Morgunblaðið - 29.12.1989, Blaðsíða 21
21"
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989
Endalok Elenu Ceausescu
Nicolae og Elena Ceausescu voru dæmd til dauða á Jóladag fyrir glæpi sína
gagnvart rúmensku þjóðinni og tekin af lífi skömmu síðar. Myndir af réttar-
höldunum hafa verið sýndar víða um heim og rúmenska ríkissjónvarpið hef-
ur birt myndir af líkum þeirra, sem teknar voru á aftökustaðnum en ekki
hefur verið skýrt frá því hvar líflátsdómnum var fullnægt. Þessi mynd af
líki Elenu Ceausescu, hötuðustu konu Rúmeníu, var tekin af sjónvarps-
skermi en ekki liggur fyrir hvenær sjálf frummyndin var tekin. Alþýða manna
í Rúmeníu fagnaði ákaflega er þær fréttir bárust að einræðisherrann og
eiginkona hans hefðu verið tekin af lífi en ríkisstjórnir nokkurra vestrænna
ríkja hafa harmað það að Ceausescu-hjónin skyldu ekki hafa verið látin
svara til saka í opinberum réttarhöldum.
Ceausescu lét Msa
framleiðslutölur
Búkarest. Reuter.
FJÖLMIÐLAR í Rúmeníu fagna nú nýfengnu firelsi með því að
flytja eiginlegar fréttir af ástandinu í efnahags- og þjóðmálum.
I gær skýrðu þeir til dæmis frá því, að yfirlýsingar Ceausesu-
stjómarinnar um landbúnaðarframleiðsluna á þessu ári hefðu
verið stórkostleg fölsun, uppskeran hefði verið miklu minni en
haldið var fram.
og breyttum starfsháttum sé
unnt að stórauka landbúnaðar-
framleiðsluna á næstu tveimur
árum en bandarískir sérfræðing-
ar segja, að minni matvælaút-
flutningur frá Rúmeníu geti
komið sér mjög illa fyrir Sovét-
menn, sem hafi leyst skortinn
heima fyrir að hluta með kjöti
og grænmeti þaðan.
í Búkarest er nú hægt að
kaupa appelsínur og kaffi í versl-
unum fyrir innlendan gjaldmiðil
en þessar vörur og margar aðrar
svokallaðar lúxusvörur hafa að-
eins verið fáanlegar í gjaldeyris-
verslununum. í gær afnam Þjóð-
arráðið einnig lög, sem takmarka
rafmagnsnotkun við eitt kílówatt
á mann á dag en það nægir til
að hita upp eitt herbergi eða
nota eina litla rafmagnshellu.
Þeir, sem brutu þessi lög, voru
látnir greiða allt að 300% álag
ofan á umframnotkunina eða að
rafmagnið var jafnvel tekið af
þeim.
Fyrir rúmum mánuði sagði
Ceausescu, að kornuppskeran
hefði verið 60 milljónir tonna á
árinu en dagblaðið Romania Li-
bero vitnaði í gær í skýrslu frá
landbúnaðarráðuneytinu þar sem
fram kemur, að uppskeran var
rétt rúmlega 18 milljónir tonna.
Þá segir, að af hveijum hektara
hafi fengist 14 tonn af kartöfl-
um, ekki 81 eins sagt var; 24,7
tonn af sykurrófum, ekki 100,
og 0,83 tonn af hrísgijónum,
ekki 8,1. Ávaxtauppskeran var
4,7 tonn af hektara, ekki 19, og
sítrónuuppskeran sérstaklega
var 4,2 tonn en ekki 20.
Áætlun Ceausescu-stjórnar-
innar um að greiða upp allar
erlendar skuldir á fáum árum
olli miklum matarskorti í Rúm-
eníu en eitt af fyrstu verkum
Þjóðarráðsins var að stöðva mat-
vælaútflutning til að tryggja, að
almenningur hefði nóg að borða.
Victor Surdu, sem líklegur er til
að verða næsti landbúnaðarráð-
herra, segir, að með fijálsræði
Honecker rekinn úr
embætti eftir deilur
við Gorbatsjov í Berlín
Austur-Berlín. Reuter.
HORST Sindermann, fyrrum félagi í stjórnmálaráði Austur-Þýska-
lands, segir í viðtali við austur-þýska dagblaðið Junge Welt, sem
birtist á miðvikudag, að Erich Honecker hafí deilt við Míkhaíl Gorb-
atsjov þegar hann kom í heimsókn til Austur-Þýskalands og það
hafi gerí útsiagið og valdið því að
flokksleiðtoga.
„Við gerðum okkur æ betur grein
fyrir því að Honecker varð að víkja,“
segir Sindermann, sem áður var
forseti austur-þýska þingsins en var
rekinn úr flokknum í nóvember.
„Dropinn sem fyllti mælinn var
heimsókn Gorbatsjovs í tilefni 40
ára afmælis [Austur-Þýskalands 7.
október]. Gorbatsjov átti mjög góð-
ar viðræður við stjórnmálaráðið.
Hann ræddi um eigin vanda og
okkar og sagði að perestrojka væri
auðveldari fyrir okkur en Sovét-
menn því að efnahagsástandið væri
betra hér,“ sagði Sindermann.
