Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 15 Verö í tvíbýli á Hotel Weisses Kreuz er 39.400 kr. og á Park-Hotel Mattenhof 41.500 kr. Innifaliö ergisting 15 nætur, hálft fæöi og "gala" ball á gamlárskvöld. þess kominn að Bandaríkjamönn- um sé gerð grein fyrir því, að við þörfnumst verndar þeirra ekki lengur. Japanir geta sjálfir varið sig með eigin afli og hyggjuviti. Við getum þróað betri og áhrifa- meiri varnir fyrir minna fé en við verjum til þeirra mála nú,“ segir hann. Bókin endurspeglar þá almennu japönsku skoðun að tími sé til þess kominn að leiðtogar Japana láti til sín taka í heimsmálunum. Því er blákalt haldið fram að Bandaríkjamenn hafi - hvað sem líði fullyrðingum um hið gagn- stæða - engan rétt til að fyrirskipa breytingar á núverandi viðskipta- háttum ríkjanna. Morita segir muninn á við- skiptastefnu Bandaríkjamanna og Japana fyrst og fremst þann, að Japanir hugsi 10 ár fram í tímann, Metverð á rauðvíni Mónakó. Reuter. FLASKA af 43 ára gömlu Bordeaux-rauðvíni var seld á vínuppboði í Mónakó um síðustu helgi fyrir 16 þús- und franka eða jafiivirði 165 þúsund ísl. króna. Rauðvínsflaskan innihélt 1,5 lítra af víni frá einum frægasta vínræktanda á Bordeaux-svæðinu, Chateau Mouton- Rothschild. Aldrei áður hefur verið greitt svo hátt verð fyrir rauðvínsflösku á uppboði. Á uppboðinu voru seldar 43 flöskur til viðbótar með rauðvíni af sömu ekra. Vora þær slegnar á samtals 121 þúsund franka, eða 1,25 milljónir króna. Vora þær frá áranum 1945-86. Á uppboðinu var 1,5 lítra flaska af Chateau Petras víni frá 1961 seld fyrir 20 þúsund franka, eða 206 þúsund krón- ur og flaska af Romanee- Conti, sem er Búrgúndarvín, fyrir 14.500 franka eða 150 þúsund krónur. Mun það vera hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir þá víntegund. S8 Ármúla 29 símar 38640 - 686100 Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0 Armstrong LDFTAPLDTUR KOPKDPLAST GÓLFFLÍSAR IgfÁRMAPLiSI EINANGRUN GLERULL STEINULL Ný bók í Japan: Að hugsa tíu mínútur eða tíu ár f ram í tímann en Bandaríkjamenn séu önnum kafnir við að græða sem mest á næstu tíu mínútum. Meðan svo sé verði þeir aldrei samkeppnisfærir við Japana. Moriata segir að tími sé til þess kominn að Bandaríkjamönnum sé gert ljóst að þjóðirnar geti beðið sameiginlegt gjaldþrot, ef ekkert sé að gert. Samskipti þjóðanna séu í verulegri hættu. Japanir hafi af sögulegum ástæðum of lengi haft í heiðri þá skoðun að „þögn sé gulls ígildi“, en nú verði að krefj- ast þess að Bandaríkjamönnum sé gerð grein fyrir því í fullri alvöru hvað gera þurfi. Hann lýsir mikl- um áhyggjum yfir viðskiptahalla Bandaríkjanna og þeirri margyfir- lýstu stefnu Bush forseta að skatt- ar verði ekki hækkaðir og spyr: „Hvernig í ósköpunum ætla Bandaríkjamenn að renna stoðum undir efnahag sinn á ný?“ .ffpWJ' mm í Kaupmannahöf n í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttantara Morgunbladsms. NÝÚTKOMIN japönsk bók, sem eingungis var ætluð ákveðnum hópi Japana til lestrar, hefúr valdið írafári í Bandaríkjunum. Bandarískirþingmenn, kaup- sýslumenn og fúlltrúar leyni- þjónustunnar hafa lagt mikið á sig til að ná í þýdda kafla bókar- innar og sent þá með faxtækjum til Bandaríkjanna. Bókin, sem ber titilinn „The Japan that Can Say „No“,“ er skrifuð af Akio Morita, stjórnar- formanni Sony-hlutafélagsins, einum fremsta viðskiptajöfri Jap- ana og vinsælum japönskum stjórnmálamanni, Shinataro Is- hihara, sem gegnt hefur ráðherra- embætti, og er að sumra áliti tal- inn koma til greina sem forsætis- ráðherra á tíunda áratugnum. í þessari 65 blaðsíðna bók eru Bandaríkin talin land kynþátta- haturs (af því að kjarnorku- sprengju var varpað á Japan en ekki Þýzkaland) þar sem efna- hagslíf sé staðnað og stjómendur ráði ekki við vandamálin og ættu því ekki að skipta sér af málum Japana. Höfundar hvetja Japani til að rísa upp og hafna kröfum Bandaríkjanna um að Japanir dragi úr útflutningi sínum til Bandaríkjanna og kaupi meira af bandarískum varningi. Ishihara segir, að Japanir geti breytt valdahlutföllum í heiminum með því að selja Sovétmönnum tölvutækni. Hann segir gagnrýni Bandaríkjamanna á stefnu Japana móðursýkislega. „Það er tími til ’bj/Mm iid/ uf úi)iif -jjj úlii 'jBfúuf bppj-jJi FiRDASKRIFSTOFAN ÚRVAl ayp Álfabakka 16, s: 60 30 60 Pósthússtræti 13, s: 2 69 OO Austurstræti 17, s: 2 66 11 Ferðaskrifstofan Saga, Sudurgötu 7, s: 62 40 40 Úrval og Utsýrt bjóða þér í 5 ferð frá 28. desember til 2. janúar inn íjóiakortið til Interlaken í Sviss fyrir aðeins 39.400 kr. með hótelgistingu, hálfu fæði og eldfjörugu „gala" balli á gamlárskvöld. Þar með kosta áramót í svissneskri ferða- mannaparadís svipað og áramót á Fróni en þau fyrrnefndu hljóma meira spennandi. Kringum Interlaken er stórbrotin náttúru- fegurð. Bærinn liggur milli tveggja vatna og fyrir ofan gnæfa mikilfenglegir tindar eins og Jungfrau og Eiger. Steinsnar frá er Grindel- wald, draumur alls skíðafólks. Farið verður með leiguflugi til Basel og þaðan haldið til Interlaken. Með í för verða vanur fararstjóri og landsfrægir skemmtikraft- arsem munu sjá tilþess að fjörinu linni aldrei allan tímann og nái hámarki á miðnætti á gamlárskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.