Morgunblaðið - 29.12.1989, Síða 25

Morgunblaðið - 29.12.1989, Síða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989 Virðisaukaskattur: Tryggingaiðgj öld lækki eða standi í stað IÐGJÖLD af flestum tryggingum eiga að lækka við upptöku virðis- aukaskatts, að sögn Marðar Árnasonar upplýsingafulltrúa fjármálaráðherra. Hann segir að af frétt, sem um þetta efni birtist hér í blaðinu í gær, megi ráða að skatturinn hækki iðgjöldin. „Af fréttatilkynningu Sambands íslenskra tryggingafélaga mætti ráða að kostnaður almennings vegna trygginga hækki við skatt- kerfisbreytinguna, en svo er ekki,“ segir Mörður. „Það er rétt að rekstrarkostnaður tryggingafélag- anna hækkar örlítið og trygginga- kostnaður þeirra, einkum af húsa- tryggingum, en þessar hækkanir vega engan veginn upp lækkunina sem verður við að iðgjöldin verða undanþegin virðisaukaskatti eftir að hafa borið söluskatt." Mörður segir að iðgjöld flestra trygginga eigi að lækka um allt að 20%, iðgjöld fasteignatrygginga um 10% til 15% og iðgjöld líftrygginga að standa í stað, þar sem þær trygg- ingar eru undanþegnar söluskatti. Samningar ASÍ: Fundað eft- ir áramót Fjölgun íbúa minni en flest ár undanfarna sjö áratugi SAMKVÆMT bráðabirgðatölum Hagstofu íslands var mannfjöldi á landinu 253.482 miðað við þjóð- skrá 1. desember síðastliðinn, og voru karlar 127.301 talsins en konur 126.181. Fjölgunin á einu ári nemur 1.792 íbúum eða 0,71%, og er það minni fjölgun en flest ár undanfarna sjö áratugi. Lifandi fædd börn eru talin verða um 4.600 á árinu 1989, en fjöldi lát- inna um 1.750 manns. Á árinu 1988 ijölgaði fólki á landinu um 4.333 eða um 1,75%, og hafði þá aldrei íjölgað um eins marga hér á landi á einu ári, og hlutfallsleg fjölgun hafði þá heldur ekki orðið meiri en síðan árið 1965. Horfur eru á að tala bamsfæðinga árið 1989 verði mjög svipuð því sem var í fyrra, en þá hafði fæðingum fjölgað um 7-800 frá árunum 1985 og 1986. Færri böm fæddust árin 1985 og 1986 en nokkurt ár síðan 1947, og hafði þó tala kvenna á barnsburðaraldri ríflega tvöfaldast síðan þá. Fæðingatalan á árunum 1988 og 1989 er hins vegar svo há að það er aðeins á árunum 1957-60, 1962-66 og 1972, sem fleiri böm hafa fæðst. Konur á barnsburðar- aldri eru hins vegar miklu fleiri nú en þá, og svarar fæðingartíðnin 1989 til þess sem var árin 1982 og 1983. Fæðingartíðnin er minni en nokkurt ár fyrir þann tíma, og hefur hún ekki verið lægri en nú nema árin 1984-87. Ef fæðingartíðni á hveijum aldri kvenna yrði til frambúðar hin sama og árið 1989, yrðu ófæddar kynslóð- ir um 9% fjölmennari en kynslóð foreldranna, en miðað við reynslu síðustu fimm ára yrðu kynslóðimar svo til jafnar að fjölda. Á þessum áratug hefur það ein- kennt fólksfjölgunina að hún hefur mestöll orðið á höfuðborgarsvæðinu og á Suðumesjum. Undanfarin sex ár hefur fólki fjölgað meira þar en sem nemur heildarfjölgun lands- manna, því að bein fækkun varð í öðrum landshlutum samanlögðum um alls 1.140 manns. Mannfjöldi óx um 1,4% á höfuð- borgarsvæðinu árið 1989 og um 0,9% á Suðumesjum. Á Suðurlandi fjölg- aði fólki um 0,6%, um 0,3% á Aust- urlandi og um 0,1% á