Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 17
É
sem ósónlagið á að vetja lífríkið fyr-
ir, getur haft skaðvænleg áhrif á
dýraríkið, hvort heldur sem er á láði
eða í legi. „Enn er þetta nokkuð
óljóst. T.d. er vitað að framleiðsla
og dauði ýmissra þörunga í hafinu
er mjög næmt fyrir breytingum á
útfjólublárri geislun. Hér á landi
hefur dr. Þórunn Þórðardóttir hjá
Hafrannsóknastofun rannsakað
hvaða áhrif geislun hefur á ýmsar
þörungategundir, sem eru undir-
staða lífríkisins í sjónum og þá fisks-
ins um leið. Það varðar okkur íslend-
inga, sem lifum á sjónum, því
miklu,“ eins og Guðmundur bend-
ir á.„Svo mikilvægt sem það er fyrir
okkur, þá gildir þetta ekki aðeins
um lífið í sjónum, heldur hefur þessi
geislun líka áhrif á plöntulíf, dýralíf
og manninn sjálfan." Vísaði Guð-
mundur G. Bjarnason um það til
lækna, sem eru að rannsaka þessi
áhrif á manninn, m.a. vegna þess
að mikil breyting hefur orðið á húð-
krabba hjá hvítu fólki á undanförn-
um árum.
Að hans ráði var hringt til Ellenar
Mooney, sérfræðings í húðlækning-
um og húðmeinafræði, sem fylgist
náið með því sem er að gerast á
þessu sviði í heiminum. Sagði hún
að útfjólubláir geislar, sem kallaðir
eru UVC geislar, mundu komast í
gegn ef ósónlagið væri horfið og
hefðu skaðleg áhrif bæði á húðina
og ónæmiskerfi líkamans. Þeir geisl-
ar sem eru á styttri bylgjulengdum
svo sem UVC og UVB valda krabba-
meini. En mikið væri af rannsóknum
í gangi á þessu sviði víða um heim
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989
Magruð er a<ri.iao í toniium. 1986 1987
Kælikerfi og varmadælur 34.2 38.4
Harðfroðueinangrun, ínnl.frl. 20.3 30.0
Harðfroðueinangrun, ínnflutt 81.0 72.0
Mjúkfroðuframleiðsla 4.4 4.6
Efnalaugar 6.0 7.0
Uðavörur, innl. framl. 4.0 4.5
Uðavörur, innflutt 46.0 46.2
Hreinsimiðill í iðnaði 2.5 2.7
Kæli- og frystiskápar 1.8 2.2
200.2 tonn 207.6 tonn
Taflan er úr skýrslu Ósónneftidar
ffá 1988 og sýnir notkun klórfú-
orkoleftia á Islandi árin 1986 og
1987, sem talin eru hafa eyðandi
áhrif á ósónlagið. Magnið er í
tonnum.
og birtust greinar um það í sérfræði-
ritum.
