Morgunblaðið - 29.12.1989, Qupperneq 13
MÓkÖÍMBLÁÐlÐ 'ÉÖBTUMÖWW'DÉSÉMéBR' WBb
S'13
Hver getur krafíst
hvers af hverjum?
eftirPálKr. Pálsson
Við lausn erf iðleikanna í atvinnu-
lífinu verða öðru fremur fjórir aðil-
ar að láta til sín taka; hið opinbera,
fjármálastofnanir, fyrirtæki og
launþegahreyfingin.
Það eru aðeins tvær leiðir færar;
að loka augunum og beita áfram
sömu aðferðum, sem mun leiða til
aukinnar skuldasöfnunar, versn-
andi lífskjara og efnahagslegs
ósjálfstæðis, eða að horfast í augu
við raunveruleikann og ráðast í
þann uppskurð sem nauðsynlegur
er. Gera þarf grundvallarbreytingar
á flestum þáttum efnahags- og at-
vinnumála; í landbúnaði, sjávarút-
vegi og iðnaði, á bankakerfi og fjár-
málamarkaði, skattkerfi og í opin-
berum rekstri.
En hver á að gera hvað?
Opinberir aðilar
Meginmarkmiðið í stefnu
íslenskra stjórnvalda á síðustu árum
hefur verið að halda fullri atvinnu.
Þetta hefur að mestu tekist en
meðal annars kostað mikla verð-
bólgu og verið gert á kostnað stöð-
ugs verðlags og viðskiptajöfnunar.
Viðskiptahallinn hefur aukist, þrátt
fyrir góðæri í sjávarútvegi, góðæri
sem óvíst er hvenær kemur aftur
og atvinnuleysi gerir nú vart við sig.
Þá hafa erlendar skuldir vaxið
gífurlega. Vaxtagreiðslur vegna er-
lendra lána munu aukast á næsta
ári, þannig að gera má ráð fyrir
verulegum viðskiptahalla. Ef fram
heldur sem horfir má búast við að
í lok næsta árs verði erlendar skuld-
ir rúm 50% af landsframleiðslu eða
tæpar 3 millj. kr. á hverja 4 manna
fjölskyldu. Haldi þessi þróun áfram,
í tvö til þijú ár, er mikil hætta á
að við séum búin að tapa sjálfstæði
okkar og verðum háð erlendum
kröfuhöfum um langan aldur.
Líklegt er að hallinn á ríkissjóði
verði 6-8 milljarðar á næsta ári.
Mikilvægi þess að strangt aðhald
sé á útgjöldum ríkisins fer því frem-
ur vaxandi en hitt. Þá er strangt
aðhald í fjármálum ríkisins nauð-
synlegt til að draga úr þörf ríkis-
sjóðs fyrir lántökur innanlands og
erlendis. Þannig má koma í veg
fyrir peningaþenslu og hækkun
vaxta innanlands. Núverandi ríkis-
stjórn hefur einkum leitast við að
draga úr halla ríkissjóðs með
skattahækkunum. Þessar aðgerðir
hafa hins vegar ekki skilað jöfnuði
í ríkisfjármálum. Hætta er jafnvel
á að þessi stefna leiði til slíks sam-
dráttar í atvinnulífinu að halli ríkis-
sjóðs verði óstöðvandi.
Eina raunhæfa leiðin til að draga
úr halla ríkissjóðs er að draga úr
útgjöldum ríkisins. Leggja þarf
áherslu á sparnað innan hverrar
rekstrareiningar ríkisins og að að-
stoða ábyrgðarmenn viðkomandi
rekstrareininga við að hrinda að-
gerðum til sparnaðar í framkvæmd.
Einn þáttur í þessu ætti að vera
aukin ábyrgð stjórnenda og samein-
ing rekstareininga. Slíkir möguleik-
ar eru m.a. til staðar innan heil-
brigðiskerfisins og rannsókna- og
þjónustustofnana ríkisins. Þessar
aðgerðir geta vissulega kostað
Þ.ÞOROHlHSSON&CO
Ármúla 29. Simi 38640 - Reykjavík
HASLE KLINKER
LEIRFLÍSAR FRÁ BORNHOLM
Á GÓLF + VEGGI FYRIRIÐNAÐ.
