Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 31
■ KOMIN er út hjá Iðunni ný teiknimyndasaga um félagna Sval og Val eftir Tome og Janry. Hún heitir Með hjartað í buxunum. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. ■ BANGSI á afmæli heitir bók fyrir yngstu lesendurna eftir Enid Blyton sem Iðunn hefur sent íirá sér. Myndskreytta barnasögu eft- ir hinn sivinsæla rithöfiind. Þór- gunnur Skúladóttir þýddi. ■ IÐUNN hefur gefið út bókina Krakkar í klípu, sögu fyrir börn og unglinga eftir Zilphu Keatley Snyder. I bókinni lenda Davíð, Amanda, Júlía og tvíburarnir Palli og Ester í klóm mannræningja. Alfheiður Kjartansdóttir þýddi bókina. ■ HJÁ IÐUNNI er komin út ný, unglingasaga eftir norska rithöf- undinn Jon Michelet, og nefnist hún Sprengingin okkar. I sögunni segir frá hvítri Ijölskyldu bú- settri í Afríku, sem verður reynslunni ríkari á stuttum tíma í framandi umhverfi. Kristján Jóhann Jónsson þýddi bókina. ■ IDUNN hefur gefið út nýja bók um stákinn Albin eftir Ulf Löf- gren. Þessi bók nefnist Albin og sjóræningjarnir. Þórgunnur Skúladóttir þýddi. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989 Hestaheilsa - Fróðleiksbrunnur um heilbrigði o g sjúkdóma hrossa fram. Ekki er alltaf auðvelt að lýsa því sem Ijallað er um í bókinni en telja verður að höfundurinn komi efninu yfirleitt vel til skila. Fjöldi ljósmynda er í bókinni, bæði í lit og svart hvítu. Eru þær bæði til að prýða bókina en þó aðallega til frekari skýringar á því sem um er fjallað. Oneitanlega hefði verið betra og skemmtilegra að hafa fleiri litmyndir sem hefði að vísu hleypt upp kostnaði við gerð bókar- innar. Sá ágæti teiknari Pétur Behrens sá um allar teikningar í bókinni að undanskildum línuritum og ferst honum það að venju vel úr hendi. Svo til allar ljósmyndirnar eru prýðilegar og koma boðskap sínum vel til skila. Þó má finna þar örfáar undantekningar þar sem skerpan er ekki á réttum stað á myndunum og hefðu þær myndir alveg mátt missa sín. Flestar mynd- anna hefur höfundurinn tekið við störf sín síðastliðið ár. Að síðustu má vitna í aðfaraorð bókarinnar sem Brynjólfur Sand- holt yfirdýralæknir ritar, en þar segir: „Það er þakkarvert að höf- undi hefur verið sköpuð aðstaða til að geta helgað sig samningu þess- arar bókar og mönnum gefinn kjarkur til að ráðast í útgáfu þessa verks með svo glæsilegum hætti eins og hér er að staðið. Ég er þess fullviss að efni bókar- Heilbrigðir og frískir hestar er keppikefli hvers hestamanns. innar á eftir að auka fróðleik hesta- Þessum orðum er ekki erfitt að manna og bæta meðferð og líðan hrossa í landinu." vera sammála eftir lestur Hesta- heilsu. T /^TTi'PT 1 VtI .r.lxl NÝTT SYKURSKERT MALT Helmingi jœrri hitaeiningar EINNOTA FLÖSKUR MEÐ SKILAGJALDI Sanitas __________Bækur_______________ Valdimar Kristinsson Hestatímaritið Eiðfaxi ræðst nú á nýjan leik í bókaútgáfu en áður hefúr útgáfúfélag blaðsins gefið út þijár bækur um tamn- ingar og reiðmennsku eftir kunna tamningamenn. Að þessu sinni er það heilsa hestsins sem Ijallað er um og hefur Helgi Sig- urðsson dýralæknir skrifað bók- ina. Þetta mun í fyrsta sinn sem gefin er út bók hérlendis þar sem eingöngu er fjallaö um heilbrigði og sjúkdóma hrossa og má segja að þörfin hafi verið orðin mikil nieð örum vexti hestamennsk- unnar. Stöðugt bætast við nýliðar í hestamennskuna sem fá góða stoð með bók sem þessari auk þess sem reyndir hestameim geta sótt mikinn fróðleik og upplýs- ingar í hana. I formála bókarinnar segir að hún sé fyrst og fremst ætluð sem handbók fyrir hestamenn, auk þess sem hún komi til með að nýtast til kennslu og fræðslu á sviði hrossa- sjúkdóma. Bókinni er skipt í 32 kafla og má segja að komið sé inn á alla þá sjúkdóma og kvilla sem þekkjast í hrossum hérlendis. Einnig er getið um algeng sár og skurði og hvern- ig skuli bregðast við ef ekki næst strax í dýrlækni. Þá er m.a. fróðleg- ur kafli um sjúkdóma sem hugsan- lega gætu borist til landsins með einum eða öðrum hætti. Sem betur fer erum við laus við alla alvarlega smitsjúkdóma í hrossum hérlendis en í þessum kafla eru varnaðarorð til lesenda um hvernig þessir sjúk- dómar gætu hugsanlega borist til landsins. Raunar má segja að það mikilvægasta í bókinni séu leið- beiningar um fyrirbyggjandi að- gerðir því best er að vera laus við þá kvilla sem upp geta komið. Hestaheilsa er skrifuð á auð- skildu máli og er hún í alla staði aðgengileg til uppsláttar. Vafalaust má finna einhveija hnökra á hinu ritaða máli bókarinnar en þar kann einnig að vera um smekksatriði að ræða hvernig skuli setja hlutina Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.