Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ MYIMDASOGUR SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989
----------M->—-H—i--i—i---Mh—‘—í—H—H—|—*----1-----------
24________
St)örnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Vatnsberinn
Vatnsberinn (21. janúar til
19. febrúar) er hrifinn af
nýjum hlutum og hugmynd-
um en leiðist gamaldags
hugsunarháttur og aðferðir.
Hann er lítið gefinn fyrir
hefðir og að fara ákveðnar
brautir bara af því að þær
hafa reynst vel fyrir aðra.
Vatnsberinn er því oft frum-
legur og sérstakur.
Vinátta
Vinir sem hann velur sér er
fólk sem hugsar á svipuðum
nótum. Hann er einstakl-
ingshyggjumaður og fijáls í
anda, en þarf samt sem áður
að deila lífinu með öðrum,
því hann er félagslyndur.
Vinir hans era mjög mikil-
vægir, en ef þeir reyna að
halda aftur af honum eða
fá hann til að sjá hlutina
með sínum augum gerir
hann uppreisn og fer sína
eigin leið.
Þrjóska
Þegar Vatnsberinn hefur
meðtekið nýjar hugmyndir
breytir hann ekki svo auð-
veldlega um skoðun. Hann
er í raun þijóskur. Það getur
ruglað sumt fólk í ríminu,
sem álítur áhuga hans á því
sem er nýtt og öðruvísi þýða
að hann sé sveigjanlegur og
breytilegur í hugsun.
Áhugamál
Vegna áhuga á nýjum hug-
myndum hefur Vatnsberinn
oft áhuga á vísindum, tækni
og öðrum fögum sem gera
manninum kleift að ná tök-
um á umhverfinu. Þetta á
sérstaklega við um karl-
menn í merkinu, en konur
hafa meiri áhuga á húman-
isma, eða „mannlegum" fög-
um sem hafa það markmið
að bæta heiminn. Þegar
Vatnsberinn eldist fær hann
oft áhuga á „öðruvísi" fög-
um, svo sem stjömuspeki og
dulspeki.
Réttlœti
Þegar Vatnsberinn er í vina-
hópi hugsar hann um hópinn
sem heild en ekki einungis
um sjálfan sig. Hann reynir
að gera það sem er best fyr-
ir hvem og einn, án þess að
ganga á sínar persónulegu
þarfir. Þetta getur skapað
vandamál og innri baráttu
ef persónulegar þarfir hans
stangast á við þarfir hóps-
ins. Innst inni er Vatnsber-
inn réttlátur og sanngjam
og reynir því að sjá til þess
að allir njóti sín. Hann berst
oft fyrir þá sem ekki fá rétt-
láta meðferð.
Frelsi
Vatnsberinn leggur mikla
áherslu á persónulegt frelsi
og rétt sinn til að fara eigin
leiðir. Þegar reynt er að
þvinga hann inn á ákveðnar
brautir á hann til að verða
mjög þijóskur og neita að
hluata á aðra. Hann vill vera
fijáls til að fara þá nýju og
óvenjulegu leið sem heillar
hann í það og það skiptið.
Engar skýrslur
Það er oft erfítt fyrir aðra
að skilja Vatnsberann, því
þó hann sé kurteis og yfír-
vegaður hleypir hann öðmm
ekki of nálægt sér. Honum
er illa við að bera tilfinning-
ar sínar á torg og telur það
ekki skyldu sína að gefa
skýrslu um hvert einasta
skref sem hann tekur. Hann
er því oft óútreiknanlegur
og kemur öðrum á óvart, þó
hann sé fullkomlega sam-
kvæmur sjálfum sér.
BRENDA STARR
TIL HAMING7U ] rro,-
MENCKEN. / seM þOSBS/P
ElTTHVHÐ
N FALLBST
VtÐ AUG-
'fi'ýt4.
f>0EXLT/HJÖG P/TFÆfS. þó
&ET/K FSNS/Ð V/NNU HVV)R
sem ER. HVAÐ BR Þab
Hj/t BLOSSANU/V S&h
HELDUR I 'þlG ?
H »«•
Y?L'
þú
SA/H-TÍVH/S .,, [ FFÉTTaNEF
Vp7,-i---v----f /wrr segu?
