Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 10
10
MQRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989
■Er litUsrirðandi
fiaiiilioina gagn-
vart konum jafn-
réttisbrot eða
bara ókurteisi?
/
■ Jafnrcttismál ■
ólcstri vcgna viö-
urlagalcysis laga
iim jafna stöðu
karla og kvcnna.
■í mörgum tilfeU-
iiin cru úrskurðir
Jafnrcttisráðs
hundsaðir og ofl-
Icga licggur sá
scm hlifa skyldi —
hið opinbera.
/
um tilmælum ráðsins á bug, en
Jafnréttisráð stefndiu málinu fyrir
dómstóla fyrir hönd Klöru í byrjun
þessa árs. Þar sem hér er um próf-
mál að ræða er ólíklegt annað en
því verði vísað til hæstaréttar á
hvorn veginn sem dómur annars
fellur.
En hvemig horfa málin við Klöru
ívarsdóttur, sem synjað var um
stöðuna?
„Við gengum út, ég og skrif-
stofustjórinn, í ágúst í fyrra,“ segir
Klara. „Það er ekkert grín að þurfa
að standa í svona málum, ekki síst
í svona plássi þar sem setið er um
hveija stöðu — tala nú ekki um
svona starf, sem ekki er á hveiju
strái. Ég hrapaði vitaskuld í tekjum,
því hið eina, sem mér stóð til boða
eftir Andrés Magnússon
Kvennadagurinn 24. október var
haldinn hátíðlegur með eftir-
minnilegum hætti hér á landi
fyrir 14 árum og vakti hann
mikla athygli hvarvetna á jarð-
kúlunni. I framhaldi af þeirri
jafiiréttisumræðu samþykkti Al-
þingi lög um jafha stöðu karla
og kvenna og var Jafnréttisráð
sett á laggirnar til þess að fylgj-
ast með framkvæmd þeirra. Að
öllu jöfiiu eru jafiiréttismál ekk-
ert sérstaklega í deiglunni nú
orðið, þrátt fyrir að margir reyni
að vekja athygli á ýmsu mis-
rétti, sem enn virðist viðgangast.
En hefúr eitthvað miðað í áttina?
Ahveiju ári er fjöldi mála
kærður til Jafnréttis-
ráðs, þar sem fólk telur
sig hafa verið misrétti
beitt vegna kynferðis.
Ráðið úrskurðar hvort um sé að
ræða brot á lögum um jafna stöðu
karla og kvenna og þá skyldi mað-
ur ætla, að málinu væri lokið. En
er svo?
í allt of mörgum tilfellum virðast
menn beinlínis hundsa úrskurði
ráðsins og í mörgum tilvikum hegg-
ur sá er hlífa skyldi — hið opinbera.
I ár hafa 7 mál verið tekin fyrir
í Jafnréttisráði og sex afgreidd. í
grófum dráttum má skipta af-
greiðslu mála í þrennt. í fyrsta lagi
þau mál, sem talin eru brot á lög-
gjöfinni, í öðru lagi þau, sem ekki
eru talin brot, og í þriðja lagi þau
mál, þar sem látið er nægja að
koma á framfæri ábendingum um
það, sem betur mætti fara og í flest-
um tilvikum er orðið við þeim
ábendingum.
Elsa Þorkelsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Jafnréttisráðs var
spurð hvort starf stofnunarinnar
undanfarin 14 ár hafi skilað sér.
„Það er auðvitað mjög erfitt að
meta slíkt. Við höfum oft vísað til
þess að ákvæðinu um auglýsingar,
sem ekki mega vera öðru hvoru
kyninu til lítilsvirðingar og minn-
kunnar, hefur verið æ betur fram-
fylgt. Þessar auglýsingar sjást varla
hér lengur, en það þarf ekki að
fara lengra en til Frakklands til
þess að sjá léttklæddar stúlkur dilla
sér við að auglýsa potta. Þama er
beinharður árangur.
Hefur kæra eitthvað að
segja?
Elsa segir þess mörg dæmi að
launakærur hjá ríkinu séu leystar
áður en til formlegrar kæra kemur,
enda er yfirleitt auðvelt að leysa
þau mál. „Öðra máli gegnir um
stöðuveitingar, því þrátt fyrir að
um ótvírætt brot á lögunum sé að
ræða er ekki hægt reka þann, sem
fékk stöðuna, því þá er atvinnurek-
andinn — enn sem fyrr á þetta sérs-
taklega við um ríkið — bótaskyldur.
