Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 19
I 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 vy MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Möltu-fundur á óvissum tímum Frásagnimar af viðbrögðum íbúa Möítu við því, að þeir George Bush Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hittast undan ströndum eyjarinnar eru gamalkunnar. Þær minna okkur á allt umstangið sem var hér í október 1986, þegar þeir komu hingað með skömmum fyr- irvara Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, og Gorbatsjov. Edward Fench-Adami, forsætis- ráðherra Möltu, segir að staðar- valið sé viðurkenning á utanríkis- stefnu stjórnar sinnar. Forráða- menn ferðamála líta á fundinn sem gullið tækifæri til að kynna Möltu sem ferðamannaland. Allt er á öðrum endanum í Valletta, höfuðborg Möltu, vegna frétta- manna og annars fyldarliðs leið- toganna. Bandarísku sjónvarps- stöðvamar senda kvöldfréttir sínar frá Möltu og þannig mætti áfram telja. Það er engin furða, þótt skipuleggjendur í Valletta hafí ákveðið að fara í smiðju til íslendinga, þegar þeir stóðu frammi fyrir fundinum. Staðan í heimsmálum er allt önnur nú en fyrir þremur árum. Raunar em breytingarnar svo miklar að við eigum erfitt með að átta okkur á heimssögulegu gildi þeirra. Á leiðinni til Möltu hafði Gorb- atsjov viðdvöl í Róm og hitti hans heilagleika Jóhannes Pál II páfa. Var það í fyrsta sinn sem æðsti maður kaþólsku kirkjunnar, páf- inn sjálfur, og sovéskur leiðtogi hittust síðan byltingin var gerð í Sovétríkjunum 1917 og ofsóknir hófust á hendur kristnum mönn- um þar í nafni Marx og Leníns. Má færa rök fyrir því að sá Ieið- togafundur hafi meira gildi nú á þessum umbrotatímum en for- setafundurinn undan strönd Möltu. Gorbatsjov gaf páfa fyrir- heit um að oki yrði létt af kaþ- ólsku kirkjunni' í Úkraínu, sem Stalín bannaði 1946. Ef til vill eigum við eftir að sjá kaþólskan biskup í Úkraínu standa í sömu sporum og Frantisek Tomasek, hinn aldna kardínála í Prag, sem gekk fram fyrir skjöldu á dögun- um eftir að hafa verið í áralangri ónáð og sagði: „Við getum ekki beðið lengur." Aðdragandi að fundi þeirra Bush og Gorbatsjovs hefur ein- kennst af hinni nýju sovésku end- urskoðunarstefnu: Þegar þess var minnst á fimmtudag, að 50 ár voru liðin frá upphafi vetrarstríðs- ins, innrásar Sovétmanna í Finn- land, fordæmdu sovéskir fjöl- miðlar hana sem mistök. Á leið- inni til Möltu lýsti Gorbatsjov yfir aðdáun á „vorinu í Prag“ 1968 og viðurkenndi að viðbrögð Kremlverja hefðu ekki verið við hæfi. Þegar þetta er haft í huga fyr- ir utan alla hina stórviðburðina, sem hafa verið að gerast í Aust- ur-Evrópu undanfarið, þarf engan að undra þótt þannig hafi verið komist að orði, að það sé vel' við hæfi að leiðtogarnir hittist á skips- fjöl við Möltu, þar sem þeir hafi hvort eð er ekki fast land undir fótum í viðræðum sínum. Við slíkar aðstæður er nauðsyn- legt að fara fram með gát. Ástandið er ákaflega viðkvæmt innan Sovétríkjanna sjálfra. Þar eru vinsældir Gorbatsjov minnstar og þar er haldið fast í miðstjórnar- vald eins flokks. Á stöðu