Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT eser íiaaMasaa :e HUöAaunvius aiaAJaviuoaoM MÓRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 EFNI Njáls saga kvikmynd- uð á íslandi næsta sumar ívar Gtidmundsson, Washington. Undirbúningnrinn að kvik- myndun Njálu er kominn það langt, að vonast er til, að hægt verði að byrja sjálfa kvikmynda- tökuna á Islandi næsta sumar. Framkvæmdastjóri Njálu-mynd- arinnar er James D. Johnston í Charlottesville í Virginíu og hon- um til aðstoðar er Franklin Foss- berg, fyrverandi sendiherra Bandarikjanna í Svíþjóð. Njálukvikmyndin verður þríþætt, saga Gunnars á Hlíðarenda, Njáls og Kára. Vinnu við handritið að sögu Gunnars lauk í vikunni. Vonir standa til, að fyrsta útgáfa kvikmyndarinnar verði tilbú- in snemma á árinu 1991. Höfundur kvikmyndasögunnar verður Jan Hartman, sem Johnston valdi úr stórum hópi rithöfunda, í Banda- ríkjunum og Evrópu, sem til grein'a komu. Hartmann hefír tvisvar hlot- ið hin eftirsóttu Emmy-verðlaun fyrir kvikmyndaleikrit sín. Hann er fæddur í Svíþjóð, en kom tii Banda- ríkjanna bam að aidri og býr í New York. Johnston hefír orðið var við áhuga hjá fjölda kunnra leikara og kvikmyndagerðarmanna fyrir Njálu. „Við vonumst tii að Njáiu-kvik- myndin muni vekja athygli meðal Norðurlandabúa almennt, þar sem um er að ræða menningarperlu af norrænum uppruna," sagði James D. Johnston. Tólf teknir vegna ölvun- ar við stýri LÖGREGLAN í Reykjavík tók tólf ökumenn fyrir meinta ölvun við akstur aðfaranótt laugardags. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar er óvenjulegt að svona margir séu teknir á einni nóttu. Lög- reglan í Kópavogi tók aðeins einn ölvaðan við stýri, en hafði í mörgu öðru að snúast um nóttina vegna drykkjuláta og slagsmála. í Hafnar- fírði voru þrír teknir fyrir ölvunar- akstur. Kveiktá jólaljósunum Morgunblaðið/Þorkell Ástríður Thorarensen borgarstjórafrú tendraði ljósin á myndarlegu jólatré í Kringlunni í gærmorgun við mikla hrifningu yngstu kringlugestanna. Astríður afhenti við þetta tækifæri fjárgjöf til Bamaspítala Hringsins, tæplega 166.000 krónur, sem fólk hefur fleygt í gosbmnninn í Kringlunni. Það er heldur minna en í fyrra. Kór Öldutúnsskóla söng við athöfn- ina, en jólatréð gaf verzlunin Byggt og búið. Lagmetis- og freðfískkaup: Viðræðum við Sovét- menn frestað í Moskvu VIÐRÆÐUM við Sovétmenn um kaup þeirra á freðfiski og lagmeti héðan á næsta ári hefur verið frestað, en þær hafa farið fram í Moskvu að undanfornu. Verið er að vinna að því að innkaupastofnun- in Sovrybflot fái frekari Qárveitingu til lagmetiskaupa héðan og beðið er eftir að Qárveiting fyrirtækisins til kaupa á freðfiski héðan á næsta ári verði staðfest. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, sagði að í Moskvu hefði verið undir- búin samningagerð vegna kaupa Sovrybflot á freðfiski héðan á næsta ári og stefnt væri að því að henni lyki um miðjan þennan mánuð. Skrifað var undir samninga um kaup Sovétmanna á íslenskum freð- fiski á þessu ári 9. desember 1988. Sovétmenn hafa keypt héðan 9 þúsund tonn af frystum flökum og 700 tonn af heilfrystum físki í ár, aðallega karfa og ufsa, fyrir 20,831 milljón Bandaríkjadala (1,3 millj- arða króna á núvirði) og ljóst er að þeir muni ekki kaupa meira af íslenskum freðfíski á þessu