Morgunblaðið - 29.12.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989
15
Að ijúfa tengslin við reykinn
eftir Ásgeir Rúnar
Helgason
Margir stíga á stokk um ára-
mótin og strengja þess heit að
breyta lífsmunstri sínu til hins
betra. Að hætta að reykja er
líklega með algengustu áramóta-
heitum enda fátt sem skilar jafn
miklu í aðra hönd þegar til lengri
tíma er litið. Ótrúlega margir
hætta að reykja án teljandi fyrir-
hafnar en sumum reynist róðurinn
þungur, sérstaklega fyrsta spöl-
inn. Þá getur verið gott að hafa
nokkur góð ráð uppá vasann ef
ágjöfin verður þung og hafa það
í huga að brimið er jafnan verst
upp við landsteinana. En hvað ber
að gera? Ástæðurnar sem liggja
því til grundvallar að ýmsir eiga
erfitt með að hætta að reykja eru
nokkuð flóknar en til glöggvunar
má skipta þeim í tvo meginflokka,
lífeðlislegar og 'sálfræðilegar.
Lífeðlisleg fíkn
Hér er það einkum nikótínið,
fíkniefnið í reyknum, sem menn
þurfa að glíma við. Menn eru mis-
mikið háðir nikótíni og til eru
ýmis próf til að meta þessa fíkn.
Eitt slíkt fylgir hér með þessari
grein. Taktu prófið og athugaðu
hve mörg stig þú færð. Fáir þú
sjö stig eða fleiri er líklegt að ni-
kótínfíknin sé stór hluti af vanda-
málinu hjá þér. En vegna þess að
sálfræðilegu ástæðurnar hafa líka
áhrif á þig eins og alla aðra, kann
að vera að það verði þér ofviða
að glíma við allan vandann í einu.
Þess vegna er miklum nikótínist-
um gjarnan ráðlagt að verða sér
úti um nikótíntyggjó og nota það
á fyrstu vikum eða mánuðum
reykbindindis. Þannig glímir þú
fyrst við sálfræðilegu ástæðurnar
og venur þig síðan smám saman
af nikótínnotkuninni. Miklu máli
skiptir að nikótíntyggjóið sé notað
á réttan hátt ef það er á annað
borð notað, en alltof algéngt er
að menn noti það vitlaust og lækn-
' ar gefi ófullnægjandi upplýsingar
um notkun þess. Hægt er að fá
hjá Krabbameinsfélaginu grein
sem heitir „Tóbaksánauð“ eftir
undirritaðan, en þar er rétt notkun
tyggjósins ítarlega skýrð og eins
er nokkuð góð umfjöllun um það
í bæklingnum „Út úr kófinu“ sem
Krabbameinsfélagið gefur út og
fá má á öllum heilsugæslustöðvum
og í mörgum lyfjabúðum.
„Ótrúlega margir
hætta að reykja án telj-
andi fyrirhaftiar en
sumum reynist róður-
inn þungur, sérstaklega
fyrsta spölinn. Þá getur
verið gott að hafa nokk-
ur góð ráð uppá vas-
ann.“
Sálfræðileg fíkn
Sálfræðileg fíkn er nokkuð flók-
ið fyrirbæri en segja má að hún
grundvallist að stórum hluta á
tengslamyndun við ytri og innri
veruleika mannsins. Það hefur
lengi verið ljóst að reykingar
tengjast smátt og smátt hinum
ólíklegustu þáttum í umhverfi
reykingamannsins. Það er þó al-
gerlega einstaklingsbundið hvaða
tengsl myndast hjá hverjum og
einum.
Ytri veruleiki: Algengt er að
reykingar tengist vissum athöfn-
um, matar- eða drykkjartegund-
um, tilteknum persónum og
ákveðnum stöðum. Þannig vekja
þessir þættir upp löngun í að
reykja eftir að reykingum er hætt,
þar til þessi tengsl hafa rofnað.
Nokkurn tíma getur tekið að ijúfa
hin ýmsu tengsl og forsenda þess
Ert þú sólginn í sígarettur?
1. Hve margar sígarettur reykir Alltað 15 stk. 0 ( )
þú á dag? 16-24 stk. 1 ( )
25 stk. eða fleiri 2 ( )
2. Hve fljótt eftir að þú vaknar Innan hálftíma 1 ( )
reykir þú fyrstu sígarettuna? Síðar 0 ( )
3. Er styttra milli sígaretta hjá þér Já 1 ( )
á morgnana en á öðrum tím- Nei 0 ( )
um dagsins?
4. Reykir þú veikar eða sterkar Veikar (0-0,8 mg nikótín) 0 ( )
sígarettur? Meðalsterkar (0,9-1,2 mg) 1 ()
Sterkar (1,3 mgeða meira) 2 ( )
5. Átt þú erfitt með að sleppa því Já 1 ( )
að reykja þar sem það tíðkast Nei 0 ( )
ekki (t. d. í bíói eða kirkju?)
