Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 6
(i FRÉTTIR/INNLENT MÓRGÚNBÍaÐIÐ' SUNNÚÖÁÖÚ6 3. ÖÚáÉÁÍfiÉÍ6;W8¥ Jón Ásgeirsson formaður Þjóðræknisfélags íslendinga: „Fyrirhugað að færa út kvíamar“ ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG íslendinga komst á sjötta tuginn síðastlið- inn föstudag. I stofnsamþykkt segir að markmið félagsins sé að „efla og glæða samhug Islendinga austan hafs og vestan og ann- arra Islendinga er búa erlendis." í fimm áratugi hefur félagið einbeitt sér að samskiptum við Vestur-íslendinga. Núverandi for- maður félagsins, Jón Asgeirsson, segir að nú sé fyrirhugað að færa út kvíarnar og efla tengslin við íslendinga og íslandsvini um heim allan. Fundagerðarbók félagsins var talinn glötuð en hún fannst nýverið. Þar má lesa að stofn- fundur Þjóðræknisfélags var haldinn í Kaupþingssalnum í Eimskipafélagshúsinu kl. 5 síðdegis 1939. Það kom fram í máli eins fundarboðanda, Thors Thors alþingismanns Sjálfstæð- isiíokksins og síðar sendiherra í Bandaríkjunum, að verkefni fé- lagsins væri að auka menningar- samband og mannaskipti milli Austur- og Vestur-íslendinga. Efla sambandið og bræðraböndin t.d. með bókaútgáfu, blaðagrein- um o.s.frv. Eins og fyrr var getið, skyldi Þjóðræknisfélagið hafa sam- skipti við íslendinga búsetta er- lendis víðar en í Vesturheimi. Raunin var þó sú að samskiptin við Vestur-íslendinga urðu þungamiðjan í starfi félagsins. Óðru hvoru kom þó til tals að vikka út starfsemi þess. Jón Ásgeirsson sagði i sam- tali við Morgunblaðið á afmælis- deginum að náttúrulega myndu samskiptin við landa vora vestra alltaf skipa háan sess en þjóð- rækni Vestur-íslendinga og þarfir væru nú með öðrum blæ en áður var; íslenskumælandi Vestur-íslendingar væru nú ekki margir. Félagið ætlar að bjóða vestur-íslenskum unglingi til árs- dvalar hér á landi í þeim tilgangi að kynnast landi, þjóð og tungu. Formaðurinn greindi frá því að nú væri leitað upplýsinga um öll íslendingafélög erlendis. Þá vilja félagsmenn efla málrækt og íslenska tungu á erlendri grund. Jón Ásgeirsson sagði að í fundargerðarbók félagsins árið 1945 mætti lesa framsýnar ábendingar þeirra Valtýs Stef- ánssonar ritstjóra Morgunblaðs- ins og Ófeigs Ófeigssonar lækn- is. Þeir vildu að Þjóðræknisfélag- ið yrði miðstöð fyrir alla íslend- inga erlendis hvar sem þeir dveldust. Ljóst var að vilji og nauðsyn fyrir stofnun félagsins var ærinn. Jónas Jónsson, framsóknarmað- ur og forgöngumaður fyrir aukn- um samskiptum við Vesturheim, sagði að því er fram kemur í fundargerðarbókinni að hann, Thor Thors og Ásgeir Ásgeirsson alþingismaður Alþýðuflokks, hefðu rætt sín á milli um þörfina á félagi á þjóðlegum grundvelli og án þess að nokkurrar sérpólit- ískar stefnu gæti í starfi þess. Jónas sagði m.a. frá þeim um- mælum ungs Islendings að hann hefði ekki vitað hvað þjóðrækni væri fyrr en hann hefði kynnst tilfinningadýpt Vestur-Islend- inga til Islands. Landsmenn væru heppnismenn að eiga 30.000 góða íslendinga vestan hafs, þjóðrækni þeirra legði okk- ur á herðar að endurgjalda í sama máta. Héðinn Valdimarsson, þá þingmaður sósíalista, benti á, að víðar fyndust íslendingar erlend- Morgunblaðið/Þorkell Jón Ásgeirsson is en í Vesturheimi og ættu þeir um of erfitt að halda sambandinu við ísland og spurði hvort ekki væri rétt að gera félagið víðtæk- ara. Ábending Héðins hlaut nokkurn hljómgrunn eins og stofnsamþykkt félagsins vitnar um. Á stofnfundinum voru fundar- boðendur kjömir í formlega stjórn félagsins. Hin nýkjörna stjórn lagði fram tillögu um að kjósa 26 tilgreinda menn í full- trúaráð. Þótt eindrægni og ein- hugur einkenndu stofnfundinn fór þó svo að ágreiningur varð um tillögu stjómarinnar. María Maack taldi að réttur kvenna væri fyrir borð borinn en einung- is ein kona var á listanum. María stakk upp á tveimur til viðbótar. Thor Thors benti á að valið væri erfitt og sagði að fundarboðend- um hefði þótt rétt „vegna landa vorra vestra að þetta fulltrúaráð væri með allmjög opinbemm blæ, því væm hér ráðherrar, biskup, borgarstjóri og aðrir full- trúar hins opinbera.