Morgunblaðið - 29.12.1989, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.12.1989, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989 Afínæliskveðja: Theódóra Guð- laugsdóttir - Níræð Theódóra Guðlaugsdóttir, Snorra- braut 40 í Reykjavík, er níræð í dag. Foreldrar hennar voru séra Guðlaugur Guðmundsson, síðast prestur að Stað í Steingrímsfirði og kona hans, Margrét Jónasdóttir. Theódóra var áttunda í röð tólf bama þeirra og lifir þau öll. Lengst af var Theódóra húsfreyja á Hóli í Hvammssveit og síðar á Vatni í Skagafirði. Eiginmann sinn, Óskar Kristjánsson frá Breiðabólsstað á Fellsströnd, missti Theódóra árið 1980. Þau áttu þijú börn og tvö uppeldisbörn. Þetta er í stórum dráttum ramm- inn um lífssögu ömmusystur minnar, Theódóru Guðlaugsdóttur. Þetta er að sönnu gerðarlegur rammi en seg- ir þó fátt um mynstur þeirrar mynd- ar sem innan hans býr. Það mynstur er ofið úr ótalþráðum sem ógeming- ur er að rekja hér. Við, sem emm samferðafólk, emm öll einskonar þræðir í lífsmynstri hvers annars. Vissulega er ég sem þetta skrifa óttalega mjór og lítt merkilegur þráður í lífsmynd ofangreindrar ömmusystur minnar, en þar er ég þó og í krafti þess skrifa ég um hana þessa afmælisgrein. Við í fjölskyldunni köllum hana alltaf Dóm. Ég man eftir henni frá því ég var bam á heimili föðurfor- eldra minna á Freyjugötu 37. Hún heimsótti ævinlega Guðrúnu systur sína og ömmu mína, þegar hún kom í bæinn til þess að erinda sitthvað vegna hinna margvíslegu félagsmála sem hún tók þátt í vestur í Dölum. Ég man enn hve hjartanlega þær systur hlógu saman og ekki varð hláturinn lágværari þegar systur þeirra tvær, Lára og Jóhanna, bætt- ust í hópinn. Ég veit ekki að hveiju þær hlógu svona mikið í hvert skipti sem þær hittust en hitt veit ég að glaðværð þeirra var smitandi og við hin í fjölskyldunni hlógum líka þó við vissum stundum ekki af hveiju. Móðir þeirra systra og langamma mín, Margrét Jónasdóttir, var líka hláturmild. „Hún mamma var kát og grínagtug og ljómandi vel hag- mælt,“ sagði Dóra þegar ég spurði hana einu sinni sem oftar um liðin ættmenni okkar. „Ég man m.a. eftir atviki í sambandi við karl einn sem Gísli hét og var piparsveinn og þótti lítið til kvenna koma. Honum var eitt sinn falið að sækja konu eina sem ætlaði að vera heima hjá okkur um tíma. Á hlaðinu þurfti Gísli að hjálpa konunni úr söðlinum. Þá sagði mamma: Allur kominn er í hnút útaf kvennasýsli breiðir sína arma út auminginn hann Gísli. Mamma var fimmtán árum yngri en pabbi, en hjónaband þeirra var með afbrigðum gott. Þegar hann var orðinn blindur hér í Reykjavík gekk hann svo öruggur við hlið hennar á götunni og hún leiddi hann. Og meðan hann var hálfblindur og enn við prestskap á Stað fór hún með honum að húsvitja, lét böniin lesa en hann spurði þau út úr. Pabbi var fyndinn og skemmtilegur maður og vel skáldmæltur. Honum þótti gott að fá sér svolítið í staupinu, þó aldr- ei yrði það til vansa. Einu sinni kom hann kaldur og hrakinn til Hólmavíkur og barði uppá hjá lækn- inum, sem Magnús hét. Hjá læknin- um fengu menn spíra í þá daga. Stúlkur tvær komu til dyra og sögðu að læknirinn væri farinn að hátta. En í sömu svifum kom