Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 12
81r
12
ma:. mm-szm & smuitmA'jt- atMj&xgaifmtt
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989
eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur/mynd: Árni
Sæberg
Á veggnum yfir
bókaskápnum eru
gipsmyndir af
fyrirrennurum hans.
„Kannski þú lendir þarna
eftir tuttugu ár,“ segi ég.
Hann yppir öxlum: „Æ, ég
held ég kynni ekki við mig.
Ég er ekki mikið fyrir
minnismerki af þessu tagi.
Eina listaverk þessarar
gerðar sem mér hefiir þótt
verulega til um er af
Churchill úti fyrir breska
þinghúsinu - hún minnir
mig á járnsmið Ásmundar.“
Böðvar Bragason
hefur verið lög-
reglustjóri
Reykjavíkur í fjögur
ár. Gagnrýni á lög-
reglu og umdeildar
gerðir, eða afskiptaleysi, kemur
ailtaf uppá öðru hveiju. „Lögreglan
þarf aðhald og umræður eru til
góðs,“ segir hann af stóískri ró.
Hann hafði verið á námskeiði með
nokkrum starfsmönnum um streitu
og slökun. Segir að starf lögregl-
unnar sé mikill streituvaldur,
„vegna þess að það eru margar
óþekktar stærðir í því. Og oft þarf
að taka snöggar ákvarðanir og ein-
att undir pressu." Ég spyr hvort
honum finnist gaman að vera lög-
reglustjóri.
„Gaman? Nei það orð myndi ég
ekki nota. En það er áhugavert og
ég get vel hugsað mér áð gegna
því áfram. Ég er í þjónustustarfi
og það á vel við mig. Mér þykir
opinberir starfsmenn í ýmsum
greinum ekki alltaf hugsa út í að
við erum starfsmenn fólksins, í bók-
staflegri merkingu. Að mörgu leyti
nýt ég starfsins en mér finnst vera
hængur á hversu hægt allar breyt-
ingar og umbætur innan lögregl-
unnar ganga fyrir sig. Mig býður
í grun að þjóðfélagið samsvari ekki
nógu vel væntingum fólks, einkum
ungs fólks. Það er kominn ómann-
eskjulegur bragur á þetta þjóðfélag
og oft ekki frítt við að embættis-
menn iíti of stórt á sig og gleymi
þeim sannindum að þjóðfélagið er
til fyrir þegnana en ekki öfugt.
Nei, ég er ekki svartsýnn þó það
mætti ætla af þessum orðum. En
ég var bjartsýnni þegar ég var
yngri. Jákvæðari líka. Kannski örl-
aði á að ég væri hugsjónamaður á
minn hátt þá. það er heldúr ekki
margt sem ýtir undir að'menn rækti
hugsjónamennsku í nútímaþjóðfé-
lagi. En ég held að við þurfum að
staldra við. Við höfum farið of
geyst.“
Þú varst varaþingmaður Fram-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Ómanncskjulegur bragur á þjóófclaginu,“ scgir Böóvar Bragason lögrcglu-
stjóri i Rcykjavíli í samtali um vandann í samskiplum löggæslu og borgaranna