Þola frost, sýru og lút.
nokkurt fé meðan verið er að koma
þeim á, en til lengri tíma litið spara
þær verulegar upphæðir. Þá þarf
að efla skatteftirlit og herða viður-
lög við hverskyns auðgunarbrotum,
svo sem undandrætti tekna og
skattsvika.
Beina þarf því fjármagni sem til
er í landinu út í atvinnulífið. For-
senda þess að slíkt gerist er breyt-
ing á skattalögum þannig að fjár-
festing í hlutabréfum njóti sömu
skattalegu meðferðar og annar
sparnaður og að stærðarmörk fyrir-
tækja sem lögin ná til verði færð
niður. Sköttun sparifjár leysir hér
engan vanda. Það sem máli skiptir
er auðvitað til hvers skattatekjur
ríkisins eru notaðar og hvernig leit-
ast er við að örva fjárfestingu í
hlutabréfum.
Mikilvægt er að breyting verði á
þeirri mismunun sem nú ríkir varð-
andi einstakar atvinnugreinar. Það
getur ekki talist eðlilegt að sumar
greinar hafi mun greiðari aðgang
að lánsfé og hagstæðum kjörum en
aðrar. Slíkt mætti ef til vill þola
ef um væri að ræða greinar sem
fela í sér mikla framtíðarmöguleika
og nýsköpun. Þá á ríkið að hætta
afskiptum af atvinnulífinu í gegn-
um millifærslusjóði á borð við at-
vinnutryggingarsjóð og hlutabréfa-
sjóð. Eina raunhæfa aðgerð ríkisins
til að bæta varanlega stöðu fyrir-
tækjanna er lækkun skatta og að-
gerðir til að örva hlutabréfakaup
almennings, fyrirtækja og lífeyris-
sjóða.
Bankar og aðrar
fjármálastofnanir
Miklar eignatilfærslur eiga sér
nú stað í þjóðfélaginu. Eignir fær-
ast á milli manna, einkum vegna
gjaldþrota og fyrirbyggjandi að-.
gerða, þegar fyrirtæki sameinast
til að bæta rekstarstöðu og afkomu-
möguleika sína. Bankar og aðrar
fjármálastofnanir verða í vaxandi
mæli að koma inn í þessar breyting-
ar og gerast tímabundið þátttak-
endur í atvinnulífinu með því að
breyta hluta af kröfum sínum í
fjölda fyrirtækja í hlutafé. Ella er
hætt við að of mörg fyrirtæki, sem
ekki þyrftu að verða gjaldþrota
verði gjaldþrota.
Mikilvægt er að leitast verði við
að halda raunvöxtum eins lágum
og mögulegt er. Því er ekki að neita
að það setur að manni nokkurn
hroll við að lesa fréttir um að á
sama tíma og fjöldi fyrirtækja er
rekinn með bullandi tapi skuli hagn-
Páll Kr. Pálsson
„En nýjar kynslóðir
munu koma og nú þeg-
ar gætir þess að þær
kynslóðir sem eru að
vaxa upp hafa önnur
viðhorf. Þessar kyn-
slóðir munu vonandi
breyta þjóðfélaginu og
færa okkur frá því getu-
leysi og þeim „pólitíska
subbuskap“, sem allt of
lengi hefúr loðað við
rekstur íslands.“
aður fjármagnseigenda skipta millj-
örðum. Vissulega er mikilvægt að
hagsmuna fjármagnseigenda sé
gætt og sparnaður örvaður. Stað-
reyndin er hins vegar sú að verð-
mætasköpun í atvinnulífinu er upp-
spretta fjármagnstekna en ekki
öfugt.