4PFARA \ HÐ eg Þoff/
STRAY, 7 j A£> RANNSAKA PA-
LlTIEi SLÓBOfZ.
• EKAÐGANGA.
^ ur—f t mi h i
LJOSKA
I KJ/tRHAGSERFlD-
LEIKUAI/
ÞÉizu/v\
PETTA
Abir. po
'5EGUL8AND?
' X í JTT u h rCDIMM AMH
-KT ~ 1 —— r tKUIIMAIMU o _ „ ^ V —t: '&VÚ 1
:::
SMAFOLK
I POMT UNPER5TANP THI5
MU5IC.. JU5T AS IT5TART5 T0
6ET BEAUTIFUL, |T CHANGE5...
Eg skil ekki þessa músik. Þegar Af hverju gerir tónskáldið þetta?
hún byrjar að verða falleg breytist
hún.
Hann var hræddur um að við nytum
hennar.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Sagnhafi geturt alltaf unnið
þijú grönd með því að geta sér
rétt til um tígullitinn. En hann
getur losnað við ágiskunina með
því að beita sjaldgæfri fléttu.
Norður gefur; allir á hættu:
Norður
♦ ÁKD6
¥ÁK63 ♦ K94 ♦ 95
Vestur Austur
♦ G109 ♦ 852
VD982 II ♦ 107
♦ DG3 ♦ 7652
+ KG7 Suður ♦ 743 ♦ G54 ♦ Á108 ♦ Á643
♦ D1082
Vestur Norður Austur Suður
— 1 hjarta Pass 1 grand
Pass Pass 3 grönd Pass Pass
Útspil: Spaðagosi.
Einhvern veginn verður að
byija og það er ekki verra en
hvað annað að láta laufníuna
rúlla hringinn í öðmm slag.
Vestur drepur á gosann og spil-
ar aftur spaða. Nú er skynsam-
legt að taka aftur spaða, þó
ekki sé til annars en þvinga
vörnina til að hreyfa rauðan lit.
En spaðinn fellur og þar fær
sagnhafi 8. slaginn. Hann bíður
með síðasta spaðann og spilar
laufí. Austur er í klípu inni á
laufkóng, en gerir sitt besta með
þyí að spila tígulgosa. Og hvað
er nú til ráða?
Innkomufæðin heima virðist
koma í veg fyrir að hægt sé að
nýta laufið. Ein hugmynd er að
drepa á tígulkóng og spila hjarta
að gosanum. En liturinn gefur
ekkert af sér, og þótt síðasti
spaðinn setji vissan þrýsting á
vestur, yrði sagnhafi um síðir
að giska á réttu tígulíferðina.
Lausnin er snjöll. Sagnhafi
leggur tígulkónginn á gosann
og yfirdrepur með ás!! Sækir svo
laufið. 108 í tígli tryggir honum
einn slag og jafnframt innkomu
á frílaufið.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á stórmótinu í Belgrad, sem
lauk um síðustu helgi, kom þessi
staða upp í skák öflugasta heima-
mannsins Ljubomir Ljubojevic
(2.635) og Gary Kasparovs,
(2.775) heimsmeistara, sem hafði
svart og átti leik.
Kasparov hafði fórnað peði fyr-
ir sókn og komst nú út í léttunnið
endatafl með fléttu: 27. —
Bxa2+!, 28. Kal (28. Dxa2 leiðir
til sömu niðurstöðu, en frestur er
á illu beztur.) 28. — Da4, 29.
Dxa2 — Dxa2+, 30. Kxa2 —
Hxc2+, 31. Kb3 — Hxg2, 32.
Kc4 — Hxh2 og með tvö peð
undir í hróksendatafli gaf
Ljubojevic skákina fimm leikjum
síðar. Kasparov hlaut hvorki
meira né minna en 9 v. af 11
mögulegum á mótinu og telst
reikningsglöggum mönnum nú til
að hann muni fá stigatöluna 2.810
á næsta lista FIDE, 1. janúar.
Röð annarra þátttakenda: 2.-3.
Ehlvest og Timman 6 v., 4.-5.
Jusupov og Ljubojevic 6 v., 6.
Jóhann Hjartarson 5 v., 7.-8.
Agdestein og Kozul 5 v., 9,—10.
Short og P. Nikolic 4 v., 11.
Popovic 4 v., 12. Damljanovic 3 v.