Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 8
8 M0RGUNBLAÐIÐ DAGBÓK -SUÍ cua T fT \ er sunnudagur 3. desember. Fyrsti sunnudagur 1 LIAÍjríjólaföstu, Aðventa. 337. dagur ársins. Árdegis- flóð í Reykjavík kl. 9.15 og síðdegisflóð kl. 21.39. Sólarupp- rás í Rvík. kl. 10.51 og sólarlag kl. 15.44. Myrkur kl. 15.55. Sólin er í hádegisstað kl. 13.18 og tunglið er í suðri kl. 17.40. (Almanak Háskóla íslands.) Ég mun leita að hinu týnda og sækja hið hrakta, binda um hið limlesta og koma þrótti í hið veika, en varðveita hið feita og sterka. (Esek. 34,16.) ÁRNAÐ HEILLA HJÓNA- BAND. Gefin hafa verið saman í hjóna- band María Hjalta- dóttir, markaðs- fulltrúi og Óskar Finns- son, mat- reiðslu- maður. Brúðar- sveinn var sonur Maríu, Guðfínnur Þórir. Brúðarmeyjar Guðfínna Oddsdóttir og Rut F’innsdóttir. Athöfnin fór fram í Bessa- staðakirkju. Ólafur Skúlason, biskup, gaf saman. Heim- ili brúðhjónanna verður á Langholtsvegi 124, Reykjavík. FRÉTTIR/ MANNAMÓT MÁLSTOFA í lyQa- fræði verður annaðkvöld, mánudagskvöld. Dr. Ástríð- ur Pálsdóttir flytur fyrirlest- ur: Erfðatækni til greiningar á erfðasjúkdómum og smit- sjúkdómum. Málstofan verð- ur í stofu 101 í hugvísinda- húsi HÍ og hefst kl. 20. REYKJAVÍKURPRÓ- FASTSDÆMI: Hadegisverð- arfundur presta verður í Bú- staðakirkju á morgun, mánu- dag, kl. 12. KVENSTÚDENTAFÉLAG íslands heldur jólafundinn, konfektkvöld, annaðkvöld, mánudagskvöld í „Mat- reiðsluskólanum okkar“ Bæj- arhrauni 16, Hafnarfirði. Fé- lagsmenn tilk. stjóminni þátt- töku. KVENFÉL. Fjallkonumar, Breiðholti III, heldur jóla- fundinn fyrir félagsmenn og gesti þeirra, nk. þriðjudags- kvöld í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju, kl. 20. Jóla- matborð og skemmtidagskrá. Félagsmenn tilk. Hildigunni í s. 72002 þátttöku. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 ofnum, 5 sálma, 8 ljótt, 9 fífla, 11 Ottós, 14 Iap, 15 röðul, 16 urrar, 17 ill, 19 naut, 21 mati, 22 nefndar, 25 agg, 26 far, 27 aða. LÓÐRÉTT: 2 frí, 3 ull, 4 mjalli, 5 stopul, 6 átt, 7 mjó, 9 forynja, 10 fíðlungs, 12 tartari, 13 sorgina, 18 lina, 20 te, 21 MA, 23 ff, 24 dr. ára afmæli. í dag, sunnudag 3. desember, er 85 ára frú Ragnhildur Gísladóttir, Tjarnarbraut 11, Hafnarfirði. Hún ætlar að taka á móti gestum í Góð- templarahúsinu í dag, á af- mælisdaginn, kl. 15-18. Mað- ur Ragnhildar var Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri. SKIPIN________________ RE YK J AVÍKURHÖFN: í fyrradag kom olíuskip og í dag er annað væntanlegt. í gær kom Stapafell af strönd- inni og það fer aftur í ferð í dag. HAFNARFJARÐAR- HÖFN: í gær kom Hofsjök- ull af ströndinni. KVENFÉLAG Keflavíkur heldur jólafundinn annað- kvöld í Kirkjulundi kl. 20, sem hefst með jólamatborði, sem framreitt hefur Axel Jónsson. ÁSPRESTAKALL. Jóla- fundur Safnaðarfélags Ás- prestakalls verður nk. þriðju- dagskvöld kl. 20.30 í safnað- arheimili kirkjunnar. HÁTEIGSSÓKN. Kvenfé- lagið heldur jólafundinn nk. þriðjudagskvöld í Sjómanna- skólanum kl. 20. Þar verður jólamatur borinn fram. HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavíkur. Jólafundur fé- lagsins verður í Domus Medica nk. miðvikudagskvöld 6. þ.m. kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá og efnt til jólahapp- drættis. Jólafundurinn er öll- um opinn. ÁRBÆJARSÓKN. Kvenfé- lagið hefur kaffísölu i dag, sunnudag, eftir messu í safn- aðarheimilinu er fótsnyrting mánudaga kl. 15-17. Tekið á móti pöntunum í s. 74521. Hársnyrting er á þriðjudög- um. Nánari uppl. í s. 67530. Öldrunarfulltrúi hefur síma- viðtalstíma á þriðjudögum kl. 13-14 s. 83083. FÉLAG þingeyskra kvenna heldur jólafundinn í Holiday Inn í dag, sunnudag, kl. 15. SELJASÓKN. Fundur æsku- lýðsfélagsins annaðkvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. KVENFÉLAg Laugarnes- sóknar heldur jólafund ann- aðkvöld, mánudagskvöld, kl. 20 í safnaðarheimili kirkjunn- ar. Jólapakkamir opn'aðir. Flutt verður jóladagskrá. NORÐURBRÚN 1. Félags- starf aldraðra hefst á morg- un, mánudag, kl. 9: Útskurð- ur og handavinna. Lestur framhaldssögunnar kl. 10. Kl. 13: Bókaútlán, leikfimi, hannyrðir og leirmunagerð. Enska fyrir byijendur kl. 14 og