Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR &jnn1ud^guk s! DESEMBER 1989 Minning: Þorsteinn Jóns- son, Bjamarstöðum Þorsteinn Jónsson var fæddur á Bjamarstöðum 1. maí 1901. Sonur hjónanna Jóns Marteinssonar og Vigdísar Jónsdóttur, er bjuggu á Bjarnarstöðum frá 1897 til æviloka. Þorsteinn var þriðji elstur níu systk- ina. Hin voru drengur, fæddur 3. júlí 1898, lést fimm daga, Jón bóndi á Bjarnarstöðum, f. 4. október 1899; Friðrika, er'bjó með bræðrum sínum (og systrum) á Bjarnarstöð- um, f. 5. september 1902, dáin 16. júlí 1989; Marteinn, f. 3. febrúar 1904, dáinn 11. janúar 1935; Kristín, f. 16. marz 1908, giftist Jóni Tryggvasyni bónda á Einbúa, þau fluttu árið 1956 í Möðruvelli í Saurbæjarhreppi; Jón er látinn en Kristín býr á Akureyri; Gústaf, f. 20. ágúst 1910, dáinn 28. júlí 1969, kvæntist Jónínu Guðrúpu Egils- dóttur frá Reykjahjáleigu í Ölfusi, þau bjuggu á Bjarnarstöðum til 1959 að þau byggðu nýbýlið Rauða- fell í sama túni; Þuríður og María, tvíburar, fæddar 2. ágúst 1915, búa enn heima á Bjamarstöðum. For- eldrar hans tóku einnig tvö fóstur- böm, Yngva Marinó Gunnarsson, f. 23. júní 1915, er kvæntist Ást- heiði Fjólu Guðmundsdóttur frá Akureyri, þau skildu, Yngvi er nú búsettur í Garðabæ; og Hjördísi Kristjánsdóttur, f. 28. febrúar 1930, sem gift er Sigurgeir Sigurð- arsyni bónda á Lundarbrekku. Þorsteinn var mjög lítið í skóla, nokkra mánuði í barnaskóla hér heima í Bárðardal og einn vetrar- part í „Þinghússkólanum" á Breiðu- mýri, þar var þá skólastjóri Guð- mundur Ólafsson frá Sörlastöðum, síðar lengi kennari á Laugarvatni. í æsku og á uppvaxtarárum Þor- steins kom kaupafólk sunnan af landi til starfa í Bárðardal. Gft vitn- aði hann í þau kynni. Þannig stækk- aði sjóndeildarhringurinn á þeim tíma. I Byggingar og ræktun áttu öflug- an liðsmann þar sem Þorsteinn var. Hann vann við byggingu íbúðarhúss í Kaupangi vorið 1921. Undir hand- leiðslu Jónasar Snæbjörnssonar, sem síðar varð þekktur brúarsmið- ur, og veturinn 1929-1930 vann hann við múrverk á Akureyri. Þetta var hans framhaldsskóli. Alla aðra tíma var hann heima á Bjamarstöð- um, vann þar og nam í skóla lífsins. Hin fornu byggingarefni voru ekki góð á Bjarnarstöðum, torfið mjög sandborið og grjótið rúnnað, svo fátt var um góð grip. Hver kynslóð hafði þurft að byggja yfir sig, en nú var sement að byija að flytjast til landsins og hillti undir varanlegri byggingar. Hafín var bygging íbúðarhúss á Bjarnarstöðum 1923 úr stein- steypu, enn er búið í húsinu, það hefur ekki bilað og staðist kröfur tímans nokkuð vel. Byggt var við húsið árið 1969, eldhús og snyrting sem áður vom í kjallara. Fjós fyrir 5 kýr, hesthús fyrir sjö hross og fjárhús fyrir 100 kindur ásamt við- eigandi heygeymslum voru byggð upp á ámnum fyrir og um 1930, en svo þrengdi heimskreppan að, að Bjamarstaðabændur endur- byggðu þá gömul fjárhús úr torfi og gijóti og ekki var hafist handa á ný fyrr en eftir stríð. Árið 1945 var byggð kartöflugeymsla, steypt í hólf og gólf, falin í hól, kemst þar hvorki