Sama ferli í gangi á
norðurhveli
„Svokallað ósóngat, sem mælist á
vorin yfir Suðurheimskautinu er
mælt á hveiju vori, var fyrst upp-
götvað 1985 af Bresku Suðurskauts-
stofnuninni og mælingar frá gerfi-
hnöttum staðfestu svo þá niður-
stöðu. Þess má geta að þessar gerfi-
hnattamælingar voru fram til 1985
taldar rangar sökum þess hversu lág
gildin reyndust. En þá voru þær
bornar saman við mælingar frá jörðu
og stemmdu við þær.“
En af hveiju kemur þetta gat á
ósónlagið yfir Suðurskautinu fremur
en annars staðar og af hveiju ein-
ungis á vorin? „Osónlagið er yfir
allri jörðinni, en er breytilegt eftir
árstíma og breiddargráðu. En þetta
lag nær hámarksþykkt upp í 15-20
km hæð. Marktækar mælingar hafa
verið gerðar yfir Suðurskautslandinu
og mestar eru breytingarnar í 12-20
km hæð. En ekki er hægt að full-
yrða með vissu að ósónlagið sé að
minnka yfir norðurhveli jarðar. Hins
vegar bendir allt til þess að sömu
ferli eigi sér stað þar. Munurinn á
norður- og suðurhveli felst í mismun-
andi aðstæðum á flæði lofts þar yfír,
þannig að loftið verður mun kaldara
yfir Suðurskautssvæðinu. Þar er
land, sem gerir það að verkum,
ásamt öðmm landfræðilegum að-
stæðum, að loftið verður einangr-
aðra yfir vetrarmánuðina og hlýrra
loft nær ekki að hafa þar áhrif. Af
því leiðir að efnahvörf, sem verða á
yfirborði ískristalla þar við þessar
aðstæður, flýta fyrir ósóneyðing-
unni, samkvæmt kenningu Susan
Solomons. En þarna er um flókin
efnafræðileg ferli að ræða, sem lítt
Breiddargráða
90°l\l
70°l\l
50”N
30°l\l
10°N
10°S
30°S
50°S
70°S
90°S
Jan. Feb. Mar. Apr. Maf Jún. Júl. Agú. Sep. Okt. Nóv. Des.
Gerfihnattamælingar á breyting-
um á ósónlaginu eftir breidd-
argráðum og árstíma sýna
minnkun á heildarmagni ósóns
yfir jörðinni frá 1979-1987. Neðst
til hægri sést ósóngatið yfir Suð-
urskautslandinu og ofarlega til
vinstri sést minnkun um 2% á
íslandi, sem á við vetartímann.
höfðu verið rannsökuð áður en
ósóngatið uppgötvaðist."
Við víkjum að því hvemig brugð-
ist hefur verið við þessum tíðindum
og Guðmundur talar um alþjóðasam-
starf, sem vitanlega á við þegar um
er að ræða hættu, sem ógnar allri
jörðinni. „A árinu 1985 var gerður
svonefndur Vínarsamningur um
vernd ósónlagsins að tilstuðlan Um-
hverfisstofunar Sameinuðu þjóðanna
og síðan viðbót við hann í Montreal
1987, sem mjög margar þjóðir hafa
gerst aðilar að, en þar er tekin sú
meginákvörðun að CFC samböndin,
sem send eru út í loftið, skuli minnka
um 50% fyrir 1. júlí 1998 miðað við
framleiðslu þessara efna á árinu
1986. Hér á íslandi skipaði þáver-
andi iðnaðarráðherra 1988 ósón-
nefnd, sem lagði til að ísland færi
sínar leiðir við að framfylgja þessum
samningi, sem íslendingar gerðust
aðilar að í ágúst með gildistöku frá
27. nóvember sl. Skipuð hefur verið
framkvæmdanefnd til að fylgja mál-
inu eftir. En þetta mál þróast mjög
hratt með nýrri vitneskju, eins og
hér hefur komið fram, og Ijóst er
orðið að þessi sáttmáli þykir ekki
ná nægilega langt. Því hafa Norður-
lönd ákveðið að ganga enn lengra.
I maímánuði 1989 var því gerður
sáttmáli í Helsinki, sem kveður á
um að engin þessara efnasambanda
verði lengur í notkun árið 2000.
Gerfihnattamynd, sem sýnir
mælingar á ósónmagni á suður-
hveli jarðar. Rauðfiólublái litur-
inn gefúr til kynna lágt ósón-
magn. Suðurheimsskautslandið
er á miðri mynd og Astralía efst
til hægri.
Norðurlöndin fjögur skrifuðu undir
þennan sáttmála, en ísland átti víst
engan fulltrúa í Helsinki og var því
ekki með. Aðrar þjóðir eru Banda-
ríkin, Efnahagsbandalagslöndin,
Japan, Kórea, Indland, Kína og
Brasilía. Norðurlönd vildu þarna
sýna fordæmi og vera til fyrirmynd-
ar, þótt heildarframleiðsla þeirra sé
ekki nema 1,3% af heildarfram-
leiðslu þessara efna í heiminum.
