Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 29
!29 MORGUNfiLAÐlÐ MIINNINGflR 3UDt)SSMBSRjigá9 Minning: Ejvind B. Sörensen garðyrkjumaður Fæddur 22. júlí 1924 Dáinn 7. október 1989 Þau ótíðindi spurðust frá Dan- mörku út til íslands á nýliðnum haustdögum að vinur minn Ejvind Brow Sörensen garðyrkjubóndi hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu Stejlebjerg þann 7. október sl. Andlát hans bar að í svefni án alls aðdraganda svo sem best er vitað og því mikið og óvænt áfall fyrir ástvini hans, ættingja og_ vini. Ejvind Brow tengdist íslandi og Islendingum er systir hans, Birta, giftist ungum námsmanni í Dan- mörku á stríðsárunum en það var Jóhann Jónsson sem nú er garð- yrkjubóndi í Dalsgarði í Mosfells- dal. Þau hjón eignuðust átta böm og lögðu þann fjársjóð af mörkum til hins nýja föðurlands Birtu, ís- lands. Birta lést um aldur fram 1975 og varð hinum fjölmörgu vin- um sínum mikill harmdauði. Ejvind Brow var garðyrkjufræð- ingur að mennt og var sonur þeirra merku hjóna Gerdu og Frode Sör- ensen en þau ráku stóra garðyrkju- stöð í Lyngby, Emdruphöj, í jaðri Kaupmannahafnar. Frode var auk þess lektor við Landbúnaðarháskól- ann í Kbh. og hagfræðingur að mennt og í miklu áliti sem slíkur í sínu heimalandi. Heimili foreldra Ejvinds var myndarlegt og mikið menningarheimili og gestrisni var þeim mikil og eðlisleg þörf, en ýmsir útlendingar í Danmörku áttu sér þar griðastað og ávallt velkomn- ir og þá ekki síst Islendingar. Börn Gerdu og Frode voru sjö talsins og sum þeirra eignuðust maka frá öðr- um löndum. Tengdasynir þeirra voru íjórir af erlendu bergi brotnir, frá Júgóslavíu, Frakklandi, Noregi og íslandi, en Ejvind eignaðist danska konu, Else, fædd Johansen. Þau héldu brúðkaup sitt 1952 og hófu búskap á Syvhöj, smábýli skammt frá Kaupmannahöfn. Þar bjuggu þau í nokkur ár en um 1960 festu þau kaup á góðri eign í Karlebo á N-Sjálandi er þau nefndu Stejlebjerg. Þar byggðu þau hjónin mikla og fagra garðyrkjustöð frá grunni og hvergi var til sparað um skipulag og tæknivæðingu. Talið er að stöð þessi hafi verið í fremstu röð á þessum árum og var Ejvind á réttri hillu og í „essinu“ sínu innan um öll þau flóknu tæki sem þar voru í notkun. Er frá leið einbeitti Ejvind sér að ræktun á tómötum og náði þar góðum árangri með uppskeru- magni á fermetra og með því besta sem þekkist. Ejvind valdist fljótlega til ýmissa trúnaðarstarfa í hinu nýja heim- kynni, Karlebo, og var auk þess mjög virkur og mikils metinn í stétt- arfélagi sínu á Sjálandi. Hann beitti sér fyrir allskonar nýbreytni í hér- aðinu, einkum er varðar íþrótta- mannvirki og velferð æskulýðs. Þau hjónin áttu þrjár dætur sem fæddar voru í Syvhöj en ólust upp í Stejle- bjerg en þær eru nú giftar ágætist mönnum og búsettar annarstaðar. Það var svipað með Else og Ejvind eins og tíðkaðist með foreldrana í Emdruphöj að þangað komu margir unglingar til náms og starfa frá ýmsum löndum og margir frá ís- landi. Alltaf var húsrúm og þá ekki síður hjartarúm á heimili þeirra og við það eignuðust þau stóran hóp vina, m.a. hér á landi. Þessi hópur fólks sendir nú Else og öðrum ást- vinum einlægar samúðarkveðjur með vinsemd og kærri þökk og vilja heiðra minningu húsbóndans, hins ágæta heiðursmanns. Else og Ejvind komu ekki oft til Islands en ei að síður eignuðust þau mikinn fjölda vina og kunningja hér á landi því fjölmargir nutu gistivin- áttu þeirra, meðal annars undirrit- aður og þar margsinnis. Þau létu sér ekki muna um ef svo stóð á að ég var í ferð með fleiri félögum að hýsa og taka allan hópinn og minnti þá slíkur höfðingsskapur helst á frásagnir úr íslendingasögunum. Margir þessara sem oftast voru íþróttamenn minnast þessa enn í dag hversu myndarlega var þar að öllu staðið, en 1977 var ég með hóp í næturgistingu og um morguninn vöknuðu menn við meiriháttar framkvæmdir utan