forset- anna er sá reginmunur, að annar hefur verið kjörihn með lýðræðis- legum hætti en hinn er útnefndur af sjálfkjörinni valdastétt sem hefur ekki sýnt neinn vilja til þess að minnka eigin völd, þótt hún þoli íbúum annarra landa að fara þá leið, sem þeir kjósa. Enginn væntir þess að fundur- inn við Möltu verði stormasamur. I ríkjunum austantjalds verða óskirnar um efnahagsaðstoð að vestan æ háværari. Lech Walesa talaði ekki aðeins fyrir hönd Pól- vetja þegar hann bað bandaríska þingmenn um að leggja umbótum fjárhagslegt lið. Þegar óskir af því tagi ber hátt vilja menn vera á kyrrum sjó. I gær lentu forset- arnir þó í vandræðum við hina suðlægu Miðjarðarhafseyju vegna roks og rigningar. Raskaði veðrið fundarhöldum og olli því að þeir gátu ekki notað þau skip sem þeir ætluðu. Það ætti loksins að koma í Ijós núna, að ísland sé jafnvel öruggari fundarstaður í haust- eða vetrarverðum en Malta? Skyldu menn nýta sér það í samkeppni ráðstefnueyjanna? spurði hvort hann vissi hvar John Hare væri niður kominn. Hann horfði á mig undrandi og hváði, Ha, hver? John hver? John Hare, ítrekaði ég. Carrington varð hugsi um stund, sagði svo: Er það stafað Hard? Nei, sagði ég og stafaði nafn fiskveiðiráðherrans. Æ, já, John Hare, sagði lávarðurinn þá og leit áhugalaus upp í loftið. John Hare, endurtók hann, alveg rétt. Ég veit ekkert hvað hefur orðið af honum, ætli hann sé ekki dáinn! Jú, ætli það ekki, sagði ég. En þið unnuð saman í fyrsta þorskastríðinu á móti okkur íslendingum. Já, sagði Carrington lávarður og brosti. Veif- aði svo með hægri hendi og sagði hlæjandi: En þið unnuð! Þar með hafði hinn slægvitri lá- varður sagt sitt síðasta orð af þessu tilefni. Viðbrögð hans báru vott um færni og diplómatíska kunnustu, og það vissi hann sjálfur. En ég held þó ekki hann hafi áttað sig á, að viðbrögð hans við spumingu minni um John Hare segja líklega meira um stjórnmála- menn á alþjóðavettvangi og „heims- frægð“ þeirra en virzt gæti í fljótu bragði. Hvaða máli skiptir hvort John Hare er dauður eða lifandi? Hvaða máli skiptir Jón héri stjórnmálanna yfirleitt? Hann gleymist á því andartaki sem tjald- ið fellur. Einsog við öll; þrátt fyrir flugnasuðið. Fólkið liggur í garðinum en flugumar í gluggakistunni, segir í Tveggja bakka veðri. M. (meira næsta sunnudag) Carrington sagðist aldrei tala aukatekið orð við gulu pressuna brezku og hefðu þeir látið hann finna fyrir því. Hefðu raunar hundelt hann frá því< hann stóð fyrir því Ródesía fengi. sjálfstæði. Sagði það hefði verið nauðsynlegt, annars hefði styijöld brotizt þar út og þá hefði öll Áfríka líklega staðið í björtu báli. Rússar hefðu þá. átt greiðan aðgang að álfunni. Ekki sízt af þeim sökum hefði verið nauðsynlegt að leiða Ródesíumálið til lykta. „Þessi blöð sögðu að ég væri kommúnisti," sagði Carrington og var talsvert niðri fyrir. Þau kölluðu mig öllum illum nöfnum, sögðu ég hefði svikið hvíta minnihlutann í Ródesíu og þá ekki sízt Ian Smith. En auðvitað var engin leið útúr þessum ógöngum önnur en sú að veita landinu sjálfstæði. Ég spurði Carrington hvemig honum hefði