Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1989 (\Q 21 Appelsínur, bananar, afar slór kona og Jesús ÞJÓÐVERJAR ERU þunglynd þjóð. Og það er engin furða. Fáar þjóðir eiga sér jalh andstyggilega fortíð og Þjóðveijar. Eg myndi hengja mig kvölds og morgna ef ég væri Þjóðverji. En nú hefiir birt til yfir Þýskalandi. 10. nóvember sl. gaf að líta risastóra fyrirsögn á forsíðu dagblaðsins „Bildzeitung“: „Die Mauer ist Weg“ (múrinn er horfinn). Og daginn eftir stóð í þessu sama blaði: „Wir Deutschen sind das gliicklichste Volk der Welt“ (við Þjóðveijar erum hamingju- samasta þjóð í heimi). Eg get borið vott um að þessi fullyrðing er á rökum reist. Núna vakna ég á hveijum morgni við það að múr- arinn, sem er að gera við svalirnar hjá mér, trallar þýska þjóðsöng- inn glaður og reifúr: Deutschland, Deutschland úber alles. Austur-Þjóðverjar eru að vonum frelsinu fegnir. Þá hefúr lengi dreymt um fijálsræðið og allsnægtirnar í vestrinu. Lifið í Austur-'*' Þýskalandi hefur verið svo skelfing grátt og tilbreytingarsnautt. Reyndar skyggir það nokkuð á gleðina hvað fi-elsið er dýrt. Það hefur sem sé allt breyst eft- ir að múrinn var rofinn. Og þessar breytingar eru hvergi jafn áþreifanlegar og hvergi jafn víðtækar og hér í Vestur-Berlín. Mannmergðin á gangstéttum og göngugötum minnir á seigfljótandi hraunmassa og stöðvar neðanjarð- arlestanna eru eins og gjár sem hraunið sígur ofan í og fyllir. Og svo er annar hver bíll á götunum Trabant. Skellirnir í þeim hafa gjör- breytt hljóðunum í borginni. Og meira að segja lyktin hefur breyst. Því veldur tóbakið sem Austur- Þjóðveijar reykja og stybban af útblæstri trabbanna. Austur-Þjóðverjar eru að vonum frelsinu fegnir. Þá hefur lengi dreymt um allsnægtimar og fijáls- ræðið í vestrinu. Lífið í Austur- Þýskalandi hefur verið svo skelfing grátt og tilbreytingarsnautt. En það skyggir á gleðina hvað frelsið er dýrt. Austur-þýskur verkamaður hefur 800 austur-þýsk mörk í mán- aðarlaun og fyrir þau fær hann ekki nema 40 vestur-þýsk á fijáls- um peningamarkaði. Af þessum ástæðum láta Austur-Þjóðveijar sér nægja að standa þúsundum saman með dreymandi augnaráði fyrir ut- an gluggana á fínu búðunum á Kurfúrstendamm. A hinn bóginn geta þeir leyft sér þá nautn að kaupa appelsínur og banana í kílóa- tali. Vestur-þýska stjórnin gaukar nefnilega 100 vestur-þýskum mörk- um að hveijum „bróður“ og hverri „systur" úr austrinu sem kemur í heimsókn. Og talandi um nautn þá má ekki gleyma nautn holdsins. Það er skemmst frá því að segja að all- ar klámbúllur borgarinnar eru útúr- fullar og biðraðir langt út á götu. Þremur dögum eftir að múrinn var rofinn gerði ég mér ferð niður í miðbæ til að skoða mannlífið. Þegar þangað kom lét ég berast með straumnum inn í Europa- center. Á göngunum í þessari Kringlu Vestur-Berlínar voru hundruð, nei, þúsundir manna. Margir voru að virða fyrir sér dýrð- ina, aðrir að maula nestið sitt og enn aðrir höfðu lagt sig örmagna í heimi allsnægtanna. Loftið var þrungið tóbaksreyk og lykt af blaut- um fötum. Eftir að hafa hrakist fram og til baka í þessu tröllaukna húsi, sem minnti þetta nóvember- kvöld á fræga skáldsögu eftir Franz Kafka, ætlaði ég að ganga upp á Bahnhof Zoo. Mér miðaði hægt áfram í mannþrönginni. Á miðri leið sá ég hús með rauðum ljósum ög biðröð fyrir utan. Ég tók mér þarna