Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 13
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 13 sóknar á Suðurlandi meðan þú varst sýslumaður á Hvolsvelli. Ætlaðirðu þér stóran hlut í pólitík. „Nei, það held ég ekki. En ég hafði nokkra hugsun í pólitík þá. Hvort framsóknarandi forverans Björns sýslumanns, gerði útslagið? Nei. Ég held það hafi verið fyrir áhrif frá merkum manni í Neskaup- stað, Guðröði Jónssyni. Við áttum töluvert saman meðan ég var bæj- arfógeti þar. Ég var ekki framsókn- armaður þann tíma sem ég var í Neskaupstað. í haustkosningum 1979 tók ég þriðja sæti á listanum á Suðurlandi. Sváfnir Sveinbjamar- son, sá ágæti guðsmaður, hafði skipað það og vildi losna. Ég fór nokkrum sinnum inn á þing sem varamaður og hafði af því gagn og gaman og lærði ýmislegt. Þetta er einn þáttur í að móta mann og ágæt reynsla. Nei, ég hef varla haft mikinn pólitískan metnað fyrst ég kaus að fara þessa leið. Hefðu að- stæður boðið upp á slíkt býst ég við að hafa íhugað það rækilega. En svo fómm við í desember 1985 og þá var sjálfgert að ekki yrði meira af stjórnmálaafskiptum. Nei, ég finn enga eftirsjá í því hjá mér.“ Heldurðu að lögreglustjóraemb- ættið í Reykjavík sé öðruvísi en úti á landi? „Það er gerólíkt. Á landsbyggð- inni eru mörkin og verkaskipting klárari. Ytri mörk starfsins eru kannski ljós en margt í innra þætti þess skýrist naumast fyrr en í það er komið. í starfinu felst ótal margt. Mér finnst eðlilegt að líta á stofnun- ina sem sem fyrirtæki og rekstrar- lega séð er það stór eining með 300 starfsmenn. Samkvæmt almennri skilgreiningu hlýtur forstöðumaður að vera ábyrgur fyrir að starfsemin fari fram með eðlilegum hætti og innan þeirra marka sem lög setja. Fjárveitingar sníða okkur stakk. Á verksviði mínu er að skipuleggja, móta starfið og fýlgjast með sem best. Á morgnana hittast yfir- menn farið er yfir atburði sólar- hringsins á undan og hvernig bregðast skal við og hvað liggur síðan fyrir. Svo berast mér alls konar erindi, fólk utan úr bæ leitar einatt með vandamál eða kvartanir. Ég er þess sjaldnast umkominn að leysa þau en get vísað til vegar í kerfinu. Ég vil umfram allt að fólk fái svör.“ Ertu aðgengilegur yfirmaður? >> g veit það ekki, en ég vona það. Það er einn homsteina í starfinu að upplýsinga- flæði og samskipti séu í lagi. Einn- ig til þess að mál hreyfist. Ég er ekkert yfir mig ánægður með allt hér en ég vil trúa því að mál séu ekki í kyrrstöðu. Þegar mér fyndist allt stopp væri farið að syrta í ál- inn.“ „Því er ekki að neita,“ heldur Böðvar áfram og er nú farinn að ganga um gólf, „að lögreglan er íhaldssöm stofnun. Mér finnst ýmsar breytingar nauðsynlegar en ég geri mér ekkert sérstaklega miklar vonir um snöggar breyting- ar. En margt þyrfti að skipuleggja betur. Þetta háir okkur ekki að ráði en óneitanlega þykir mér sem við þyrftum að laga okkar sjóndeild- arhring.