Honecker var rekinn úr embætti
Að sögn Sindermanns dró Honec-
ker þá fram tölur frá Sameinuðu
þjóðunum sem sýndu að framleiðni
væri meiri í Austur-Þýskalandi en
í Sovétríkjunum. „Þetta notaði hann
til að réttlæta að ekki yrði hvikað
frá gömlu stefnunni og sagði við
Gorbatsjov að við gætum vel ráðið
okkar eigin málum.“ Og Sinder-
mann heldur áfram: „Nú var okkur
nóg boðið. Við yfirgáfum fundinn
og komum okkur saman um að
leggja til í stjómmálaráðinu að
Honecker viki. Og það var það sem
gerðist.“
Astralía:
Ottast að tugir manna
hafí farist í jarðskjálfta
Newcastle. Reuter.
Björgunarstarf hélt áfram í gær
eftir öflugan jarðskjálfta í
áströlsku borginni Newcastle í
fyrrinótt, þar sem að minnsta kosti
ellefu manns fórust og hugsanlega
miklu fleiri. „Svo virðist sem fjöldi
manna geti verið undir rústunum
en það tekur tíma að ganga úr
skugga um það,“ sagði Bob Hawke
forsætisráðherra, sem var augljós-
lega miður sín eftir að hafa kann-
að skjálftasvæðið. Lögreglan ótt-
ast að allt að fimmtíu lík geti enn
verið undir rústum félagsheimilis
verkamanna, þar sem flest líkin
höfðu fundist.
„Þetta er algjört einsdæmi. Við
höfum ekki orðið fyrir manntjóni og
eyðileggingu af völdum jarðskjálfta
áður en við munum veita borgarbú-
um alla þá aðstoð sem við geturn,"
sagði Hawke við skelfingu lostna
borgarbúa, sem söfnuðust saman á
myrkvuðu torgi í borginni.
jarðskjálftinn, sem mældist 5,5
stig á Richter-kvarða, reið yfir borg-
ina laust eftir miðnætti í gær. Bygg-
ingar hrundu í nokkrum úthverfum
borgarinnar. Skjálftans varð vart í
Melbourne og Tasmania um 1.000
km sunnar.
Félagsheimili, skemmtistaðir,
kvikmyndahús, hótel, slökkviliðsstöð,
sjúkrabílastöð og verslanamiðstöð
urðu fyrir miklum skemmdum.
Björgunarstarfið fór aðallega fram
í rústum félagsheimilis verkamanna,
en þegar skjálftinn reið yfir, klukkan
hálf ellefu f.h. að staðartíma, var
bingó á heimilinu fyrir eftirlauna-
menn.
Rafmagns- og símasambandslaust
varð í borginni og rýma þurfti sjúkra-
hús vegna skemmda. „Það er engu
líkara en stríð hafi geisað hér í hálft
ár. Tjónið er ótrúlegt," sagði borgar-
fulltrúinn George Keegan. John
Westmore, aðalforstjóri Tryggingar-
Reuter
Maður fórst er þessl veggur hrundi í jarðskjálfta í einu af úthverfúm
áströlsku borgarinnar Newcastle í fyrrinótt.
áðs Ástralíu, sagði að samkvæmt milljörðum ástralskra dala (70 mill-
bráðabirgðatölum næmi tjónið 1,5 jörðum ísl. kr.).
Egyptar og
Sýrlending-
ar taka upp
samband á ný
Kairó. Reuter.
EGYPTAR og Sýrlendingar hafa
ákveðið að taka upp stjórnmála-
samskipti að nýju en flest öll Ara-
baríkin slitu sambandi við Egypta
árið 1979 vegna friðarsamninga
þeirra við ísraela. Líbýumenn eru
nú eina Arabaríkið sem ekki hefúr
sljómmálasamband við Egypta.
I sameiginlegri yfirlýsingu sem
birt var á miðvikudag segir að ríkin
tvö hafi ákveðið að taka upp fullt
stjórnmálasamband á ný „vegna þró-
unarinnar á alþjóðavettvangi og
væntanlegra áhrifa hennar í Araba-
heiminum." Fyrr um daginn hafði
Atef Sedki, forsætisráðherra
Egyptalands, haldið til Damascus í
Sýrlandi og átt fund með Hafez al-
Assad Sýrlandsforseta. Hafði svo
háttsettur egypskur embættismaður
ekki komið til Sýrlands í tíu ár en
Sýrlendingar voru helstu hvatamenn
þess að Arabaríkin slitu stjómmála-
sambandi við Egypta og rufu þau
tengsl fyrstir allra árið 1977 eftir
sögulega för Sadats þáverandi
Egyptalandsforseta til ísraels.
Sérfræðingar í málefnum Araba-
ríkjanna kváðu ákvörðun þessa þjóna
hagsmunum beggja ríkjanna. Mu-
barak hefði ákaft reynt að nálgast
nágrannaríkin á ný til að öðlast við-
urkenningu þeirra og auka áhrif
Egypta í Arabaheiminum. Assad
hefði einangrast á alþjóðavettvangi
vegna hernaðaríhlutunar Sýrlend-
inga í Líbanon og meints stuðnings
hans við hin ýmsu samtök hryðju-
verkamanna..
S
2
e
Hringdu!
Upplýsingasíminn er (91)
|' 6/8
6/8
í þessu númeri getur þú fengiö upplýsingar og
svör viö spurningum þínum um íslandsbanka.
Upplýsingasíminn er opinn virka daga
kl. 9.00-16.00.
F
Ef þú ert meö spurningu, hringdu!
ÍSLANDSBANKI
- í takt viö tiyja tíma!