umræddur læknir fram í gættina og þá varð pabba að orði: Ellin gerir að ég finn enga náð hjá snótum. Lof sé guði að læknirinn lifir og er á fótum. Séra Guðlaugur gerðist aðstoðar- prestur hjá tengdaföður sínum, séra Jónasi Guðmundssyni presti á Stað- arhrauni. Um Jónas og Elínborgu er margt til ritað af samtíðarfólki þeirra. Þeirra er meðal annarra get- ið í ævisögu Árna Þórarinssonar eftir Þórberg Þórðarson. Jónasi lýsir Ámi svo: Jónas var bráðlyndur, en löngum vel stilltur. Hann var sak- laus maður, réttlátur í dómum og hreinhjartaður. Hann var alltaf hóf- lega glaður og aldrei önugur, þótt hann væri geðríkur. Hann var um- talsfrómur og sagði aðeins grínsög- ur. Mestur snillingur var séra Jónas í ræðumennsku. Hann var talinn mestur ræðumaður í guðfræðistétt sinnar tíðar. Ýmsir sögðu að Jónasi hefði borið biskupsembættið eftir Pétur biskup sakir lærdóms, mennt- unar og aldurs. Þá mælti hann fram þessa stöku: Öfundarlaust ég ætíð sé annarra kosti glansa. Ég dreg mig líka helst í hlé svo hinir megi dansa. Ekki ber Árni Elínborgu, konu Jónasar, verr söguna: Elínborg var einstök kona. Hún var skynsöm, mjög skemmtileg í viðræðum og kunni frá mörgu að segja. Hún var mjög látlaus og frá henni skein ástúð og blíða við alla. Hún bar með sér mikla persónu. Sumir í Skarðsætt hafa fengið orð fyrir að líta nokkuð stórt á sjálfa sig. En þess varð ég aldrei var í fari Elínborgar. Og í ætt hennar hafa ríkt þeir eiginleikar að vera gjöfull og hjálpsamur. Séra Árni gerir heldur ekki endasleppt í lýsingum sínum á afkomendum umræddra hjóna: Ég hef kynnst mörgum afkomendum þessara hjóna. Einkenni þeirra eru gáfur, greiðvikni og meiri eða minni dular- hæfileikar." Áma verður einnig tíðrætt um skáldskaparhæfileika afkomenda Jónasar og Elínborgar: „Frú Ingibjörg og Margrét eru einn- ig skáldmæltar. Svo er og um böm Margrétar og séra Guðlaugs Guð- mundssonar. Hvar sem ég hitti fólk úr þessari fjölskyldu, líður mér vel. Það er glatt og kátt og skynsamt." Þetta er svo mikil lofgerðarrolla að ég hefði varla lagt í að setja þetta á prent nema til þess eins að undir- strika þá eiginleika sem sterkastir eru í fari Theódóru Guðlaugsdóttur. Henni er samkvæmt þessu hreint ekki illa úr ætt skotið því hún er bæði skynsöm vel, glöð og kát, greið- vikin svo af ber. Ritfær og skáld- mælt er hún og hefur alltaf átt gott með að koma fyrir sig orði. Seigla hennar er líka með ólíkindum, allt fram á þennan dag hefur hún unnið hálfan daginn í Kjötbúðinni Borg, en þar fór hún að vinna árið 1972, sex árum eftir að hún hætti sveita- búskap. Ung giftist Theódóra Óskari Kristjánssyni frá Breiðabólsstað á Fellsströnd. Honum tókst að láta þann draum sinn rætast að festa kaup á höfuðbólinu Hóli í Hvamms- sveit. En það gekk ekki þrautalaust þá fremur en nú fyrir ung hjón að koma undir sig fótunum. Ýrnsum áföllum urðu þau líka fyrir í bú- skapnum en einna erfiðast var þó þegar bærinn brann ofan af þeim og ungu barni þeirra. Þá kom sér vel að þau voru bæði dugleg og óvíl- gjörn. Fljótlega eftir að þau höfðu fest sig í sessi í búskapnum fór Theódóra að hafa afskipti af félags- málum. Hún stofnaði kvenfélagið Guðrún Ósvífursdóttir og