fundizt Mugabe spjara sig. Alveg sæmilega sagði hann. En þjóðir, sem eru nýbúnar að fá sjálfstæði, bætti hann við, halda að öllu sé lokið, þegar þetta sjálfstæði er fengið. En þá byija erfiðleikarn- ir, einkum efnahagserfiðleikamir, og við það vandamál verður Mugabe að glíma. Lávarðurinn sagði að sín per- sónulega styrjöld við brezku snepl- ana ætti sér langa sögu og hefðu þeir ekki sízt hundelt sig í Falk- landsstríðinu. Ingvi S. Ingvarsson, sendiherra, sem þama var staddur, lagði einnig á það áherzlu að brezku blöðin hefðu átt mikinn þátt í að hrekja Carrington úr emb- ætti utanríkisráð- herra. Styrmir Gunnars- son kollega minn sem Hannes Hólmsteinn telur ranglega sé í alls kyns pólitísku snatti fyrir Jón Bald- vin, en auðvitað er þetta ómakleg þráhyggja og Morgunblaðsfælni hjá Hannesi þvíað Styrmir hefur haldið sínu striki frá því hann var hægri- sinnaður formaður Heimdallar og aðdáandi Goldwaters og aldrei orðið svo mikið sem sunnudagskrati eins- og ég, jæja, Styrmir kollega talaði einnig við Carrington þama í boðinu og sagði mér það hefði komið í ljós hann hefði engar sérstakar mætur á Thatcher. Þó spáði hann því að jámfrúin mundi enn vinna næstu þingkosningar. Og þar reyndist lá- varðurinn sannspár. Carrington er einna opnastur og skemmtilegastur þeirra brezku ráðamanna sem ég hef talað við. Sir Alec Douglas-Home var viðfelld- inn maður, en hlédrægur, Macmill- an holdtekja brezku yfirstéttarinn- ar, Butler einsog dálítið geðstirt bjarndýr, en Heath afar viðræðu- góður og skemmtilegur og mér hef- ur dottið í hug, hvort hann hafi ekki, þrátt fyrir allt, verið e.k. stað- festing þeirrar fullyrðingar Ragn- ars í Smára, að tónlistin geri fólk að betri mönnum. Þeir sem tala aldrei um annað en stjórnmál eru einsog gólandi varúlfar undir fullu tungli. En það em ekki uppáhalds- tónar Heaths. Carrington var aðstoðarráðherra Johns Hare, þegar hann var fiski- málaráðherra Breta 1958 og gegndi þá fyrst ráðherraembætti. Ég HELGI spjall UMRÆÐUR UM ' væntanlegar samn- ingaviðræður EFTA- ríkja og Evrópubanda- lagsins, sem gert er ráð fyrir að hefjist formlega næsta vor, hafa sett mjög svip sinn á störf Alþingis að undanfömu. Sérstök umræða hófst á Alþingi fyrir u.þ.b. 10 dögum um skýrslu utanríkisráðherra um málið og er henni ekki lokið og í vantraustsumræðum í þing- inu sl. fimmtudagskvöld komu þessi mál- efni einnig mjög á dagskrá. Ætla verður að víðtæk samstaða sé hér um nokkur meginatriði í þessu máli. í fyrsta lagi er það áreiðanlega nokkuð al- menn afstaða fólks, að við íslendingar hljótum að tengjast þróun mála í Evrópu með einhveijum hætti. Þeir eru fáir, sem telja það vænlegan kost fyrir okkur, að einangra okkur frá þessari framvindu mála eða taka upp enn nánara samstarf við Bandaríki Norður-Ameríku. í annan stað er allvíðtæk samstaða um það, að ekki komi til greina, að veita aðildarríkjum Evrópubandalagsins veiðiheimildir í íslenzkri fiskveiðilögsögu. Þó gætir eitt- hvað þeirra sjónarmiða, að til greina komi að tala við Evrópubandalagsríkin um veiði- heimildir vegna kolmunna og skiptingu á veiðiheimildum