Okkur sem erum í norrænu ráðgjafa-
nefndinni er ætlað að fylgjast með
mælingum og rannsóknum og vera
stjórnvöldum til ráðgjafar um þetta
mál. Næst á dagskrá er svo annar
Montreal- samingur, sem gera á i
mars 1990. Þá var ætlunin að fyrri
samningur yrði staðfestur. Reiknað
er með að þá verði fleiri þjóðir með
og að sá samningur muni ganga
lengra vegna þeirra viðbótarupplýs-
inga sem bæst hafa við fyrri vitn-
eskju. Montreal-samningurinn frá
1986 tók ekki inn í dæmið að efna-
ferli á yfirborði ískristalla mundi
flýta fyrir eyðingu ósóns og því hafa
menn gengið of skammt í fyrra skip-
tið.“
Hvað er það þá sem við, jarðar-
börn, eigum von á? „Það fer eftir
því hver framvindan verður og hve
mikil framleiðslan verður á þessum
skaðlegu efnum fyrir ósóniagið",
svarar Guðmundur að bragði.„En
vegna þess hve langan tíma tekur
fyrir þessi ósóneyðandi efni að ber-
ast upp í heiðloftið, þá mundu klór-
samböndin 2-3 faldast þar á næstu
öld, jafnvel þótt Montrealsamþykkt-
inni væri framfylgt af öllum þjóðum
strax í dag. Án þess að taka ný efna-
hvörf inn í dæmið, mundi ársmeðal-
tal ósóns jafnvel minnka um eitthvað
4-12% um miðja næstu öld og því
meir sem nær dregur heimskauta-
svæðunum.
„Á norðurhveli finnast sömu ósón-
eyðandi efni sem á suðurhveli, sam-
kvæmt mælingum og rannsóknum
frá háskólanum í Boulder, en þar
eru þau við aðrar aðstæður. Vel er
hægt að sjá hvað er að gerast þar,
sem gefur þá bara lengri frest. Þess-
vegna er ljóst að stuttur tími er til
stefnu og er unnið að því að breyta
sameiginlega um stefnu. Þetta er
kapphlaup um tíma“, segir Guð-
mundur G. Bjarnason.
Ósónlagið mælt yfir íslandi
fi’á 1957
En hvar og hvernig koma Islend-
17
ingar þarna inn í málið? „Við getum
að vísu ekki staðið fyrir miklum
rannsóknum á þessu sviði“, segir
Guðmundur.„En síðan 1957 hafa
íslendingar mælt heildarmagn ósóns
fyrir ofan okkur. Veðurstofa íslands
hefur staðið að þessum mælingum
frá þeim tíma og fram á þennan
dag. Þetta eru meðal bestu mælinga
á ósóni á norðurhveli. Niðurstöður
hafa ætíð verið sendar til gagna-
banka í Toronto í Kanada, en úr-
vinnsla gagna er fremur takmörkuð
hérlendis. Slíkar langtíma mælingar
hafa verið gerðar á 10 stöðum á
norðurhveli og er Reykjavík einn af
þeim. Tiltölulega lítillar breytingar
hefur orðið vart, nema yfir vetrar-
mánuðina, þegar magn ósóns hefur
minnkað um 2% á árunum 1970-
1980 á svæðinu milli 30. og 65.
breiddarbaugs. Þetta eru einu mark-
tæku mælinganar sem fáaniegar
eru, en heildarúrvinnsla er enn í
gangi.“
Þá bendir Guðmundur á að vegna
flugsins hafi farið fram frá Kefiavík
háloftamælingar með loftbelgjum,
sem fari allt upp í 30 km hæð eða
upp fyrir ósónlagið. Þama er mælt
hitastig, vindhraði og vindstefna.
