Morgunblaðið - 07.12.1989, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 07.12.1989, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989 39 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Óvissa um stóriðju Sú bjartsýni, sem ríkti fyrir nokkrum vikum um að samningar væru að takast um byggingu nýs ál- vers á íslandi hefur ekki átt við rök að styðjast. Það varð ljóst fyrr í þessari viku, þeg- ar Svissneska álfélagið hætti þátttöku í samstarfi þeirra fyrirtækja, sem að undanförnu hafa unnið að könnun á byggingu álvers hér. Þessi ákvörðun Svissn- eska álfélagsins veldur von- brigðum og __ er visst áfall fyrir okkur íslendinga. Nú eru eftir tvö af þeim fyrir- tækjum, sem upphaflega hófu könnun á hagkvæmni þess að byggja stóriðjuver hér og ljóst, að þau þurfa að finna þriðja aðila til sam- starfs, ef af framkvæmdum á að verða. Jón Sigurðsson, iðnaðar- ráðherra, talaði á þann veg fyrir allmörgum vikum, að fyllsta ástæða var til að ætla, að samkomulag væri á næsta leiti. Nú er komið í ljós, að bæði ráðherrann og aðrir, sem unnið hafa að þessum málum, hafa verið bjartsýnir um of. Það breyt- ir þó engu um það, að stefna ráðherrans í þessum málum er rétt og að hann mun njóta fyllsta stuðnings Morgun- blaðsins í viðleitni hans til þess að koma á samkomu- lagi milli erlendra stórfyrir- tækja um byggingu álvers hér. Hins vegar er engan veginn öruggt, að takast muni að finna þriðja fyrir- tækið, sem vill taka þátt í þessari framkvæmd. Að því verður að vinna af miklum krafti. Ákvörðun Svissneska ál- félagsins um að draga sig út úr þessu samstarfi og taka ekki þátt í nýjum fram- kvæmdum hér undirstrikar enn einu sinni, að erlend stórfyrirtæki eru ekki í bið- röð við bæjardyr okkar til þess að komast hér að með ný iðjuver., Þvert á móti er bersýnilega mjög mikil sam- keppni um að fá þessi fyrir- tæki til slíkrar uppbygging- ar og þau eiga margra kosta völ. Það er hollt fyrir okkur íslendinga að gera okkur grein fyrir þessu. Nýtt álver hefur verið ein helzta vonin um nýjungar í atvinnulífi, sem gætu auð- veldað okkur að komast upp úr þeim öldudal, sem við nú erum í. Þar sem fullkomin Óvissa ríkir um, hvort af því verður, að nýtt álver verði byggt er nauðsynlegt að auka enn þrýstinginn á þær umbætur í sjávarútvegi, sem tryggt geti aukinn hagnað þjóðarinnar af þeirri at- vinnugrein. í stórum drátt- um er samstaða um þau markmið, sem stefna beri að. Talsmenn sjávarútvegs- ins tala nú opinskátt um nauðsyn þess að fækka fiskiskipum. Talsmenn fisk- vinnslunnar tala nú um nauðsyn þess að fækka fisk- vinnslustöðvum. Þótt samstaða sé meiri um þessi meginmarkmið en oft áður er hins vegar minna rætt um það, hvernig þeim skuli náð. Sumir telja, að þeim verði eingöngu náð með því að taka upp sölu veiðileyfa til útgerðar. Aðrir að vinna verði skipulega að úreldingu fiskiskipa og fisk- vinnslustöðva með sérstök- um aðgerðum. Nú þegar menn eru sammála í megin- atriðum um markmiðin er nauðsynlegt að hefja um- ræður að ráði um hvaða leið- ir eru vænlegastar. Ovissan um stóriðjuna veldur því, að krafizt verður hraðari þró- unar í sjávarútveginum en ella. Það er einungis þetta tvennt: ný stóriðja og aukinn hagnaður af rekstri sjávar- útvegs og fiskvinnslu, sem getur rifið þjóðina upp úr því mikla samdráttarskeiði, sem nú stendur yfir. Jafnframt er ástæða til að benda á, að þær aðgerðir til hagræðingar á mörgum sviðum atvinnulífs, sem unnið hefur verið að á veg- um einstakra fyrirtækja