Morgunblaðið - 29.12.1989, Síða 12
12
MORQUNBLAÐIP FÖgljUDAGUR 29. DESEMBER 1989
Þrumuguðinn Þór
Myndlýsingar
BragiÁsgeirsson
í bókaflokknum „Heiðin goð“
er kominn út bókin „Þrumuguðinn
Þór“ eftir Tor Age Bringsværd í
þýðingu Þorsteins frá Hamri, en
Ingunn van Etten hefur mynd-
skreytt.
Það er bókaútgáfan Bjallan, sem
er ábyrg fyrir útgáfunni sem er
hin vandaðasta í bak og fyrir,
bandið traust, pappír góður og lit-
myndir skýrar og vel prentaðar.
Ekkert þekki ég til myndlistar-
konunnar Ingunnar van Etten, en
hún virðist vera vel að sér í faginu
af litmyndunum að dæma, sem eru
mun betur útfærðar en teikning-
arnar enda meira í þær lagt. í
báðum tilvikum er það þó einfald-
leikinn sem ræður ferðinni, stór
og skýr form ásamt fáum litum
þegar þeir koma við sögu.
Þegar um yngri lesendur er að
ræða skiptir miklu máli að mynd
og texti haldist í hendur um skýra
og klára fra.msetningu til að les-
málið komist sem best til skila, það
hefur að mínu mati tekist ágætlega
í þessari bók og einkum hljóta lit-
myndimar að höfða til yngri les-
enda, sem þessi bók er ætluð.
Telja mætti mörg dæmi um
markvissar og velheppnaðar
myndlýsingar á síðum þessarar
bókar, en þó undanskii ég sumar
teikningarnar, sem mér þykja full
lausar í sér og loftkenndar.
Prinsessan í hörpunni
Önnur barnabók Bjöllunnar er
bókin „Prinsessan í hörpunni" eftir
þau feðgin Kristján heitinn Frið-
riksson og Ásrúnu Kristjánsdóttur.
Bókin kom fyrst út árið 1940 og
er þetta þriðja útgáfan og í því
tilefni myndskreytti hin listhaga
dóttir hans ævintýrið. Auðvitað
þekkja menn hugðnæmu sögnina
um Áslaugu litlu prinsessu, sem
Heimir gamli konungur í Hlymis-
dölum faldi í hörpu sinni á hættu-
stund, eftir að foreldrar hennar,
Brynhildur Buðladóttir og Sigurð-
ur Fáfnisbani, féllu í bardaga.
Bókin er í aðeins stærra broti
en hin fyrrtalda en jafn vel er frá
henni gengið um allan ytri búnað
og prentun.
Vinnubrögð Ásrúnar eru allfrá-
brugðin stöllu hennar í fyrri bók-
inni og eru að mínu mati ekki eins
samræmd og einföld, og meira lagt
í skreytikennd smáatriði enda
kæmi mér ekki á óvart að þetta
væri frumraun hennar um mynd-
lýsingu bókar.
Á stundum gætir nokkurrar
óákveðni og hiks í útfærslunni og
myndirnar eru mjög misgóðar og
sumar jafnvel eins og ófullgerðar.
Báðar eru þessar bækur traust-
vekjandi og af hárri gráðu í útgáfu
bamabóka.
Svaðastaðahross
Bókmenntlr
Sigurjón Björnsson
Anders Hansen: Svaðastaðahross-
in. Uppruni og saga. II. bindi.
ísafold. Reykjavík 1989. 360 bls.