6. Reykir þú jafn mikið og venju- Já 1 ( )
lega þegar þú ert veikur? Nei 0 ( )
7. Hvaða sígarettu dagsins vildir Fyrstu 1 ( )
þú síst vera án? Einhverrar annarrar 0 ( )
8. Dregur þú reykinn ofan í þig? Alltaf 2 ( )
Stundum 1 ( )
Aldrei 0 ( )
Stigafjöldi alls: ( )
Ef þú faerð sjö eða fleiri stig á þessu prófi er lfldegt að nikótíntyggi-
gúmmí geti komið að gagni, ef þú vilt hætta að reykja.
að tengslin rofni er að ganga í
gegnum aðstæðurnar aftur og aft-
ur án þess að reykja. Það er því
ljóst að lítið gagn er að því til
lengdar að forðást stöðugt þær
aðstæður sem auka þér löngun í
reyk, ef markmiðið er að losna
endanlega undan áþján langan-
anna. Hinsvegar kann að vera
skynsamlegt að sniðganga vissa
þætti tímabundið eftir að reyking-
um er hætt til þess að draga úr
fjölda langana á erfiðum tímum.
Þetta á sérstaklega við þá sem
ekki nota nikótíntyggjó og ætla
sér þvi að glíma við nikótínfíknina
og sálfræðilegu fíknina samtímis.
En hafðu það hugfast að til þess
að ijúfa tengslin við tiltekna þætti
þarft þú að ganga í gegnum það
að reykja ekki við þessar aðstæður
í nokkurn tíma. Þannig gekk und-
irritaður t.a.m. í gegnum löngun-
arkveisu tveim árum eftir að ég
hætti að reykja vegna þess að þá
hitti ég aftur gamlan vin sem hafði
dvalist erlendis um hrið, en í minn-
ingunni var þessi maður tengdur
reykingum mjög sterkum böndum.
Innri veruleiki: Tengslin við
ytri veruleikann eru vel þekkt og
flestir reykingamenn eru að meira
eða minna leyti meðvitaðir um til-
vist þeirra. En slík tengsl eiga sér
líka stað við ýmsa þætti í sálarlífi
mannsins og þá sérstaklega streitu
og þunglyndi. Kveikir þú gjaman
í sígarettu þegar þú reiðist? Færðu
þér reyk þegar þér líður illa eða
ert í uppnámi? Kveikir þú í tóbaki
þegar þú vilt gleyma áhyggjum
og kvíða? Ef svo er, þá er líklegt
að sterk tengsl séu hjá þér á milli
reykinga annars vegar og streitu
og þunglyndis hins vegar. Þessi
tengsl þurfa að rofna eins og önn-
ur tengsl. En hér gildir það sama
og með umhverfisþættina, að þú
verður að ganga í gegnum ástand-
ið án þess að reykja til þess að
ijúfa tengslin. Þetta verður mörg-
um erfið raun því að þunglyndi
og mikilli streitu fylgir vanlíðan
og lífsleiði. Skynsemin sem segir
þér að reykingar séu hættulegur
ósiður verður oft ansi máttvana
þegar lífsleiði sækir að.
Stuðningur
Við hjá Krabbameinsfélaginu
bjóðum reykingamönnum marg-
víslegan stuðning til þess að hætta
Ásgeir R. Helgason
að reykja. Námskeið félagsins eru
alltaf í gangi og hægt að skrá sig
í síma 621414. Opin hús eru hjá
Krabbameinsfélaginu á hveiju
fimmtudagskvöldi kl. 20-21 og eru
ætluð þeim sem eru hættir að reykja
og vilja fá einhvern stuðning í bar-
áttunni. Leiðbeiningabæklingar
Krabbameinsfélagsins og greinar
liggja frammi hjá Krabbameins-
félaginu og eins má fá bæklinginn
„Út úr kófinu“ á heilsugæslustöðv-
um og í mörgum lyfjabúðum.
Með kænim kveðjum og óskum
um gleðilegt nýtt ár og reyklausa
framtíð.
Höfúndur er upplýsingatulltrúi og
leiðbeinandi á námskeiðum
Krabbameinsfélagsins í
reykbindindi.
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKlRTEINA RlKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI
1975-1.fl. 10.01.90-10.01.91 kr. 16.941,39
1975-2. fl. 25.01.90-25.01.91 kr. 12.788,51
1976-1. fl. 10.03.90-10.03.91 kr. 12.181,64
1976-2. fl. 25.01.90-25.01.91 kr. 9.308,52
1977-1. fl. 25.03.90-25.03.91 kr. 8.687,95
1978-1. fl. 25.03.90-25.03.91 kr. 5.890,85
1979-1. fl. 25.02.90-25.02.91 kr. 3.895,19
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1981-1.fl. 1985-1. fl.A 1985-1. fl.B 1985- 1. fl.SDR 1986- 1.fl.A3ár 1986-1 .fl.A 4 ár 1986- 1. fl.B 1987- 1.fl.A2ár 25.01.90-25.01.91 10.01.90-10.07.90 10.01.90-10.07.90 10.01.90 10.01.90-10.07.90 10.01.90-10.07.90 10.01.90-10.07.90 10.01.90-10.07.90 kr. 1.633,09 kr. 386,35 kr. 275,45** kr. kr. 266,29 kr. 281,55 kr. 203,15** kr. 213,89
"Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
**Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
***Sjá skilmála.
Innlausn spariskírteinaríkissjóðsferfram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, desember 1989
SEÐLABANKIÍSLANDS