ári, að sögn Friðriks Pálssonar. Sovétmenn keyptu 9.500 tonn af frystum flök- um og 1.200 tonn af heilfrystum fiski héðan fyrir 22,250 milljónir Bandaríkjadala (1,4 milljarða króna á núvirði) árið 1988. í viðskiptabók- un íslands og Sovétríkjanna frá árinu 1985 er gert ráð fyrir að Sovétmenn kaupi 20-25 þúsund tonn af íslenskum freðfíski árlega. Sovétmenn hafa keypt lagmeti frá íslandi fyrir 5 milljónir Banda- ríkjadala (315 miiljónir króna á núvirði) í ár en í fyrra keyptu þeir ísienskt lagmeti fyrir 6 milljónir dala, að sögn Theódórs S. Halldórs- sonar, framkvæmdastjóra Sölusam- taka lagmetis. Theódór sagði að viðskiptabókun íslands og Sov- étríkjanna gerði ráð fyrir að Sovét- menn keyptu íslenskt lagmeti fyrir 4 til 5,5 milljónir Bandaríkjadala á ári. Hann sagði að óákveðið væri hvenær og hvar samningaviðræður við Sovétmenn um lagmetiskaup þeirra hæfust á ný. Arlegum viðræðum íslendinga og Sovétmanna um reynsluna af viðskiptabókun þjóðanna frá árinu 1985 er lokið en bókunin gildir frá og með árinu 1986 til loka næsta árs, eins og síðasta 5 ára efna- hagsáætlun Sovétríkjanna. Jól hinna mjúku pakka ? NÚ STYTTIST í að jólaörtröðin byiji I verslunum landsins. Versl- unareigendur, sem beðið hafa þessa mánaðar með óþreyju, leggja margir allt í sölurnar enda standa þeir og falla með mikilli verslun í desember. Jólaviðskiptin á höfuðborgar- svæðinu hafa breyst á síðustu árum og flust til í borginni, kaup- menn verða að bíða fram í febrú- ar eftir uppskeru mánaðarins og margir telja að nú renni upp jól hinna mjúku pakka þar sem minni fjárráðum fylgi hagnýtari gjafir. Hjá mörgum kaupmanninum hefur verslunin verið með minnsta móti á þessu ári og allt traust er lag á jólaverslunina. Guðlaugur Berg- mann í Kamabæ, gamalreyndur kaupmaður í Miðbænum, sagði að það væri þó ekkert öðruvísi en venjulega að desember skipti öllu máli fyrir verslanimar, hann hefði alltaf gert það. Guðlaugur sagðist bjartsýnn á verslunina, ekkert benti tii annars en að hún yrði góð fyrir jóiin. Flestir kaupmenn sem Morgun- blaðið hefur rætt við em óánægð- ir með að verslanir skuli hefja nýtt greiðslukortatímabil 12. des- ember í stað 18.. Þegar ein versl- un tekur af skarið verða hinar að fylgja og eigendur minni verslana segjast vart geta geymt pening- ana í tæpa tvo mánuði enda eigi þeir ekki mikið lausafé í þessum mánuði. Margir gera ráð fyrir því að þurfa að selja greiðslukorta- nótur strax í byijun janúar til að standa straum af rekstri verslana sinna. Margar af smærri verslun- um standa afar tæpt og hafa nán- ast verið reknar á núlli allt árið. Mikil sala um jólin er það eina sem getur komið mörgum þeirra til bjargar en verslunareigendur em svartsýnir. Þeir gera ráð fyrir því að stóm verslanirnar fái stærstan hluta jólainnkaupanna og íjármagnskostnaður og aug- lýsingar, þótt í litlum mæli sé, fari langt með að eyða hagnaði jólanna hjá litlu verslununum. Kaupmenn við Laugaveginn eiga i harðri samkeppni við starfs- bræður sína í Kringlunni. Kaup- menn þar segjast treysta því að vel viðri fyrir jólin því að nokkrir slæmir dagar geti sett alvarlegt strik í reikninginn. Þeir segja þó að stemmningin við Laugaveginn laði til sín fjölda fólks og þeir standist fyllilega samkeppni við Kringluna. „Ef það verður logn og kannski pínulítil jólasnjókoma