að frost né mýs. Vorið 1947 var byggð hlaða á gmnni sem frá var horfið í kreppunni, fjárhús fyrir 50 kindur og hesthús fyrir 5 hesta voru byggð við hlöðuna árið 1953. Sumarið 1950 var gamla fjósið og hesthúsið rifið og byggt nýtt 12 kúa fjós á sama stað á gamla haug- StdIQ ,ynr ÍÖ - --------— steinsteypu. ™ meðfæri'leglr viðhaldsiitiir. Avalll lyrirHggjandl. / ■ Góó vaiahlutaþjónusta. l>. ÞQBGRlMSSON & C0 Ármula 29. simi 38640 FTIIILISGJIIOI: GÚLFSllPIVÍliR • RIPPH ►JOTflt - IJELN • SIETPOSiGIR - IIKIUELII - SiGillLfel - VtlM IrwItillU. húsinu og við hlöðuna. Geymsluskúr var byggður á kreppuárunum, 50 fermetrar, hann var stækkaður um helming árið 1960. Árið 1956 var byggð 600 hesta hlaða og við hana 200 kinda fjárhús 1967. Reykhús úr hlöðnum steini var byggt árið 1975, varanlegt hús með ábúendum í Rauðafelli. Þegar faðir Þorsteins hóf búskap á Bjarnarstöðum heijaði uppblástur mjög á lönd jarðarinnar, meðal ann- ars var túnið í hættu. Það tókst að bjarga því, en svo var lífsbaráttan hörð að dæmi voru þess að heyskap- ur var sóttur suður j íshól, eyðibýli við suðvesturhorn íshólsvatns, og austur í Krákárbakka, eyðibýli suð- ur af Mývatnssveit. En ræktunar- starfið var hafíð og nú er allur hey- skapur tekinn af ræktuðu landi. Brotin hafa verið rofabörð og ræst- ar fram mýrar. Túnin á Bjarnar- stöðum og í Rauðafelli eru nú á milli 50 og 60 ha. sem í upphafi aldar gáfu eitt kýrfóður. Þorsteinn hafði mikla trú á stein- steypu, steypti hann glugga í útihús sem dugað hafa vel. Einnig steypti hann girðingarstaura sem staðið hafa í yfir 50 ár og ekki bilað nema þeir hafi orðið fyrir áföllum. Sandgræðslugirðing var byggð á Bjarnarstöðum um 1930 er hún löngu uppgróin. Fyrir nokkrum árum girti hann stóra girðingu á melunum ofan við Bjarnarstaði sem hann hafði mikinn hug á að græða upp. Einn sinn síðasta dag ræddi hann við Þorstein Tómasson, Tryggvasonar frá Engidal, um sterkar jurtir til uppgræðslu. Hann hafði um árabii reynt að hlúa að lúpínu en náði ekki þar þeim ár- angri, sem hann vænti, vildi því leita annarra sterkari plantna. Þegar Bjarni Runólfsson frá Hólmi í Landbroti fór. um sveitir og virkjaði bæjarlækina kom hann við á Bjamarstöðum. Aðstæður þar voru ekki ákjósanlegar, tveir staðir komu til greina, lítil lind sem mest gat gefið 2 kw og að taka kvísl úr Svartá, þar var fallið mjög lítið, eða 2-3 metrar, en meiri möguleikar til orkuvinnslu. Ráðist var í virkjun árið 1929 við Svartána. Rafstöð gengur enn á Bjarnarstöðum, hún hefur tvisvar vérið endurbyggð, síðast 1965, og skilar nú um 20 kw. Miklir örðugleikar voru á rekstri stöðvarinnar fyrstu 20-30 árin, vegna ís- og krapatruflana, en reynslan kenndi mönnum að sigrast á þeim og nú gengur stöðin vel. Vörubíll var keyptur í Bjarnar- staði 1929. Ók Marteinn bróðir Þorsteins honum, sá bíll var seldur og Marteinn andaðist í blóma lífsins. Aftur var keyptur bíll 1935, ók Þorsteinn honum. Fáir bílar voru til á þessum áram og bílstjórarnir voru tengiliðir milli sveitarinnar og fólksins í þéttbýlinu. Margir