“ Hvað um menntun lögreglu- manna? „Ekki alls fyrir löngu varð Lög- regluskólinn sjáifstæð stofnun og þar hefur verið stigið farsælt skref. Það er lífsspursmál að mennta lög- reglumenn vel til að þeir verði sem hæfastir. Nú heyrir skólinn beint undir dómsmálaráðuneytið og hon- um stýrir Bjarki Elíasson. Skólinn er enn í húsnæði hér á stöðinni við þröngan kost. Mér þykir nauðsyn- legt að efla skólann og óhætt að segja að það þyrfti að gera töluvert til að mér fyndist það nóg.“ Hver finnst þér vera hugur borg- aranna til lögi-eglunnar? Hann íhugar málið. Segir svo: „Lögreglan leikur eðli starfsins vegna eiginlega tveimur skjöldum. Hún kemur fram sem verndari og boðberi aðstoðar og leiðbeiningar og hins vegar sem armur laga og ríkisvalds. í þessu er augljós tvíhyggja og í raun og veru varla hægt að breyta henni. Segja má að þetta gefist sæmilega og gangi bærilega en það gerir starfið óneit- anlega sérstætt fyrir þá sem vinna það. Það er misjafnt hvaða viðmót snýr að borgurunum. En verndara- hlutverkið er einskis nýtt ef lögregl- unni tekst ekki að halda frið við það fólk sem hún á að vinna fyrir. Hvernig? Hluti svarsins er kannski að lögreglan má ekki ýta frá sér of harkalega svo að hún glati trausti sem er nauðsynlegt að ,hún njóti. Hún má heldur ekki leggja of mikið upp úr tækninni. Tæknin leysir ekki málin nema að hluta. Til að mynda: gangandi lögreglu- menn virðast nánast horfnir af götunum og inn í bflana. Mér finnst þetta ótækt og hafa orðið til að lögreglan og borgarinn hafa fjar- lægst. Ég vil stuðla að því að lög- reglan komi aftur, ef svo má segja, það verður ekkert eðlilegt samband fyrr en tekst að ná lögreglumönnunum út úr bílunum og stöðvunum. í Breiðholti hefur verið komið upp grenndarstöð sem er í íbúðahverfi. Og ég get fullyrt að íbúum þarna finnst mikil viðbrigði og breyting til bóta að sjá gangandi lögreglu! Með því að lögreglan hvarf inn í bílana og fjarlægðist fólkið fór mannlegi þátturinn forgörðu'm. Ég geri mér Ijóst að það eru ekki allir lögreglumenn hrifnir af gömlu að- ferðinni en ég held að það sé ósk fólks að sjá meira til lögreglunnar og hún verði þannig eðlilegri þáttur í lífi fólks. Það er nauðsynlegt að nýta tæknina en það verður samt að ríkja nauðsynlegt jafnvægi. Menn eiga að sjá lögreglumenn undir öðrum kringumstæðum en við mælingar á slysstöðum eða að taka menn fyrir ólöglegan hraða.“ En ofbeldi hefur óumdeilanlega færst í vöxt. Og lögreglan getur varla setið aðgerðalaus inni í bílun- um? „Það sem hefur færst í vöxt er þetta tilefnislausa ofbeldi. Barsmíð- ar eru ekkert splúnkunýtt fyrir- brigði. íslendingar hafa lamið hver annan í mörg hundruð ár, en það hefur átt sér sinn aðdraganda, jafn- vel ákveðnar ástæður eða skýring- ar. Það er umhugsunarefni að þetta hefur breyst þannig að nú er komið til nýtt hegðunarmustur. Það er ráðist á fólk upp úr þurru. Það er alvarlegt." Ef hegðunarmunstur hefur breyst þarf lögreglan þá ekki að breyta starfsaðferðum sínum? „Jú, það segir sig sjálft. Það verð- ur til dæmis að leyfa okkur að ráða fleiri lögregluþjóna. Það er mikið álag- á starfsfólkinu einkum um helgar. Allir segjast hafa áhyggjur og alltaf er verið að tala um þetta en annað gerist varla. Við verðum að átta okkur á og horfast í augu við að ástandið í bænúm nú frá föstudegi