Tilfellið er bara það, að atvinnu-
rekendur — bæði ríkið og þeir, sem
era á hinum fijálsa vmnumarkaði
— vilja í lengstu lög forðast kærur,
því menn era hræddir við að fá á
sig þann stimpil að þár sé misrétti
daglegt brauð. Skaðinn er náttúru-
lega skeður, en yfirleitt má rekja
það til vanþekkingar á lögunum,
sem oftast er snarlega bætt úr þeg-
ar svona er komið. Auðvitað gætir
oft stífni, atvinnurekendur svara
og segjast hafna niðurstöðunni og
svo framvegis og allur gangur á
því. En yfirleitt held ég að kærur
veki menn alvarlega til umhugsun-
ar.“
NorðQörður
Á miðju ári í fyrra var ráðinn
nýr sparisjóðsstjóri til Sparisjóðs
Norðijarðar á Neskaupstað. Þrátt
fyrir að ákvæði séu í kjarasamning-
um þar um, var staðan ekki aug-
lýst, en á fundi sparisjóðsstjómar
var rætt um tvo einstaklingá, sem
til greina kæmu í stöðuna, þau
Svein Árnason og Klöra ívarsdóttur
og var Sveinn ráðinn. Sú ákvörðun
var kærð til Jafnréttisráðs.
Jafnréttisráð kannaði fyrst
menntun og starfsreynslu umsækj-
endanna og reyndist hvorugur
þeirra vera með sérstaka viðskipta-
menntun. Klara er gagnfræðingur
en Sveinn með húsgagnasmíðapróf.
Klara hafði hins vegar langa starfs-
reynslu hjá sparisjóðnum og Sveinn
hafði m.a. sinnt fjármálastjórn hjá
tveimur sveitarfélögum.
Niðurstaða Jafnréttisráðs var sú
að ráðningin bryti í bága við jafn-
réttislöggjöfina og var úrskurðurinn
rökstuddur með því, að báðir um-
sækjendur hefðu áþekka menntun
og starfsreynsla þeirra beggja gæti
nýst í stöðu sparisjóðsstjóra, svo
hæfni viðkomandi var ekki dregin
í efa. Hins vegar taldi ráðið ótví-
rætt að túlka skyldi jafnréttislög-
gjöfina á þann veg, að atvinnurek-
anda bæri að ráða þann umsækj-
andann, er væri af því kyni, sem
væri í minnihluta í starfsgreininni,
ef umsækjendur teldust jafnhæfir
að öðra leyti.
Þetta taldi ráðið eitt og sér nægja
til þess að ekki færi milli mála, að
ákvörðun sparisjóðsstjórnarinnar
teldist brot á lögunum. Ráðið benti
ennfremur á að áralöng starfs-
reynsla Klöru hlyti að teljast henni
til tekna. Þá var einnig vísað í kjara-
samning Sambands íslenskra
bankamanna við bankana, en þar
er kveðið á um að bankamenn skuli
að jafnaði ganga fyrir við ráðningar
til bankanna.
Að þessu sögðu beindi Jafnréttis-
ráð þeim tilmælum til Sparisjóðsins
að Klara yrði þegar ráðin spari-
sjóðsstjóri.
Stjórn sparisjóðsins vísaði þess-
eftir útgönguna, var hálft starf á
bæjarskrifstofunni, þar sem ég er
nú.
Málflutningurinn gengur ekki út
á að fá stöðuna, heldur að fá skaða-
bætur, enda hafa umskiptin í lífi
mínu orðið töluverð. Ég geng ekki
inn í starf hjá sparisjóðnum úr því,
sem komið er. Annað en skaðabóta-
krafa kemur heldur ekki til greina,
því þrátt fyrir að hér á landi sé í
gildi jafnréttislöggjöf, sem er að
stofni 14 ára gömul, era engin við-
urlög við brotum á henni. Lögin era
bara brotin og ekkert við því að
gera.
Reyndar skilst mér að í fram-
varpi, sem Jóhanna Sigurðardóttir,
félagsmálaráðherra, ætlar að leggja
fyrir Alþingi í vetur, séu viðurlagaá-
kvæði, þannig að þessi brotalöm
verður vonandi brátt úr sögunni."
Klara segist hin ánægðasta með