emm við á grænni grein,“ sagði kaupmaður við Laugaveginn. Hann bætti því við að í rigningu og roki væri ekki að búast við miklum viðskiptum. Guðlaugur Bergmann sagði að menn yrðu að hafa í huga að í Miðbænum væm alls um 800 þjónustufyrir- tæki, en í Kringlunni um 70. „Svo höfum við í Miðbænum ferska loftið, sem hefur áreiðanléga stuðlað að því að íslendingar eru langlífasta þjóð í heimi,“ sagði hann. Einar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, sagð- ist hins vegar ekki beinlínis líta svo á að verslanimar þar væm i samkeppni við búðimar í Mið- bænum. „Við erum alveg eins í samkeppni við verslanir í Lundún- um og Glasgow," sagði hann. Hann sagði að í Kringlunni hefði jólaverslunin farið vel af stað og búist væri við að hún yrði svipuð og í fyrra. Einar sagði að það hefði komið í ljós að fólk skoðaði meira en áður og velti fyrir sér ýmsum kostum í gjafakaupum. Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri hjá Eimskipi, sagð- ist ekki hafa orðið var við sér- staka breytingu á innflutningi fyrir jólin, hann virtist svipaður og undanfarin ár, þótt Eimskips- menn hefðu ekki gert nákvæma úttekt á honum. Margir kaupmenn sögðust finna fyrir minni fjárráðum hjá almenningi og sögðust því eiga von á að gjafír yrðu almennt hag- kvæmari. „Þetta verða jól hinna mjúku pakka því að fólk gefur frekar hagkvæma hluti eins og föt,“ sagði einn verslunareigandi. Guðlaugur Bergmann sagði að það mætti endalaust deila um það hvað væri hagkvæmt og hvað ekki. Sér virtist fólk ennþá hafa talsvert mikla peninga handa á milli, en sennilega keypti það þó frekar ódýrari gjafir fyrir þessi jól. Hann benti jafnframt á að kaupmenn byðu stöðugt betri kjör, til dæmis staðgreiðsluafslátt og raðgreiðslur til alit að tólf mánaða, sem væru skuldfærðar á greiðslukort. Baksvió eftir Loga Bergmantt Eidsson úðgu ►Hvaða árangur hefur orðið af jafnréttisbaráttunni?/10 Viðtal ►Böðvar Bragason, lögregiustjóri í Reykjavík ræðir um erfiða stöðu í samskiptum lögreglu og borg- ara/12 Umhverfismál ►Guðmundur G.Bjamason, eðlis- fræðingur og eini sérfræðingur íslendinga í ósónlaginu segir frá rannsóknum á þessum mikilvæga varnarhjúp jarðar/16 Bheimiu/ FASTEIGNIR ► 1-24 Stórframkvæmdir í þágu aldraðra ►Viðtal við Hróbjart Hróbjarts- son, arkitekt/10 Hverfaskipulag ►Gamli bærinn innan Hringbraut- ar og Snorrabrautar/ 2 ►Guðrún Tryggvadóttir, ung stúlka á Húsavík, er eini Islending- urinn sem lifað hefur af lifrar- skiptaaðgerð/1 Græjurnar ►Hvert stefnir í tæknivæðingu heimilanna?/8 Erlend hringsjá ►Hálf öld liðin frá vetrarstríðinu í Finnlandi/20 Listin og glasnostið ►Sovéski kvikmyndaleikstjórinn Eldar Rjazanov ræðir um þýðingu listarinnar fyrir og eftir umbóta- stefnuna/22 Nóg að koma á 5000 ára f resti ►Kristinn Nicolai, listmálari í París heimsóttur/24 Sagan sem ekki mátti segja ►Kafli úmýrri bók Bjöms Sv. Bjömssonar/38 Datvinna/ RAÐ/SMA ► 1-8 ►Vinnumarkaður/Kaup/Sala/- Félagsmál/Fréttir/1-8 FASTIR ÞÆTTIR Frettir 2/4/6/bak Útvarp/sjónvarp 32 Dagbók 8 Gárur 35 Leiðari 18 Mannlífsstr. 13c Helgispjall 18 Fjölmiðlar 26c Reykjavikurbrcf 18 Menningarstr. 30c Veröld 21 Bíó/dans 42c Myndasögur 24 Velvakandi 44c Minningar 26 Samsafnið 46c Fólk i fréttum 30 Bakþankar 48c Karlar 30 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.