til sunnudags er þannig að sum svæði hans eru ekki örugg. Við hikum við að senda okkar menn inn á staði fáa saman ef við getum ekki verið vissir um að þeir sleppi heilir á húfi. En það er svo margt í þessu og flest byijar og endar með peningum. Ég hef reynt að lýsa þessu fyrir fjárveitingarvaldinu og vona að mér takist á næstu árum að bæta okkar hlut. Það er aðkall- andi að fá leyfi til að ráða að minnsta kosti tuttugu nýja lög- reglumenn og létta þannig á ástandinu. Það gengur ekki lengur að sum svæði í bænum séu þannig um helgar að við getum ekki stað- hæft með góðri samvisku að þau séu sæmilega örugg. Það er í raun- inni alveg óviðunandi og ég vil reyna að ráða bót á því. Lögreglumenn halda sig til baka þar sem vitað er að slíkt ástand ríkir, því að það segir sig sjálft að yfirmenn vilja ekki bera ábyrgð á að senda til dæmis fjóra lögreglumenn innan um fy'ölda óeirðarmanna og geta ekki verið öruggir um að þeir sleppi heilir á húfi. Lausnin felst ekki í að loka hluta miðbæjarins heldur að gera ráðstafanir sem bæta ástand- ið. Þó kann að vera að umræður um aukið ofbeldi hræði ef til vill meira en tilefni er til.“ Hvað finnst þér um gagnrýni á lögreglu? að er sjálfsagt og nauðsyn- legt að lögreglan búi við aðhald frá borgurunum og gagnrýni og umræður eru oft til bóta. En gagnrýni getur verið allt mögulegt, allt frá því að vera hreinn uppspuni eins og dæmin sanna til þess að vera ásakanir um harðræði sem eiga við rök að styðjast. Oftar eru þó ýkjurnar ráðandi og stundum alveg yfirgengilegar. Mér finnst nauðsynlegt að kanna öll mál sem' upp koma. En æskilegast væri að gera það æsingalaust. Lögreglu- störfin eru oft viðkvæm og má ekki mikið út af bera til að menn leggi út á rangan veg, sem gerist. Það er eðli starfsins.“ Ósköp virðist þú vera yfirvegaður og víðsýnn, segi ég. Hann lítur á mig og verður dálít- ið hverft við. „Hvað segirðu? Virka ég yfirveg- aður. Ég er líklega ekki nógu harð- ur! En það er mín skoðun að lögregl- an verði að vera eðlilegur hluti af þvi umhverfi sem við hrærumst í og hún og hinn almenni borgari verði að vinna saman.“ Hvað um samtrygginguna? „Jú, hún er alls staðar. Það er hið mannlega eðli. Samt tekst okk- ur nú að reka þjóðfélagið skamm- laust. Stundum er talað um trúnað- arbrest milli lögreglu og almenn- ings en ég er ekki á því að svo sé. En hugmyndir um þetta koma upp og kunna að tengjast því að lögreglan hefur leyfi til valdbeitingar. Hversu langt á að ganga og hversu langt nær valdið. Það er nokkuð snúið að skera úr um það. Þegar mál eru könnuð og rannsökuð er her sér- fræðinga á næstu grösum og allt gengur fyrir sig skipulega og án tilfínningahita. Lögreglumenn kom- ast í þá aðstöðu að þurfa að taka snögga ákvörðun á vettvangi. Það er óhjákvæmilegt að álitamálin verði ýmis. Trúnaðarbrestur er að mínu viti aðeins bundinn við ein- angruð tilfelli." ður en Böðvar varð lög- reglustjóri bjó hann á Nes- kaupstað í nokkur ár og var þar bæjarfógeti. Hann segir að fjölskyldan hafi unað sér þar vel. „En samfélagið var því marki brennt að þar höfðu tvær andstæð- ar pólitískar fylkingar