stöðu. Mig langaði að vita hvernig kynbræður mínir úr austr- inu nytu þeirra ávaxta sem hingað til hafa verið forboðnir á alþýðulýð- veldinu. Eftir um það bil hálftíma var ég leiddur ásamt 10 Austur-Þjóðveij- um inn í dimmt herbergi. Þegar augun höfðu vanist myrkrinu mátti greina þarna inni örlítið svið og spegia og tvær járnsúlur. Og nú leið og beið. Okkur hafði verið til- kynnt að hin „óviðjafnanlega Suz- anne“ myndi ætla að hafa ofan af fyrir okkur svolitla stund. Eins og gefur að skilja vorum við ákaflega spenntir. Einn Austur-Þjóðveijinn tuldraði nötrandi að þetta væri sjálfsagt eintómt gabb. Honum skjátlaðist. Skyndilega kviknaði á Ijóskösturum, sem lýstu upp sviðið, og David Bowie hóf að syngja „Yo- ung Americans" með sinni mjúku rödd. Suzanne var afar stór kona, afar falleg og afar fáklædd. Eftir að hafa dansað um stund, af miklum þokka og lítilli feimni, rétti hún allt í einu fram aðra höndina og kippti manninum sem hafði nötrað upp á svið til sín. Þetta var snaggaralegur maður um þrítugt í gallabuxum með marmaraáferð. Hann var pieð svart yfirskegg og var höfðinu lægri en Suzanne og hikaði eitt augna- blik. Síðan steig hann trylltan dans. (Ég þakka guði að ég skyldi ekki hafa orðið fyrir valinu. Eg hefði dáið.) Með einu handtaki var Suz- anne ber að ofan. Sá austur-þýski fór að dæmi hennar og reif sig úr skyrtu og nærbol. Svo sveiflaði hann sér kringum járnsúlurnar eins og Tarzan. Eftir annað handtak var Suzanne í öngvu öðru en glitrandi erynalokkum og háhæluðum skóm. Hún hvatti nú litla snögga manninn til að gera eins og hún. Aftur hik- aði hann, en aðeins andartak og var heitur og ijóður með marmara- buxurnar á hælunum þegar lagið dó út. Félagar hans skelltu á lær sér eins og íslenskir bændur, hlógu eins og vitfirringar og lofuðu hann ákaft fyrir frammistöðuna. Þegar ég kom út úr þessu heita húsi hreif mannstraumurinn mig með sér og fyrr en varði var ég kominn inn á aðaltorgið í Vestur- Berlín, Breidscheidplatz. Þar stóð gamall maður með silfurgrátt hár á kassa og predikaði yfir hinum frelsaða lýð. Haiwi sagði að þetta væri allt honum elsku Jesú að þakka og lét það ekki trufla sig þó vestur- þýskur útigangsmaður segði honum hvað eftir annað að halda kjafti og ef Jesús væri til þá ætti hann að gefa sér þak yfir höfuðið og eitt- hvað að éta. Sá gamli sagði að vonskan í heiminum stafaði bara af því að við hefðum gleymt Jesú. Við Þjóðveijar vorum svona ógur- lega vondir við gyðinga af því við vorum búnir að gleyma Jesú. Og kommúnistamir voru svona vondir við ykkur, já, ykkur sem hér stand- ið og eruð nú loksins fijáls, af því þeir gleymdu Jesú. En þetta sem hefur verið að gerast síðustu daga, ég segi ykkur það satt elsku bömin mín — ég er svo óumræðilega glað- * ur í dag — þetta eigum við allt elsku Jesú að þakka. Að lokum var silfur- kollurinn farinn að tala tungum og gráta. Sumir áhorfendanna — þeir vom nær undantekningarlaust Austur-Þjóðveijar — hristu hausinn og sögðu að sá gamli væri geggjað- ur. Aðrir þögðu vandræðalega. Eft- ir dálitla stund tók ungur maður sig út úr hópnum. Ég hélt að hann ætlaði að fara að skamma gamla manninn fyrir að vera að mgla á almanna færi. En hann þurrkaði#** bara tárin af kinnunum — og faðm- aði hann svo. HÚSGANGAR okkar á milli ... I HÆNUR sem sjá heiminn í bleiku eða rauðu ljósi verpa örar en