var for- maður þess í tuttugu ár. Hún var um árabil formaður Breiðfirska kvenfélagasambandsins og átti tölu- verðan tíma sæti í fulltrúaráði Kven- réttindafélagsins. Hún var einnig lengi í skólanefnd Kvennaskólans á Staðarfelli. Námsmeyjar sem þar voru hafa sagt mér frá eftirminnileg- um heimsóknum Theódóru í skólann. Þá kom hún með harmónikkuna sína með sér og svo spilaði hún undir söng og dansi og bar í hvívetna með sér líf og gleði, þar einsog annars staðar. Sumir kunna að halda að þeir menn einir séu glaðlyndir sem lífið leikur við og gleðin þá í samræmi við það hve dátt sé leikið. Ég er ekki á þeirri skoðun. Glaðlyndi manna mælist ekki á skala mótlæt- is. Glatt lundarfar hjálpar fólki hins vegar til þess að komast yfir erfið- leika án þess að bera merki beiskju og biturleika. Glöð lund er því vafa- laust ein besta vöggugjöf sem nokkr- um manni getur hlotnast. Sú gjöf kemur ekki aðeins hinum glaðlynda til góða heldur öllum þeim sem í kringum hann eru. Dóra er ein af þeim lánsömu. Gleði hennar er smit- andi og það hefur ekki slegið á hana fölva þó ýmislegt mótdrægt hafi hent hana eins og aðra, um dag- ana.„Það byijaði raunar ekki vel ævin mín,“ sagði Dóra við mig þegar ég heimsótti hana um daginn, einu sinni sem oftar. „Ég fæddist að Hvalgröf- um á Skarðsströnd og kom sex vik- um fyrir tímann. Það var sitjanda- < i i i s AÐAL- FUNDUR í samræmi við ákvarðanir hluthafafundar 26. júlí sl. er nú boðað til aðalfundar Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1990. Verður fundurimi haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, miðvikudaginn 17. janúar 1990 oghefstkl. 16:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 35. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um nýjar samþykktir fyrir félagið. Breytingar frá núverandi samþykktum felast aðallega í breytingum á tilgangi og starfsemi félagsins, sem lúta að því að félagið hætti bankastarfsemi og verði m.a. eignarhaldsf élag um hlutabréf í íslandsbanka hf., sbr. samþykkt hluthafafundar 26. júli sl. varðandi kaup á hlutabréfum rikissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. og samruna rekstrar Iðnaðarbankans við rekstur þriggja annarra viðskiptabanka. 3. Önnur mál, löglega upp borin. 4 Tillaga um frestun fundarins. Bankaráð boði til framhaldsfundar sem haldinn verði í síðasta lagi fyrir lok aprílmánaðar nk. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbankanum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 10. janúar nk. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 10. janúar nk. a Reykjavík, 20. desember 1989 Bankaráð Iðnaðarbanka Islands hf. ! 0 iðnaðarbankinn Kvóti og aftur kvóti eftirlngvaR. Einarsson Maður lítur ekki svo í blöð eða hlustar á útvarp, að ekki sé minnst á fiskveiðikvótann. Kvótinn er að drepa niður 'heil byggðarlög. Kvótinn er að veita útgerðar- mönnum fjármuni, sem eru að verða að erfðagóssi. Kvótinn er að verða stjórnvaldur í öllu fjárhagskerfi íslendinga. Kvótinn er o.s.frv. Það er hægt að telja upp hitt og þetta, sem kvótinn er að gera þjóð okkar; gera hana, sem áður var samheldin t.d. í baráttunni um land- helgi Islands, svo sundurlynda, að