Norðurlandi eystra. Á Vestfjörðum fækkaði um 2,5%, og á Vesturlandi og Norður- landi vestra um 1,0%. í Reykjavík fjölgaði fólki um 916, eða tæplega 1,0%. Það er minni fjölg- un þar en verið hefur undanfarin þijú ár. í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 2,3%, mest 6,1% í Bessastaðahreppi, 3,9% í Mosfellsbæ og 2,4% í Hafnar- firði og Kópavogi. Fjölgun í Garðabæ og á Seltjarnarnesi varð minni en vant er þar. Á Suðumesjum fjölgaði mest í Vatnsleysustrandarhreppi, eða um 5%, og 1,8% í Keflavík. Á Vesturlandi fækkaði fólki í öllum héruðum og á stærstu stöðum. í Stykkishólmi fækkaði um 2,1%, en minni fækkun varð í Ólafsvík og á Akranesi. í Borgarnesi stóð mann- fjöldi nokkurn veginn í stað, en óx um 3% í Eyrarsveit. Hólmavík er eini staðurinn á Vestfjörðum þar sem fjölgun varð á árinu, en þar fjölgaði um 3%. Mannfjöldi stóð í stað í Bol- ungarvík og á ísafirði, en annars staðar fækkaði fólki. Á Patreksfirði fækkaði um 6%, og eru íbúar þar nú álíka margir og árið 1960. Á Flat- eyri fækkaði fólki um 12% og á Suð- ureyri um 5%. íbúar á Flateyri eru 161 og hafa ekki verið færri síðan 1927. í Norður-ísafjarðarsýslu hélt fækkun fólks áfram og varð hún 12% á árinu. í fjórum stijálbýlishreppum við ísafjarðardjúp búa nú 184. Þar voru 304 árið 1970, 511 árið 1950 og 1.385 íbúar árið 1910. í stijálbýli í Strandasýslu fækkaði fólki um 6%. Á Norðurlandi vestra er Sauðár- krókur eini staðurinn þar sem fólki fjölgaði á árinu, um 0,8%. Á Blöndu- ósi, Skagaströnd og Hvammstanga stóð mannfjöldi svo til í stað. Á Siglu- firði fækkaði um 2,7%. íbúar á Siglu- firði hafa ekki verið færri síðan 1928 og eru nú um 1.300 færri en þeir urðu flestir árið 1948. Á Norður- landi eystra fjölgaði um 1,7% á Dalvík, og um 1,0% á Ólafsfirði. Á Akureyri fjölgaði fólki um 0,9%, og hefur þá fjölgað þar um 340 manns á þremur árum eftir fjögurra ára kyrrstöðu. Á Húsavík fækkaði um 0,8% og eru íbúar þar viðlíka margir og 1982. í Norður-Þingeyjarsýslu hélt fólksfækkun áfram og varð 3,5%. íbúum í sýslunni hefur fækkað um 530 síðan 1957, þegar þeir urðu flestir. Á Austurlandi fjölgaði fólki um 4,0% á Djúpavogi, um 3,1 á Höfn í Homafirði og um 2,0% á Neskaup- stað. Mannfjöldi stóð í stað á Egils- stöðum og á Eskifirði, en í Vopna- firði og á Reyðarfirði og Fáskrúðs- firði fækkaði eilítið. Á Suðurlandi fjölgaði um 2,0% á Selfossi, um 1,7% í Ölfushreppi og um 1,2% í Vest- mannaeyjum. I Rangárvallasýslu fækkaði um 1,3%, og hefur fólki þá fækkað þar um 313 síðan 1983. í Hrunamannahreppi fjölgaði um 4,0%, og hefur íbúum þar fjölgað um rúmlega 100 á tíu árum, eða um 21%. Sveitarfélög voru 213 á landinu 1. desember 1989, og hafði þeim þá fækkað um 11 síðan 1979. I fjórum sveitarfélögum voru íbúar 10.000 eða fleiri, í 12 þeirra voru íbúar 2.000-9.999, í 16 voru íbúar 1.000- 1.999, í 18 voru 500-999 íbúar, í 51 voru 200-499 íbúar, í 60 voru 100-199 íbúar, í 38 voru 50-99 íbúar og 12-49 íbúar voru í 14 sveitarfélög- Viðræðunefiidir Alþýðusam- bands íslands, Vinnuveitenda- sambands íslands og Vinnumála- sambands samvinnufélaganna funduðu í gær um nýja kjara- samninga, en síðasti fiindur þar áður var fyrir jól. Ekkert markvert gerðist á fund- inum, sem vár stuttur, og hefur næsti fundur verið ákveðinn eftir áramót, miðvikudaginn 3. janúar í húsnæði Vinnumálasambandsins. * Arétting Tvípunkti var ofaukið í yfirfyrir- sögn fréttar á bls. 22 í blaðinu í gær svo að misskilja mátti að aðal- fyrirsögnin væri höfð eftir Sverri Hermannssyni bankastjóra. Það skal árettað, að aðalfyrirsögnin var höfð eftir Kristínu Einarsdóttur alþm. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM 28. desember. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Hæsta Lægsta Meðal- . Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 95,00 50,00 87,22 2,331 203.315 Ýsa 114,00 88,00 107,80 6,321 681.356 Skarkoli 91,00 91,00 91,00 0,041 3.731 Samtals 102,20 3,693 888.402 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 86,50 79,00 82,27 6,100 501.850 Ýsa 144,00 138,00 141,60 2,500 354.000 Samtals 99,52 8,600 855.850 ( dag verður selt úr dagróðrabátum ef á sjó gefur. Hansína Jóhannsdóttir 98 ára í hópi ætt- ingja. Á innfelldu myndinni er Kristjana Hannesdóttir 95 ára. Morgunblaðið/Ámi Helgason Hátíðleg jól á sjúkrahúsinu Stykkishólmi. ÞAÐ var hátíðlegt á sjúkrahúsinu í Hólminum á aðfangadagskvöld þegar fréttaritara bar þar að garði. Jólaljós alls staðar og jólatrén. Á efri hæðinni þar sem eldri sjúklingar eru, þeir sem hafa unnið hörðum höndum og nú komnir í skjól, voru ljósin tendruð um allt. Fólk minntist gömlu jólanna sinna sem voru með allt öðrum hætti við tólgarkerti og spil, en eins og nú sá tími þegar fólk fagn- aði komu frelsarans og í baðstofun- um var rifjað upp farin leið og lesið. Jólaljósin skinu í augum þessara ágætu samferðamanna og þakkað fyrir. Þannig var sæfarinn Snæ- björn Einarsson frá Hellissandi 96 ára, Jóhannes Jónsson í Langeyjar- nesi 90 ára, Dagbjört frá Sviðnum o.fl. Á neðri hæðinni fallegt jólatré og fyrir framan það Kristjana Hannesdóttir 95 ára, fyrrum skóla- stýra að Staðarfelli og víðar, bros- andi framan í blessuð ljósin, Hansína Jóhannsdóttir 98 ára í hópi ættingja, Karólína Jóhannes- dóttir, lengi stórkostlegur gestgjafi í Stykkishólmi og Hansína Jóns- dóttir frá Keisbakka, báðar 92 ára. Lionsklúbbur Stykkishólms hafði áður sent jólasveina með gjaf- ir og aðra kátínu til fólksins þar og þótti því vænt um það. Systum- ar voru í önnum að gera hátíðina sem gleðilegasta og búnar að skreyta kirkjuna og koma fyrir Jesúbarninu í jötunni. Á aðfanga- dag var guðsþjónusta í gömlu kirkj- unni okkar og sumir segja sú síðasta um jól. Séra Gísli Kolbeins messaði. Á miðnætti var guðs- þjónusta í kapellu kaþólsku kirkj- unnar og allir boðnir í kaffi á eft- ir. Á jóladag var svo athöfn í nýju kirkjunni, hátíðleg og kl. 2 var samkoma í Fíladelfíu og kl. 3 í kaþólsku kirkjunni, séra Jan Ha- bets prédikaði. Það var því mikil andleg blessun hér um jólin sem fólk notfærði sér. Margir aðkomumenn voru hér um jólin sem áttu hér venslamenn og eins fóru menn annað að heim- sækja ættingja. Færð var góð og rútan gekk eftir áætlun og fjölgaði ferðum og hafði mikil umsvif. - Árni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.