þær sem sjá hann í hvers- dagslegum lit. Bleikar hænsna- linsur eru því orðnar eftirsóttar í Bandaríkjunum. Um 100.000 bandarískar hænur nota þær nú þegar. Þær rífast hvorki né slást lengur í hænsnabúunum heldur einbeita sér að eggjavarpi. Tölvufræðingurinn Rendall Wise, sem uppgötvaði þennan leyndar- dóm, segir að allir hænsnabænd- ur í Bandaríkjunum gætu grætt samanlagt 37,2 milljarða króna á ári ef þeir notuðu linsumar. Hann selur linsurnar á 13 krónur parið. Það tekur aðeins nokkrar sekúndur að smokra þeim í ef gott tak næst á hænsnahálsinum. - ab. ■ FROSTIÐ í Finnlandi kom lögreglunni nýlega til hjálpar. Biíreiðin sem breskur bankaþjóf- ur ætlaði að flýja í fór ekki í gang í kuldanum svo hann hringdi í lögregluna og gaf sig fram. Hann sagði frekari flótta í 16 stiga frostinu tilgangslausan. Hann var eftirlýstur fyrir þrjú bankarán í Finnlandi ogtvö í Svíþjóð. - ab. ■ GEITHAFUR í frönsku Ölpun- um lætur sér ekki nægja að geta kiðlinga heldur gefur hann þeim líka mjólk. Hann er með einn spena og mjólkar fyrsta flokks mjólk. Eigandinn segir hann ekki kvenlegan að öðm leyti. Hvorki hann né dýralæknirinn kunna skýringu á þessu undri. Geithaf- urinn á 25 afikomendur en enginn hefur erfl eiginleika hans enn sem komið er. - ab. Þarf alræði til að afnema alræðið? Á STÚDENTAGARÐI hér í Moskvu, nánar tiltekið í aðalbyggingu sjálfs ríkisháskólans, veiktist fjöldi manns alvarlega vegna salmon- ellusýkingar núna um daginn. Umþijú hundmð sýktust og fjölmarg- ir þurftu að Ieggjast inn á spítala. Ástæðan var sögð sú að kjötrétt- ur, sem framreiddur hafði verið í mötuneyti hér í kjallaranum, var einhverra hluta vegna spilltur af bakteríunni. Þetta slys, ef svo má að orði komast, gerði allt vitlaust hér í háskólanum. Stúdentar settu fram háværar kröfúr og einkennilega ofsafengnar um skárri kost og betri aðbúnað. Og ýmislegt fleira flaut með. Háskólayfirvöld gerðu sitt besta til að róa fólk og lofuðu bót og betmn. Meðal ann- ars var hengd upp svohljóðandi yfirlýsing: „Þeim sem vom á vakt þetta kvöld verður refsað.“ Fólk virtist láta sér það vel líka, og smám saman lægði reiðöld- urnar að mestu. Að vísu fer enn allnokkur umræða fram um málið á veggspjöldum hússins, en hún er öll mun fágaðri en í upphafi. Það var augljóst að bræðin sem virtist grípa marga stafaði af ýmsu öðru en þessu tiltekna atviki. Hins- vegar var langt því frá að háskól- inn rambaði á barmi uppþots. Það var helst að útlendingamir sem hér eru væru í slíkum hugleiðingum. Til dæmis sá sem krotaði á ensku á eina tilkynninguna frá háskóla- yfirvöldum: „Ef þið passið ykkur ekki, helvítin ykkar, verður bylting hér. Gerið ykkur grein fyrir því.“ Þótt ekki sé hægt að segja að yfirlýsing háskólayfirvalda um refsingu sem starfsfólkið í mötu- neytinu skyldi sæta, hafi verið það sem helst sló á reiði fólks, virtist mér enginn hafa neitt við hana að athuga. Auðvitað gátu háskólayfir- völd refsað fólkinu. Ég get hins vegar ekki neitað því að mér fannst eilítið merkilegt að það þætti ofur- eðlilegt að tilkynning um þetta væri hengd upp á vegg rétt eins og tilkynning um bætta þjónustu eða breytta afgreiðslutíma eða eitt- hvað í þeim dúr. Þeir sem stjóma háskóla, eða jafnvel samfélagi, em í aðstöðu til að segja: Þetta ætlum við að gera svona og hitt einhvem- veginn öðravísi. En hvaða yfirvöld hafa