjuverkamenn
sem í hvívetna séu varasamir og
öfgafullir.
Smátt og smátt breytist sýn
hennar, hún sem í upphafi hugsaði
eingöngu um þá hlið sem að henni
sneri sem læknir hlýtur að flækjast
Dr. Swee Chai Ang
tilfinningalega inn í þá atburði sem
hún verður áhorfandi að, velta fyrir
sér orsök og afleiðingu. Þegar ísra-
elar settu á fót rannsóknarnefndina
sém reyndi að upplýsa fjöldamorðin
í flóttamannabúðunum fór hún til
Israels að bera vitni og er frásögn
hennar af því í senn áhrifamikil og
einlæg. Það er einlægnin sem geng-
ur eins og rauður þráður í gegnum
alla þessa bók og gerir hana stór-
merka aflestrar. Því að hvað sem
öllu jíður tekur beiskja eða öfgar
aldrei af henni ráðin, hún reynir
alltaf að sjá atburðina í víðara sam-
hengi.
Fyrir alla sem fylgjast með mál-
efnum í Líbanon og í þessum heims-
hluta er þessi bók bráðnauðsynleg
lesning. En hún er einnig holl öllum
sem geta afborið að lesa um ómann-
eskjulega grimmd og mannlega
reisn. I henni kemur fram mikill
skilningur og vonina skal ekki gefa
upp á bátinn hvað sem hryllingurinn
er skelfilegur.
Til greinahöfunda
Aldrei hefur meira aðsent efni borizt Morgunblaðinu en nú
og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem
óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æskilegt
er, að greinar verði að jafnaði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4
í aðra hverja línu.
Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um
að stytta þær. Ef greinahöfundar telja það ekki hægt, geta þeir
búizt við verulegum töfúm á birtingu.
Minningar- og
afinælisgreinar
Af sömu ástæðum eru það
eindregin tilmæli ritstjóra Morg-
unblaðsins til þeirra, sem rita
minningar- og afmælisgreinar í
blaðið, að reynt verði að forðast
endurtekningar eins og kostur
er, þegar tvær eða fleiri greinar
eru skrifaðar um sama einstakl-
ing. Þá verða aðeins leyfðar
stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð
inni í textanum. Almennt verður
ekki birtur lengri texti en sem
svarar einni blaðsíðu eða fimm
dálkum í blaðinu ásamt mynd
um hvern einstakling. Ef meira
mál berst verður það látið bíða
næsta eða næstu daga.
Ræður
Töluvert er um það, að Morg-
unblaðið sé beðið um að birta
ræður, sem haldnar eru á fund-
um, ráðstefnum eða öðrum
mannamótum. Morgunblaðið
mun ekki geta orðið við slíkum
óskum nema í undantekningart-
ilvikum. Ritstj.
Sumarhús á Spáni
Veró kr. 59
Húsin eru staðsett norðan við Palamos
þar sem öll þjónusta ervið hendina.
Nánari upplýsingar í
símum 54332 og 985-21895.
H. Hafsteinsson