kl. 15.15 fyrir framhalds- flokkinn. Kl. 14 farið í heim- sókn Mál & menning. Kaf- fitími kl. 15. KVENFÉLAG Garðabæjar heldur jólafundinn nk. þriðju- dagskvöld kl. 20.30 í Garða- holti. SAMTÖK um sorg og sorg- arviðbrögð halda fræðslufund nk. þriðjudag kl. 20.30 í safn- aðarheimili Laugarneskirkju. Sr. Bragi Skúlason fjallar um sorg barna. Kaffiveiting- ar. BÚSTAÐAKIRKJA. Að- ventukaffí kvenfélagsins verður eftir messu í dag, sunnudag. Vænst er að konur í sókninni leggi til kaffíbrauð. Því er veitt mótttaka eftir kl. 10 árdegis, í safnaðarheimil- inu. Starf fyrir 12 ára böm nk. þriðjudag kl. 17-18. FELLA- og HÓLAKIRKJA: Æskulýðsfundur er annað kvöld kl. 20.30. NESKIRKJA: Barnastarf 12 ára á morgun, mánudag kl. 17.30 og fyrir 13 ára og eldri kl. 19.30._________________ FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði. Jólafundur kvenfélags kirkj- unnar er í Skútunni í dag, sunnudag, kl. 20.30. Fjöl- breytt dagskrá. KVENFÉLAG Langholts- sóknar heldur jólfundinn nk. þriðjudagskvöld 5. þ.m. kl. 20.30 í safnaðarheimilinu, fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Guðfinna Rúnars- dóttir leikkona les upp. Jóla- pakkamir teknir upp. Helgi- stund verður í kirkjunni. FÉLAG eldri borgara hefur opið hús í dag, sunnudag, í Goðheimum kl. 14, spil og tafl. Dansað kl. 20. Næst- komandi þriðjudagskvöld er félagsfundur í Goðheimum. Þar verður rætt um norrænt samstarf og lífeyrismál aldr- aðra.______________________ JC-Nes heldur jólafund ann- aðkvöld kl. 20.30 í JC-heimiI- inu, Laugavegi 178. Gestur fundarins verður Þorsteinn Fr. Sigurðsson landforseti hreyfíngarinnar. JC-Reykjavík heldur jóla- fund nk. þriðjudag 5. þ.m. kl. 19 í Átthagasal Hótel Sögu. Efnt til ræðukeppni nýliða og inntökuathöfn. KIRKJA GRAFARVOGS- PRESTAKALL: Barna- messa kl. 11 í Fjörgyn við Foldaskóla. Skólabíll fer frá Hamrahverfí kl. 10.45. Ljósamessa kl. 14. Ferming- arböm aðstoða. Messukaffí. Sr. Vigfús Þór Amason. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: í dag em 90 ár frá fyrstu guðsþjónustu safnaðarins. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Hjálmtýr Hjálmtýsson syng- ur einsöng, samsæti að lok- inni messu. Safnaðarprestur. HAFNARFJARÐAR- KIRKJA: Bamasamkoma í dag, sunnudag, kl. 11 í sal íþróttahússins við Stránd- götu. Messa kl. 11. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ÁRUM Vetrarstríðið, innrás Sov- ét-Rússlands f Finnland, var skollið á. Á Alþingi las þingforsetí upp svo- hljóðandi yfirlýsingu, sem undirrituð var af 42 alþingismönnum, en þá voru þingmenn 49: „Vegna þeirrar afstöðu er kommúnistaflokkur- inn, sem hjer starfar und- ir nafiiinu Sameiningar- flokkur alþýðu — sósíal- istaflokkurinn, þingmenn þess flokks og málgögn hafa markað sjer tíl frels- is, ijettinda og lýðræðis smáþjóðanna síðustu vik- umar, og alveg sjerstak- lega viðvílqandi málefii- um Finnlands, lýsa undir- ritaðir alþingismenn yfir því, að þeir teþa virðingu Alþingis misboðið með þingsetu fulltrúa slíks flokks.“ ORÐABÓKIN Móðir - dóttir - systir Þessi nöfn heyra einnig til frændsemisorða eins og faðir og brðir, sem um var rætt fyrir viku. Þau enda sem hin í nf. et. á -ir, en -ur í aukaföllum. Við segjum því: Þetta er móðir mín, dóttir mín eða systir mín. Eins erum við hjá móður okkar eða förum til móður okkar. Þannig beygjum við einnig nöfnin dóttir og syst- ir. Og svo er kennt í mál- fræðibókum, og það ber að virða. En hér sem í öðrum frændsemisorðum hefur snemma komið fram nokkur ruglingur, svo sem áður hefur verið rakið. Síðast var minnzt á Nýja testamenti Odds lögmanns og biblíu Guðbrands biskups frá 16.öld, þar sem þetta kemur vel fram. Hjá Oddi stendur t.d. þetta: „með Maríu móð- ir Jesú“. Og „hann elskar son eður dottir". Endingin -ir í aukaföllum helzt enn í dag í talmáli margra og sést stundum á prenti. I nýjum ritdómi er talað um þáttinn af Maríu Flóvents- dótt/r, en ekki Flóvents- dóttur. „Á þar móð/r á lífi,“ stendur í riti frá 1917. Þá þekkist snemma, að í nf. et. sé -ur-ending, þ.e. móður, dóttur, systur. Eru dæmi um þétta í OH allt fram á 19. öld, en ekki lengur. — JAJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.