Þetta er annað bindið af hinu fyr-
irhugaða þriggja binda ritverki um
hross af svonefndum Svaðastaða-
stofni og ræktun þeirra. Hér er átt
við hross sem eiga rætur að rekja
til ræktunar er hófst að marki á
Svaðastaðastöðum í Skagafirði í
kringum síðustu aldamót. Hross
þessi hafa síðan dreifst víða um land
WIKA
Allar stæröir og geröir
Vesturgötu 16 - Stmar 14680-132»
og eru líklegast útbreiddasti og
hrossflesti stofn landsins, að vísu
oft allmikíð blandaður. Svaðastaða-
hrossin hafa þótt hafa til að bera
nokkuð skýr, eftirsóknarverð og
kynföst stofneinkenni, enda var náin
skyldleiki hér fyrr á árum.
Á seinni árum eftir að draga fór
úr áhuga á þeirri blendingsræktun
sem um skeið var áberandi, þar sem
öllu var hrært saman, hafa ýmsir
hrossaræktendur fremur kosið að
reyna að hreinrækta og framrækta
sem mest ákveðna stofna og er rækt-
un Svaðastaðahrossa líklega mark-
verðasta tilraunin í þá átt. í því til-
liti heyrist oftast talað um Kolkuósa-
ræktunina, sem nú hefur raunar
sundrast og dreifst og Kirkjubæjar-
ræktunin sem enn stendur með mikl-
um blóma.
I fyrsta bindi ritverksins var
greint frá upphafi ræktunar og þró-
unar hennar fyrr á öldinni og þekkt-
ustu ræktunarbúunurn, svo sem
tveim þeim fyrmefndu. I þessu bindi
er svo haldið áfram og fjallað um
nokkur ræktunarbú. Fyrst er þó
sagt frá nýstofnuðum félagsskap
manna er Samstaða nefnist. Hefur
félagið þann tilgang „að rækta hross
af Svaðastaðastofni. Markmiðið er
að framrækta og bæta stofninn
bæði hvað varðar útlit og eigin-
leika“, eins og segir í 2. grein félags-
samþykktanna. Þær eru birtar hér
allar.
í fyrsta bindi var langt mál um
Hörð 591 frá Kolkuósi sem „er einn
atkvæðamesti kynbótahestur ís-
lands í allri sögu hrossaræktar hér-
lendis“. Ættbókarfærðir stóðhestar,
synir hans, urðu alls 24. Hér eru
þeir allir taldir og gerð grein fyrir
flestum þeirra og hver hlutur þeirra
hefur orðið í ræktuninni, í sérstökum
þáttum. Fylgja flestum þáttum
þriggja liða ættartölur. Óþarft virð-
ist vera að endurtaka ætt Harðar í
hverri ættartölu. Þá er ennfremur
sagt frá allmörgum ósýndum Harð-
arsonum sem komið hafa eitthvað
við sögu í ræktun.
Jón Pálsson dýralæknir á Selfossi
fékkst talsvert við ræktun Svaða-
staðahrossa. Um ræktun hans og
niðja hans er hér sérstakur þáttur.
Einn angi af þeirri ræktun er vestur
á Hvestu í Arnarfirði þar sem henni
hefur verið haldið áfram. Þá er hér
sagt frá Kröggólfsstaðahrossum.
Þau eiga flest ættir að rekja til
Harðar, „en eru hins vegar mörg
töluvert blönduð að erfðum“.
Svo að vikið sé aftur norður í
Skagafjörð, þá er þar fyrst til að
nefna ræktun Svaðastaðahrossa á
Vatnsleysu. Sú ræktun stóð með
miklum blóma í tíð H.J. Hólmjárns,
sem löngu er látinn, en hefur verið
endurvakin af núverandi ábúendum.
Þá kémur Ásgeirsbrekka, Neðri-Ás,
Sigríðarstaðir í Fljótum og Svaða-
staðir sjálfir, sem fá að vonum langt
mál. Þar býr Friðrik sonur frum-
hetjans Pálma á Svaðastöðum og
ræktar enn hross. Jón Pálmason,
bróðir hans bjó um skeið í Axlar-
haga, þar skammt frá, og ræktaði
hross af sama stofni. Frá þeim er
greint hér, svo og Þverárhrossum
sem frá Axlarhaga eru komin.
