Morgunblaðið - 07.12.1989, Page 13
HLJÓMLEIKAR HLJÖMLEIKAR HLJÓMLEIKAR HLJÚMLEIKAR HLJÓMLEIKAR HLJÓMLEIKAR HLJÓMLEIKAR
FORSALA AÐGONGUMIDA:
USÍK
Austurstræti 22 • Glæsibæ • Laugavegi 24 • Rauðarárstíg 16 • Strandgötu 37 • Álfabakka 14 • Eiðstorg
MOHGUNBLADLD FIMMTUDAGUR ,7. DESEMBER 1989
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Blásarasveit Tónlistarskólans á Sauðárkróki leikur á degi tónlistar-
skólanna, 11. nóvember.
Sauðárkrókur:
Sauðárkróki.
Tónlistarskólinn á Sauðárkróki hélt upp á dag tónlistarskólanna
þann 11. nóvember. Að vísu viðraði ekki sem best til útitónleika,
en þrátt fyrir kalsa norðanátt og úrkomu lék blásarasveit skólans
nokkur lög sunnan við Safhaðarheimilið, undir sljórn Sveins Sigur-
björnssonar og að viðstöddum nokkrum áheyrendum en eftir hádegi
var skólinn opinn fyrir þá sem koma vildu og silja kennslustundir
og kynna sér það starf sem fram fer innan veggja stofiiunarinnar.
Fyrir nokkru efndu nemendur
blásarasveitar skólans til maraþon-
tónleika, þar sem blásið var stans-
laust frá klukkan átta að morgni
til jafnlengdar næsta dags. Var
markmiðið með tónleikum þessum
að safna fé í ferðasjóð sveitarinnar,
en framundan eru nokkrar ferðir
innanlands og jafnvel erlendis, sem
væntanlega verða verulega kostn-
aðarsamar. Söfnuðu nemendurnir
áheitum hjá fyrirtækjum og ein-
staklingum og buðu svo bæjarbúum
að koma, á meðan á tónleikunum
stóð og hlusta á það sem nemendur
hafa verið að æfa á haustönninni.
Voru nokkrir sem nýttu sér þetta,
en þó allt of fáir.
I Tónlistarskólanum á Sauðár-
króki, sem starfar í Borgarmýri 1,
eru nú 170 nemendur skráðir á
haustönn. Kennarar eru 8, en skóla-
stjóri er Eva Snæbjarnardóttir.
- BB
m m
Til Costa del Sol
um jólin fyrir aðeins
kr. 63.445,- í stúdíóíbúð
og með íslenskum fararstjóra
Ferðamiðstöðin Veröld og Pólaris bjóða einstaka jólaferð til
Costa del Sol þann 20. desember. Þú lifir kóngalífi á sólarströnd-
inni fyrir brot af því sem það kostar hér heima og færð góða
veðrið í kaupbæti. Aðeins nokkur sæti laus.
Suðurströnd Spánar er án efa vinsælasti vetrardval-
arstaður Evrópu og þar er veðurfarið yfir veturinn
eins og besta sumar á fslandi, eða um 25 stig yfir
daginn. Veröld býður nú vetrardvöl með íslenskum
fararstjóra og bestu gististaðina á ströndinni á frá-
bæru verði í vetur.
Hér getur þú notið góða veðurs-
ins og farið í fjölda heillandi
kynnisferða um Andalúsíu, til
Madrid eða Marokkó. Fáðu
bækling sendan heim.
FEBIAMIflSTÖBIN
lut
Austurstræti 17, sími 622200 og Kirkjutorgi 4, Sími 622011
Blásið í sólarhring
til fjáröflunar