með miklum niðurskurði á kostn- aði, fækkun starfsfólks, sameiningu fyrirtækja og fleiri slíkum ráðstöfunum stuðla einnig að bættum árangri í atvinnulífinu í heild sinni. Skattar einstaklings í staðgreiðslukerfinu 1988-90,4 DÆMI Laun SKATTUR Hlutfall Laun SKATTUR Hlutfall Laun SKATTUR Hlutfall Laún SKATTUR Hlutfall 1.des.87 50.000 35,2% 37,74% 39,94% af launum 80.000 35,2% 37,74% 39,94% af launum 120.000 35,2% 37,74% 39,94% af launum 160.000 35,2% 37,74% 39,94% af launum 1 .jan. '88 50.800 3.084 6,0 81.280 13.813 17,0 121.920 28.118 23,1 162.560 42.424 26,1 1.jún.'88 55.315 4.673 8,6 88.504 6.356 18,5 132.755 31.932 24,1 177.008 47.509 26,8 l.júl. ‘88 57.100 3.378 5,9 91.360 6.066 17,6 137.040 32.146 23,5 182.720 48.225 26,4 1.des.'88 58.722 4.578 7,8 93.955 6.980 18,1 140.933 33.516 23,8 187.911 50.005 26,6 1 .jan. '89 58.722 2.828 4.319 7,4 93.955 15.230 17.616 18,7 140.933 31.766 35.346 25,1 187.911 48.302 53.075 28,2 1.jún.'89 60.249 3.365 4.896 8,1 96.398 16.090 18.538 19,2 144.598 33.056 36.729 25,4 192.798 50.022 54.919 28,5 l.júl. '89 62.045 2.420 3.996 6,4 99.272 15.526 18.048 18,2 148.909 32.997 36.780 24,7 200.659 51.212 56.309 28,1 1.des.'89 64.816 3.396 5.042 7,8 103.705 17.085 19.719 19,0 155.938 35.330 39.281 25,2 207.411 53.589 58.857 28,4 1 .jan. '90 65.936 1.852 4.786 5.352 8,1 105.497 15.315 19.716 21.056 20,0 158.248 34.346 39.624 42.037 26,6 210.998 52.914 59.530 63.000 29,9 Staðgreiðslukerfi skatta: Skattbyrði hefiir vaxið jaftit og þétt Skattbyrði beinna tekjutengdra skatta, tekjuskatts og útsvars, hef- ur vaxið jafnt og þétt síðan staðgreiðsla var tekin upp um áramótin 1987-1988. í meðfylgjandi töflum eru út- á launum. reikningar á tekjuskatti og útsvari Um áramótin 1988-1989 var í staðgreiðslukerfi, frá 1. janúar staðgreiðsluprósentan hækkuð í 1988. Miðað er við laun eins og þau- 37,74%. Þar af hækkaði tekjuskatt- voru í desember 1987 og launin ur um 2,3% og meðalútsvar um síðan uppreiknuð eftir launavísitölu 0,24%. Þá var einnig ákveðið að sem Hagstofa íslands gefur út. stilla frádráttarliðina af um hver Launavísitala fyrir janúar 1990 er áramót miðað við skattvísitölu en áætluð. hækka þá miðað við lánskjaravísi- Sýndur er skattur 1. janúar, 1. tölu um mitt árið eins og áður. júní, 1. júlí og 1. desember. Þessar í nýju frumvarpi er gert ráð fyr- dagsetningar eru valdar vegna þess ir að tekjuskattur hækki um 2% á að þá breytast upphæðir frádráttar- næsta ári, þannig að skattprósentan liða, persónuafsláttar og bamabóta. verði 39,74%. Frádráttarliðir munu í lögum um tekjuskatt, sem giltu hækka um 7,36% frá því þeir voru árið 1988, var kveðið á um að skatt- síðast hækkaðir 1. júlí í sumar, en prósenta í staðgreiðslu væri 35,2%. á sama tíma hefur lánskjaravísitala Þá áttu frádráttarliðirnir að hækka hækkað um 9,98%. Þessi tekju- sjálfkrafa tvisvar á ári samkvæmt skattshækkun var í tengslum við lánskjaravísitölu. Þetta átti að það, að ákveðið var að virðisauka- tryggja að tekjuskattur virkaði sem skattur yrði 24,5% í stað 26%. Áður jöfnunartæki ef breytingar á verð- var gert ráð fyrir óbreyttri tekju- lagi yrðu mun meiri en breytingar skattprósentu en að frádráttarliðir hækkuðu um 3,5%. í meðfylgjandi töflum eru tekin 8 dæmi um skattgreiðslur, 4 um einstaklinga með mismiklar tekjur og 4 um hjón með tvö börn sem njóta barnabóta og eru bæturnar reiknaðar til lækkunar skattgreiðsl- um. Ekki er gert ráð fyrir húsnæðis- bótum eða öðrum