við gluggana í Stejlebjerg. Þar voru þá mættir vin- ir og nágrannar kl. 6 um morgun og reistu mikla fánaborg í garðinum og settu upp borð og síðan hófst söngur mikill. Skýring á þessu fékkst bráðlega en hjónin áttu silf- urbrúðkaup þennan dag og undir forystu hreppsnefndarinnar var nú gerð veisla mikil er stóð til hádeg- is. Þetta þótti mörlandanum hið merkilegasta fyrirbæri og það sýndi best hvílíkra vinsælda þessi hjón nutu meðal nágranna sinna. Ég átti þess kost að gista hjá þessum vinum mínum í maímánuði sl. og naut þess að vanda í ríkum mæli, en engan grunaði þá að þetta væri okkar síðasti fundur, því hús- bóndinn lék á als oddi, en enginn má við sköpum renna. Ejvind var mikill Dani í sér óg föðurlandsvinur eins og faðir hans var einnig. Svo sem kunnugt er komst Frode oft í hann krappan í viðskiptum sínum við hernámsliðið en lifði það af enda þótt ekki munaði stundum miklu. Ejvind Brow, þessi ljúfi og elsku- legi vinur okkar, er nú allur, og er þar skarð fyrir skildi. En minningin lifir. Hann kunni vel að meta tryggð og drengskap enda var hann sjálfur þeim kostum búinn í ríkum mæli. I þessum góða dreng komu fram bestu kostir og einkenni frænd- þjóðarinnar dönsku. Það var ávallt tilhlökkunarefni að koma við og gista hjá Else og Ejvind, þar var í fýrirrúmi höfðingsskapur og alls- konar fyrirgreiðsla ef með þurfti. Við vinir og kunningjar í fjöl- skyldu Ejvind hér á landi sendum ekkjunni og öðrum ástvinum sam- úðarkveðjur með vinsemd og þökk. I sömu andránni viljum við nota þetta tækifæri til þess að þakka fjölskyldu Gerdu og Frode í Emd- ruphöj langan og traustan vinskap frá fyrstu kynnum. Jón M. Guðmundsson, Reykjavík. Minning: Guðbjörg Vilhjálms- dóttir, Akranesi Fæddur 4. desember 1904 Dáin 12. október 1989 Mig langar að minnast góðrar vinkonu minnar, Böggu, en hún hefði átt 85 ára afmæli á morgun, 4. desember. Þegar ég var lítil stelpa kynntist ég Böggu þar sem hún var vinkona ömmu minnar og átti ég með henni og afa árvissar heimsóknir upp á Akranes. Eftir að amma mín dó árið 1969 liðu nokkur ár þar til við Bagga tókum upp þráðinn að nýju, en þá tókst með okkur hinn ágæt- asti vinskapur og enga vinkonu var mér hollara að finna. Ég fór aftur að fara ferðir upp á Skaga, oft með fjölskylduna með, en alltaf eina ferð á sumri ein og dvaldi einhveija daga hjá Böggu og naut hlýju henn- ar og gleði og mikillar gestrisni. Þó árin á milli okkar væru 46 þá vorum við bara stöllur sem gátum spjallað og hlegið fram á nótt eða notið þess að þegja saman. Bagga fæddist að Ölvaldsstöðum í Borgarfirði, dóttir hjónanna Vil- hjálms Jónssonar og Eyrúnar Guð- mundsdóttur. Sem ung kona vann hún hin ýmsu störf sem ég kann ekki vel deili á, hún var m.a. vöku- kona á Landakotsspítala í Reykjavík, en lengst af bjó hún og starfaði á Akranesi, var ráðskona á Sjómannaheimilinu á Akranesi og rak þar síðan matsölu í áratugi eða allt til ársins 1979. Eftir að hún hætti að vinna úti gafst henni góð- ur tími til að vinna í garðinum sínum sem var stór og átti hún í honum 2 gróðurhús og ól hún upp öll sín sumarblóm auk þess að rækta rósir og tómata. Gaf þetta henni mikla gleði, heilsan var góð og viljinn sterkur. Sumarið 1988 fékk Bagga áfall, missti mátt og mál, en náði sér ótrúlega vel og undir vor 1989 var hún aftur farin að keyra bílinn sinn og njóta sín, en um það leyti sem sumarblómin áttu að flytjast út í garðinn varð hún að fara á sjúkrahúsið og hún komst ekki aft- ur heim. Bagga giftist aldrei og eignaðist ekki börn. Kært var með henni og systur hennar, Jónu, og fjölskyldu hennar. Dísa Minning: Wenche Fjeld- stad Ingvarsson Það voru mikil sorgartíðindi sem bárust okkur vinkonunum í Noregi þegar það fréttist að Wenche væri Iátin. Við höfðum fylgst með bar- áttu hennar gegn sjúkdómnum sem þjáði hana í svo mörg ár, Wenche gafst aldrei upp en bar sjúkdóm