það jaðrar við borgarastyijöld. Ég er þeirrar skoðunar að kvóta- skiptingin hafi verið af því góða. Enda stuðlaði hún að ýmsum hugar- farsbreytingum á meðal útgerðar- manna og sjómanna. Má þar nefna eftirfarandi: Vandaðri meðferð aflans. Reynt var að breyta sókn skipa, bæði með tilliti til gæfta og að veið- in borgaði sig fjárhagslega. Veiði á ónýttum tegundum jókst allnokkuð. Víðtækari markaðsleit fyrir ónýttar tegundir. En það stóð ekki lengi hið já- kvæða, því hið neikvæða magnaðist eins og eldur í sinu. Það hófst með því að útgerðarmönnum var heimilt að selja óveiddan veiðikvóta. Sjó- mannasamtökin börðust á móti því, en fengu engu um ráðið. Vissulega átti sjávarútvegsráðuneytið að kalla inn óveiddan kvóta og endurúthluta honum. Það hefði mátt taka ákveð- in gjöld af endurúthlutuninni, sem rynnu til markaðsleitar fyrir hinar ónýttu tegundir. Viðbrögð landsmanna Það er ekki nema eðlilegt að landsmenn hafi séð og gert athuga- semdir við það, að ákveðinn hópur manna fengi úthlutað kvóta, sem þeir gætu breytt í fjármagn án þess að svosem rísa upp úr stólnum. Skrif manna eins og Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrverandi ráðherra, Einars Júlíussonar eðlisfræðings o.fl. um kröfur um auðlindaskatt eða skiptingu kvóta til allra lands- manna hafa verið nokkuð tíð í blöð- um undanfarið. Hér er verið tendra bál, sem get- ur orðið að stórum eldsvoða. Annars er ég nokkuð hissa á fyrr- verandi ráðherra, sem veit eða á að vita að 70-80% af þeim krónum, sem hann hefur til ráðstöfunar, eru kom- in frá sjávarútveginum. Þær krónur hafa að vísu farið aðrar leiðir í gegn- um kerfið. „í banka hafsins eru borgaðir hærri vextir en í nokkrum öðrum banka. Allt það sjófang sem tekið er úr sjó áður en það selst safiiar á sig allskonar kostnaði.“ Nýjustu væntanlegu breytingar Nýjustu breytingum á kvótakerf- inu er ætlað að setja kvóta á alla smábáta, 10 tonn og minni, sem hafa verið áður utan kvóta. Hvað þýðir það? Það er hætt við að ára- mótabrennur verði ekki eins miklar og undanfarið. Hvert hrúgatimbur, sem geymt hefur verið uppi á fjöru- kambi er nú orðið verðmæti. Nú er ekkert annað að gera fyrir eigendur þess, en að drífa sig í því að kaupa eina málningardós og ausa yfir flakið, sem einhvern tíma var talinn bátur, og sækja um kvóta. Hver veit nema að þeir fái úthlutað og geti selt fyrir stórar upphæðir. Það er synd að ég skuli vekja máls á þessu. Þarna hefðu gamlir og slitnir trillukarlar losnað við fleyt- urnar sínar og búið betur um sig á elliárunum. En því miður, ég get ekki orða bundist af slíkri óáran. En hvað skal gera? Margar tillögur hafa komið fram frá hinum og þessum aðilum. Aðal- lega þó frá mönnum sem starfa ekki að sjávarútvegsmálum. Sjó- menn hafa t.d. lítið látið í sér heyra. Þeir virðast taka öllu með jafnaðar- geði, þó að hér sé verið á ýmsa lund að ráðskast með tekjur þeirra og viðurværi. Eins og áður hefur verið sagt hafa margar tillögur verið lagð- ar fram. Því ætti ekki að skemma, þó einni væri bætt í hópinn. BRÉFA- 1 BINDIN j frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. 2 Múlalundur í I i S í i i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.