Nýlega hefur þessi tæknibúnaður
verið endurnýjaður og keypt tæki
frá Finnlandi. Bandaríkjamenn
kaupa tækin, en íslendingar sjá um
reksturinn gegn um Veðurstofu ís-
lands.„Þessi tæki bjóða upp á ein-
faldan og ódýran möguleika til áð
mæla ósónlagið og skoða hvernig
það breytist með hæð og tíma“, seg-
ir Guðmundur G. Bjarnason, „Þetta
verður gert, hvort sem íslendingar
gera það eða aðrir. Það gæti orðið
lítið framlag til málsins frá okkur,
enda er einfalt og tiltölulega ódýrt
að bæta ósónnema við þessi tæki
og Veðurstofa Islands mundi sjá um
framkvæmd mælinganna einu sinni
í viku, ásamt því sem þeir mæla nú
þegar í háloftunum. Starfsfmenn
Veðurstofunnar hafa sýnt fram-
gangi þessa máls mikinn áhuga. Við
þurfum ekki að gera annað _en að
bæta við einum ósónnema. Ég tel
að íslendingar ættu að hafa frum-
kvæði í þessu, m.a. vegna þess hve
góðar Reykjavikurmælingarnar á
ósónmagninu hafa verið og æskilegs
samanburðar á þeim og ósónlaginu
eftir hæð frá jörðu. Þá gætum við
vitað í hvaða hæð mestu breyting-
arnar verða og það gefur möguleika
á að greina betur hvað veldur breyt-
ingum á ósónlaginu.
Fleiri möguleika um hugsanleg
afskipti íslendinga af rannsóknum á
ósónlaginu, nefndi Guðmundur G.
Bjarnason, sem undanfarið hefur
verið að kanna málið á íslandi. Hann
benti á að Gísli Jónsson, prófessor
í rafmagnverkfræði, sem hefur mik-
inn áhuga á ljóstækni, hefur verið
að byggja upp aðstöðu til að mæla
útíjólubláa geislun frá jörðu. Hann
vinnur að því að afia tækjabúnaðar
til þess að mæla útijólubláa geislun
undir berum himni, eins og m.a.
hefur verið 'gert að undanförnu við
Suðurheimskautssvæðið. Áformar
hann byija á þessu næsta haust, ef
ijárveiting fæst til þess. „Þá gæti
það spilað saman við bæði heildar-
ósónmælingarnar hér og mælingar
í háloftunum frá Keflavíkurflug-
velli“, segir Guðmundur.
„Hvarfhraðar í ýmsum efnahvörf-
um, sem taka þátt í efnaferlinu, eru
ekki vel þekktir‘‘, segir Guðmundur
ennfremur.„En Ágúst Kvaran efna-
fræðingur hefur yfir að ráða leysilit-
rófstækni, sem gerir kleift að mæia
suma þessa hvarfhraða hér í Há-
skóla Islands, þar sem hægt er að
skapa svipaðar aðstæður á rann-
sóknastofu og eru í heiðhvolfinu.
Við erum að skoða þetta með tilliti
til ósónlagsins og mælinga á því. í
fljótu bragði sýnist mér að þessi
tækni gæti komið þar að gagni.“
Að lokum ræðum við um þær
gífurlegu og öru breytingar, sem
orðið hafa á ótrúlega skömmum tíma
á þekkingu á öllu sem viðkemur
ósónlaginu, sem umlykur jörðina.
Og Guðmundur G. Bjarnason segir
að jafnvel sérfræðingar megi hafa
sig alla við að fylgjast með því sem
er að gerast, svo hratt berist vitn-
eskjan að, og til þess sé nauðsynlégt
fyrir hann að halda við öllum sínum
samböndum erlendis, ætli hann að
verða hér að gagni.