“ Thor skor- aði á menn að byija ekki á ágreiningi um bráðabirgðafull- trúaráð. Að lokum fór svo að María Maack dró tillögu sína til baka. Sýning um ljóstækni: Aldraðir og sjónskert- ir þurfa meiri lýsingu - segir Olafur S. Björnsson rafiræðingur LJÓSTÆKNIFÉLAG íslands og Sjónstöð íslands standa sameigin- lega að sýningu um lýsingu fyrir aldraða og sjónskerta, sem nefiiist „Líf í réttu ljósi“. Sýningin er í Sjónstöð Islands, húsi Blindrafélags- ins að Hamrahlíð 17, og lýkur henni þar á morgun. Sýningin er opin almenningi frá klukkan 14-16 í dag og á morgun. Frá 6. desem- ber til áramóta verður sýningin í Byggingaþjónustunni, Hallveig- astíg 1. Á sýningunni eru meðal annars veggspjöld með upplýsingum og leiðbeiningum, myndband um lýsingu fyrir aldraða og ýmis sjón- tæki og ljósfæri. Að sögn Ólafs S. Björnssonar raffræðings hefur Ljóstækni- félag íslands nýlega tekið upp sam- starf við Sjónstöð íslands, og er sýningin fyrsti árangurinn af því samstarfi. „Það er í raun og veru ekkert öðmvísi lýsing sem þarf fyrir aldr- aða og sjónskerta en annð fólk, heldur þarf að gera ítarlegri kröfur varðandi lýsinguna. Þetta fólk þarf í mörgum tilfellum meiri birtu og vandaðri, en í mörgum tilfellum er lýsingunni ábótavant og hún jafnvel röng.“ sagði Ólafur. „Á sýningunni getur fólk fengið aðgang að upplýsingum um rétta lýsingu, og er í því sambandi ekki síst höfðað til þeirra hópa sem starfa með öldruðu fólki, sem ætti að geta sótt góð ráð og leiðbeining- ar á sýninguna ekki síður en al- menningur. Sjónstöðin sýnir ýmis hjálpartæki sem þar em notuð, og þeir ráðleggja fólki að nota við lest- ur og annað sjónstar, og til að lífga upp á sýninguna höfum við fengið að láni frá Þjóðminjasafninu ýmis gömul sjóntæki og gamlar kolur til að sýna munin á því og nýjustu perunum sem við emm með.“ Frá sýningunni „Líf í réttu ljósi“ í Sjónstöð íslands í húsi Blindrafé- lagsins, Hamrahlíð 17. + Skeijadýpi: Mokveiði á karfa í stór flottroll Hugsanlegt að um úthafskarfa sé að ræða TOGARAR hafa mokveitt karfa í stór flottroll í Skerjadýpi suðvest- ur af Reykjanesi í haust. Mikið er af sníkjudýrum á karfanum og því telja menn hugsanlegt að hann sé úthafskarfi, sem er utan aflakvóta, en ekki djúpkarfí, sem veiddur hefúr verið með venjuleg- um flottrollum, að sögn Helga Kristjánssonar útgerðarsljóra Sjóla- stöðvarinnar hf. í Hafiiarfirði. Helgi sagði í samtali við Morgun- blaðið að Sjólastöðin væri tilbúin að ræða við Hafrannsóknastofii- un um rannsóknir á karfanum og hugsanlegt væri að fyrirtækið legði til skip til rannsóknanna. Jakob Magnússon, aðstoðarfor- stjóri Hafrannsóknastofnunar, sagði stofnunina tilbúna að ræða við Sjólastöðina um rannsóknir á karfa um borð í togurum stöðvar- innar ef hún bæði um þær. Hann sagði hugsanlegt að úthafskarfi hefði verið veiddur með stóram trollum í Skerjadýpi, þar sem hægt væri að veiða karfann á meira dýpi með stórum trollum en venjulegum. Jakob sagði að hann hefði nýlega skoðað karfa, sem veiddur hefði verið með venjulegu flottrolli í Skeijadýpi, en hann hefði verið djúpkarfi en ekki úthaf- skarfi. Sjólastöðin á frystitogarana Sjóla HF og Harald Kristjánsson HF. Aflaverðmæti Haraldar Kristjánssonar var 30 og 37 millj- ónir króna í tveimur síðustu veiði- ferðum skipsins en Sjóla 39 og 30 milljónir króna. Um tveir þriðju af aflanum var karfi, sem veiddur var með stóm flottrolli í Skeija- dýpi, að sögn Helga Kristjánsson- ar. Helgi sagði að skipin hefðu veitt karfann á 260-280 föðmum, þar sem botndýpi væri 400 faðmar. Með venjulegu flottrollunum væri karfinn hins vegar veiddur á 300 faðma dýpi og trollin yrðu að fylgja botninum. Hann sagði að fremstu möskvarnir á stóm flott- rollunum væm 32 metrar og opið væri svipað að stærð og knatt- spyrnuvöllur. Það væri 114 metrar á breidd og 62 metrar á hæð, eða um 7 ferkílómetrar. Morgunblaðið/Slefán Harðarson Á myndinni sést Sjóli HF veiða karfa með stóru flottrolli í Skeija- dýpi suðvestur af Reykjanesi. í trollinu eru 25-30 tonn.Á innfeldu myndinni eru Jón Þorbergsson (t.v.) og Þráinn Kristinsson skipsljór- ar á Sjóla. Síðasti sýningfar- dagnr hjá Jóhönnu SÍÐASTI dagur sýningar Jó- hönnu Bogadóttur borgar- listamanns á Kjarvalsstöðum er í dag. Sýningin er í vestur- sal og vesturforsal. Sýningin er afrakstur starfs Jóhönnu þann tíma, sem hún hefur notið launa borgar- listamanns. Hún sýnir málverk og teikningar. Sýningin er opin til kl. 18 og aðgangur er ókeyp- is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.