á fisktegundum, sem ganga á milli fískveiðilögsögu okkar og annarra ríkja. í þriðja lagi er nokkuð al- menn samstaða um þá skoðun, að ekki megi hleypa Evrópubandalaginu inn í fisk- veiðilögsögu okkar inn um bakdyr, þ.e. með eignaraðild að íslenzkum sjávarút- vegsfyrirtækjum. Þó eru þeir til, sem spyija: hvað er að því, að útlendingar reki útgerð og fiskvinnslu á íslandi? Miðað við þá víðtæku samstöðu, sem telja verður milli stjórnmálaflokka og fólksins i landinu um meginatriði í þessu máli, gegnir nokkurri furðu, hvers konar Jjaðrafok hefur orðið á Alþingi um þetta mál og þá aðallega ýmsa hliðarþætti þess. Sennilega segir það meiri sögu um ástand- ið í íslenzkum stjómmálum um þessar mundir en málið sjálft. Evrópubandalagið hafði frumkvæði að því í janúarmánuði sl. að bjóða EFTA- rílqunum til viðræðna um samstarf og nánari tengsl þessara aðila. Hvers vegna tóku forystumenn Evrópubandalagsins þetta frumkvæði? Að hluta til er skýringin sú, að Evrópubandalagið stóð frammi fyr- ir umsókn Áusturríkis um aðild að banda- laginu. Innan þess er takmarkaður áhugi á að fleiri ríki bætist í hópinn að sinni og raunar sagði einn af æðstu mönnum EB í Brussel fyrir nokkrum dögum, að Aust- urríki yrði ekki komið í Evrópubandalagið fyrr en eftir næstu aldamót! Með því að bjóða EFTA-ríkjunum í heild til samstarfs hafa forráðamenn Evrópubandalagsins gert sér vonir um, að þeir geti ýtt aðildar- umsókn Austurríkis til hliðar í bili a.m.k. Önnur ástæða fyrir frumkvæði Evrópu- bandalagsins er einfaldlega sú, að EFTA er stærsti viðskiptaaðili þess. Um fjórðung- ur af utanríkisviðskiptum Evrópubanda- lagsins er við EFTA-ríkin og er það nokkru meira en viðskipti þess við Bandaríkin og Japan samanlagt. EFTA-ríkin tóku frumkvæði Evrópu- bandalagsins vel, eins og kunnugt er og undanfama mánuði hafa staðið yfír miklar viðræður milli starfshópa á vegum EFTA og EB til þess að undirbúa frekari ákvarð- anir og viðræður. Er nú gert ráð fyrir því, að hinn .19. desember verði tekin ákvörðun á sameiginlegum ráðherrafundi um formlegar samningaviðræður. Við Islendingar erum að vonum mjög með hugann við okkár* sérmál í þessum samningum, fiskveiðilögsögu og eignarað- ild að sjávarútvegsfyrirtækjum o.fl. En það er gagnlegt fyrir ókkur að gera okkur grein fyrir því, að önnur EFTA-ríki eru líka með sérstök vandamál, sem þau þurfa að finna lausn á. Þannig er afstaða Finna til eignaraðildar útlendinga að skógum í Finnlandi hin sama og afstaða okkar ís- lendinga til þess að hleypa erlendum fiski- skipum inn í fiskveiðilögsögu okkar. Nýja REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 2. desember ríkisstjómin í Noregi er afar viðkvæm fyr- ir fijálsum flutningi vinnuafls milli landa. Ástæðan er vafalaust sú, að stjómin á líf sitt undir Framfaraflokki Hagens, sem hefur lýst andstöðu við íjölgun innflyijenda í Noregi. Svisslendingar hafa einnig áhyggjur af frjálsum flutningi vinnuafls milli landa vegna þess, að um íjórðungur þeirra, sem nú búa í Sviss, eru útlendingar. Þá eiga bæði Austurríkismenn og Sviss- lendingar sína „fiskveiðilögsögu", sem