Fjármagnseigendur verða að
gera sér grein fyrir að íslenskt at-
vinnulíf býr ekki í dag við þær
rekstraraðstæður að geta greitt
9-10% raunvexti. Gjaldþrot fjölda
fyrirtækja sýna ósköp einfaldlega
fram á þetta. Hagsmuna sparifjár-
eigenda er ekki vel gætt með því
að keyra fyrirtæki í gjaldþrot.
Gjaldþrota fyrirtæki greiða enga
vexti. Þá er hætt við að þjóðhags-
legt tap vegna gjaldþrota fyrirtækja
verði fljótt meira en hagur spari-
fjáreigenda af háum vöxtum.
Þá er mikilvægt að þeir sem
stjórna fjármálastofnunum verði
látnir bera ábyrgð á gerðum sínum.
Það er engin ástæða til að skatt-
greiðendur beri skaðann af mistök-
um sem gerð hafa verið við lán-
veitingar opinberra fjármálastofn-
ana. Sjálfsagt er að þeir sem veita
lánin, meðal annars stjórnendur
banka og annarra fjármálastofnana
beri þennan skaða í samræmi við
ábyrgð sína. Ef ástæða verður síðan
til að bæta stöðu fjármálastofnana
ætti að gera það með sama hætti
og fjármálastofnanir krefjast af
fyrirtækjum, þ.e. með ráðningu
hæfari stjórnenda og með því að
breyta ríkisbönkum og -sjóðum í
hlutafélög. Þetta gæti einmitt leitt
til þeirrar uppstokkunar og endur-
skipulagningar á stjórnkerfi opin-
berra banka og fjármálastofnana,
sem nauðsynlegt er að eigi sér stað.
Fyrirtæki
Grundvallarforsenda þess að við
vinnum okkur út úr vandanum er
aukinn hagvöxtur. Aukin framleiðni
og framleiðsla á vörum til útflutn-
ings eru undirstöður aukins hag-
vaxtar. Framleiðniaukning næst
einungis með því að vinna að bættri
nýtingu allra þátta í rekstri fyrir-
tækja og stóraukin vöruþróun og
markaðssókn er forsenda aukins
útflutnings. Hér gegnir stjórnun
lykilhlutverki og að hagkvæmustu
tækni sé beitt. Einnig má auka
framleiðnina verulega með sam-
starfi og samruna fyrirtækja.
Þá þurfa íslensk fyrirtæki í vax-
andi mæli að taka þátt í þeirri al-
þjóðavæðingu fyrirtækja sem nú á
sér stað um allan heim. Þetta þarf
bæði að gerast með þátttöku er-
lendra fyrirtækja í rekstri íslenskra
fyrirtækja og kaupum eða stofnun
fyrirtækja, í eigu íslenskra fyrir-
tækja, erlendis.
Þessi verkefni hvíla á herðum
stjórna og stjórnenda fyrirtækjanna
og eru ásamt skattalækkunum og
aðgerðum til að örva hlutabréfa-
kaup mikilvægustu þættirnir í að
bæta afkomu atvinnulífsins.
Launþegahreyfingin
Launþegahreyfingin þarf að láta
nýsköpun atvinnulífsins meira til
sín taka. Mikilvægt er að launþega-
hreyfingin noti lífeyrissjóðiija til
þátttöku í atvinnuuppbyggingunni
og vinni þannig að því að efla þau
fyrirtæki sem eru líklegust til að
vaxa, skila öruggum atvinnutæki-
færum og greiða góð laun. Með
þessu myndi launþegahreyfingin
einnig vinna að aukinni framleiðni
í íslensku atvinnulífi sem er for-
senda bættra lífskjara. Einnig
mætti hugsa sér að hluta af raun-
vaxtatekjum lífeyrissjóðanna yrði
varið til þátttöku í „áhættumeiri"
nýsköpunarverkefnum.