rétt til þess að ákveða hér og nú að refsa einhveijum? í þessu var einhver geðþótti sem mér fannst ekki koma heim og saman við þann fijálsræðisblæ sem einkenndi samskipti stúdentanna og fulltrúa háskólans. Það var auð- séð að yfirvöld vildu þóknast stúd- entunum og kannski ennþá ákafar vegna þess að menn era nú að láta af þeim sið hér að virða sjálfsagðar kröfur fólks einskis. Hinsvegar sá ég ekki betur en að til þess að koma á móts við kröfumar væri beitt nákvæmlega sömu meðulum og áður tíðkuðust: valdboði. Það er ekkert annað en alræði í einhverri mynd þegar valdhafi getur ákveðið að skella skuldinni á einhvem tiltekinn einstakling og úthlutað honum refsingu. Sumir vestrænir valdhafar hafa raunar stundum talið sig sitja að slíkum völdum. Mér er til dæmis minnis- stætt þegar Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands kom á knattspyrnuvöll í Belgíu þar sem ólæti enskra fótboltaáhugamanna höfðu kostað tugi mannslífa. Þar sagði Thatcher: „Við munum finna þá seku og refsa þeirn." Hveijir eru „við“? í þeim löndum þar sem alræði ríkir hefur valdhafinn ótakmarkað vald yfir þegnum sínum. AlrSéði er andstæða lagastjómar, því hún felur ævinlega í sér einhverskonar sáttmála yfirvalda og þegna um valdsvið stjómvaldanna. Það þýðir meðal annars að geðþótti á að vera útilokaður frá aðgerðum stjóm- valda; þau hafa einfaldlega ekki rétt til að segja: „Vér, stjórnvöld, höfum ákveðið," að refsa eða ekki refsa. Eitt aðaívandamál þjóðfélags- umbótanna, sem nú er verið að vinna að hér i Sovétríkjunum, snertir að þessu leyti jafn smávægi- legt mál og matareitrun á stúdenta- garði. Þær snúast nefnilega um það að afnema alræði í eitt skipti fyrir öll og taka upp lagastjórn. Auðvit- að eiga Sovétríkin lög og stjórnar- skrá. En ekki þá lýðræðishefð sem segir að meiningin með stjórnar- skránni sé að takmarka rétt stjóm- valda og tryggja þegnunum ákveð- in réttindi. Háskólayfirvöld í Moskvu- háskóla vildu koma til móts við fólkið með því meðal annars að refsa mötuneytisfólkinu, rétt eins og Margaret Thatcher ákvað að refsa óeirðaseggjunum. En er ekki í slíkum yfirlýsingum nákvæmlega sami hugsunarháttur og sá serh býr að baki þegar kröfur era einsk- is virtar og bældar niður með hörku: „Við ráðum“? Dagblöð og tímarit era full af greinum og viðtölum um þjóðfé- lagsumbætumar miklu. Og menn virðast almennt á því máli að það sem nú er að gerast varði ekki síður hugsunarhátt fólks en skipulag og umfang ríkisvaldsins. Þó er það ærið oft sem þingfulltrúar, mennta- menn eða embættismenn sem segj- ast hlynntir umbótunum velta því fyrir sér hvernig hægt sé að losa sig við afturhaldsseggina. En það er einsog mönnum detti ekkert annað í huga en alræðislegar að- ferðir, eða öllu heldur slikar að- ferðir era einu tiltæk meðulin. Þannig er umræðan stödd í nokk- urskonar kviksyndi. Það vantar einhvem grandvöll til að byggja á, því enginn veit hvað má og hvað ekki. Umbótasinnarnir telja að fólkið standi á bakvið sig og því sé þeim allt leyfilegt. Þess vegna er eins og spurningin sé ekki sú hvemig eigi að fara að því að gera Sovétrík- in að lýðræðisríki sem lýtur laga- stjóm og hvemig þau geti jafn- framt verið sósíalísk, heldur hvorir séu sterkari, umbótasinnar eða íhaldsmenn. Og ef svo er, til hvers var þá barist?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.