ást við. Ég segi þetta án þess að með fylgi að ég sé að leggja mat á forystumenn fylkinganna en engu pólitísku afli er greiði gerður með því að það haggist ekki um áratugaskeið. Valdið spillir. Fyrr eða síðar. Svo komum við á Hvolsvoll - enn annað samfélag, hægfara bændasamfélag sem galt trúlega nálægðarinnar við höfuðborgarsvæðið. Annars leiðast mér þessi stöðugu samanburðar- fræði og rígur milli landshluta. Að halda alltaf að grasið sé grænna annars staðar. Mér dettur í hug þegar ég heyrði tvo menn úti á landi tala um veðrið. Áður en þeir fóru út í að tala um veðrið þar sem þeir voru sagði annar og nokkuð ánægð- ur: „Það er víst vont fyrir sunnan.“ Mikið leiðist mér þetta viðhorf í hvaða mynd sem það birtist." Böðvar segist aðspurður vera of mikill hóglífismaður til að stunda líkamsrækt. Helsta dægrastytting hans er að lesa. Hann er ekki í rónni fyrr en hann hefur lesið öll dagblöðin, horft á og hlustað á all- ar fréttir. Hefur gaman af að lesa rit um sögu og sögulegs efnis. Hann er áhugasamur um stjórnmál. Hann hefur trú á að hann geti komið áleiðis sumum hugmynda sinna og áforma. En hann er á því að lögreglan þurfi að rækta sinn garð betur. Hann er eindregið á móti því að tæknin taki af stjórnina eins og fram hefur komið og honum finnst aðkallandi að bæta kjör lög- reglunnar. „Yfirvinnan sem tröllríð- ur öllu hér og víða annars staðar í þjóðfélaginu er andmanneskjuleg," segir hann og vill meðal annars beita sér fyrir því að lögreglumenn geti farið á eftirlaun sextugir. „Menn verða að skilja, reyna og þorá. Það er ómögulegt annað en viðurkenna að ýmsir mínir menn hafa verið þungir í taumi. Við get- um aldrei talað í okkur reynsluna. Við verðum að þora að prófa og breyta. Ég er ánægður ef góður helmingur af því sem ég geri stenst í fyrstu atrennu." Hann segir að eðli lögreglustjóra- starfsins bjóði ekki upp á jafn náin tengsl og nokkur fjarlægð sé óhjá- kvæmileg. En hann segist hafa kynnst því hve ótrúlega margir búi við bágan hag í þessu fyrirmynd- arríki okkar. „Margt fólk hefur það beinlínis skítt,“ segir hann og brýnir raustina í fyrsta skiptið. „Við viljum ekki viðurkenna að það er ótrúleg neyð hjá sumu fólki. Við viljum engar skuggahliðar og sjáum þær ekki.“ Eg spyr hann í kveðjuskyni hvernig sé með vald lögreglustjóra og hvort hann myndi beita því. „Jú, stöðu lögreglustjóra fylgir vald og ljóst að ég beiti því ef ég þarf á að halda. En ég upphefst ekki persónulega af því og það ger- ir mig ekkert merkilegri fyrir vikið.“ Sjarmerandi“ satínnáttföt, jakki, buxur og sloppur. Sérstaklega vandað satín, mjúkt og létt. ---p I allegir litir, mildireðalíf- Qffl AUGUrSlNQAÞJÖNUSTAN SIA Gjöfmhennar Pósthússtræti 13, sími 22477, í hjarta Reykjavíkur á homi Pósthússtrætis og Kirkjustrætis. Umbætur innan lögreglunnar gangahægt. AökaUand! aó fá aó ráóa aó miiuista kosti 20 nýja lög- reghimenn. Ég er líklega ekki nógu haróur Ómögulegt annaó en viöur- kenna aó ýmsir núnir menn hafa vcriö þungir í taumi. Vlö vil)uin ekki vióurkenna ótrulega neyó fjölda fólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.