og erfiðleika með hetjuskap, og við dáðumst að kjark og viljastyrk hennar. Boðskapurinn um andlát hennar var ósegjanlegt áfall fyrir okkur allar. Við kynntumst á árunum upp úr 1970, nokkrar norskar konur sem áttu heima í og í nágrenni við Reykjavík, og við stofnuðum saumaklúbb saman. Þessi félags- skapur varð okkur ofsalega mikils virði, vinabönd voru bundin sem aldrei munu slitna, við komum hverri annarri í fjölskyldu stað og héldum saman í sorg og gleði. Eig- inmenn okkar og böm kynntust fljótt og innan þessa hóps þróaðist alveg einstakt samkomulag og sam- heldni. Wenche og eiginmaður hennar, Magnús, voru ómissandi þegar við komum saman, Magnús svo hlýr og rólegur, Wenche kát og fyndin. Ótal og ógleymanlegar era sam- verustundir okkar. Með áranum byggðu þau, og komu sér upp snotra og fallegu heimili í Njarðar- holti með alveg indælum garði í kring og við glöddumst með þeim. Þau hjónin vora alveg framúrskar- andi gestrisin, á þeirra heimili var hægt að koma hvenær sem var og alltaf var maður velkominn. Wenc- he var snillingur að baka og elda og maður fékk aldrei að fara án þess að þiggja veitingar. Alltaf var maður beðinn að koma fljótlega aftur. Með árunum fluttu sumar okkar til baka til Noregs, það gat liðið langur tími á milli heimsókna, bréfa og símtala, en Wenche var alltaf í huga okkar. Hún var mikilvæg per- sóna í lífi okkar árin sem við áttum heima á íslandi og hún mun aldrei gleymast. Við fyllumst þakklæti yfir að hafa átt hennar vináttu. Magnús og börnin, sem trú hafa staðið við hlið hennar til loka, og sem nú hafa orðið fyrir því að missa eiginkonu og móður, vottum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Astrid, Sissel, Torill, Áse Marit, Karin og fjölskyldur. Minning: Sigurlaug Elísabet Gunnlaugsdóttir Fædd 4. mars 1929 Dáin 9. nóvember 1989 I örfáum þakkarorðum langar mig til að minnast' skólasystur minnar og æskuvinkonu, Sigur- laugar Elísabetar Gunnlaugsdóttur, sem lést 9. þessa mánaðar. Kynni okkar einkenndust af einlægri vin- áttu, allt frá því við voram saman iitlar telpur við leik, glens og gam- an. Við hlógum oft saman og tókum þátt í ýmsu sem kemur upp í huga minn við leiðarlok. Sigurlaug fæddist 4. mars árið 1929 í Hafnarfirði. Foreldrar henn- ar vora Snjólaug Guðrún Árnadótt- ir og Gunnlaugur Stefánsson kaup- maður. í æsku bjó Lauga, eins og hún var ávallt kölluð, á Austurgötu 25 og ólst hún jiar upp ásamt bræðram sínum Arna og Stefáni við milda hlýju þeirra, kærleik og umhyggju. Heilsuleysi kom þó í veg fyrir að hún gæti tekið fullan þátt í þessu hefðbundna lífshlaupi sem einkennir okkur nútímafólkið en Lauga fylgdist þó alltaf vel með öllu. Til marks um það mundi hún alla afmælisdaga bama minna og ljómaði eins og sól í heiði þegar við hittumst, hvort heldur það var á götu úti, heima hjá mér eða hjá henni á Austurgötunni. Þegar ég rita þessar fátæklegu línur kemur upp í huga minn ofur- lítið atvik sem lýsir persónu Laugu vel, þegar einn dag í æskú okkar birtist Arni bróðir hennar með seg- ulbandstæki sem hann vildi endi- lega að við töluðum inn á og átti móðir þeirra að hefja talið en Snjó- laug var sjálf ekki alveg viðbúin þessu uppátæki sonarins og kom þá Lauga með skemmtilega tillögu. Hún taldi það væri nú lítill vandi fyrir mömmu hennar að lesa upp úr matreiðslubókinni enda vissi hún hvað móðir hennar bjó til góðan mat. Þar var hún á sínu sviði. Svona sá Lauga alltaf ljós út úr öllu og þannig gladdi hún alla viðstadda. Hún var alltaf svo einlæg, sönn og hjartahrein. Að lokum vil ég þakka Laugu vinkonu minni það trygglyndi sem hún ávallt sýndi mér og bömum mínum. Blessuð sé minning hennar og friður sé með henni. Guðrún Gísladóttir Legsteinar MARGAR GERÐIR Marmorex/Granít Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14, sími 54034 222 Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.