þeir vilja ekki hleypa útlendingum inn í en það em Alpasvæðin í þessum löndum. í báðum ríkjunum gilda nú strangar regl- ur, sem nánast útiloka útlendinga frá því að kaupa upp lóðir í þorpum í Alpafjöllun- um og jafnvel þótt útlendingi tækist að kaupa slíka lóð fengi hann ekki leyfi til þess að byggja t.d. skýjakljúf á henni. Þessar tvær þjóðir vilja ekki að samningar við EB opni útlendingum leið inn á Alpa- svæðin. Af þessum ástæðum er það skoðun sumra þeirra, sem hafa komið nálægt þessu undirbúningsstarfi, að það verði ekki erfítt fyrir íslendinga, að fá þær und- anþágur, sem tryggja, að erlend togarafyr- irtæki geti ekki keypt upp íslenzk sjávar- pláss. Slíkar undanþágur séu sambærileg- ar við undanþágur, sem aðrar þjóðir þurfí að fá. GRUND V ALLAR- tt •s: afstaða Evrópu- VeiOl- ^ bandalagsins er sú heimildir að kreijast aðgangs að auðlindum í skiptum fyrir að- gang að sameiginlegum markaði banda- lagsríkjanna. Með það meginsjónarmið í huga, ér bandalagið svo reiðubúið til að ræða marga hluti. Það var í desember 1976, sem síðasti brezki togarinn sigldi á brott af íslandsmiðum. Þar með lauk með fullum sigri íslendinga margra áratuga baráttu fyrir því að ná yfirráðum yfír auð- lindum hafsins í kringum landið. Þjóðin er að sjálfsögðu ekki reiðubúin til að opna þessa auðlind á ný fyrir öðrum þjóðum tæpum einum og hálfíim áratug eftir að fullur sigur vannst. Fyrir utan það grund- vallarsjónarmið okkar er svo ljóst, að í okkar fískveiðilögsögu er ekkert til skipt- anna og þarf ekki að fjölyrða um það. Allir íslenzkir stjórnmálaflokkar hafa tekið undir þetta sjónarmið. Enginn flokk- ur hefur það á stefnuskrá sinni, að til greina komi að veita erlendum fiskiskipum aðgang að íslenzkri fiskveiðilögsögu. Um þetta sagði Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, í umræðum á Alþingi um Evrópumálin: „Þeirri stefnu hefur þessi ríkisstjórn hafnað (þ.e. að veita veiðiheim- ildir fyrir aðgang að markaði — innskot Mbl.) og ég veit ekki betur en að um þá afstöðu sé órofa samstaða meðal stjóm- málaflokka, stjómmálaafla og hagsmuna- samtaka á íslandi.“ í umræðunum á Alþingi vék Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að kröfu Evrópubandalagsins um fískveiði- heimildir og sagði: „Um það er algjör sam- staða að ég vænti á Alþingi íslendinga, að við ætlum ekki í þessum samningum að taka upp neinar slíkar viðræður. Það hefur aldrei komið til tals af hálfu íslend- inga í þessu efni.“ Það væri óskhyggja af hálfu okkar Is- lendinga að ætla, að samningaviðræður við Evrópubandalagið um þessi efni verði auðveldar. Þær verða mjög erfiðar, svo að ekki sé meira sagt. Innan sjávarútvegs- deildar Evrópubandalagsins er mjög hörð afstaða í þessum málum. Þar segja menn, að Evrópubandalagið hafí aldrei samið við nokkra þjóð um að láta eitthvað af hendi án þess að fá eitthvað í staðinn. Þar er bent á, að margar þjóðir hafí átt við sér- vandamál að stríða varðandi fiskveiðimál. Bent er-á að bæði írar og Skotar hafi þurft á sérmeðferð að halda vegna ákveð- inna landshluta, rétt eins og, hægt sé að líta á málefni