Launþegahreyfingin gegnir einn-
ig veigamiklu hlutverki hvað varðar
kröfu til stjórnenda fyrirtækja. Með
raunsærri kröfugerð og aðhaldi að
stjórnendum fyrirtækja getur laun-
þegahreyf ingin veitt nýjum straum-
um inn í íslenskt atvinnulíf og
tryggt aukna framleiðni.
Mikilvægt er að launþegahreyf-
ingin geri sér grein fyrir að það er
verulega á hennar valdi að ákvarða
hvort og hvernig ákveðnar aðgerð-
ir, t.a.m. kjarasamningar, skila
árangri. Hingað til hafa launa-
hækkanir alltof oft leitt til verð-
bólguskriðu sem síðan hefur leitt
til gengisfellingar þannig að kaup-
máttur hefur ekki aukist þrátt fyrir
harða kjarabaráttu. Raunsæ kröfu-
gerð í kjarasamningum, sem þó
þarf ekki að fela í sér neina eftir-
gjöf, skiptir því miklu máli. Mark-
miðið hlýtur að vera að skapa efna-
hagslegt jafnvægi og tryggja kaup-
máttinn til lengri tíma. Til þess að
varanlegur árangur náist verður að
horfa á hlutina í stærra samhengi
og meta möguleika launþegahreyf-
ingarinnar til áhrifa á rekstarskil-
yrði atvinnulífsins, eins og nefnt
hefur verið hér að framan.
Lokaorð
Við íslendingar þurfum með
sama hætti og aðrir að setja okkur
markmið og móta út frá þeim
ákveðna stefnu sem hefur að leiðar-
ljósi raunsætt mat á stöðu okkar
og framtíðarmöguleikum. A grund-
velli slíkrar stefnu þarf síðan að
hefja markvissa endurskipulagn-
ingu atvinnulífsins og öfluga ný-
sköpun.
Markmið okkar ætti að vera að
koma á fjölbreyttu efnahagslífi sem
grundvallast á einkaframtakinu,
þar sem hlutverk hins opinbera er
að skapa skilyrðin og tryggja rétt-
láta skiptingu teknanna og upp-
byggingu félagslegrar þjónustu. Þá
þarf að auka möguleika á erlendri
fjárfestingu hér á landi og opna
leiðir fyrir íslensk fyrirtæki til fjár-
festinga erlendis, en slíkt myndi án
efa leiða til margháttaðrar nýsköp-
unar í atvinnulífinu. En til að þetta
takist verða menn að þora. Það
hafa síðustu ríkisstjórnir því miður
ekki gert nema að litlu leyti enda
alltof tengdar pólitísku og atvinnu-
legu hagsmunapoti. En nýjar kyn-
slóðir munu koma og nú þegar
gætir þess að þær kynslóðir sem
eru að vaxa upp hafa önnur við-
horf. Þessar kynslóðir munu von-
andi breyta þjóðfélaginu og færa
okkur frá því getuleysi og þeim
„pólitíska subbuskap“, sem allt _of
lengi hefur loðað við rekstur ís-
iands.
Höfundur er verkfræðingur.
O S H I B A
SJONVARRST
K I
Við íengum takmarkað magn afþessum gæðalitsjónvörpum frá TOSHIBA
á einstöku verði.
* Flatur,kantaðurskjármeðfínniupplausn,hægtaðsitjaí2mfjarlægðfrá
tækinu.
* Fullkomin fjarstýríng, allarskipanirbirtastáskjánum, en hverfa að 5 sek.
liðnum.
* Gert fyrir framtíðina, tekur við útsendingum frá öllum kerfum: PAL
(evrópska), SECAM (franska), NTSC (bandaríska).
SUPER VHStengingogEURO-AVtengifyrirmyndbandstæki, hljómtæki,
tölvur og gerfihnattamóttöku.
* Tímarofi, sem getur slökkt á tækinu að 30, 60, 90 eða 120 mínútum
liðnum.
' Staðgreidsluverð.
Afborgunarverðerkr. 89.900
Einar Farestveit & Co hf.
Borgartuni 28 — í? 16995 og 622900