endurgreiðslum. í fremsta dálki eru dagsetning- arnar sem skatturinn er reiknaður á. í næsta dálki eru launin, upp- færð með launavísitölu, en hún hef- ur hækkað um 29,7% frá desember 1987 til janúar 1990 (þá er áætluð að launavísitala fyrir janúar 1990 sé 1,75% hærri en desembervísital- an). Gráu reitirnir sýna hvað þeir sem dæmi eru tekin af, hafa greitt í skatt. Til viðmiðunar eru skattar reiknaðir áfram samkvæmt eldri lögum eftir að þeim var breytt. Fyrst samkvæmt lögunum sem giltu 1988, þ.e. 35,2% skattur og frádráttarliðir hækkaðir samkvæmt lánskjaravísitölu. Síðan. miðað við 1987 greiðir 73,5% hærri skatt í 37,74% og að frádráttarliðir hefðu janúar 1990 en í janúar 1988 með- hækkað um 3,5% í janúar 1990. an launin hafa hækkað um 29,7%. Þegar framreikningur á 35,2% Sá með 80 þúsund krónur greiðir skattinum er skoðaður kemur í ljós 52,4% hærri skatt, sá með 120 að skatthlutfallið hefði i raun þúsund krónur greiðir 49,5% hærri minnkað jafnt og þétt, hefði skatta- skatt og 160 þúsund króna maður- lögunum ekki verið breytt. Það inn greiðir 48,5% hærri skatt. Sama skýrist af því að launavísitalan hef- þróun kemur fram hjá barnafjöl- ur hækkað um 29,7% á þessum skyldum. , tíma, eins og áður sagði, en láns- Skýringin á þessu er að eftir þvi kjaravísitalan um 44,3%. Minnkun sem tekjur minnka vega frádráttar- reiknaðra skatta endurspeglar því liðirnir meira og þeir hafa rýrnað minnkandi kaupmátt, eins og lög- miðað við upphaflegu lögin. Þetta unum var ætlað í upphafi. Það má sést á því að skattleysismörk hafa svo deila um það hversu raunhæf hækkað um 24,8% á tímabilinu sem þau lög voru, sérstaklega ef hags- er nokkuð minna en hækkun munir ríkissjóðs eru hafðir í huga. launavísitölu. Ef borinn er saman staðgreiðslu- Rétt er svo að taka fram að sam- skattur í janúar 1988 við stað- anburður á skattbyrði á tveimur greiðsluskatt í janúár 1990 kemur tímapunktum getur verið óraun- í ljós að hann hefur hækkað hlut- hæfur, sérstaklega þegar verið er fallslega meira en lánskjaravísi- að bera saman lágar greiðslur. Því talan og hækkunin er meiri eftir er eðlilegra að líta á breytinguna því sem tekjur eru minni. Maðurinn sem verður á skattahlutfallinu á með 50 þúsund krónur í desember hveijum tíma. GSH Skattar hjóna með tvö börn, 5 og 8 ára, í staðgreiðslukerfinu, 4 DÆMI Laun SKATTUR Hlutfall Laun SKATTUR Hlutfall Laun SKATTUR Hlutfall Laun SKATTUR Hlutfall 1.des.'87 90.000 35,2% 37,74% 39,94% af launum 120.000 35 2°o 37,74% 39,94% af launum 160.000 35,2% 37,74% 39,94% af launum 200.000 35,2% 37,74% 39,94% af launum 1 .jan. '88 91.440 -2.624 -2,9 121.920 8.097 6,6 162.560 22.410 13,8 203.000 36.715 18,1 1.jún.'88 99.576 237 0,2 132.755 11.918 9,0 177.008 27.495 15,5 221.260 43.072 19,5 l.júl. '88 102.780 -1.678 -1,6 137.040 10.381 7,6 182.720 26.460 14,5 228.400 42.539 18,6 1.des.'88 105.700 -650 -0,6 140.933 11.751 8,3 187.911 00 007 bO<lbv( 15,1 234.890 44.824 19,1 1 .jan. '89 105.700 -4.762 -2.072 -2,0 140.933 7.639 11.219 8,0 187.911 24.175 28.948 15,4 234.890 40.701 46.678 19,9 1 .jún. '89 108.448 -3.795 -1.042 -1,0 144.598 8.926 12.602 8,7 192.789 25.896 30.792 16,0 240.990 42.861 48.980 20,3 l.júl. '89 111.682 -6.372 -3.536 -3,2 148.909 6.730 10.573 7,1 200.659 24.946 30.043 15,0 248.189 41.677 47.780 19,3 1.des.'89 116.668 -4.617 -1.654 -1,4 155.938 9.064 13.015 8,3 207.411 27.323 OQRQ4 U<>>Vvl> 15,7 259.264 45.575 52.161 20,1 1 .jan. '90 118.685 -8.466 -2.490 -2.064 -1,7 158.248 5.459 12.440 13.836 8,7 210.998 24.041 32.348 34.799 16,5 263.739 42.606 52.253 55.759 21,1 Sauðárkrókur: Sauðárkróksbær eignast kanónu Sauðárkróki. í kaffisamsæti á Hótel Mælifelli nýlega afhenti frú Anna Friðriks- dóttir, ekkja Jóns S. Nikódemussonar, fyrrverandi hitaveitustjóra á Sauðárkróki, Sauðárkróksbæ að gjöf forláta fallbyssu, sem maður hennar smíðaði. Fallbyssan, sem er rennd úr kopar, stendur á eikar- vagni á fjórum hjólum og er nákvæm eftirlíking þeirra vopna sem notuð voru fyrr á tíð. Aðalheiður Arnórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, veitti gjöfínni viðtöku og þakkað hana fyrir hönd bæjarins. í ræðu sinni rakti forseti bæjar- stjórnar störf Jóns S. Nikódemus- sonar í þágu bæjarins, og þess meðal annars að á sínum tíma þeg- ar verið var að byggja upp Hita- veitu Sauðárkróks, og ekki fengust áhöld frá Jarðborunum ríkisins til þess að ná meiru heitu vatni, þá smíðaði Jón sinn eigin bor sem not- aður var á Sauðárkróki og víðar. Hefur þessi gripur nú verið endur- gerður og stendur við aðalstöðvar Hitaveitu Sauðárkróks, sem tákn um þann mikla hagleik og hug- kvæmni sem Jón S. Nikódemusson átti svo mikið af. Ekki var til þess vitað að Jón hefði neina teikningu eða verklýsingu til að smíða borinn eftir, en hinsvegar hafði, þegar þetta var, komið hingað norður jarðbor sem notaður var við öflun fyrsta heita vatnsins til Hitaveit- unnar, og hafði Jón unnið við gerð fyrstu holunnar. Snorri Björn Sigurðsson, bæjar- stjóri, þakkaði gjöfina einnig og sagði að smíðaður hefði verið stall- ur undir byssuna og mundi hún verða til sýnis á skrifstofum bæjar- ins, fyrst um sinn, en síðar væntan- lega komið fyrir í Safnahúsinu, þar sem þessi kjörgripur yrði varðveitt- ur til frambúðar. Sagði bæjarstjóri að öll gerð þessarar fallbyssu sýndi vel snilldarhandbragð Jóns og hvernig hann vann hvern hlut sem hann lagði hönd að. I samtali við Friðrik, son Jóns S. Nikódemussonar, kom fram að byssan, sem er á annan metra á lengd, er heilrennd úr kopar, og var gjarna notuð á gamlárskvöld til þess að fagna nýju ári. Var þá ekki Morgunblaðið/Bjöm Björnsson Frú Anna Friðriksdóttir ásamt börnum þeirra Jóns S. Nikódemussonar, sem viðstödd voru afhendinguna, Sigurlaugu og Friðrik, en Iengst til vinstri er Aðalheiður Arnórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Sauðárkróks, sem veitti gjöfinni viðtöku. skotið föstum skotum heldur notað púður og fór gjama eftir því hve margar opnur af Morgunblaðinu voru notaðar í forhlað, hve hátíðleg- ur hvellurinn varð. Jón S. Nikódemusson hafði, eins og áður segir, veg og vanda af stofnun Hitaveitu Sauðárkróks, en hún tók til starfa á fyrstu árum sjötta áratugarins, og gegndi starfi hitaveitustjóra allt þar til að hann lét af störfum af heilsufarsástæðum árið 1972. í sögu Sauðárkróks segir: „Það er almannarómur að Jón Nikódem- usson sé einn fjölhæfasti iðnaðar- maður sem starfað hefur á Sauðár- króki. Hann er dverghagur smiður og að sama skapi hugvitssamur og gildir einu hvort hann fæst við hina smágervustu smíð eða grófsmíði, enda fullvíst að enginn maður þar hefur lagt stund á jafnfjölþættar iðngreinar með jafn ágætum árangri." - BB Nemendur öldungadeildar Framhaldsskólans á Laugum. Morgunblaöið/Páll Dagbjartsson Framhaldsskólinn á Laugum starf- rækir öldungadeild í fyrsta sinn Laugum. Nú á þessu haustmisseri er í fyrsta sinn starfræktur kvöld- skóli á vegum Framhaldsskólans á Laugum. Kennt er á 5 stöðum