íslands í samhengi við lands- hlutavandamál í einstökum EB-rílqum. Þar er bent á, að nú þegar hafi Færeyingar, Norðmenn og Belgar fiskveiðiréttindi í íslenzkri fiskveiðilögsögu og úr því, að þessar þjóðir hafí slík réttindi, hvers vegna þá ekki Evrópubandalagið? Þar er líka talað um kolmunna, eins og Halldór Ás- grímsson gerði á aðalfundi LÍÚ. Þar er sú skoðun uppi, að vinsamleg ummæli ráðamanna einstakra Evrópu- bandalagsrílqa um sérstöðu íslendinga séu fyrst og fremst kurteisistal en vissulega kunni þau einnig að eiga sér skýringar í sögulegum samskiptum þessara þjóða fyrr á árum. Það verður ekki aðeins afstaða sjávarút- vegsdeildar Evrópubandalagsins, sem mun valda erfiðleikum í þessum samningavið- ræðum. Við megum ekki gleyma því, að í EFTA-hópnum eru ríki, sem eiga ann- arra hagsmuna að gæta en við. Svíar hafa t.d. engra hagsmuna að gæta á þessu sviði og væru vafalaust fúsir til að fallast á fiskveiðistefnu bandalagsins. Norðmenn sömdu á sínum tíma um að opna sína físk- veiðilögsögu, sem var áreiðanlega ein helzta ástæðá þess, að aðild Norðmanna þá var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú eru aðstæður breyttar í Noregi. Einn helzti andstæðingur aðildar Norðmanna þá var hér á ferð sl. sumar og sagði þá við rit- stjóra Morgunblaðsins , að margir þeirra, sem þá voru andstæðingar EB-aðildar, mundu fallast á hana nú. Hagsmunasam- tök í sjávarútvegi í Noregi hafa á undanf- ömum árum lagt meiri áherzlu á aðgang að mörkuðum en einkarétt á fiskimiðum En þrátt fyrir þessa afstöðu Norðmanna má búast við, að það valdi erfíðleikum í þessum viðræðum, að Norðmenn krefjist sömu undanþága og íslendingar í sjávarút- vegsmálum. Á hinn bóginn má heyra þau sjónarmið í Brussel, að búast megi við breytingum á fískveiðistefnu Evrópubandalagsins á næstu árum. Fiskveiðifloti bandalagsríkj- anna sé alltof stór miðað við þau fiskimið, sem bandalagið ráði yfír. Þær breytingar, sem búist er við í fisk- veiðimálum EB eru einfaldlega þær, að Evrópubandalagið snúi sér að því að fækka fískiskipum verulega. Þá muni þrýstingur innan bandalagsins á aðgang að fískimið- um annarra þjóða minnka. Hugsanlegt væri því, að íslendingar næðu þeim samn- ingum við Evrópubandalagið, að aðgangur okkar að mörkuðum þess með okkar sjáv- arafurðir mundi aukast í áföngum eftir því, sem fiskiskipafloti bandalagsþjóðanna minnkaði. Enginn getur á þessu stigi sagt nokkuð um það, hvemig þessum viðræðum lyktar. Hitt skiptir miklu máli, að stjórnmálamenn séu raunsæir í umræðum um þessi mál og blekki fólk ekki. Þessar samningavið- ræður verða áreiðanlega hinar erfíðustu, sem við íslendingar höfum lent í frá þorskastríðunum. Afstaða okkar hlýtur að vera óhagganleg. Aðgangur að fískimiðum okkar kemur ekki til greina, þar er af engu að taka. Á fískimiðum Evrópubanda- lagsins er heldur ekki af nokkru að taka og þess vegna er dálítið erfitt að skilja tal ráðherra um veiðiheimildir fyrir veiðiheim- ildir. I UMRÆÐUNUM Tvíhliða viðræður á Alþingi á dögun- um gerðu talsmenn Sjálfstæðisflokks- ins að sinni kröfu það sjónarmið sam- starfsnefndar atvinnurekenda í sjávarút- vegi, að taka beri upp tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið um sjávarútvegs- mál. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði m.a. í þessum um- ræðum: „Er þess þá að vænta að þessar þjóðir (þ.e. önnur EFTA-ríki — innskot Mbl.) muni styðja svo að dugi til þau sjón- armið íslendinga, sem tengjast hagsmun- um, sem bundnir eru við útflutning á sjáv- arafurðum? Ég efa ekki, að Fríverzlunar- samtökin muni standa við sín orð og halda þessum kröfum til streitu en það er valt á það að treysta að sá þungi verði að baki þessari kröfu af hálfu EFTA-þjóðann.a að dugi okkur og okkar sjávarútvegs- hagsmunum. Það er þetta, sem við verðum að hafa í huga ... Við eigum þess vegna að mínu mati og í samræmi við þær óskir, ■ 1 1 mm ?-.y. sem fram hafa komið frá sjávarútveginum alveg hiklaust og ákveðið að taka jafnhliða upp tvíhliða viðræður við Evrópubandalag- ið.“ Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Al- þýðubandalagsins, tók undir þessa skoðun formanns Sjálfstæðisflokksins með tilvísun til samþykkta landsfundar Alþýðubanda- lags er hann sagði: „Hitt liggur einnig fyrir í þessari samþykkt, að við leggjum ríka áherzlu á að tvíhliða viðræður hefjist við Evrópubandalagið um okkar sérstöku málefni, það þýðingarmesta efnahagslega, sem eru sjávarútvegsmálin og útflutningur sjávarafurða frá íslandi." Eyjólfur Konráð Jónsson sagði um þetta í umræðunum á Alþingi: „Þvert á móti er það afdráttarlaus skoðun innan flokksins, að þau sjónarmið, sem fulltrúar í sam- starfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi hafa sett fram m.a. á blaðamannafundi í fyrradag og á fundi Evrópunefndarinnar sl. þriðjudag, séu rétt, þ.e. að beinar við- ræður eigi að taka upp við æðstu ráða- menn Evrópubandalagsins um breytingar á bókun 6, sem allir þekkja, en hún var gerð 1972, þótt hún tæki ekki gildi fyrr en að afloknum deilum okkar við Breta árið 1976.“ Eins og sjá má á þessum ummælum Eyjólfs Konráðs talar hann um tvíhliða viðræður um bókun 6 og sýnist g;era greinarmun á því og viðræðum um sjávarútvegsmál almennt. Um þetta atriði, tvíhliða viðræður, sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, m.a. í umræðum í þinginu: „Menn verða að minnast þess, að í ræðu þeirri, sem Delor hélt 17. janúar sl., segir hann, að það séu tveir kostir: Annars vegar að fara i tvíhliða viðræður við hvert land og hitt, sem hann segir, að Evrópubandalagið kjósi, sé sameiginlega við EFTA. Og á leiðtogafundinum S Osló í marz er fallizt á þessa leið, sem verður t.d. til þess, að tvíhliða viðræður við Austum'ki verða ekki. Þeim er vísað á bug... Ég get upplýst hér, að ég átti fyrir nokkrum dögum ágæt- ar viðræður við Martin Bangeman, sem er einn af kommissörum eða ráðherrum Evrópubandalagsins og þá sagði hann mér þetta enn einu sinni, að það væri eindreg- in skoðun Evrópubandalagsins, að þessar viðræður við ÉFl'A sem heild yrðu að ganga fyrst.