Morgunblaðið - 29.12.1989, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Úrvalslið Gunnars vann
Bautamótið
Úrvalslið Gunnars Níelssonar fór með sigur af hólmi í
sjöunda Bautamótinu í innanhússknattspyrnu sem haldið
var í íþróttahöllinni á Akureyri. Innan raða úrvalsliðsins
voru valinkunnir knattspyniukappar, til að mynda marka-
kóngur mótsins, Halldór Áskelsson. Alls tóku sextán lið
þátt í mótinu og komust færri að en vildu. Flest liðanna
voru úr Eyjafirði, en einnig tóku þátt lið austan úr Þing-
eyjarsýslu og úr Skagafirði. Úrvalsliðið hlýtur auk sæmd-
arinnar málsverð á Bautanum. Á myndinni skorar marka-
kóngurinn Halldór Áskelsson hjá Þorvaldi Jónssyni, en
að baki hans má sjá í hinn nýja þjálfara Leiftursmanna
í Ólafsfirði, Ómar Torfason. Á innfelldu myndinni er
Gunnar Níelsson kampakátur með bikarinn.
Loðnuveiðar:
Tveir bátar til veiða
strax eftir áramót
Utgerðarmenn Súlunnar EA og Þórð-
ar Jónassonar EA segjast vera bjart-
sýnir á að loðnan fari að gefa sig
LOÐNUSKIPIN Súlan EA og
Þórður Jónasson EA halda til
veiða strax eftir áramót og eru
útgerðarmenn skipanna bjart-
sýnir á að úr loðnuvertíðinni
rætist.
Sverrir Leósson, sem gerir út
Súluna, sagði að skipið færi líklega
til veiða 3. janúar, eða strax og
skipin mega halda út. „Ég er bjart-
sýnn á að þetta fari að bresta á
eftir áramótin," sagði Sverrir. Súlan
EA er búin að fá 1.530 tonn af
loðnu það sem af er haustvertíð,
en skipið byijaði á loðnu í nóvem-
ber. Á sama tíma á síðustu vertíð
var Súlan búin að fá um 7.600 tonn.
Hreiðar Valtýsson, sem gerir
Þórð Jónasson EA út, kvaðst einnig
bjartsýnn á að ioðnan færi að gefa
sig eftir áramótin, en Þórður heldur
til veiða strax á nýju ári. „Við
treystum því að loðnan veiðist eftir
áramótin, ég trúi ekki öðru,“ sagði
Hreiðar. Þórður Jónasson EA var
búinn að fá um 800 tonn af loðnu
það sem af er haustvertíð, en á
sama tíma á síðustu vertíð hafði
skipið fengið um 7.000 tonn. Hreið-
ar sagði að úthaldsdagar skipsins
væru fáir, það hefði lengst af legið
við bryggju á meðan beðið var
frétta af miðunum. „Við trúum
ekki öðru en úr vertíðinni fari að
rætast," sagði Hreiðar.
Krossanesverksmiðjan:
Starfefólki sagl upp vegna
aflabrests á loðnuveiðum
„Hefði mátt standa betur að uppsögnunum, “ segir Björn Snæbjörnsson varaformaður Einingar
ÖLLU starfsfólki Krossanesverksmiðjunnar, 26 að tölu, hefur
verið sagt upp störfiim, en jafnframt var þess farið á leit að
starfsfólkið ynni áfram hjá fyrirtækinu til loka loðnuvertíðar
um mánaðamótin apríl/maí á næsta ári. Um er að ræða
verka- og iðnaðarmenn auk skrifstofufólks. Ástæða þess að
starfefólki er nú sagt upp störfiim öðru sinni á þessu ári er
fyrst og fremst sú að loðnuveiðar brugðust og fjárhagsstaða
verksmiðjunnar er afar slæm.
Geir Zoéga framkvæmdastjóri
Krossanesverksmiðjunnar sagði að
verksmiðjan hefði verið tilbúin í
allt haust að taka á móti loðn'u sem
ekki kom, en geysimiklar endur-
bætur hefðu verið gerðar á verk-
smiðjunni á síðustu þremur árum
og væri hún nánast sem ný á eftir.
Áætlað framleiðsluverðmæti
verksmiðjunnar á haustvertíðinni
var um 300 milljónir króna, ef
veiðar hefðu verið með svipuðum
hætti og síðustu ár. Útlagður
kostnaður verksmiðjunnar við að
taka á móti loðnu nú í haust er á
bilinu 60-70 milljónir króna, m.a.
vegna starfsmanna, rafmagns og
þess háttar.
„Þetta er að sjálfsögðu beint tap
verksmiðjunnar og þar sem við
ætluðum okkur að hafa tekjur af
loðnu sem aldrei kom á móti verð-
ur tapið enn meira. Það er því öll-
um mönnum ljóst að staðan er
hrikaleg," sagði Geir.