Lokaþáttur bókar og sá lengsti,
rúmar 100 bls., nefnist Sauðár-
krókslína Svaðastaðastofnsins. Er
það ítarlega greint frá ræktun
Sveins Guðmundssonar á Sauðár-
króki.
Þetta er sem sé mikið rit. Geysi-
legur fjöldi hrossa er hér talinn og
sögðu deili á þeim og áhrifum þeirra
í ræktun. Ættir margra eru raktar
LANDNEMAR
KEFLAVÍKUR
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Keflavík í byrjun aldar I-III. Gef-
ið út í samvinnu við Söguneftid
Keflavíkur.
Ritstjórn: Þorsteinn Jónsson.
Líf og saga-bókaforlag Reykjavík
1989. 1.205 bls.
Á þessu ári varð Keflavíkurbær
fertugur. í tiiefni af þeim atburði
kemur þetta mikla ritverk út nú.
Það mun einnig vera fyrsta prent-
verk nýs forlags, Lífs og sögu, sem
Þorsteinn Jónsson ættfræðingur
stýrir.
Rit þetta sem skiptist á þijú væn
bindi í nokkuð stóru broti á sér
tvenns konar uppruna. Þar er fyrst
að nefna að á árunum 1945-1969
birtust í blaðinu Faxa, sem lengi
hefur verið gefið út í Keflavík,
margir minningaþættir frá Keflavík
(og raunar einnig víðar að) eftir
hinn kunna ættfræðing Mörtu Val-
gerði Jónsdóttur (d. 1969). Um ára-
bil hefur staðið til að gefa þessa
þætti út á bók en ekki hefur af því
orðið fyrr en nú. Keflavíkurþættirn-
ir urðu alls 125 og birtast þeir hér
í nýjum búningi prýddir fjölda
mynda. „í minningaþáttunum fer
hún hús úr húsi og skrifar um íbú-
ana, þannig að úr verður all góð
heildarmynd um þá sem bjuggu í
Keflavík um aldamótin," segir í
formála.
í annan stað hafa svo Guðleifur
Siguijónsson og Þorsteinn Jónsson,
sem einnig ritstýrði verkinu, tekið
saman niðjatal allra framan-
greindra íbúa sem afkvæmi eignuð-
ust og ættir eru frá. Eru þau niðja-
töl 100, að sjálfsögðu mjög mislöng
eins og efni standa til. Kemur hvert
niðjatal í beinu framhaldi af þætti
Mörtu Valgerðar um ættforeldrana.
í upphafi bókar er ágæt ritgerð
um Mörtu Valgerði rituð árið 1975
Anders Hansen.
og segir höfundur í formála að það
sé stundum „í ósamræmi við það,
sem áður hefur komið fram í sýning-
arskrám og ættbókum". En höfund-
ur telur sig að sjálfsögðu í þeim til-
vikum hafa traustari vitneskju að
bjóða. Þá er mikill fjöldi mynda í
bókinni, að sjálfsögðu einkum af
hrossum.
Höfundur notar gamla ættbókar-
númerakerfið, sem Búnaðarfélag
Islands virðist nú vera að varpa fyr-
ir róða. En höfundur er sama sinnis
og Gunnar Bjamason og Jónas
Kristjánsson að kjósa heldur gamla
kerfið. Ekki vil ég dæma um hvort
betra er. Veit aðeins hvað mig sjálf-
an varðar að nýja kerfið get ég
hvorki borið í munn né munað og
er því þakklátur þeim sem halda sér
við mér nothæf kennitákn hvað sem
tölvuöld líður.
Um trúverðugleika þessarar bók-
ar get ég annars fátt sagt. Hún virð-
ist vera vönduð og skipulega samin
og myndarleg að öllum ytra frá-
gangi, eins og fyrsta bindi ritverks-
ins. Og eitt er a.m.k. víst: Hún er
nauðsynleg handbók hestamanna,
uppflettirit fyrir fjölda manns. Og
framhjá henni verður engan veginn
gengið í umfjöllun um hrossarækt.