“ Skoðanamunur um það, hvort óska ætti eftir tvíhiða viðræðum um sjávarútvegs- mál samhliða viðræðum EFTA og EB, setti töluverðan svip á vantraustsumræð- umar í þinginu sl. fímmtudagskvöld og var augljóst að þetta atriði ásamt spurn- ingunni um umboð til utanríkisráðherra var orðið helzta deiluefni manna um EFTA-EB-mál. Það er auðvitað sjálfsagt að ræða hér heima fyrir, hvort óska eigi eftir tvíhliða viðræðum um sjávarútvegsmál við Evrópu- bandalagið samhliða EFTA-EB-viðræðum. En afstöðu verða menn að lokum að taka og þá með hliðsjón af heildarhagsmunum þjóðarinnar. í samtölum, sem höfundur þessa Reylqavíkurbréfs átti fyrir skömmu við embættismenn í höfuðstöðvum Evrópu- bandalagsins kom skýrt fram, að óski ís- lendingar eftir tvíhliða viðræðum um sjáv- arútvegsmál, muni sjávarútvegsdeild Evr- ópubandalagsins annast þær viðræður, ef á annað borð yrði á þær fallizt, sem ekk- ert liggur fyrir um. Sjávarútvegsdeildin mundi ganga að því samningaborði með þröng sjávarútvegssjónarmið EB-ríkjanna í huga. Innan þessarar deildar er krafan um aðgang að fiskimiðum okkar íslend- inga hörðust. Þar sitja menn, sem hafa þeim skyldum að gegna að framfylgja físk- veiðistefnu bandalagsins til hins ýtrasta. í slíkum yiðræðum er talið afar erfítt fyr- ir okkur íslendinga að fá fram þær undan- þágur, sem við þurfum á að halda. I þessum samtölum kom jafnframt fram, að nái íslendingar samningum um undan- þágur, sem teljast fullnægjandi fyrir okk- ur, innan ramma heildarsamkomulags milli EFTA og Evrópubandalagsins, sem hafí jafnframt að geyma undanþágur fyrir aðr- ar EFTA-þjóðir á öðrum sviðum, svo sem fyrir Finna varðandi skóga, Austurríkis- menn og Svisslendinga varðandi Alpa- svæðin o.fl. séu meiri líkur á því en ella, að hægt verði að fá framkvæmdastjóm Evrópubandalagsins og ráðherranefnd til þess að fallast á slíkar undanþágur, sem hluta af heildarsamkomulagi. M.ö.o. að það sé hyggilegt út frá hagsmunum okkar Islendinga sjálfra að láta á það reyna í heildarsamningum, hvort við náum ekki fram þeim undanþágum, sem máli skipta fyrir okkur og að það gæti beinlínis verið skaðlegt fyrir málstað okkar að lenda í klónum á sjávarútvegsdeild Evrópubanda- lagsins. Það er nauðsynlegt fyrir íslenzka stjórnmálamenn að hafa þessar röksemdir í huga, þegar þeir fjalla um spurninguna um tvíhliða viðræður við Evrópubandalag- ið samhliða heildarviðræðum. Við ættum að hafa í huga, að svo virð- ist, sem við eigum ekki nema einn raun- verulegan bandamann í sjávarútvegsmál- um innan EB, en það eru Vestur-Þjóðveij- ar. í því sambandi skulum við minnast þeirra ummæla sjávarútvegsráðherra V- Þýzkalands, að það yrði á brattann að sækja fyrir okkur í þessum málum, þótt bandalagsríkin þurfí á íslenzkum físki að halda. Morgunblaðinu þykir rétt að koma þess- um sjónarmiðum á framfæri í þessu örlag- aríka máli, sem skipt getur sköpum um framtíð okkar. „M.ö.o. að það sé hyggilegt út frá hagsmunum okk- ar Islendinga sjálfra að láta á það reyna í heild- arsamningum, hvort við náum ekki fram þeim undanþágum, sem máli skipta fyrir okkur og- að það gæti beinlínis ver- ið skaðlegt fyrir okkar málstað að lenda í klónum á sjávarútvegsdeild Evrópubanda- lagsins.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.