Ástæðu uppsagna starfsmanna
Krossanesverksmiðjunnar sagði
hann fyrst og fremst vera vegna
loðnuleysis, en stjóm verksmiðj-
unnar og eigendur myndu vinna
að því að finna leið út úr þeim
vanda sem Við blasti.
Krossanesverksmiðjan verður
formlega að hlutafélagi um ára-
mótin, en hún verður áfam að lang-
stærstum hluta í eigu Akureyrar-
bæjar, en auk bæjarins eiga fjórir
einstaklingar hlut í verksmiðjunni.
Björn Snæbjömsson varafor-
maður Verkalýðsfélagsins Eining-
ar sagði að við uppsögnunum væri
lítið hægt að segja, en betur hefði
mátt standa að uppsögnunum.
„Það hefði verið eðlilegt að boða
starfsmennina á fund með stjórn-
inni þar sem þeim hefði verið sagt
hvað stæði til,“ sagði Björn. „Það
er alvarlegt mál þegar starfsmönn-
um er sagt upp störfum tvisvar
sama árið og ekki til þess fallið
að styrkja þá í því atvinnuleysi sem
hér er ríkjandi."
Skagaströnd:
Söfnunin
gengur vel
SÖFNUN til styrktar
konu sem missti unnusta
sinn, föður tveggja ungra
barna, í húsbruna á
Skagaströnd aðfaranótt
14. desember hefúr geng-
ið vel að sögn sr. Ægis
Fr. Sigurgeirssonar
sóknarprests. Tekið er á
móti framlögum á áví-
sanareikning nr. 9977 hjá
Búnaðarbankanum á
Skagaströnd.
Sr. Ægir sagði að framlög
hefðu borist í söfnunina víðs
vegar að af landinu. Söfnun
fór fram á Skagaströnd áður
en söfnun hófst á landsvísu,
og sagði sr. Ægir að sú söfn-
un hefði gengið mjög vel.
Akureyrarprestakall:
Fimm guðsþjónustur
í bænum um áramótin
Hátíðarguðsþjónusta verður á
Dvalarheimilinu Hlíð kl. 16 á
gamlársdag og þar mun kór aldr-
Vetraríþróttahátíð ISÍ:
Táknræn opnun á nýársdag
Undirbúningsnefnd vetrarí-
þróttahátíðar ÍSÍ 1990 verður
með athöfh, einskonar tákn-
ræna opnun íþróttahátíðarinn-
ar á nýársdag og verða þá af-
hjúpuð tvö kynningarspjöld,
sem minna á hátíðina.
Á gatnamótum Hlíðarbrautar
og Hörgárbrautar verður afhjúp-
að spjald kl. 15.30 og ef veður
leyfir munu ungir skíða- og
skautamenn skokka með kyndla
þaðan og að spjaldi sem komið
hefur verið upp á flötinni austan
samkomuhússins, en það verður
afhjúpað kl. 16.00. Sigurður J.
Sigurðsson forseti bæjarstjómar
flytur þar stutt ávarp og í lokin
verður flugeldasýning.
Nýárstrimm fer fram í Kjama-
skógi og verður svæðið opnað kl.
16.00, en það verður opið til
19.00. Þar getur fólk gengið á
skíðum eða án og mun liggja
frammi gestabók sem fólk er
hvatt til að rita nöfn sín í til að
gefa hugmynd um fjölda þátttak-
enda.
Skautasvell Skautafélags Ak-
ureyrar verður opið á nýársdag
frá kl. 10.00-19.00 og verður að-
gangur ókeypis. Þar mun einnig
liggja frammi gestabók.
Undirbúningsnefnd hvetur alla
sem geta að taka þátt í athöfn-
inni, ganga í Kjarna eða fara á
skauta sér til gagns og gleði.
(Fréttatilkynning)
aðra syngja, en stjórnandi og
organisti verður Sigríður Schiöt.
Aftansöngur í Akureyrarkirkju
verður kl. 18. á gamlársdag, þar
syngur kór Akureyrarkirkju og
stjórnandi og organisti verður Bjöm
Steinar Sólbergsson.
Á nýársdag verður hátíðarguðs-
þjónusta í Akureyrarkirkju kl. 14.
Blokkflautusveit úr Tónlistarskóla
Akureyrar leikur, stjórnandi verður
Sigurlína Jónsdóttir. Þá verður
einnig hátíðarguðsþjónusta á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu kl. 14 og mun
félagar úr kór Lögmannshlíðar-
kirkju syngja. Stjórnandi og organ-
isti verður Áskell Jónsson. Hátíð-
arguðsþjónusta verður á Seli kl. 17,
organisti verður Áskell Jónsson.
Sóknarprestar Akureyrarpresta-
kalls hvetja fólk til að kveðja gamla
árið og heilsa hinu nýja í guðs-
þjónustum og færa þeir sóknar-
börnum þakkir fyrir allt gott á ár-
inu sem er að líða. (Fréttatílkynning)