í Suður-Þingeyjarsýslu, og er þátttaka mikil. Síðari hluta októbermánaðar fór fram á vegum Framhaldsskólans á Laugum athugun í öllum aðildar- sveitarfélögum skólans þar sem kannaður var áhugi fyrir því að koma á fót kvöldskóla eða fullorð- insfræðslu. Boðið var nám í tungu- málum, þar á meðal frönsku, tölvu- fræði, bókfærslu o.fl. Áhugi reynd- ist mun meiri en búist var við. Yfir 70 manns skráðu sig til náms og margir í fleiri en eina námsgrein. Til þess að koma til móts við þátt- takendur sem búa dreift í sýslunni, var ákveðið að kennarar færðu sig um set og nær fólkinu. Alls er því kennt á fimm stöðum eða á Laug- um, í Reykjahlíð, Skútustaðaskóla, Hafralækjarskóla og í Stórutjama- skóla. Mælist þetta fyrirkomulag vel fyrir. Þá var og tekin sú ákvörð- un að nú í fyrsta skipti skyldi kennslan fara fram þannig að fyrir hátíðir yrði kennt í 6 vikur og síðan gert hlé og tekið aftur til eftir miðj- an janúar og þá lokið við önnina. Fyrir fólk í sveitum hentar þetta skipulag vel. Boðið er upp á, hvort sem nemendur vilja heldur, að gangast undir próf og þá fá nám sitt metið í áfangakerfi framhalds- náms, eða að taka engin próf í lok áfanga. Þetta sem hér hefur verið lýst er nýjung í starfsemi Framhalds- skólans á Laugum og vonandi leiðir hún til meiri tengingar skólans við umhverfi sitt, en slíkt er að sjálf- sögðu mikils virði. - P.D. Höfii: Stafafells- kirkja end- urvígð Höfn. Stafafellskirkja í Lóni hefur verið endurvígð. Nýsettur próf- astur Skaftafellsprófastsdæmis, sr. Siguijón Einarsson á Kirkju- bæjarklaustri, vígði kirkjuna við hátíðlega athöfii nýlega og að- stoðaði sóknarpresturinn í Bjarnanessókn, sr. Sjöfn Jó- hannsdóttir, við athöfiiina. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Stafafellskirkju undanfar- in ár. Núverandi kirkja var byggð 1866 úr timbri. í henni er gömul altaristafla talin frá um 1670, en Stafafell hefur verið kirkjustaður frá fornu fari. 1907 var Stafafell aflagt sem prestssetur, sem kom til fram- kvæmda 1920, þegar sr. Jón Jóns- son, síðasti prestur sem þar sat, lést. Kirkjunni er þjónað frá Bjarn- arnesi. _ jgg Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Stafafellskirkja í fyrni var end urvigð nýlega. Morgunblaðið/Júlíus vjýtt bílastæðahús hefúr verið tekið í notkun að Vesturgötu 7. Reykjavík: Nýtt bílastæðahús NÝTT bílastæðahús með 110 bíiastæðum hefúr verið opnaði við Vesturgötu 7. Ekið er inn í húsið um Mjóstræti frá Vesturgötu. Um helmingur stæðanna verða leigð fastanotend- um og eru mánaðarkort seld í varð- skýlinu við Bakkastæði. Skammtímastæðin eru opin frá kl. 7:30 til 17:30 og er gjaldið kr. 30 fyrir hverja klukkustund. Nán- ari upplýsingar eru við innkeyrslur og á Bakkastæði. Gjaldtökubúnaður er eins og á Bakkastæði og nýja bílastæðinu, Bergstöðum við Bergstaðastræti (Ur fréttatilkynningu.) Aðaldalsflugvöllur: Borið ofan í flugbrautina Björk, Mývatnssveit. UNDANFARNA daga hafa verið flutt 35 bílhlöss héðan úr Mývatnssveit niður á Aðal- dalsflugvöll. Hér. er um að ræða um 500 rúmmetra. Svo sem kunnugt er hefur borið á aurbleytu á vellinum við vissar aðstæður eftir að borið var á hann leir sem ekið var norðan af Tjörnesi fyrir nokkrum árum. Stundum hefur þurft að loka vellinum af þeim sökum. í hlýindunum síðustu daga hefur aurbleytan háð umferð við völlinn. Með þessum malarflutn- ingum er verið að gera tilraunir með að bæta ástand vallarins. -Krislján
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.