þurftu að flytja og margir að fá far með „pela“ en svo var bíllinn nefndur. Hann var af Opel gerð með tvöföldu húsi. Þorsteinn átti og ók bíl án verulegra áfalla til 87 ára aldurs. Þorsteinn var mjög virkur í fé- lagsmálum. Hann var formaður Búnaðarfélags Bárðdæla frá 1932- 1972, beitti sér þar fyrir stofnun Ræktunarsambandsins Þorgeirs- garðs og var lengi stjórnarformaður þess. Hann sat í sveitarstjórn eitt kjörtímabil og kom einnig þar inn sem varamaður. Hann var í sýslu- nefnd um árabil. Hann starfaði mikið með Ungmennafélaginu Ein- ingunni og var heiðursfélagi. Hann var deildarstjóri Bárðdæladeildar Kaupfélags Eyfírðinga lengi, var meðal annars þar á vettvangi með Vilhjálmi Þór. Fiskirækt og fisk- vegagerð í Svartá og Skjálfanda- fljóti vora meðal hans hugsjóna- mála. Hann sat lengi í stjórn Veiði- félagsins, voru honum mikil von- brigði hversu litlum árangri tókst að ná þar. Mætti hann einn örfárra á aðalfundum þess síðast liðið vor. Þorsteinn stóð fyrir byggingu Þinghússins í Sandvík árið 1927 með Hermanni Guðnasyni á Hvarfi og var í Byggingarnefnd Barna- skóla Bárðdæla sem byggður var árin 1958-1962. Hann varí sóknar- nefnd Lundarbrekkukirkju í mörg ár og vann að viðhaidi og endurbót- t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR, Gullteig 12, sem lést í Borgarspítalanum að morgni 26. nóvember verður jarð- sungin miðvikudaginn 6. desember kl. 13.30 frá Laugarneskirkju. Sigurður Sveinbjörnsson, Sveinbjörg Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Karl F. Sigurðsson, Kristín Þormar, Andrea Þormar, Ólafur Þormar, Sveinbjörn Þormar, barnabarnabörn. Svala B. Jónsdóttir, t Minningarathöfn um eiginmann minn, SIGURÐ MAGNÚSSON frá Halsbæ, Hellissandi, fer fram frá Áskirkju, Reykjavík, miðvikudaginn 6. desember kl. 13.30. Jarðsett verður frá Ingjaldshólskirkju, Hellissandi, laugardaginn 9. desember kl. 14.00. Sætaferðir frá BSÍ. Guðrún Jónasdóttir frá Halsbæ. um á kirkjunni, tálgaði til dæmis ásamt öðram velunnuram hennar stjörnurnar í kirkjuhvelfingunni, úr íslensku birki með vasahníf. Mæðiveiki kom í fjárstofn Bárð- dælinga um 1940. Gerði hún miklar búsiíjar. Fjárskipti vora 1945-1946 og tókust þau vel. Veraleg skerðing varð þó á fjárstofninum um tíma. Það var þá sem Smjörsamlag Bárð- dæla var stofnað. Starf þess fór þannig fram að smjöri var safnað saman á Bárðarstöðum af nokkrum bæjum sunnan til í dalnum, þar sem það var hnoðað og mótað í kg stk. Ónnuðust systurnar pökkunina en Þorsteinn smíðaði utan um það tré- kassa og sá um flutninga og sölu. Smjörið var að mestu selt á vegum Kaupfélags Eyfírðinga. Smjörsam- lagið starfaði fram um 1960, þegar mjólkurflutningar komust á allt árið. Eins og áður hefur komið fram bjuggu systkinin 5 saman á Bjarn- arstöðum. Þau studdu foreldra sína meðan þau bjuggu og tóku að fullu við búinu þegar þrek þeirra þraut. Vígdís dó 1953 og Jón 1961, hafði þá verið alblindur heima í 15 ár. Tvö fósturbörn tóku systkinin, Þuríður og Þorstéin, 7 og 9 ára, árið 1960: Guðmund Þór Ásmunds- son