Morgunblaðið - 07.12.1989, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. UESEMBER 1989
63
Fjölmenni á átta-
tíu ára afmælis-
hátíð Mývetnings
Björk, Mývatnssveit.
UM 300 manns sóttu áttatíu ára
afinælisfagnað ungmennafélags-
ins Mývetnings, sem haldinn var
í Skjólbrekku nýlega.
Hófst fagnaðurinn með borð-
haldi klukkan 20. Formaður fé-
lagsins, Jóhanna Njálsdóttir, setti
samkomuna og bauð gesti vel-
komna. Veislustjóri var Erlingur
Sigurðarson. Síðan var flutt fimm
klukkutíma dagskrá. Stefanía
Þorgrímsdóttir rakti sögu félagsins
í all löngu máli. Þar kom meðal
annars fram, að íþróttir hafa frá
upphafi ætíð skipað veglegan sess
í starfsemi félagsins. Má í þvi sam-
bandi nefna íslenska glím'u, skíði,
sund og knattspyrnu, enn fremur
fijálsar íþróttir. Þess má einnig
geta að mývetnskir glímu- og
skíðamenn hafa verið í fremstu
röðum í þeim greinum. Þrír skíða-
menn, Jón og Matthías Kristjáns-
synir og ívar Stefánsson voru
heiðraðir sérstaklega fyrir frábær-
an árangur í skíðakeppnum fyrr á
árum.
Mývetningur hefur á sínum
starfstíma ávallt látið margskonar
menningarmál til sín taka, meðal
annars með sýningum fjölda leik-
rita. í tilefni afmælisins sýndu níu
félagar þætti úr „Ævintýri á
gönguför", undir stjórn Þráins
Þórissonar. Félagið sýndi þetta
leikrit fyrir allmörgum árum.
Blandaður kór söng nokkur lög úr
leikritum, sem áður hafa verið sýnd
á vegum félagsins, við undirleik
Arnar Friðrikssonar. Hann lék
einnig undir einsöng Steinþórs
Þráinssonar.
Félaginu barst mikiil íjöldi
skeyta, gjafa og afmælisóska. Jón
Ólafsson flutti kveðjur og afhenti
gjöf frá stjórn Ungmennafélags
Islands. Margar ræður voru fluttar
og ávörp og gjafir afhentar af full-
trúum ungmennafélaganna í sýsl-
unni, svo og HSÞ. Sparisjóður
Mývetninga gaf félaginu 100 þús-
und krónur og Sveinn Helgason á
Grænavatni sömu upphæð. Sveit-
arstjórn Skútustaðarhrepps ákvað
að gefa heitt vatn í sundlaug fé-
lagsins á Álftabáru.
Frá stofnun félagsins hafa 36
menn og konur gegnt formennsku
og búið var að festa upp á vegg
félagsheimilisins myndir af þeim
flestum. Heiðurfélagar ungmenna-
félagsins eru 12 og fengu þeir all-
ir, sem viðstaddir voru, afhent sér-
stök heiðursskjöl. Milli skemmtiat-
riða var almennur söngur. Formað-
ur hátíðarnefndar var Kristján Ing-
varsson, Hann og kona hans, Sig-
rún Jóhannsdóttir, færðu félaginu
að gjöf skáp, til að geyma ýmsa
muni félagsins.
Óhætt er að segja að þessi fagn-
aður félagsins tókst vel og verður
vafalaust mörgum minnisstæður.
Hér með eru félaginu færðar bestu
framtíðaróskir. Vonandi verður
saga þess gefin út á prenti hið
fyrsta.
Kristján
Skemmtileg saga fyrir
alla fjölskylduna
BRÚÐAN HANS BORGÞÓRS
eftir útvarpsmanninn vinsæla
Jónas Jónasson.
Hlýleg kímni einkennir þessa
hugljúfu sögu um Borgþór
smið, Ólínu konu hans,
brúðuna Hafþór skipstjóra,
Heiðu litlu, borgarstjóra
hjónin Jörund og Kolfinnu
og fleiri íbúa í Ljúfalandi.
Fallegar myndir Sigrúnar
Eldjárns falla einkar vel að
sögunni
BRUÐAN
HANS ^
BORGÞÓRS
Nýiu <2oxclL vetrarpeysurnar eru koranar í verslanir
Fást á eftirtöldum stööum:
REYKJAVÍK
Álafossversiunin, Vesturgötu 2
Exell búðin, Laugavegi 55
Fatabær, Giæsibæ
fslenskur heimilisiðnaður,
Hafnarstræti 3
Rammagerðin, Kringlunni
Rammagerðin, Hafnarstræti 19
Topphúsið, Austurstræti 8
Topphúsið, Laugavegi 21
KEFiAVÍK
íslenskur Markaður, Keflavíkurflugvelli
AKRANES
Verslunin Ósk, Suðurgötu 83
BORGARNES
Kaupfélag Borgfirðinga, Egilsgötu 11
GRUNDARFJÖRDUR
Verslunin Rocky, Sæbóli 32
KRÓKSFJARÐARNES
Kaupfélag Króksfjarðar
ÓIAFSVÍK
Verslunin Vík, Ólafsbraut 19
STYKKISHÓIMUR
Verslunin Þórshamar, Aðalgötu 17
BOLUNGARVÍK
Verslun Einars Guðfinnssonar,
Aðalgötu 21-23
ÍSAFJÖRDUR
Jón og Gunna, Ljónið, Skelði
PATREKSFJÖRÐUR
Verslunin Kjailarinn, Aðalstræti 65
BIÖNDUÓS
Búðin, Húnabraut 13
HÓLMAVÍK
Kaupfélag Steingrímsfjarðar
SAUDÁRKRÓKUR
Fataverslunin Ká, Aðalgötu 21
AKUREYRI
París hf., Hafnarstræti 96
DALVÍK
Verslunin Kotra, Skíðabraut 3
HÚSAVÍK
Skóbúð Húsavíkur, Garðarsbraut 13
SIGLUFJÖRDUR
Verslunin Nes, Aðalgötu 9
DJÚPIVOGUR
B H Búðin, Dalberg
EGILSSTADIR
Verslunin Gríma, Bjarkahlíð 6
NORDFJÖRDUR
Nesbær, Egilsbraut 5
FÁSKRÚDSFJÖRDUR
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga,
Skólavegi 59
HVOLSVÖLLUR
Kaupféiag Rangæinga, Austurvegi 4
SELFOSS
Verslunin Lindin, Eyrarvegi 7
Heildsölubirgðir:
ÁRBLIK HF
Smiðsbúð 9,210 Garðabær
Sími 91 -641466, Fax 91 -45028
'