Þorsteinn Jónsson.
af Gunnari Benediktssyni rithöf-
undi. Þar er æviferill hennar rak-
inn, henni sjálfri er lýst og hugðar-
efnum hennar. Þar ber ættfræðina
hæst og hefur hún vissulega verið
afkastamikil. Gunnar hefur ber-
sjýnilega verið Mörtu vel kunnugur.
Á eftir ritgerðinni fara nokkur töl:
Sálnatal í Keflavík — Útskálasókn
1789 og sálnaregistur 1800; Hús-
vitjan í Keflavík 1840; Njarðvíkur-
sókn 1890; Útskálasókn 1890;
Njarðvíkursókn 1901; Útskálasókn
1901. Líklegt þykir mér að ætt-
fræðigrúskurum þyki gott að fá
þessi töl á prenti hér. Þá er sundur-
liðuð yfirlitstafla um fjölda niðja í
niðjatölunum, en þeir eru alls skráð-
ir 10.994, en væru raunar töluvert
fleiri ef ekki væri tekið tillit til
skyldleika innbyrðis.
Að því búnu koma þættir og
niðjatöl, sem rekjast áfram uns lýk-
ur. Síðustu níu þáttunum fylgja
ekki niðjatöl enda eru þeir nokkuð
annars eðlis en hinir (einkennilegur
búferlaflutningur. Þættur úr sögu
verslunar á Suðumesjum, Duus
kaupmaður o.fl.).
Síðasta bindi endar sem vera ber
á nafnaskrá niðja og maka þeirra.
Er fæðingarár í svigum á eftir
hveiju nafni. Þetta er að vonum
mikil skrá, 138 bls. með þremur
dálkum á síðu. Mjög mikill fjöldi
mynda er í ritinu, af ættforeldrum
og nokkrum elstu niðjum, húsum,
bæjum og umhverfi, af Keflavík frá
ýmsum tímum, af skipum, úr at-
vinnulífi. Þá eru nokkur gömul kort
og uppdrættir ásamt ítarlegum
skýringum. Þetta myndasafn er að
mínu viti sérstaklega mikils virði,
einkum þar sem allur þorri mynd-
anna er gamall, a.m.k. veldur það
því að mjög gaman er að skoða
bókina. Er það þakkarvert hversu
mikil alúð hefur verið lögð við
myndasöfnun, því að hún hefur
verið tafsamt verk eins og greint
er frá í formálá.
Þættir Mörtu Valgerðar eru
mæta vel skrifaðir og skemmtilegir
afiestrar. Þeir veita mikla innsýn í
mannleg kjör og lífshætti í þessu
byggðarlagi og lýsa oft umhverfi
og atvinnuháttum vel. Mannlýsing-
ar eru að jafnaði snjallar og vel
gerðar, enda hefur höfundur þekkt
þetta fólk persónulega, sumt mjög
vel. Mikinn ættfræðifróðleik er
stundum að f inna í þessum þáttum.
Niðjatöl eru einkar snyrtilega
unnin og vel frá þeim gengið í
hvívetna. Ekki hefur mér þó unnist
neinn tími til að skoða þau niður í
kjölinn og leita eftir villum með
samanburði við aðrar heimildir, þar
sem það er hægt. Að sjálfsögðu
hafa margir þessara niðja dreifst
vítt um land og jafnvel lengra, en
ennþá er samt dijúgur hluti þeirra
enn búsettur í Keflavík eða grennd.
Ég trúi vart öðru en Keflvíkingar
verði stoltir af að eignast þetta
mikla og veglega rit. Það er svo
sannarlega glæsileg afmælisgjöf, —
og myndarlega er einnig af stað
farið hjá hinu nýja bókaforlagi.