nú ftr. á Akureyri, kvæntan Berghildi Valdemarsdóttur og Huldu Guðnýu Ásmundsdóttur, nú húsmóður í Kópavogi, gifta Kristni Baldurssyni. Mörg börn og ungling- ar voru í sveit á Bjarnarstöðum, sumir allt að 10 sumur, mynduðust þar varanleg vináttutengsl eins og glöggt mátti sjá við útför Þor- steins. Systkinin stóðu fyrir búi á Bjarnarstöðum til vorsins 1980 að þangað fluttu hjónin Ólafur Ólafs- son úr Reykjavík og Friðrika Sigur- geirsdóttir frá Lundarbrekku, dóttir Hjördísar fóstursystur þeirra. Gerð- ust þau fljótt meðeigendur í búinu og hafa nú eignast jörðina og búið að miklu leyti. Þau hafa byggt sér nýtt íbúðarhús. Rættust þar vonir Þorsteins að tryggja áframhaldandi búskap á Bjarnarstöðum. Er um hægðist í búskapnum, þegar aðrir tóku við honum að hluta, leitaði hann sér annarra verk- efna, til að svala athafnaþránni. Vorið 1981 fór hann á útskurðar- námskeið til Sigurðar Jakobssonar frá Þórshöfn. Skar hann eftir það út marga kassa úr tré, lakkaði þá ’ og gekk frá lömum og læsingum af smekkvísi. Vorið 1987 byggði hann gróðurhús, þar sem hann ræktaði matjurtir þrjú síðustu árin, sem hann hafði gaman af að rétta fólki. Hann lést að loknum vinnudegi heima á Bjamarstöðum 21. október sl. og var lagður til hinstu hvíldar 4,—nóvember í heimagrafreit, að lokinni kveðjuathöfn í Lundar- brekkukirkju. í þessum hugleiðingum um Þor- stein föðurbróður minn látinn, hefur verið rakin saga uppbyggingar á Bjarnarstöðum, sem er samtvinnuð æviferli hans. Hann hafði for- gönguna, honum fylgda systkinin og fjölskyldan. Hefði samstaðan ekki verið til staðar, hefði árangur- inn ekki orðið sá sem hér hefur verið rakið. Hann hafði gott lag á því að fá menn til samstarfs, þótt aldursmunur og uppeldis væri mik- ill, er mér þar sérstaklega hugsað- til Reykvíkingsins unga sem gekk inn í búið hjá systkinunum, hve gott samstarfíð var. „Steini" breýtt- ist furðulítið þau 45 ár sem ég man hann, alltaf sívinnandi, alltaf sartii áhuginn fyrir öílu sem til umbóta horfði, hvort senvþað var hér heitaa- eða á öðram vettvangi. Blessuð sé minning hans, Egill Gústafsson . Móðir mín, amma og langamma, INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, Bræðraborgarstig 55, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 4. desember kl. 10.30. Hrefna Jónsdóttir Thorsteinsson, Jenny Einarsdóttir, Ágúst Vernharður Einarsson, Gunnar Ingi Einarsson, Rannveig Einarsdóttir, Ragnar Einarsson og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra er sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURJÓNS HALLSTEINSSONAR frá Skorholti. Ingvar Hallsteinsson, Jón Sveinsson. + Lokað Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ODDGEIR PÉTURSSON, Fyrirtæki okkar, Sigurplast hf., er lokað þriðjudag- Grýtubakka 28, inn 5. desember vegna jarðarfarar verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju þriðjudaginn 5. desember Knuds Kaaber, fyrrverandi framkvæmdastjóra. kl. 13.30. Sigurplast. Anna Árnadóttir, börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.